Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.1982, Blaðsíða 8
8
Útlönd
Útlönd
Útlönd
DV. ÞRIÐJUDAGUR 7. SEPTEMBER1982.
Utlönd
Mikill gróói
af skemmti-
ferðaskipum
&rsþing breska verkamannaf lokksins:
viöhaldi á skipum og fyrst og fremst
vörukaupum farþega.
Farþegarnir eru aðallega frá
Vestur-Þýskalandi og Bandaríkjun-
um. Skipin standa stutt við og nota
farþegar þann tíma að mestu til að
versla. Átta milljónir af þeim 12
milljóna tekjum sem koma inn á
mánuöi má rekja til kaupa farþeg-
anna á alls kyns vörum í verslunum
og vöruhúsum, segir í frétt frá
sænska Ferðamálaráðinu.
Skemmtiferðaskip þau er heim-
sækja Stokkhólm á vinsælasta ferða-
mannatímanum gefa af sér góðar
tekjur, eða 12 milljónir sænskra
króna á mánuði. Tekjur þessarkoma
af hafnargjöldum, hafnsögugjaldi,
Tóku sendiráð Póllands í Bern og
SETJA PÓLSKU
STJÓRNINNI
ÚRSLITAKOSTI
Vinstrimenn
biðu ósigur
Vinstrisinnar biðu óvæntan ósigur á
ársþingi breska verkamannaflokksins,
þegar þaö hófst í gær í Brighton að
venju. Fulltrúar létu vilja allsherjar-
ráðsins sem vind um eyrun þjóta og
knúðu í gegn skipulagsbreytingar, sem
auka munu áhrif þeirra verkalýðsfé-
laga er fremur þykja hófsamari.
Hér eftir geta meðalstór verkalýðs-
félög sjálf kjörið sína fulltrúa í alls-
herjarráðið, sem dregur úr valdi
stærri verkalýðsfélaganna, en þau eru
öll frekar til vinstri í flokknum.
Flokksþingiö þykir annars einkenn-
ast af nokkurri deyfð í starfi verka-
lýðsfélaganna vegna fækkunar
meðlima í atvinnuleysinu. Þykir hafa
borið á því þetta árið að hinn almenni
félagsmaður sé ekki eins herskár og
flokksforkólfarnir og verkalýðsforyst-
an.
Mörg félög hafa þó í bígerð samúðar-
verkföll til stuðnings starfsfólki í heil-
brigöisþjónustunni, sem eiga í launa-
deilu við það opinbera. Þó setti Thatch-
er-stjómin nýlega lög sem banna slík
samúðarverkföll en verkalýösforingj-
ar segjast reiðubúnir aö fara í fangelsi
til stuönings baráttunni.
— Kref jast afnáms herlaganna og vilja pólitíska fanga
lausa úrfangelsum
Vopnaðir menn sem hótað hafa aö
sprengja pólska sendiráðiö í Bern í
Sviss í loft upp höfðu bygginguna enn á
valdi sínu snemma í morgun. Þó höfðu
þeir látið lausan einn gísla sinna,
barnshafandi konu. — Mennirnir, sem
eru taldir fimm, náðu sendiráðinu á
sitt vald í gærmorgun og tóku tíu
diplómata fyrir gísla.
Sjálfir segjast mennirnir vera
vopnaðir þungum vélbyssum og með
25 kg af sprengiefni. Hótuðu þeir að'
sprengja sig og gísla sína á morgun ef
herstjómin í Póllandi aflétti ekki her-
lögunum, sleppti pólitískum föngum og
lokaöi fangabúöum.
Eftir eins dags samningaþóf við
svissneska embættismenn hafa
hryðjuverkamennirnir krafist og feng-
ið læknislyf. Þeir óskuðu eftir lækni
skammt undir miðnættiö og slepptu þá
barnshafandi konu sem haföi verið í
gíslahópnum.
I orðsendingu sem mennimir létu frá
sér fara á miða kalla þeir sig pólska
„heimaherinn” og „þjóðfrelsishreyf-
inguna”. Það vísar til misheppnaðrar
tilraunar andkommúniskra afla til
uppreisnar gegn hemámsliði nasista í
Varsjá 1944.
Enginn veitti mönnunum athygli
þegar þeir gengu í hægðum sínum inn í
bygginguna í gærdag. Skömmu síðar
var hringt úr sendiráöinu til
lögreglunnar og kunngerðar kröfurn-
ar. öryggisliðið sló þá hring um sendi-
ráðið.
Svissnesk yfirvöld gerðu pólsku
stjórninni viðvart en hún skorar á
svissnesku stjórnina að tryggja öryggi
gíslanna.
Félagar úr verkalýðshreyfingunni
Einingu sem búa í Sviss segjast engin
deili vita á hryðjuverkamönnunum og
fordæmdu þeir sendiráðstökuna sem
þeir sögðu stangast algerlega á við
hugsjónir og grundvallarstefnu
Einingar.
