Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.1982, Blaðsíða 12
12
DV. ÞRIÐJUDAGUR 7. SEPTEMBER1982.
Útgáfufélag: FRJALS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjómarformaflur og útgáfustjórí: SVEINN R. EYJÚLFSSON.
Framkvœmdastjórí og útgáfustjórí: HÖRÐUR EINARSSON.
Ritstjórar: JÖNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM.
Aflstoflarritstjóri: HAUKUR HBLGASON.
Fráttastjórí: JÓNAS HARALDSSON.
Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEIN3SON. _ j
Ritstjóm: SÍDUMÚLA 12-14. SÍMI 88611. Auglýsingar: SÍÐUMÚLA 33~ SÍMI27022.
Afgraiflsla, áskriftir, smáauglýsingar, skrifstofa: ÞVERHOLT111. SÍMI 27022.
Simi ritstjómar 86611.
Setning, umbrot, mynda og plötugerö: HILMIR HF., SÍÐUMÚLA 12.Prentun: ÁRVAKUR HF..
SKEIFUNNI 19. . \
Áskriftarver0 á mánuði 130 kr. Verð í lausasölu 10 kr. Heloarblað 12 kr.
Orkuveröiö eraöalmáliö
Þá er blessuö ísalsdeilan byrjuð á nýjan leik meö nýrri
endurskoðun á nýju bókhaldsári. I þetta sinn ber ekki eins
mikið á milli og fyrri árin og reyndar ekki nógu mikið til
að geta haft áhrif á skattgreiðslur Isals til ríkiskassans.
Hvor aðili hefur sína skýringu á minni ágreiningi um
árið 1981 en var um árin þar á undan. ísal segir, aö endur-
skoðendurnir Coopers & Lybrand séu komnir nær jörðinni
en áður. Hjörleifur ráðherra segir, að ósvífni Alusuisse
hafi minnkað.
Augljóst er,að gífurlegt aðhald í bókhaldi og endurskoð-
un þarf aö veita fjölþjóðlegum fyrirtækjum á borð við
Alusuisse. Ráðgjöf kunnáttufyrirtækja á borö við Coopers
& Lybrand er því mikils virði, þótt þeim geti skjátlazt
eins og öðrum.
Endalaust má deila um, hvert sé sanngjarnt uppgjör
milli dótturfyrirtækisins ísals og móðurfyrirtækisins Alu-
suisse. Og vafasamt er, að efna þurfi til opinbers bófahas-
ars í hvert sinn, sem árlegri endurskoðun lýkur.
Raunar má gruna Hjörleif um aö efna til þessara upp-
þota til að egna Morgunblaðið og Sjálfstæðisflokkinn til
stuðnings við ísal og þar meö hið óvinsæla Alusuisse að
baki. Þannig eru uppþotin meira pólitísk en efnisleg.
Margsannað er um allan heim, að ein helzta rekstrar-
forsenda fjölþjóðafyrirtækja á borð við Alusuisse er að
færa peninga milli landa. Að segja Isal vera í taprekstri
er álíka marklaust og að segja tunglið vera úr osti.
Hitt er svo jafnrétt, að erfitt er að eltast við þetta, ekki
sízt þegar Alusuisse neitar að gefa upplýsingar. Þess
vegna er skynsamlegra að semja um fastar greiðslur en
um breytilegar greiðslur eftir meira eða minna umdeildu
bókhaldi.
Komið hefur í ljós, að leiðrétting árið 1975 á hörmulega
lélegum samningi frá 1966 gerði bara illt verra. Þá var
föstum greiðslum breytt í hreyfanlegar. Og þá hófst darr-
aðardansinn um bókhaldið, sem aldrei fæst úr nein niður-
staða.
Nær væri fyrir Islendinga að snúa sér í auknum mæli að
áþreifanlegri hlutum á borð við orkuverö. Þar hefur hið
átakanlega komið í ljós, að verð orkunnar til Isals er ekki
nema einn þriöji af því, sem það ætti af sanngirni að vera.
Raforkuverðið er nú 6,5 veröeiningar á orkueiningu, en
ætti að vera 18 einingar. Sú skoðun byggist á, að í upphafi
var verðið 2,5 einingar, þegar heimsmarkaðsverð var 3
einingar, það er að segja aðeins nokkru hærra.
