Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.1982, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.1982, Blaðsíða 33
DV. ÞRIÐJUDAGUR 7. SEPTEMBER1982. 33 Sandkorn Sandkorn Sandkorn Hjörle'rfur missir samstarfsmann Hjörleifur Guttormsson iftnaöarráöherra missir brátt einn nánasta samstarfsmann sinn. Finnbogi Jónsson, deildarstjóri í iönaöarráöu- neytinu, yfirgefur ráöuneytiö í byrjun nóvember næstkom- andi. Flytur hann noröur í land. Hefur Finnbogi veriö ráðinn framkvæmdastjóri Iðnþróunarfélags Eyjafjarö- arbyggöa. Finnbogi er verkfræöingur aö mennt. Síðustu misseri hafa helstu verkefni Finn- boga veriö að kanna viðskipti íslenska álfélagsins. Meðal annars var Finnbogi formaö- ur þess starfshóps sem komst aö þeirri niöurstööu að raf- orkuverö til ISAL þyrfti að tþrefaldast til að þaö gæti talist í samræmi viö það sem gengur og gerist. Hvenær ferðu? íslendingur, blað sjálf- stæðismanna á Akureyri, sagöi frá því í síðustu viku að Ólafur Ragnar Grímsson alþingismaöur hafi aðeins fengið eina spurningu á vinnustaðafundi í Slippstöö- inni nýlega. Sú spurning hafi verið: Hvenærferöu? islendingur segir jafnframt að viö þetta hafi Ólafur Ragnar einfaldlega bara fariö. En Sandkorn endur- tekur aö þaö er blaö sjálf- stæðismanna sem segir sögu Skrrflegur samanburður Jónas Jónsson, alþingis- maður frá Hriflu, þótti oft af- greiöa mál snilldarlega á sinn hátt í gamla daga. Jónas sótti reglulega klíkufundi í hópi félaga sinna er kallaöist Timaklíkan. Hana skipuðu, auk Jónasar, helstu liðsoddar samvinnumanna og ung- mennafélaga ásamt for- göngumönnum fyrir mál- gagni þeirra. Aðrir klíku- menn voru: Hallgrímur Kristinsson forstjóri SÍS, Sig- urður Kristinsson síðar for- stjórí þess og bróðir Hall- gíms, Jón Árnason banka- jstjóri, Guöbrandur Magnús- son ritstjóri og Tryggvi Þór- hallsson forsætisráöherra. Jónas átti sem kunnugt er jóvenju létt með að skrifa gott mál og hvasst á stuttum tíma. Tryggvi Þórhallsson var hins vegar mun betri ræðumaður en penni í saman- burði við Jónas. Einbverju sinni hrannast upp skriflegar greinagerðir frá Tryggva hjá þeim klikubræðrum svo mörgum þótti nóg um. Sá Jónas að við svo búið mátti ekki una og sendi því jTryggva félaga sinum eftir- farandi orðsendingu: 1 — Sumir eru góðir að tala, og sumir eru góðir að skrifa. !Þú ert góður að tala, en ég l skal halda áfram að skrif a! Fjallræðan 1 frambaldi af nýlegu Sandkorni um væntanleg vígaferli krata í Reykjavík hefur dálkurinn frétt að kandidatarnir þrír séu byrj- aðir að stiga striðsdansinn hver í sínu horni. Höfuðsmað- •ur í liði Jóhönnu Sigurðar- dóttur er Vilhelm Ingimuna- arson, föðurbróðir hennar, og þykir betri en enginn við smölun í prófkjör. Vilmundur makar aftur á móti sinni stríðsmálningu sjálfur að vanda og hefur vigaslóð hans legið allt austur í Horaaf jörð. Þá er vitaö að Jón Baldvin hefur boðið mönnum að reykja með sér friðarpípur einslega í tjaldi Alþýðublaðs- ins. Þegar Vilmundi barst til eyma viðbúnaður Jóns Bald- vins brosti hann út að eyrum og