Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.1982, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.1982, Blaðsíða 40
NÝJA AGFAFILMAN ÓTRULEGA SKÖRP OG NÆMFYRIRLITUM 86611 AUGLÝSINGAR RITSTJÓRN SÍDUMÚLA 12—14 I ÓDÝRARI FILMA SEM FÆST ALLS STAÐAR SMÁAUGLÝSINGAR SKRIFSTOFA 27022 Frjálst,óháð dagblað ÞVERHOLTI 11 ÞRIÐJUDAGUR 7. SEPTEMBER 1982. Iðnaðarmenn áTungnaár- svæðinu í verkfall I nótt gekk verkfall iönaðarmanna í Rangæingi sem vinna á Tungnaár- svæöinu í gildi. Aö sögn Guðlaugs Þor- valdssonar sáttasemjara eru iönaöar- menn þaö fáir á svæðinu aö verkfalliö mun ekki hafa mikil áhrif á fram- kvæmdir á svæðinu. Verkalýösfélagiö Rangæingur hefur boöaö verkfall frá og með 15. sept. en þaö mun lama mest allar framkvæmd- ir á Tungnaársvæðinu. Næsti sátta- fundur í deilunni veröur á miðvikudag- inn. Til fundar hefur veriö boöaö meö Fé- lagi íslenskra hljóöfæraleikara á fimmtudaginn en næsti fundur meö undirmönnum á farskipum hefur ekki enn verið boöaöur. -gb. Blönduósingar senda „Blöndu” á markaðinn — En hráefnið íþessa Blöndu kemur frá Brasilíu A næstunni kemur á markaðinn mjöður frá Mjólkursamlagi SAH á Blönduósi, sem fengiö hefur nafnið Blanda. Mjöourínn er þó ekki tekinn úr þeirri margfrægu á, Blöndu. Þess í staö er flutt djúpfryst appelsínuþykkni frá Brasilíu, sem síöan er þynnt út og því tappaö á f ernur. „Viö höfum nýlega tekið í notkun nýja vélasamstæöu, sem tappar mjólk- urvörum á femur,” sagði Páll Svav- arsson, mjólkursamlagsstjóri á Blönduósi, í samtali viö DV. Markaöurinn fyrir neyslumjólk á okk- ar sölusvæöi er hins vegar ekki í sam- ræmi viö afkastagetu vélanna, þannig aö nýting þeirra er í lágmarki. Þess vegna fórum viö aö huga aö fleiri verk- efnum fyrir vélarnar og appelsínusaf- inn varö ofan á. Viö höfum þegar tappaö á nokkrar femur til reynslu og þótti blandan góö,” sagöi Páll Svavarsson. -GS/Akureyri Harðurárekstur við Hamrahlíð Mjög harður árekstur varö milli tveggja fólksbifreiða á gatnamótum Hamrahlíðar og Kringlumýrarbrautar um klukkan hálfþrjú í gærdag. Var önnur bifreiðin á leið suöur Kringlu- mýrarbraut en hin ók skyndilega i veg fyrir hana frá Hamrahlíð. Femt var flutt á slysadeild en ekki er vitað hve meiösli þeirra eru alvarieg. -JGH. ■■ M LOKI Það á heldur að sjá okkur fyrír síðdegislesningunni. UMBROTUM EKKI LOKIÐ VK> KRÖFLU — skjálftahrinur og breytingar á landhæð undanfarna daga „Það er erfitt aö túlka það sem er að gerast. En ef allt er tekið saman má segja aö virkni sé enn í gangi á Kröflusvæöinu og rétt að menn séu viö öllu búnir,” sagöi Páll Einarsson jaröeðlisfræöingur í samtali viö DV í morgun. Síöastliðinn fimmtudag varö skjálftahrina á Kröflusvæöinu. önn- ur var svo í gær í Bjamarflagi, en þar er KísUiöjan. Páll Einarsson sagði þetta óvenjulega hegðun. „Þetta er ekki virkni eins og veriö hefur. Þetta er ný hlið á málinu og því erfitt aö ráöa í kjölinn á því,” sagöi PáU. Hjörtur Tryggvason rannsóknar- maöur