Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.1982, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.1982, Blaðsíða 14
14 DV. ÞRIÐJUDAGUR 7. SEPTEMBER 1982. Nauðungaruppboð annað og síðasta á hluta í Miöstræti 10, þingl. eign Tómasar Jónsson- ar fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavík, Baldvins Jóns- sonar hrl., og Ævars Guðmundssonar hdl. á eigninni sjálfri fimmtudag 9. september 1982 kl. 13.30. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Nauðungaruppboð annað og síðasta á hluta í Lokastíg 20, þingl. eign Sigurbjörns Friöriks- sonar fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavík, Landsbanka islands og Innheimtust. sveitarfél. á eigninni sjálfri fimmtudag 9. september 1982 kl. 14.45. Borgarfógetaembættiö í Reykja vík. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 111. og 113. tbl. Lögbirtingablaðs 1981 og 1. tbl. þess 1982 á hluta í Keldulandi 3, þingl. eign Geirs Gislasonar fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar i Reykjavík á eigninni sjálfri fimmtudag 9. september 1982 kl. 11.30. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 49., 54. og 58. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1982 á eigninni Neströð 7, Seltjarnarnesi, þingl. eign Haralds Jóhannssonar, fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar i Rvík á eigninni sjálfri föstu- daginn 10. sept. 1982 kl. 17.00. Bæjarfógetinn á Seltjarnarnesi. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 49., 54. og 58. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1982 á eigninni Sóibraut 5, Seltjarnarnesi, þingl. eign Sverris Þóroddssonar, fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavík og Verslunarbanka íslands á eigninni sjálfri föstudaginn 10. sept. 1982 kl. 16.30. Bæjarfógetinn á Seltjarnarnesi. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 49., 54. og 58. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1982 á eigninni Noröurtún 6, Bessastaðahr., þingl. eign Andrésar Bergmann, fer fram eftir kröfu Innheimtu ríkissjóös, Guömundar Jónssonar hdl. og Lífeyrissjóðs verslunarmanna, á eigninni sjálfri föstudaginn 10. sept. 1982 kl. 14.30. Sýslumaöurinn í Kjósarsýslu. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 49., 54. og 58. tölublaði Lögbirtingablaösins 1982 á eigninni Hörgatún 25, Garöakaupstað, þingl. eign Hilmars Loga Guð- jónssonar, fer fram eftir kröfu Innheimtu ríkissjóðs á eigninni sjálfri f östudaginn 10. sept. 1982 kl. 13.30. Bæjarfógetinn í Garðakaupstað. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 49., 54. og 58. tölublaði Lögbirtingablaösins 1982 á eigninni Holtsbúð 24, Garðakaupstað, þingl. eign Eddu Erlendsdóttur, fer fram eftir kröfu Jóns Oddssonar, hrl. á eigninni sjálfri föstudaginn 10. sept. 1982. kl. 13.00. Bæjarfógetinn í Garöakaupstað. FRÁ CAPElLU FftAcAPELlu VIÐ rýmum til fyrir nýjum vörum. Adeins í 5 daga. Mikil verdlœkkun. Fatnadur frá kr. 50 til 350. Efnisbútar frá kr. 20 til 50. ATHUGIÐ: Utsalan er ad Lauga- vegi 49, bakhúsii. Opid frá kl. 12 til 18. Eymd f rjálshyggjunnar—2. grein Markaður gegn lýðræði Frjálshyggjumenn segja, aö lýöræð- iö sé helsti ógnvaldur markaöar og frelsis á okkar dögum. Til aö tryggja sér atkvæöi „kaupi” stjórnmálamenn atkvæöi með alls kyns opinberri fyrir- greiöslu, velferö og peningaprentun. Þannig auki atkvæöaveiöar þeirra um- svif og vald ríkisins. Kjósendur noti ríkiö sem tæki til þess aö fullnægja umframeftirspurn sinni, eftirspurn, sem þeir fá ekki fullnægt á markaönum. Almenningur grafi þannig óafvitandi undan markaðnum, og þar meö einstaklingsfrelsi. Kjós- endur vita sem sagt ekki hvað þeim er fyrir bestu, Hannes og Hayek vita betur! Reyndar fæ ég ekki séö i fljótu bragði, aö fulltrúalýöræöiö sé eins mik- il ógnun viö markaöinn og frjáls- hyggjumenn vilja vera láta. Vísasta leiðin til aö komast á þing er aö lofa, skattalækkunum, besta leiðin til endurkjörs er aö framkvæma þær. En áfram meö smjöriö, Hannes H. Stefán Snævarr Gissurarson telur lausn lýöræöisvand- ans þá, aö kjósendur gerist frjáls- hyggjumenn og hætti að hanga í pils- faldinum á „mömmu ríki”. En Milton Friedman er á ööru máli. Hann segir eitthvað á þá leið, aö leik- reglur lýöræöisins auöveldi sérhags- munahópum aö