DANIR FÁ MINNI-
HLUTASTJÓRN
Þórir Guðmundsson í Kaupmannahöfn
skrifar:
Ný stjóm borgaraflokkanna mun
taka við völdum í Danmörku síðar í
þessari viku. Eftir langan fund í gær-
kvöldí ákváðu Ihaldsflokkurinn, mið-
demókratar, kristilegi þjóðarflokkur-
inn og vinstri að mynda fjögurra
flokka minnihlutastjóm undir forsæti
Poul Schliiter, sem er formaður íhalds-
flokksins.
I gær tókst Schliiter ekki að fá rót-
tæka eða sósíaldemókrata í neins kon-
ar meirihlutastjóm. — Glistrup for-
maöur framfaraflokksins hafði lýst
yfir áhuga á því að verða fjármálaráð-
herra en Niels Helveg, formaður rót-
tæka flokksins, útilokaði þann mögu-
leika með því að neita að taka þátt í
stjóm með framfaraflokknum.
Afleiðingin varö sú að hvorugur flokk-
anna fór í stjóm og Danmörk fær
minnihlutastjórn.
Dagblaöiö Politiken hefur í morgun
eftir mönnum sem til þekkja aö Henn-
ing Christophersen, formaður vinstri,
verði utanríkisráðherra. Ihald og
vinstri fá átta ráöherra hvor flokkur,
miðdemókratar fimm og kristilegir
einn.
Poul Schliiter hafði fengið umboð
drottningar til aö mynda meirihluta-
stjóm en hefur ekki enn lagt ráðherra-
lista minnihlutastjómar sinnar fyrir
drottninguna.
200 bændurgjaldþrota
Áætlað er aö á þessu ári verði 200
bændur gjaldþrota í Svíþjóð. Fyrst
og fremst er hér um nýbýli að ræða
með mikla skuldabyröi og háa
vexti af lánum sinum.
Nútíma landbúnaður krefst
mikils stofnfjár. I Jönköping hefur
landbúnaöarráðið reiknaö út að
bóndi sem hefur búskap í dag tekur
á sig að meðaltali 1,5 milljónir
sænskra króna í skuldabyrði. Það
þýðir að hann þarf aö borga 212.000
krónur í vexti á ári af lánum sínum
og 20.000 krónur f ara í afborganir.
Spies kominn
fram úr Tjöru-
borgarpresti
Simon Spies, hinn litríki ferða-
skrifstofukóngur Dana, er nú kom-
inn fram úr Tjömborgarprestinum
Eilif Krogager, sem lengi hefur
rekið umsvifamestu ferðaskrif-
stofu á Norðurlöndum. — Það þykir
séö aö 420 þúsund frá Danmörku,
Svíþjóð og Finnlandi (aðallega)
muni ferðast á vegum Spies þetta
árið. Þykir ekki langt í hálfu
milljónina.
I blaðaviðtali segir Spies aö það
hafi aldrei veriö sér neitt kappsmál
að feröaskrifstofa hans yrði sú
stærsta og upp fyrir hálfa milljón
ferðamanna ætlar hann sér
ekki því þá verður hann að fjölga
starfsfólki og leggja í meiri
kostnaö með allri þeirri áhættu
sem því þykir fylgja.
Hann telur að lykillinn aö
velgengni sinni liggi í einföldum
rekstri. Hann rekur aðeins sex
söluskrifstofur: I Kaupmannahöfn,
Billund á Jótlandi, Helsinki, Stokk-
hólmi, Gautaborg og Málmey.
(Auk 22 minni hér og hvar í
Svíþjóð.)
Spies rekur einnig flugfélagið
Conair. Nýtískuflugvélar sínar
staðgreiddi hann eins og frægt er.
Conair þjónar 70% allra ferða á
vegum Spies en Scanair, dóttur-
fyrirtæki SAS, annar að heita má
afgangnum.
Spies, sem byrjaði í ferðaskrif-
stofubransanum fyrir 25 árum, er
frægur af sínum ungu konum og
Spies hefur um sig tvitugar
stúlkur, situr ófeiminn nakinn
fyrir á myndum og hefur ávallt
laðað að sér athygli f jölmiðia.
mörgu bílum og á margan máta lit-
ríkum lífsferli.
Þeir ferðakóngarnir Spies og
séra Eilif hittast sjaldan, en þó allt-
af einu sinni á ári. Spies hefur í
gamni boðið Tjöruborgarprestin-
um að þeir gerðu hvor um sig
erfðaskrár og arfleiddu þann að
feröaskrifstofu sem lifði hinn.
„Presturinn vildi það ekki.
Kannski af því að hann er eldri en
ég, eða hver veit hvað,” sagði hinn
61 árs gamli Spies.