Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.1982, Blaðsíða 7
DV. ÞRIÐJUDAGUR 7. SEPTEMBER1982.
7
Neytendur Neytendur Neytendur Neytendur
Marentza Poulsen vlð matargerð á heimili sínu vestast í Reykjavík. DV-mynd: EO.
ROGNADRÝLUR EDA HROGNABOLLUR
Einn kemur þá annar fer, það er
gangurinn i áskorendaþættinum og
reyndar víðar. Síðasta þriðjudag var
Hrefna Hilmarsdóttir frá Vestmanna-
eyjum áskorandi og beindi hún þeim
tilmælum til Marentzu Poulsen að hún
tæki við í dag. Marentza er fædd í
Færeyjum en kom fyrst til Islands árið
1964 og hefur búiö hér síðan, ef frá er
talið stutt timabil sem hún var í Dan-
mörku.
Hrefna haföi orð á því í sinni áskorun
að færeysku fiskibollurnar hennar
Marentzu, sem nefnast KNETTIR,
væru mjög vinsælar meðal vina og
vandamanna. Það var fyrr á þessu ári
sem einn áskorandinn, einmitt frá
Færeyjum, kom með uppskrift af þess-
um ágætis bollum, svo það var horfið
frá því að birta þá uppskrift frá
Marentzu. I staðinn fáum við uppskrift
af hrognabollum eða rognadrýlum,
sem víst eru ekki verri.
I samtali okkar Márentzu kom f ram
að hún er lærð smurbrauösdama og
starfar á vetuma sem veitingastjóri í
Oddfellow-húsinu.
Talið barst að dvöl hennar hér á
landi og kom í ljós að hún hefur kosiö
hingað til að halda sínum færeyska
ríkisborgararétti.
, ,Eg þráaðist við í mörg ár, vildi ekki
sækja um íslenskanríkisborgararéttog
missa nafnið mitt,” sagði Marentza
„en nú hefur reglum verið breytt og
líklega fer ég fljótlega á stúfana og
sækist eftir islenskum ríkisborgarar-
étti.” Þetta segir hún með lýtalausum
framburði á íslenskunni.
Þá eru það uppskriftimar:
Föroyskur rognadrýlur
Bollur úr hrognum
11/2 kg hrogn •.
800 g hveiti
2 tsk. salt
1/2 tsk. salt
1/2 tsk. pipar
2 tsk. matarsódi
500 g mör
Látið f rekar stóran pott með vatni í á
helluna. Kreistið hrognin í skál. Skeriö
mörinn smátt. Hnoðið hveiti, pipar,
salti, matarsóda og mör saman við
hrognin (það má líka setja rúsínur út í
deigið).
Bleytið hendurnar og búið til
kringlóttar bollur, frekar stórar.
Látiö síöan bollurnar út í sjóðandi
vatnið og sjóðið í 25 mínútur, við
vægan hita.
Hrognabollumar bornar fram meö
soðnum kartöfium.
Ofnsteiktur fiskur
1 kg rauðsprettuflök
salt og pipar
safi úr einni sítrónu
ldós sveppir (lítil)
rækjur
2 dl r jómi
Smyrjiö eldfast mót meö feiti.
Leggið fiskinn í mótið, kryddið með
salti og pipar. Sítrónusafanum hellt
yfir fiskinn. Raðiö rækjum og sveppum
yfir, hellið síðan rjómanum yfir.
Setjið mótið í 225 gr. heitan ofn (lok á
mótiö) og bakið í hálfa klukkustund.
Borið fram með soðnum kartöflum
og fersku grænmeti.
Svartfuglsréttur
fyrir f jóra
f jórar svartfuglsbringur
salt og pipar
2 matsk. smjör eða smjörlíki
2 dl vatn
1 dl sýrður rjómi
Steikt í potti.
Bræðið smjörið, leggið síðan
bringurnar í og steikið beggja megin.
Kryddið vel meö salti og pipar. Hellið
síðan sýrða rjómanum út í og hrærið í.
Látið sjóða við vægan hita í 1—1 1/2
klst.
Sósa
1 matsk. smjör eða smjörlíki
21/2 matsk. hveiti
soð af bringunum
11/2 dl rjómi
salt og pipar ef þarf.
Borið fram með brúnuðum kartöfl-
um, rifsberjahlaupi og rauðkáli (eða
grænmetissalati).
Sojafars
Fyrir þá sem ekki vilja eingöngu
snæða kjöt og fisk í ailan mat.
500 g sojabaunir
4 stk. gulrætur
2 stórir gullr laukar
11/2 dl hýðishrisgrjón
Vitam Körning (til að sjóða
hrísgrjónin í)
sveskjur
1 lítil dós af Tartexi
(fæst í SS Austurveri og Heilsuhúsinu)
5 tesk. súrsaðar agúrkur (saxaðar)
og örlítill lögur
sjávarsalt:
herbamare
Leggið sojabaunirnar í bleyti yfir
nótt, sjóðið þær síðan í léttsöltuðu vatni
í 1 1/2—2 klst. Sjóðið gulræturnar
(gjaman meö sojabaununum síðustu
mínúturnar) þartil þær erumjúkar.
Sjóðið hýðisgrjónin í ea. 40 mínútur.
Hakkið sojabaunirnar, laukinn, gul-
rætumar, sveskjurnar, hrísgrjónin og
agúrkurnar, blandið síðan tartexinu og
kryddinu saman við. Þynnið farsið,
sem á aö vera nokkuö þykkt, með
örlitlum agúrkulegi. Smyrjið eldfast
form og stráið brauðmylsnu í það, látið
síðan farsið í formið og bakið í 200 gr.
heitum ofni í 40 mínútur.
Borið fram með sveppasósu og
soðnum kartöflum.
Súrmjólkurábætir
8 bl. matarlím
2 dl rjómi
5 dl súrmjólk
1—2 matsk. púðursykur eða strásykur
4—5 matsk. rúsinur
3 matsk. hakkaðar möndlur
1 tesk. vanilludropar
Leggið matarlímið í kalt vatn.
Þeytið rjómann. Blandið saman súr-
mjólk, sykri, rúsínum, möndlum og
vanillu. Hellið vatninu af matarlíminu
og bræðið. Kæliö síðan með einni
matskeið af köldu vatni. Hrærið svo
matarlíminu saman við súrmjólkina
og síðan einnig þeyttum rjómanum.
Látið búðinginn stífna og skreytið með
þeyttum rjóma og söxuðummöndlum.
Búðingurinn borinn fram með
ávaxtasósu eða niðursoðnum ávöxt-
um.
Næsti áskorandi:
Síðast þegar ég var í matarboöi hjá
Magneu fékk ég fyllta kjúklinga, sem
smökkuðust afbragðsvel. Hún kryddar
allan mat af mikilli kúnst. Þetta voru
orð Marentzu Poulsen um næsta
áskorandann, Magneu Kristinsdóttur
húsmóöur í Kópavogi.
-ÞG.
J\ SPENNUM
beltin
JMfcb sjálfra okkar
WM vegna!
trévörurnar
DÖNSK
GÆÐAVARA
y sending