Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.1982, Blaðsíða 13
DV. ÞRIÐJUDAGUR 7. SEPTEMBER1982.
13
endum aö þegar hún var tilbúin til
notkunar höfðu einhverjir afglapar
drepið síðustu síldina í sjónum, og
upp frá því höföu menn megnustu
skömm á verksmiöjunni, þótt það
væri langt frá þvi henni að kenna að
síldin var drepin, og má meira að
segja leiða aö því getum að henni
hafi f remur þótt það illt en gott.
Nú eru menn alveg steinhættir að
byggja síldarverksmiöjur, en þess í
staö komnir í steinullarverksmiðju-
keppni, og eigast þar viö Sunn-
lendingar og Norðlendingar. Standa
leikar þannig í augnablikinu að
Sunnlendingar hafa tekið eina
skóflustungu en Norðlendingar enga.
Verður þetta vafalaust spennandi
keppni því að í henni eru það ekki
skóflustungumar sem hafa mest að
segja, jafnvel þótt þær séu settar í:
plastpoka og afhentar oddvitum,
heldur fjármagnið sem er, þrátt
fyrir gengisfellingar, afl þeirra hluta
sem gera skal.
Eg er tilbúinn að veita mínum
mönnum allt það lið sem ég get, en
því miður efast ég um að mikið lið
verði í mér við að stytta leiðina suð-
ur, sem er víst það helsta sem okkar
menn skortir til að geta talist sam-
keppnisfærir. Hins vegar á ég ágæta
skóflu og styrkan fót og get því mok-
að svolítið fyrir þá hvenær sem er;
ég held meira að segja að ég eigi ein-
hvers staðar í fórum mínum svartan
plastpoka til að setja skóflu-
stungurnarí.
Vandamál
sauðkindarinnar
Samkvæmt útreikningum alþingis-
manna, sem standa, Nota Bene, ekki
með sauökindinni, munu veröa um það
bil 1700 tonn óétin af lambakjöti þegar
menn hafa borðað nægju sína af þess-
ari landbúnaðarafurð í haust. Þótt mér
sé ekkert tiltakanlega vel við þessa
skepnu og hafi til að mynda aldrei látið
mér detta í hug að stofna þrýstihóp til
aö fá hana friðaða fremur en að gera
gangskör að því að láta banna hunda-
hald í sveitum, þá finnst mér ekki hægt
annaö en að taka þátt í aö leysa vanda-
mál hennar. Samkvæmt fomum ritum
höfum við borðað öll þau lömb sem
fæðst hafa á íslandi í 1100 ár, eða þar
um bil, og trúi ég ekki öðru en að þjóð
sem er komin á það siðferðisstig að
hún er farin að verölauna menn fyrir
aö drepa sel til að útrýma hringormi,
geti borðað fáein lömb í viðbót til að út-
rýma útflutningsbótum.
Hins vegar efast ég um að þaö hafi
nokkum tíma verið á stefnuskrá ríkis-
stjómarinnar að útrýma hringormi,
því að ef hún hefur ætlaö sér það, hefði
hún einfaldlega verðlaunað menn
fyrir að drepa hringorm en hún veit
auövitað jafn vel og þú og ég að þetta
er viðkunnanleg skepna og ómissandi
þegar maður borðar saltfiskinn sinn á
laugardögum, hvað svo sem kellingar í
Amríkusegja.
En hvað sem þessu líður er ég viss
um að þótt tala sauðfjár kunni að
standa í stað, vegna aðgerða ríkis-
stjómarinnar, mun hringormi fjölga
að minnsta kosti um þrettán prósent.
Kveðja
Ben.Ax.
„Beita hagkvæmni í sjávarútvegi
en réttlætinu annars staöar”
í grófustu dráttum. Ef það er rétt
em þetta bara marklaus pólitísk
slagorð, óframkvæmanlegar kenn-
ingar settar fram í trausti þess að
höfundar þurfi ekki að sanna þær. Og
hvers vegna eingöngu frystihús? Á
að leggja niður staði eins og
Grímsey og Bakkafjörð til dæmis
vegna frystihúsleysis?
En þaö er annaö öllu ógeðfelldara
viö þessa tillögu. Það á að fela
pólitiskt kjöraum byggðastjóraum
að fullu og öllum ráðstöfunarrétt
yfir auðlindum hafsins. Négu erfið-
lega gengur fyrir menn að hugsa sér
úthlutun VEIÐILEYFA, sem þó
væru til manna, sem atvinnu hafa af
fiskveiðum og fiskiskip eru jú hreyf-
anleg. Flestir eða ailir andstæðingar
veiðileyfa hljóta að rísa öndverðir
gegn hugmyndum um
VEMNSLULEYFI og gott fleiri eða
yfirleitt allir þeir sem ekki aðhyllast
miðstýrðan samyrkjubúskap aust-
antjaldslandanna. Og hvar er í
þessum boðskap rúm fyrir blessun
samkeppninnar? Þarf enga
samkeppni í vinnslu? Á að búa til
lögvemdaöar vinnslustöðvar, sem
skulu halda áfram að vera til
hveraig sem allt veltur og hveraig
sem aðstæöur breytast? Ég held að
það sé sist betra að sitja uppi með of
stórar og illa mannaðar fiskvinnslu-
stöðvar heldur en veiðiflotann ósigr-
andi.