krosslagöi armana á brjósti sér en sagði föður- lega: „Þegar mýsnar hreyfa sig þegir f jallið.” Tveir mánuðir í prófkjör hjá Framsókn # j Stjóromálaflokkarnir eru farnir að hugsa til kosninga, meira að segja framsóknar- menn. Framsóknarmenn i Norðurlandskjördæmi eystra eru búnir að auglýsa skoð- anakönnun um uppstillingu til prófkjörs fyrir næstu alþingiskosningar. Fer skoð- anakönnunin fram á kjör- dæmisþingi sem haldið verður á Húsavík um miðjan næsta mánuð. Prófkjörið sjálft á svo aö fara fram eigi síðar en þrem vikum eftir kjördæmisþingið, á aukakjör- dæmisþingi, sem væntanlega verður þá haldið í byrjun nóvember, það er eftir tvo mánuði. í--------------------- i Umsjon: ! Kristján Már Unnarsson. Kvikmyndir Kvikmyndir Háskólabíó — Kafbáturinn: Hóskólabtó, Kafbáturínn (Das Boot); Stjóm: Wolfgang Petersen. Handrit: byggt ó sögu Lothar Gúnther Buch- heim. Kvikmyndahandrit: Wolfang Petersen. Kvikmyndun: Jost Vacano. Aðalhlutverk: JUrgen Prochnow, Herbert Grönmeyor, Klaus Wonnermann, Hubertus Bengsch. Tónlist: Klaus Doldinger. Wolfang Petersen hefur með verki sínu Das Boot tekist að skapa heil- steypt og hrífandi verk. Petersen var raunar lítt þekktur utan síns heima- lands, áður en hann réðist í gerð þessarar myndar. Að ætla sér að kvikmynda jafn magnþrungið bók- menntaverk og saga Lothar Giinther Buchheim, ,,U-Boot 96” þykir, var talin fífldirfska, og það eitt beindi kastljósinu að þessum tiltölulega óreynda leikstjóra. En kvikmyndun bókarinnar í höndum Petersen getur varla hafa svikið lesenduma. Með frábærri leikstjóm og umskráningu bókarinnar yfir í kvikmyndahandrit hefur Petersen tekist að búa til meistarastykki. Vandaða kvikmynd sem skilur eftir stóra spumingu í huga áhorfandans um ástæður stríðs og réttlæti þess að hrinda ungum sakleysingjum út í hryllileg morð á ^jafnöldram sínum. Aðaláherslu leggur Petersen á tilfinningar og hughrif hermannanna og viðbrögð þeirra við þeim aðstæðum sem þeir búa við — innilokaðir í kafbáti í und- irdjúpunum þar sem líkur á kvala- fullum dauödaga eru ávallt innan seilingar. Viðfangsefni myndarinnar skilar okkur aftur til ársins nítján hundrað fjörutíu og eitt. Það er skemmtun meðal hermanna í La Rochelle í Frakklandi, einni helstu kafbátastöð Þjóðverja í síðari heimstyrjöldinni. Menn skemmta sér eins og nóttin verði þeirra síðasta, enda líkumar til þess miklar, því að af fjörutíu þús- und kafbátahermönnum sem Þjóð- verjar tefldu fram á kafbátum sín- um, áttu aðeins tíu þúsund aftur- kvæmt. Morguninn eftir lætur U-96 í haf með fjörutíu og þriggja manna áhöfn. Skipstjórinn, sem er hertur í margri raun, er elstur um borö — þrjátíu ára. Bátsmaðurinn kynnir fréttaritara, sem á að fara þennan ieiðangur, til að kanna hvemig að- búðmannaer. Eftir nokkurra daga atburðaleysi á höfum úti, koma menn auga á þrjá- tíu skipa lest. U-96 mjakar sér nær, en allt í einu birtist tundurspillir framundan. Það munar litlu, að hon- um takist aö vinna á kafbátnum, en menn sleppa meö skrekkinn. Skömmu síöar gerir langvarandi