Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.1982, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.1982, Blaðsíða 36
36 DV. ÞRIÐJUDAGUR 7. SEPTEMBER1982. DÆGRADVÖL DÆGRADVÖL DÆGRADVÖL Myndbandaleiga kvikmyndahúsanna hefur einkarétt til leigu á efni sem er á vegum bíóanna. DV-mynd S. Hasarmyndir og hrollvekjur njóta mestra vinsælda —segir Guðgeir Leifsson hjá Myndbandaleigu kvikmyndahúsanna „Þaö verður að segjast eins og er að vinsælustu myndimar hjá okkur eru hasarmyndir og hrollvekjur. Sígildar myndir og rómantískar eru ekki í eins miklummetum.” Þessi orö mælti Guðgeir Leifsson hjá Myndbandaleigu kvikmyndahúsanna er blaðamaður rabbaði við hann. Hann sagði að fyrirtækið væri með um 800 titla á boðstólum og kenndi þar ýmissa grasa. Leigugjaldið er 60 krónur á sólarhring fyrir erlenda mynd án texta. Sé myndin textuö er gjaldið 70 krónur. Spólur með íslensku efni kosta 75 krónur á sólarhring. Einnig er hægt að fá myndsegulbönd leigð og er gjaldið 180 krónur á sólar- hring. Fjórar vídeóspólur meö íslensku efni eru á markaönum. Eru það Punktur, punktur, komma, strik, Rokk í Reykja- vík, Galdraland og Stefnumót — íslenskur skemmtiþáttur unninn af Framsýn. Að sögn Guðgeirs fer þeim vídeó- spólum ört fjölgandi sem eru meö íslenskum texta, enda eru þær að sjálf- sögöu vinsælastar. Myndbandaleiga kvikmyndahús- anna er umboðsaöili fyrir kvikmynda- húsin og hefur því einkarétt á því efni sem er á þeirra vegum. Guðgeir Leifs- son sagði að mikið hefði verið um ólög- legt efni á markaönum og hann hefði að undanfömu unnið mikiö að því að útrýma slíku efni. Augljóst er því að ákvæði um höfundarrétt hafa verið brotin með leigu á vídeóspólum. Þetta er eitt þeirra vandamála sem takast verður á við því vídeóvæðingin sækir á. Að minnsta kosti einn bíóeigandi hefur höfðað dómsmál vegna lagabrota þessara. -GSG. RÍKIÐ HIRÐIR RÚMLEGA HELMING AF VERDI HVERS VÍDEÓTÆKIS Oft tölum við Islendingar um þaö hvað ýmsar vörur eru hér miklu dýrari en í öðmm löndum. Hugsanlegt er að við gemm okkur ekki ávallt grein fyrir orsökinni. Hjá einni af þeim verslunum sem selja videó-tæki hér í borg fengum við þær upplýsingar að meðalverð á slíku tæki væri 26.890 krónur. Við fórum þess á leit við verslunina að fá sundurliðað hvert þessar krónur rynnu. Kom þá í ljós að ríkiö tekur í sinn hlut 56,5% af þeirri upphæð sem kaupandinn greiðir. Af verði ofan- greinds tækis fær ríkið 15.244 krónur. Þau gjöld sem ríkið innheimtir em tollur, vörugjald, söluskattur og afgreiðslugjald. Innkaupsverðið er 25,5% eöa 6.800 kr. Álagning verslunar- innar er 15% eða 4.047 krónur. Auk þess er flutningskostnaður, banka- kostnaður o.fl. 3 % eöa 809 krónur. Þegar tekið er upp á vídeóspóluer eins gott að vel sé vandað til verksins. Þær em nefnilega mjög dýrar. Kannaö var verð á slíkum spólum í verslun einni í Reykjavík. Tveggja klukku- stunda spóla kostaði þar 590 krónur. Þriggja tíma spóla kostaði 710 krónur og vilji menn hafa hana fjögurra klukkustunda þurfa þeir að greiða 1090 krónur. Vídeóupptökuvélar em á mjög mis- jöfnu verði eftir gæðum. Þær ódýmstu virðast vera á um 14.000 krónur. En einnig er hægt að fá þær fyrir 30.000 krónur vilji menn góöa og vandaöa vél, sem er tækniiega vel útbúin. Þrífætur undir upptökuvélar eru á mjög misjöfnu verði. Séu þeir með vökvadælu geta þeir kostað allt aö átta þúsundkrónur. -GSG. Ríkið birðir rúmlega helming af verði hvers myndsegulbandstækis sem selt er hér á landi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.