Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.1982, Blaðsíða 6
6
DV. ÞRIÐJUDAGUR 7. SEPTEMBER 1982.
Neytendur Neytendur Neytendur Neytendur
Heimilisbókhaldið:
Landsmeðaltal júlímánaðar
eitt þúsund tuttugu og átta kr.
Sumarleyfin í júlímánuöi setja sinn
svip á heimilisbókhald þess mánaöar.
Viö uppgjör kemur í ljós aö lands-
meöaltal á hvem einstakling hækkar
um krónur sex frá mánuöinum á und-
an. Landsmeðaltal fyrir júnímánuö
var krónur 1.022,- en júlímánuð verður
útkoman krónur 1.028,- Fram kemur á
mörgum seðlum eöa fylgibréfum aö
fólk er f jarverandi af heimilum sínum
og leggst í feröalög og dregur þaö úr
matarkostnaöi innan heimilis-
veggjanna. Færist sá kostnaöarliöur
undir feröalög eöa annan kostnað.
Þetta er auövitaö ekki einfalda
reglustikuformúlan, heldur margar
undantekningar, sem viö hyggjum þó
aö hafi áhrif á útreikninga okkar á
landsmeðaltali.
Þegar viö látum fara frá okkur sam-
vizkusamlega unnar niðurstöður og út-
reikninga eftir aðsendum upplýsinga-
seðlum um hver mánaöamót veröum
við oftar vör viö gremju fólks en
ánægju. Gremjan stafar einfaldlega af
lágum matarkostnaði.
Oánægj uraddirnar stynja upp, þegar
greint er frá fjögur til fimm hundruö
króna matarkostnaöi á einstakiing frá
sumum heimilum, hvernig er þetta
hægt? Því hefur oftar en einu sinni
verið stungið aö okkur að fá
innkaupalista og matseöla frá þessum
heimilum. Taka veröur meö í dæmiö,
sem fyrr, að þær tölur sem viö gefum
upp eru aðeins yfir mat-oghreinlætis-
vörur. Viö völdum fimm upplýsinga-
seðla úr bunkanum og ætluöum okkur
að birta tölur sem þar eru yfir allan
heimiliskostnað. Því þó að matar-
reikningamir séu í lágmarki er sagan
ekki nema hálfsögð, aðrar skyldur
kalla og eiga sinn þátt í þvi að fólk
strikar út nautasteik af innkaupalist-
anum.
1. seðill
Matur og hreinlætisvörur kr. 2.300,-
Annað — 44.064,-
Kr. 46.364,-
Þessi seðili er frá þriggja manna
fjölskyldu, meöaltal matarkostnaöar
er kr. 767,- en meöaltal af heildarút-
gjöldum fjölskyldunnar er kr. 15.455,-,
breytist dæmiö þá heilmikið.
2. seðill
Maturoghreinlætisv. kr. 4.543,65
Annað — 45,641,20
Allskr. 50.184,85
Hér er meöaltal matarkostnaöar kr.
909 en seöillinn er frá f imm manna fjöl-
skyldu. Meöaltal heildarkostnaöar kr.
10.037.
3. seðill
Matur og hreiniætisvörur kr. 4.965,-
Annað — 38.460,-
AUskr. 43.425,-
Hér er fyrra meöatalið kr. 993 og af
heildargjöldum kr. 8.685, hér á í hlut
fimm manna fjölskylda.
4. seðUl
Matur og hreinlætisvörur kr. 1.715,90
Annað — 29.546,10
AUskr. 31.252,00
Hér eru aðeins tveir í heimUi og
deiUst því kostnaðurinn á þennan veg,
matur meðaltal kr. 858, af heildinni
kr. 15.631.
5. seðUl
Matur og hreinlætisvörur kr. 3.647,80
Annað kr. 22.189,60
AUskr. 25.837,40
Þessi upplýsingaseðiU kemur frá
sex manna fjölskyldu og veröur
meöaltal matarkostnaöar kr. 608,- og
kr. 4.306,25 af heUdinni.
Þaö er sameiginlegt meö öUum
þessum fimm seölum aö meðaltal á
hvern einstakUng er alls staðar undir
landsmeöaltaU, sem greint var frá hér
í upphafi greinarinnar.
En lægsta upphæö sem varið er í
matarkaup emstakUngs samkvæmt
júU upplýsingaseölum er kr. 472, en
sú hæsta kr. 1.533. Munurinn hlýtur að
Uggja í mismunandi efnum og
aðstæðumfólks. -ÞG.
TVEIRÁ SÖMUSKÚTU
MED GÓDAN BYR í JÚLÍ
Aöeins ein króna skilur að tveggja og
þriggja manna fjölskyldur í matar-
kostnaöi fyrir júlímánuð. Tveggja,
þriggja og sex manna fjölskyldur
koma út meö meðaltal sem er undir
landsmeöaltaU, sem greint hefur veriö
frá. Yfirleitt hafa dæmin sýnt og
sannað okkur aö matarreikningar
væru hærri hjá minnstu fjölskyldun-
um, en alltaf eru til undantekningar.
Reikningsdæmi júlímánaöar varöandi
meöaltal eftir f jölskyldustæröum kem-
ur þannigút:
tveggja manna f jölskylda 820 kr.
þriggja manna fjölskylda 821 kr.
f jögurra manna fjölsk. 1.117 kr.
fimm manna f jölskylda 1.057 kr.
sex manna f jölskylda 1.006 kr.
sjö manna f jölskylda 1.053 kr.
Upplýsingaseðlar frá aðilum sem hendinni og skráir sínar útgjaldatölur
búa einir og sér bárust ekki fyrir júlí- á blað og sendir okkur.
mánuð en vonandi tekur einhver til -ÞG.
Upplýsingaseðifl
til samanburðar á heimiliskostnaði
Hvað kostar heimilishaldið?
Vinsamlega sendið okkur þennan svarseðil. Þannig eruð þcr orðinn virkur þáttlak-
andi í upplýsingamiölun meðal almennings um hvert sé meðaltal heimiliskostnaðar
fjölsky Idu af sömu stærð og yðar. Þar að auki eigið þér von um að fá nytsamt heimilis-
tæki.
Nafn áskrifanda_____________
Heimili
Simi
Fjöldi heimilisfólks----
Kostnaður í ágúst 1982.
Matur og hreinlætisvörur kr.
Annaö kr.------------
Alls kr.
■
SnsjJSrj
1
í sumarblíðunni var hagkvæmt fyrir tvo að arka saman lifsveginn og draga björg í bú, en hvort svo verður þegar
kóina fer leiðir tíminn í ljós.