Nú er meðalverö raforku til álvera í heiminum 22 ein-
ingar. Ef Bandaríkin eru tekin sérstaklega, er verðið líka
22 einingar. Á aðalmarkaði Isals, í Vestur-Evrópu, er
meðalverðið 21 eining. Verð Isals ætti að vera rétt innan
við það.
Einnig til staðfestingar á þessu er, að Alusuisse og dótt-
urfyrirtæki þess greiða að meðaltali 20 einingar annars
staðar. Engin verksmiðja hringsins greiðir eins lágt verð
og ísal greiöir til Landsvirkjunar. 6,5 eininga verð er
hreint hneyksli.
Ef rétt er, aö samkeppnisfært raforkuverð til álvera sé
20 einingar og muni fara hægt hækkandi upp í 24 einingar
á næstu árum, eigum við að reyna að fá nýjan samstarfs-
aðila um eignarhald og rekstur Isals og sölu afurða þess.
Sé ísal ekki fáanlegt til að semja um heiðarlegt orku-
verð, til dæmis 18 einingar, er fullljóst, aö Alusuisse sést
ekki fyrir í græðgi í viðskiptum við Islendinga og hefur
það þó þegar nóg spillt nauðsynlegum áhuga Islendinga á
erlendu samstarfi um stóriðju.
Jónas Kristjánsson.
Réttast
aðreisa
þær hvergi
Þegar konan mín kom heim úr ínn-
kaupaferö, ekki alls fyrirlöngu, tíndi
hún upp úr pokunum alla skapaða
hluti sem þarf til baksturs, nema
strásykur aö sjálfsögöu, því að ein-
hverjir höföu tekið sig til og keypt
hvert einasta korn sem til var í land-
inu og var tilefniö ekki þaö, aö stjóm-
völd ætluöu aö banna bruggun áfengs
öls, heldur hitt aö þetta þótti góð fjár-
festing; sérstaklega fyrir þá sem
baka lítið, því aö sumir hverjir þurfa
aldrei aö kaupa sykur framar á
ævinni, jafnvel þótt þeir veröi fjör-
gamlir.
En þetta gagnaði okkur lítið, aö því
er bakarinn í f jölskyldunni taldi, og
einnig efaðist hann um aö þaö kæmi
að gagni þótt ég f æri út i garö og tæki
fyrstu skófiustunguna að nýrri
sykurverksmiðju, eins og ég bauðst
þó til, og taldi mig kunna, þar sem ég
hef séö þetta gert svo oft í sjónvarp-
inuaðundanfömu.
Voru nú góö ráð dýr, eins og svo oft
áöur í Islandssögunni, því aö þótt
búiö sé aö útrýma sykri úr gos-
drykkjum hefur ekki enn veriö fund-
in upp aöferö til aö baka sykurlausar
kökur, svo vitað sé. En viö deyjum
sjaldan ráöalausir í sveitinni, frekar
en kaupmaöurinn á Húsavik, sem
benti viðskiptavini sínum á aö kaupa
sandpappir þar sem salernispappír
var uppseldur þá stundina. Eftir
nokkra umhugsun benti ég bakaran-
Benedikt Axelsson c
um á aö nota bara molasykur í
baksturinn því að ég sæi ekki betur
en hann væri búinn til úr strásykri,
þótt leiða mætti að því getum einnig
aö strásykur væri búinn til úr mola-
sykri og kæmi þetta þó í rauninni út á
eitt. Þar með var afmæli bamsins
bjargaö því að eins og ég sagöi áöan
var nóg til af hveiti og dropum og svo
mikið af kókósmjöli aö engu var
líkara en bakarinn heföi veriö
áskrifandi aö því lengi.
Af verksmiðjunum
skuluð þér þekkja þá
Þótt ég skilji oröið harla margt í
íslensku þjóðlífi er það enn fyrir ofan
minn skilning hvers vegna menn em
annaöhvort meö eöa á móti verk-
smiðjum og einnig hitt hvers vegna
menn rífast um hvar þær skuli
byggðar, því af gamalli reynslu okk-
ar af verksmiðjubyggingum væri
réttast aö reisa þær h vergi.
