Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.1982, Blaðsíða 35
DV. ÞRIÐJUDAGUR 7. SEPTEMBER1982.
35
Sviðsljósið
Sviðsljósið
Sviðsljósið
DALLAS JAFNAST EKKI
ÁVIÐGÓÐABÓK
— höfundur Dallas ekki sáttur við
sjónvarpsgláp
Nú geta aödáendur Dallas-þátt-
anna hugsaö gott til glóöarinnar, því
Dallas birtist aftur á skjánum i októ-
ber. Sigurför þessara þátta um heim-
inn á sér enga hliðstsðu. Þeir hafa
veriö sýndir í 58 löndum fram aö
þessu og hafa slegið öll met þáttanna
Rætur.
Fsestlr munu þó kannast viö höf-
und Dallas, David Jacobs. í upphafi
ætlaöí hann sér að gera Sue Ellen aö
aðalpersónunni, sem allt átti að snú-
ast í kringum. Ekki leið þó á löngu
þar til J.R. „stal senunni”. Fram að
hlutverki sinu í DaDashafði Larry
Hagman leikið mestu ljúfmenni sem
ekkert fór fyrir á einn eða neinn hátt.
Hann var orðinn innilega leiður á þvi
hlutskipti og lék J.R. af svo miklum
krafti að Sue EUen og önnur hlutverk
urðu fl jótlcga að láta í minni pokann.
David Jacobs hefur ekki þurft að
sjá eftir þeirri ákvörðun sinni. Þætt-
irnir hafa orðið honum mikil féþúfa,
eins og geta má nærri.
Hann er þó ekki aUs kostar sáttur
við sjónvarpsgláp; finnst ógnvekj-
andi hversu margir sitja og góna á
hvað sem er, kvöld eftir kvöid. Ekki
finnst honum bæta úr skák þegar fólk
borðar jafnvei kvöldmatinn fyrir
framan sjónvarpið. Jacobs telur
mikinn hluta s jónvarpsefnis vera aUt
of auðmelta fæðu; spurningum eigi
ekki að svara í sömu mund og þeim
er varpaðfram.
DaUas-þáttunum tU málsbóta seg-
ir hann að þar sé ekki breitt yfir
neitt. Fjölmargt, sem þar á sér stað,
htjóti að ganga fram af áhorfendum;
vekja þá tU umhugsunar. Hann segir
jafnframt að fólk vUji flýja veruieik-
ann, þegar það sest niður fyrir fram-
an sjónvarpið. Það vUji geta brugöið
sér á vit einhvers draumaheims og
gieymt hversdagsleikanum um
stund.
Jacobs telur samt að meira sé að
sækja tU góðrar bókar.
gfsiSip;
David Jacobs, höfundur Dallas-þáttanna, telur fólk eyða aUt of miklum tima
fyrir framan sjónvarpið og að meira sé að sækja tU góðrar bókar.
Var Marilyn
Monroe myrt?
LeynUögregiumaöur nokkur í Los
Angeles heldur því fram að kvik-
myndaleikkonan MarUyn Monroe
hafi á sínum tíma verið myrt af öfga-
hópi innan CIA tU að koma í veg fyrir
að hún segði frá samsæri gegn Fidel
Castro, leiðtoga á Kúbu.
MUo Speriglio sem hefur rannsak-
að kringumstæðurnar við dauða leik-
konunnar fyrir 20 árum segist geta
sannað að Robert Kennedy, sem þá
var dómsmálaráðherra, hafi sagt
MarUyn frá samsærinu og hún hafði
síðan getið þess í dagbók sinni.
Á blaðamannafundi sem SperigUo
hélt ásamt manni þeim er skoöaði lík
leikkonunnar endurtók sá síðar-
nefndi þá yfirlýsingu sina að hann
hefði verið þvingaður tU að undirrita
dánarvottorð þar sem sagt var að
hún hefði dáið vegna of stórs
skammts af svefnlyfjum. Héraðs-
réttur í Los Angeles hefur krafist
rannsóknar á þessum ummælum og
nýlega tUkynnti skrifstofa saksókn-
ara að máUð yrði tekið upp og aUar
aðstæöur við dauða leikkonunnar
rannsakaðar að nýju.