Magnþrungin storm, svo að kafbáturinn verður að vera sífellt í kafi, og munar þá litlu að taugar manna bili. Enn koma menn auga á skipalest og skipun er gefin um árás. Tundur- skeyti hæfir, en um leið er tundur- spillum stefnt á kafbátinn, sem verð- ur um síðir að leita niður á annað hundraö metra dýpi til að forðast djúpsprengjumar. Ekki á að vera óhætt aö fara nema niður á tvö hundrað metra dýpi, enda fer svo að byrðingurinn gefir sig og vatn streymir inn í bátinn. En menn æðr- ast ekki og það er fordæmi skipstjór- ans sem stappar stálinu í menn sína. Þegar komið er svo aftur upp á yfir- borðið er enn gerð árás og hún ber margvísleg spenna út alla myndina. Henni er sem sagt viðhaldið á marga ólíka vegu, með mörgum ólíkum atriðum. Þetta veröur líka sagt um efnisþráðinn, hann er hraður öðra hvoru, en svo er hægt á honum þess á milli. Þetta gerir myndina ferska þegar á heildina er litið. Kvikmynda- tökunni er beint aö mismunandi smáatriðum, sem þegar upp er stað- ið upplýsir áhorfandann um allar hliðar þess aö lifa innilokaður í kaf- báti á hættutímum. Þaö er erfitt að finna galla á þess- ari kvikmynd Petersens. Þó má kannski deila um það hvort myndin sé langdregin. Það orð held ég þó að eigi ekki við um hana, miklu fremur árangur. Menn horfa á „fjandmenn” sína sökkva í hafið með skipum sínum. Þegar þessari lotu slotar, vonast menn til að geta haldið heim, en þá koma ný fyrirmæli — haldið skal til Gíbraltarsvæðisins. Þar veröur U-96 enn fyrir árás og þá sekkur hann stjórnlaust niður á tvöhundruð og áttatíu metra dýpi. Og svo virðist sem vélar hans hafi þar meö gefið sig. Lítið annað en hægur dauðdagi, innilokaöur í blikkdós á hafsbotni, bíður. Söguþráðurinn skal ekki rakinn hér frekar. Das Boot er byggö upp á nokkrum smáum atvikum sem hlað- in eru spennu og taugaæsingi, sem svo síðar er slakaö á. Þannig helst er hægt að segja að nokkuð þungt sé yfir svipmóti hennar. Viðfangsefnið gefur enda varla tilefni til léttleika. Kvikmyndatakan sjálf og klipping er ágætlega unnin. Sömu sögu er aö segja um tónlist myndarinnar sem hæfir atburöarásinni vel. Helsta kost Das Boot tel ég þó vera leikinn. Hann er afbragð. Sérstak- lega vel kemst magnþrangið and- rúmsloftið til skila sem og tilfinning- ’ ar og hughrif persónanna. Þetta er að sjálfsögðu að þakka leikstjórn Wolfangs Petersens, sem meö þessu sköpunarverki sínu hef ur skilað sér á bekk með álitlegustu leikstjóram veraldar. -Sigmundur Ernir Rúnarsson. Kvikmyndir Kvikmyndir NAMSKEIÐ frá 30. september 1982 til 20. janúar 1982. 1. Teiknun og málun fyrir börn og unglinga. 2. Teiknun og málun fyrir fulloröna. 3. Bókband. Innritun fer fram daglega á skrifstofu skólans, Skip- holti 1. Námskeiðsgjöld greiöist viö innritun. Skólastjóri. Skiphojti 1 Reykjavík sími: 19821 RÝMING ARSALA á gólfteppum og bútum 20%-50% AFSLÁTTUR Stendur f nokkra daga Opið til kl. 15 laugardag Tepprlhnd Grensásvegi 13 Tryggvabraut 22, símar 83577 Akureyri °g 83430. Sími 25055

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.