Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.1982, Blaðsíða 17
DV. ÞRIÐJUDAGUR 7. SEPTEMBER1982.
17
Lesendur Lesendur Lesendur
HVENÆR KEMST
POTTURINN í LAG?
—orðstír Vesturfoæjarlaugarínnar í hættu, segir bréf ritarí
ffí Orðsending frá
T H'itaveitu Reykjavíkur
Þeir húsbyggjendur og aðrir sem ætla að fá tengda hitaveitu
í haust og í vetur þurfa að skila beiðni um tengingu fyrir 1.
október nk. Minnt er á að heimæðar verða ekki lagöar í hús
fyrr en þeim hefur verið lokaö á fullnægjandi hátt, fyllt hefur
veriö að þeim og lóð jöfnuð sem næst því í þá hæð sem henni er
ætlað að vera.
Heimæðar verða ekki lagðar ef jörð er frosin nema gegn
greiðslu þess aukakostnaðar sem af því leiðir en hann er veru-
legur Hitaveita Reykjavíkur.
Sextug kona í vesturbænum bringdi:
Eg og maðurinn minn, förum mjög
oft í Vesturbæjarlaugina. Um daginn
fengum við frænda eiginkonu bróður-
sonar míns, sem býr út á landi, í heim-
sókn. Við höfðum gumað að góðri bú-
setu okkar og þá sér í lagi af nábýii
okkar við þann unaðsreit, Vestur-
bæjarlaugina.
Jafnskjótt og við fengum þennan
aufúsugest í heimsókn brugðum við
hjónin okkur í sund með honum. En
viti menn, er þangað var komið varð
trauöla íheita pottinn komist. Viðhöfð-
um hælt heita pottinum mjög við
sveitavarginn, frænda eiginkonu
bróðursonar mins. En er við komum
þangað (í Vesturbæjarlaugina) kom í
ijós að annar potturinn var lokaður
„vegna viðgerða”. Gott og vel. Skyld-
menni mitt gerði óspart gys að okkur
fyrirþetta.
Hálfum mánuöi síöar kom eiginkona
bróðursonar mins í heimsókn með
svila sínum og „vini”. Við ætluðum að
bæta henni upp það sem frændi hennar
og nágranni hafði misst af. Við fórum
með þau í laugina. Og sjá! Enn var
potturinn lokaður.
Ekkert hafði verið gert við hann. Og
ekki er að s já aö neinar viðgerðir séu á
döfinni. Því spyr ég forráðamenn
Vesturbæjarlaugarinnar: Hvenær
verður gert við pottinn? Og bendi á að
orðstír Iaugarinnarer í mikilli hættu.
Eru forráðamenn laugarinnar svona
miklir Jólahalar eða hvað?
„Hvaö meinar þú?”
—spyr lesandi Valborgu Lárusdóttur
Þórhildur Hafliðadóttir Snæland, Valborgar Lárusdóttur í DV 31.8. I þega hreinsa til í kringum slíka
Laugavegi 158 (9629—1213) hringdi: bréfi Valborgar er rætt um óþrifnað staði.
við strætisvagnabiðskýli norðan- Þórhildur er óánægö með þessa
Hún kvaðst vera ellilífeyrisþegi megin við sundlaugina. Telur tillögu og spyr því Valborgu: „Hvað
sjálf og var mjög sár yfir skrifum Valborg tilvaUð að láta eUilífeyris- meinarþú?”
Mér
blöskrar
grein
Valborgar
Lárus-
dóttur
Ásdís Magnúsdóttir:
Mér blöskrar, svo notuð sé upphafs-
orð í grein Valborgar Lárusdóttur, í
DV 31.8., uppástunga sú sem þar kem-
ur fram að „setja eUilífeyrisþega í það
að hreinsa rusl” í nágrenni sund-
laugarinnar í Laugardal. Kona góð, á
ári aldraðra þegar aUt er gert
(næstum allt) tU að gamla fólkið eigi
rólegt ævikvöld, hvernig leyfir þú þér
að koma með sUka uppástungu? Á
gamla fólkið ekki betra skiUð að þínu
mati, en að borga með sín þreyttu bök
eftir drasU í kringum biðstöðvar
Reykjavíkur? Eg bara spyr.
Greinarkom Velborgar Lárasdóttur í.
DV 31.8. hefur farið fyrir brjóstið á
mörgum. Telja þeir að það sé öldungis
ekki góð hugmynd að láta vesalings
gamla fólkið beygja sig eftir rusU.
Alþingismenn eru
einungis bundnir...
Lögfræðingur hringdi:
Og benti á að í sambandi við áskorun
Lögfræðingur minnir á að
alþingismenn séu einungis bundnir við
eigin samvísku er þeir greiöa atkvæði
50 starfsmanna B.U.R. til Guömundar
J. Guðmundssonar um að falla bráða-
birgðalög ríkisstjómarinnar, væri vert
að hafa í huga 48. grein stjórnarskrár-
innar. Hún hljóðar svo: „Alþingis-
menn eru eingöngu bundnir við sann-
færingu sína og eigi við neinar reglur
frá kjósendum sínum.
Aðgangskort
Sala aögangskorta á 5 ný verkefni vetrarins
stendur nú yfir.
Þaueru:
1. Skilnaður eftir Kjartan Ragnarsson.
2. Ein var sú borg (Translations) eftir Brian
Friel.
3. Forsetaheimsóknin eftir Régo og Brunau.
4. Úr lífi ánamaðkanna (Frán regnormamas liv)
eftir Per Olof Enquist.
5. Guðrún eftir Þórunni Sigurðardóttur.
Miðasala í Iðnó frá 14—19.
Sími 16620.
Rauði kross Íslands
heldur barnagæslunámskeið
í kennslusal Rauða krossins, Nóatúni 21 Reykja-
vík, 20.—23. september næstkomandi. Nám-
skeiðið er ætlaö unglingum 12 ára og eldri. Kennt
erkl. 18—21.
Umsóknir sendist skrifstofu Rauða kross Islands,
Nóatúni 21 fyrir 14. september. Nánari upplýsing-
ar um námskeiðið eru veittar í síma 26722.
Rauði kross íslands.
SÖLUBÖRN ATHUGIÐ!
Afgreiðsla s- — . .... er (
ÞVERHOLT111
Komið og seljið og vinnið
ykkur inn vasapeninga
SÍMINN ER 27022
Saab 99 GLE '82, ek. 6.000 km.
Datsun King Kab 4 x 4 '81
Mazda 929 '82, m/öllu, ek. 3.000
km.
Toyota Tercel '81, ek. 12.000 km.
Honda Accord '79, ek. 20.000 km.
Saab 99 '74, sérlega fallegur
Volvo 244 '78, útborgun 50.000
Ford Fairmount '78, sjálfsk., útb.
20.000
Mercedes Benz 200 '78, bíll i
algerum sérflokki
BMW 518 '82, ek. 6.000 km , skipti
á ódýrari.
Mercedes Benz 240 dísil '78,
toppbill
Mazda 323 '81.
Citroén GS '77, útb. aðeins 15.000
kr.
Síaukin sala
sannar öryggi
þjónustunnar.
mii
bilasaSa
GUÐMUNDAR
Bergþórugötu 3 — Reykjavik
Simar 19032 — 20070