sagöi að þann 25. ágúst hefðu hreyfingar á landi hafist á ný. Hefðu þær haldið áfram síðan. Taldi Hjört- ur aö breytingar þessar bentu til þess að búast mætti við gosi, ekki endUega alveg strax heldur í haust eða vetur. Hjörtur vakti í alla nótt viö að lag- færa hæðarmæli. Hæðarmælirinn sýndi í gærkvöldi mUciö landris og óttuöust menn að gos væri aö hef jast. Viö nánari athugun á mælinum kom f 1 jós aö raki hafði komist í hann .-KMU. Meðaluppskera í Eyjafirdi Kartöfíubændur við EyjafjörO byrjuðu margir að taka upp úr görðum sínt/m 6 laugardaginn, anda trúa þeir þvi ann að iaugardagur s6 tH lukku. Uppskara virðist ætia að varða i maðallagi, samkvæmt upplýs- ingum Svainbargs Laxdal, bónda í Túnsbargi 6 Svalbarðsströnd. Annars Ut Svainn þass gatið ilaiðinniað kartöfíubændur við Eyjafjörð ættu orðið arfítt mað að gara sér grain fyrír hvar meðatvagurinn væri i þassum efnum þvi undanfarin ér hafðu þair ýmist fengið mikla uppskeru eða aiis anga. Meðfylgjandi mynder tekin af haimilisfólkinu é Kaupangi við uppskerustörf. DV-mynd.-GS/Akureyri. Er bif reiðainn- brotsþjóf- urinn fundinn? ölvaður maður var handtekinn um hálfþrjúleytið í nótt viö Flyðrugranda 14. Hafði hann brotist inn í tvær bifreið- ar sem þar voru fyrir utan. Hann var handtekinn við aðra bifreiðina. Ekki var búið aö yfirheyra manninn í morgun þegar DV haföi samband viö Rannsóknarlögreglu rUcisins. Mikill innbrotafaraldur hefur veriö að undanförnu í bifreiöar og hefur aðallega verið reynt að stela hljóm- flutningstækjum. Um helgina var til dæmis brotist inn í þrjár bifreiðir. Við Háskólabíó, Smáragötu og í Laugar- dal. Og var talsvert tjón unniö á einni bifreiöinni. Aðspurö gat Rannsóknarlögregla ríkisins ekki sagt til um hvort maður- inn, sem náöist í nótt, heföi verið aö verki i bílinnbrotunum að undanfömu. -JGH Nánast um- ferðaröng- þveiti við Elliðaárnar Það varö nánast umferðaröngþveiti viö Elliöaámar í gær. Astæðan var sú að laxveiðimaður hafði sett i vænan lax og forvitnir áhorfendur vildu fýlgj- ast meö viöureigninni. Henni lyktaöi með ósigri laxins. Veiðimaðurinn er Jón Hilmarsson og var hann um tvo tfma aö eiga viö skepnuna. Laxinn reyndist 14 pund og 87 cm langur. Þetta er þriðji stærsti laxinn, sem veiöst hefur í Elliðaánum í sumar. Áö- ur hafa fengist 15 og 16 punda laxar. Jón veiddi laxinn á flugu, rauðan Francis númer 6. A myndinni er veiöi- maöurinn meö feng sinn. DV-mynd S Vinnuslys í ms. Laxfossi Vinnuslys varð um borð i Laxfossi, sem liggur í Sundahöfn, um kvöldmat- arleytiö í gær. Datt þar 41 árs gamall maður i landgöngubrúnni og meiddist í baki. Maðurinn er verkstjóri hjá Eimskip og var hann á leið niður landgöngustig- ann er honum skrikaði fótur með þeim afleiðingum að hann datt niður á bryggjuna. Ekki er talið að hann hafi meiðst alvarlega en hann kvartaði undan meiðslum í baki. Hann var flutt- uráslysadeildina. -JGH.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.