Eg þekki ágæta verksmiðju hér
norðanlands sem var ætlað það hlut-
verk aö vinna síld, en það stóðst á
„Hringormur er viðkunnanleg skepna og
^ ómissandi þegar maður borðar salt-
fiskinn sinn á laugardögum.”
Þröstur Ölafsson, hagfræöingur
og aðstoðarmaður fjármála-
ráðherra, ritaði nýlega blaðagrein,
sem vakið hefur þó nokkra athygli.
Sumir tala nú um tímamót, sinna-
skipti eða a.m.k. gagngera
stefnubreytingu í sjávarútvegs-
málum hjá Þresti og hans flokki.
Vist er um það að skýr og skorinorð
viðurkenning Alþýðubandalagsins á
ofvexti fiskiskipaflotans er tiltölu-
lega ný af nálinni. Það hefur heldur
ekki verið algengt að sjá Ab-menn
leggja til að samkeppninni verði
leyft að njóta sín í efnahagslegum at-
höfnum manna eða að hag-
kvæmninni verði beitt í atvinnu-
vegunum en réttlætinu annars
staðar. En hagfræðingar, sem vilja
láta taka mark á sér þó að ríkis-
stjórnir myndist og hverfi verða að
sjálfsögðu að minna annað slagið á
sig sem fagmenn. Og það er enginn
vandi að búa til umgjörð í sjávarút-
vegi með nógu almennum og
teygjanlegum orðum, ekki síst ef
menn ætla öðrum að fylla út í þá
umgjörð og sjá um framkvæmdir.
Það getur einmitt verið snjallt að
búa til fallega ramrna fyrir fram-
tíðina þegar fer að styttast í valda-
ferli manna. Margt í boðskap Þrast-
ar í Þjóðviljagreininni er stórgott, og
eins og talaö út úr minu hjarta. Þó
má finna galla í kenningunum, suma
meira að segja meinlega.
Vinnsluleyfi
í höndum
byggðastjórna
Það er svo sem ekki í fyrsta skipti
sem minnst er á þaö að deila afla
niður á byggöalög. Þetta var einmitt
aöalinntakið í tilraun til stefnumót-
unar í sjávarútvegi sem boöuö var
fyrir einum 2 árum. Þá var einnig
mikið notast við slagorð eins og
,,samræming veiöa og vinnslu” og
„afkastageta fiskvinnslu-
stöövanna”. Sú stefnumótun gufaði
upp e.t.v. einmitt vegna þess að af-
kastageta fiskvinnslustöðvanna
fékkst ekki skUgreind og „heima-
menn” voru lítt hrifnir af því aö
vera ætlaö þaö hlutverk aö skipta
afla miUi nágranna sinna. H já Þresti
eru „vinnsluleyfi í höndum byggöa-
stjóma” og deilt niður í „samræmi
viö vinnslugetu f rystUiúsa”.
Ég er hræddur um að þetta mál sé
ekki hugsaö tU botns frekar en fyrri
daginn. Afkastageta eöa vinnslugeta
er nefnUega töluvert flókiö mál. Á að
miða viö þaö, að afuröasamsetning
og aflasamsetning sé eins hjá öUum
frystihúsum? Eða á aö reikna út frá
einhverju meöaltali síöustu ára,
burtséð frá þróun og stöðugum
breytingum. Vita menn t.d. að þaö
eru yfir 20 frystihús á Suðurnesjum
sunnan við Straum? Hafa menn hug-
mynd um hvað stórhýsi eins og á
Djúpavogi, Patreksfirði og víöar
gætu afkastað miklu ef þau heföu
fólk og fisk?
Ég er því miður hræddur um aö
menn hafi ekki einu sinni gert tilraun
til aö ákveða forsendur sínar og
mælistærðir í þessu sambandi hvaö
þá prófaö aö setja heildardæmið upp
Þröstur Ólafsson. — „Það getur elnmitt verið snjailt að búa til fallega ramma
fyrir framtíðina þegar fer að styttast á valdaferli manna,” segir Bjöm Dag-
bjartsson.