ota sínum tota á kostn- aö almennings. Af þessu dregur Fried- man þær ályktanir, aö lýöræöiö sem slikt stuðli aö auknum ríkisafskiptum og takmörkunum á persónufrelsi. Andrew Gamble dregur eftirfarandi ályktanir af spekimálum Friedmans: „Lýðræðið stuölar að síauknum skrif- ræðisafskiptum af markaöstengslum milli einstaklinga.” Sú hugmynd, aö lýðræöiö sé möguleg ógnun viö einstaklingsfrelsi er gömul í frjálslyndri kennismíö. Frjálslyndir hugsuöir á síöustu öld óttuðust þann möguleika, aö meirihlutinn notaði aðstööu sína til þess aö kúga minni- hlutann og koma á stjórnskipan, þar sem frelsi einstaklingsins yröi virt aö vettugi. LÁGKÚRA ÍS- LENSKRA FJÖLMIDLA Eitt af þvi sem tekið hefur miklum breytingum á Islandi á sl. árum er íslenzk f jölmiölun. Breytingar á fjöl- miðlum má að miklu leyti þakka til- komu Dagblaösins á sínum tíma. Því fylgdi ferskur andi og ný tegund blaðamennsku, sem sumir hafa kallaö æsifréttamennsku, en á lítið skylt viö blaöamennsku annaö en nafnið. Morö, nauðganir og slys eru uppáhaldsfréttaefni þessarar nýju tegundar íslenzkra blaöamanna. Allt er miðað við aö fréttimar seljist sem bezt, en minna er hugsaö um gæði þeirra eöa „heiöur blaöamannsins”. Áhrif fjölmiöla á almenning og skoöanamyndun fólks eru mikil og því hafa margir haft nokkrar áhyggjur af þessari þróun í íslenzkum fjölmiölaheimi. Fréttaflutningur af harmleiknum i öræfum um miðjan þennan mánuö hefur enn magnað þessar áhyggjur. Einn ljótasti angi sorpblaöamennsk- unnar er einmitt fréttaflutningur af slysum og atburöum eins og þeim sem þjóðin varð vitni aö á dögunum. Þar hafa DV og Morgunblaöið veriö einna ötulust við aö velta sér upp úr óláni og sorg annarra og önnur blöö, t.d. Tíminnfylgjafastá eftir. Forsiðufréttir og -myndir DV af slysum hafa vakið viöbjóö hjá fólki. Eflaust eru myndir af fólki, grátandi á nærklæöum fyrir framan brenn- andi heimili sitt og nákvæmar myndir af fómarlömbum stórslysa ætlaöar til þess aö auka sölu blaösins og það gera þær án vafa um stundar- sakir. Sömu sögu er að segja af Morgunblaöinu. Heilar opnur og útsíður eru lagöar undir frásagnir af smáatriðum, sem tengjast hryllingn- um á einhvern hátt en skipta engu máli í sjálfu sér. Erfitt er aö sjá, hvaöa tilgangi slík skrif þjóna, öörum en tímabundnum gróða- sjónarmiðum. Spurningin er, hversu lágt blööin vilja leggjast til þess aö auka sölu um stundarsakir. Hvar setja menn mörkin? Megum viö búast viö myndaröð í DV af skotvopnunum sem ólánsmaðurinn úr öræfum notaöi? Eöa opnuviötali í Morgun- blaöinu viö frönsku stúlkuna, sem lifðiharmleikinn af? Yfirleitt hafa fréttamenn ríkisfjöl- miðlanna hagaö sér eins og siöaöir menn í frásögnum af slysum og morðum. Þeir hafa látiö nægja aö skýra frá helztu málsatvikum og nöfnum fórnarlamba. Nú viröist breyting orðin hér á. Otvarpið bauð upp á „þriller ” nærri því í beinni út- sendingu úr öræfum á dögunum, ásamt ýtarlegum viötölum og lýs- ingum. Sjónvarpið sendi fréttamann að Höfn í Homafiröi til þess aö tala við málglaöan sýslumann og sendi út ,dive-aksjón” myndir af vettvangi, teknar úr flugvél. Einhvern tíma hefur verið minna umstang af meira tilefni. En hvað ætli vaki fyrir ríkisfjöl- miölunum? Ekki þurfa þeir aö hafa áhyggjur af „kaupendum” frétt- anna. Þeir borga sín afnotagjöld, sama hvaöa vitleysa er send út. Er þetta nýi stíllinn í fréttamennsku Ríkisútvarpsins? Er Ríliisútvarpiö oröið „gul pressa” eins og DV og Morgunblaðiö? Svo viröist vera. Síöasta vígið er fallið. Þaö merkilega viö allan þennan fréttaflutning er, aö fólkið í landinu virðist gleypa hann í einum bita og svelgist ekki á. Gróa gamla á Leiti nýtur sín svo sannariega þessa dagana. Harmleikurinn í öræfum hefur verkaö eins og vítamínsprauta á allar Gróur landsins og hleypt nýju lífi í annars fábreytilegar kaffibolla- umræöur. Og „gula pressan” sér þeim fyrir umræöuefni. Kjaftakerlingamórallinn hjá þjóö- inni breytist auövitaö ekki á einni nóttu. Hér þarf hugarfarsbreytingu eöa byltingu. Áhrifaríkast væri ef fréttastjórar blaöanna hugsuðu sig um tvisvar áður en þeir slá upp myndum af grátandi fólki og fómar- lömbum slysa á forsíðu næst. En þaö er kannski til of mikils mælzt. Salan gæti dregizt saman. Karl Th. Birgisson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.