Nýtt
verðlagskerfi
Annar af máttarviðum um-
gjarðar Þrastar er tillaga um að
leggja niður Verðlagsráð sjávarút-
Kjallarinn
Björn Dagbjartsson
vegsins. Þessa hugmynd ber
tvimælalaustaö ihuga gaumgæfilega
og síst skal ég andmæla „frjálsum
verðmyndunargrundvelli”. Ég get
vel hugsað mér að O-stillingin fræga,
þar sem hagnaður er bannorð, og
sáttasemjarastörf oddamanns,
fulltrúa ríkisvaldsins, í Verölagsráði
séu oröin úrelt fyrirbæri og
breytinga sé þörf. En það er alveg
ljóst að Verðlagsráð verður ekki lagt
niður meö einu pennastriki af einum
ráðherra né ríkisstjómarflokki, og
ég hef enga trú á því að sú ríkisstjóm
sem nú situr, komist neitt nærri því
að sjá fyrir endann á, því máli, hvað
sem líður bráðabirgðalögum um há-
markshækkun fiskverðs.
Nú er það svo að það verð sem
Verðlagsráð ákveður er lágmarks-
verð og hverri fiskvinnslu, „sem t.d.
vantar fisk á sumrin” er frjálst aö
greiða hærra verð. Um yfirborg-
anir af ýmsum toga eru líka mý-
mörg dæmi og við þeim er svo sem
ekkert að segja nema hvað odda-
maður hefur væntanlega vanmetið
getu fiskvinnslunnar, í þessum til-
f ellum. Hins vegar hafa þessar, ,y fir-
borganir” (lánuð veiðarfæri, gefinn
ís, óflokkaðurhumar, „fast” fiskmat
o.sirv.) veriö hálfgert leyndarmál
og ekki vel séðar í greininni. Ef eða
þegar lög um Verðlagsráð verða
endurskoöuð næst þá þarf einmitt að
vera í þeim gert ráð fyrir möguleik-
um á yfirborgun, sérstaklega vegna
ferskleika hráefnis og góörar
meöferðar. Þaö er í raun fráleitt að
nú er eina skilyrðið fyrir hæsta
fiskverði að fiskurinn sé hæfur í
frystingu. Kaupendur verða að fá
svigrúm tfi að borga sjómönnum
„bónus” fyrir sérstaklega góðan fisk
og þau viðskipti eiga ekki aö koma
ríkisvaldinu við að neinu leyti. Hinn
frjálsi verðmyndunargrundvöllur á
vissulega að fá að njóta sin en menn
verða aðeins að vega og meta
afleiðingar þess að leggja Verðlags-
ráð sjávarútvegsins niður.
„Dvínandi" gæði
og „rusl" á
fullu verði
Þröstur segir á einum stað í grein
sinni: „Með réttri verðlagningu
mætti einnig girða fyrir þá ósvinnu
og sóun sem felst í veiðikapphlaup-
inu. Gæöi íslenska fisksins hafa fariö
dvínandi. Mikið af þeim fiski sem
berst aö landi er rusl, sem ekki á að
greiða nema lítið fyrir. Nú er greitt
fullt verð fyrir þetta rusl”.
Ég er honum sammála að það
felst mikil ósvinna og sóun í veiði-
kapphlaupinu. Innifalið i
„kapphlaupskostnaðinum”, sem
stafar af samkeppni allt of margra
skipa um takmarkaöan afla, er ekki
aðeins óþarflega mikil olíueyðsla,
óþarflega dýr skip og veiðarfæri, og
óþarflega mikið vinnuálag áhafna,
heldur einnig óþarflega lítil vand-
virkni með meðferö afla. Það er líka
hugsanlegt að með réttri
verðlagningu megi draga úr
sóuninni, en tæpast veröur girt fyrir
sóun fyrr en leyfilegur afli hvers
skips verður takmarkaður. Þá fyrst
verður reynt að hámarka aflaverð-
mætið og lágmarka tilkostnaö.
Þessi almenna staðhæfing að gæði
islenska fisksins fari dvinandi og
mikið af lönduðum afla sé msl er
órökstudd eins og venjulega. Menn
úr stjórnarráðinu hafa tuggið þetta
hver eftir öðriun undanfarin 21/2 ár,
sennilega með það í huga að gæði
íslenskrar fiskframleiðslu hafa löng-
um reynst okkar haldreipi í sam-
keppninni á mörkuðum. Og ég hef
enga trú á því að síendurteknar,
oninberar ýkjur og órökstuddar
fullyrðingar um dvinandi gæði og
rusl séu til að bæta okkar sam-
keppnisaðstöðu. Það getur vel verið
að skreiðaræði síðustu tveggja ára
hafi dregið úr gæðum landaðs afla,
og það væri svo sem ágætt að fá það
staðfest, en benda má á það að verð á
lélegri gæðaflokkum var hækkað
hlutfallslega fyrir einum 2 árum, til
að ná saman fiskverði í Verðlags-
ráði. Svo verður aö krefjast þess að
menn komi með einhvem
rökstuðning í þessu máli. Gera t.d.
úttekt yfir 10 ára tímabil, á fiskmati,
á fjölda kvartana frá kaupendum, á
upphæðum skaðabóta og fleiri mark-
tækum atriðum. Það á að hætta aö
reyna aö skamma menn opinberlega
og berja þá til vöruvöndunar með
stormsveitaraðferðum. Það á að
verðlauna góða fiskmeðferð og góðar
afurðir með yfirborgunum. Lifi hin
frjálsa verðmyndunar- og sam-
keppnishyggja Þrastar Ólafssonar.
Dr. Björn Dagbjartsson.
„En það er annað öllu ógeðfelldara við
þessa tillögu. Það á að fela pólitískt kjöm-
um byggðastjóraum að fullu og öllu ráð-
stöfunarrétt yfir auðlindum hafsins.”