David og Pamela Skeates, frá Coffs Harbour i Astralíu, hressir og glettnir aðdáendur lands og þjóðar, eru hér í
heimsókn um þessar mundir. DV-mynd: Einar Úlason.
Ástralskur íslandsvinur í heimsókn:
Vildi sýna konu
sinni ísland
David Skeates og fimm Rotary-
félagar hans, aUir frá ÁstraUu, voru í 6
vikna heimsókn á Islandi áriö 1977.
David leist svo vel á sig hér aö hann
ákvað að sýna konu sinni, Pamelu,
land og þjóö. Þau eru því stödd hér um
þessar mundir; komu í tveggja vikna
heimsókn.
David og Pamela búa í Coffs Har-
bour, þar sem hann starfar við
byggingaiðnaðarfyrirtæki. Ekki er tU-
breytingarsnautt fyrir þau að ferðast
um Island, því heima búa þau við hita-
beltisloftslag. Coffs Harbour er vinsæU
ferðamannastaður, á mUU Sidney og
Brisbane. Meðal atvinnuvega þar má
nefna fiskveiöar og bananarækt.
Þau hjónin kváöust gjarnan vUja
koma hingað einhvern tímann aftur og
eyða hér nokkrum mánuðum, en ekki
geta þau hugsað sér að setjast að á Is-
landi. Þau setja þá helst fyrir sig lofts-
lagið okkar, verðlag hér og verðbólg-
una. Á þeirra heimaslóðum er að vísu
einhver samdráttur í atvinnulífi sem
stendur og nefndu þau m.a. 15% verð-
bólgu. — Okkur Islendingunum varð
nú hugsað til þess aö ekki þykja 15%
mikið hér í þeim efnum. Ekki sögðum
við samt neitt. Maöur reynir aö vera
þjóðlegur og tíunda ekki ókosti um of.
Hingað komu Pamela og David eftir
tveggja vikna feröalag um Evrópu og
langaði raunar að skreppa til Græn-
lands héðan. Þau flýttu sér samt að
gleyma þeim draumi, þegar í ljós köm
að spaugið kostar 250$ á mann (um
7000 ísl. fyrir bæði). Þá er um að ræða
þriggja klukkutíma dvöl á Grænlandi.
Allt ferðalag þeirra hjóna hefur ekki
síst verið Pamelu ævintýri. Hún hafði
skroppið til Nýja-Sjálands en annars
aldrei út fyrir Ástralíu komið. -FG.
Oskírö Bjömsdóttir kom
Ijósunni sinni í fréttir
Oskírð Björnsdóttir ákvað þann 10.
júh' sl. að drífa sig í heiminn í svo miklu
snarhasti að við það komust bæði hún
og ljósan hennar, Jensina Oladóttir, í
fréttir. Jensína er nefnilega komin á
níræðisaldurinn.
Regína Thorarensen, einn nafnkunn-
ari fréttaritari okkar DV-manna, sendi
dágóðan pistil um fæðingu óskírðrar.
Hann birtist á baksíðunni hjá okkur 21.
júlí með bæði pomp og prakt. Enga átt-
um við þó myndina, en nú hefur verið
bætt úr því, eins og sjá má.
Jensína Oladóttir var ljósmóðir á
Ströndum i rúma hálfa öld. I níu ár
hefur hún haldið sig vera hætta störf-
um. Oskírð sýndi hins vegar bæði
henni og öðrum fram á að í fyrsta lagi
var Jensína alls ekki alveg hætt, í öðru
lagi haföi Jensína engu gleymt.
Oskírö kom í heiminn í Ámeshreppi
á Ströndum. Fæðingin gekk prýðilega
og vó daman 15 merkur. Eldri systkini
hennar tvö eru fædd á sjúkrahúsi, en
haft er eftir móður þeirra, Bjamfríði
Fossdal, aö aldrei hafi hún f undiö slíka
öryggiskennd við fæðingu sem í hönd-
um hinnar öldnu ljósmóður.
-FG.
Oskírð Bjömsdóttir hvfUr hér í traustum örmum Ijósunnar sinnar, hennar Jensínu Oladóttur. Mamma og pabbi
fengu að vera með. Þau heita Bjamfríður Fossdal og Bjöm Torfason. Raunar er kannske búið að skíra litlu dömuna
núna.