Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.1982, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.1982, Blaðsíða 2
2 DV. ÞRIÐJUDAGUR 7. SEPTEMBER1982. „ÞESSISKÓFLUSTUNGA VAR LEIKARASKAPUR” — segir Þorsteinn Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Steinullarfélagsins „Við stöndum agndofa og vitum ekki hvað um er að vera,” sagði Þor- steinn Þorsteinsson, framkvæmda- stjóri Steinullar hf. á Sauðárkróki, aðspuröur um síðustu framkvæmdir steinuliarmanna í Þorlákshöfn i samtali við DV. Eins og fram hefur komið í fréttum, hefur lengi staöið mikið stríð milU Sauðárkróks og Þorláks- hafnar; báðir staðirnir vilja reisa steinullarverksmiðju. Ríkisstjómin tók af skarið og ákvaö að leggja fé í steinuUarverksmiðju á Sauðárkróki. Þoriákshafnarmenn hafa unaö þessu iUa. Nú síðast tóku þeir fyrstu skóflustunguna að fyrirhugaðri steinuUarverksmiðju og Iáta engan bUbugásérfinna. Það félag sem upphaflega var stofnað um steinullarverksmiöju í Þorlákshöfn hefur verið lagt niöur, enda fékk það bættan úr ríkissjóði þann kostnað sem lagt hafði verið í þegar ríkisstjómin tók ákvörðun um að standa við bakið á Sauðkræking- um. Nú hafa Sunnlendingar stofnað nýtt félag um byggingu steinuUar- verksmiðju í Þorlákshöfn; BerguU hf., sem stóð að skóflustungunni á dögunum. Leikaraskapur? „Þessi skóflustunga var leikara- skapur; sett á svíð fyrir fjölmiðia, sem leikur í því áróðursstríði sem háð hefur verið,” sagðí Þorsteinn, og við gef um honum orðið áf ram. „Viö héldum að þeir myndu doka við og sjá hvort okkur tekst að safna því hlutafé sem við þurfum. Ef okkur tekst það ekkí, þá eiga Þorláks- hafnarmen aö sjálfsögöu næsta leik. Þeir kusu að rjúka til og taka skóflu- stungu aðbyggingusem ekki ereinu sinni vitað hvað á að vera stór”. — En er hugsanlegt að hér á landi rísi tvaér verksmiðjur? „Nei, þaö held ég að sé útilokað, enda fæm þær þá sennilega báöar á hausinn. Við höfum fengið stuðning frá ríkisvaldinu, sem ætlar að eiga 40% af Hutafénu. Auk þess þarf heimild í lánsf járáætlun fyrir erlend- um lánum og við fáum ríkisábyrgð fyrír hluta þeirra. Þá fáum við fellda niður tolla og aöflutningsgjöld af' vélum og byggingarefni. Án þessa stuönings er útilokað að reisa steinullarverksmiðjuhérlendis. Þess vegna tel ég sýnt, að steinullarverk- smiðjan fyrirhugaða í Þorlákshöfn, veröur tæpast annaö en skóflustung- an”, sagði Þorsteinn. Hlutafjársöfnun í gangi Aðalfundur Steinullarfélagsins í sumar samþykkti að auka hlutafé í 30.000.000. Þegar liggja fyrir hluta- fjárloforð fyrir 60% af hlutafénu; 12 m. kr. frá ríki og 6 m. kr. frá Sauöár- krókskaupstað. Þá hefur Samband- inu verið boðin þátttaka í félaginu og almenn hlutafjársöfnun er í gangi. Miöaö er við að safna hlutafé aö upphæð 3—4 m. kr., hjá almenningi, fyrirtækjum og sveitarfélögum. — Þorsteiim var spurður, hvenær mætti búast við að fyrsta skóflu- stungan að steinullarverksmiðju verði tekin á Sauðárkróki? „Það verður vonandi næsta sumar, en það verður ekki bara skóflustungan, því þá stefnum við að því að hefja framkvæmdir. Komi ekkert sérstakt upp á, til að tefja fyrir framkvæmdum, þá á verksmiðjan að geta komist í gang 1985, sem mér sýnist að verði hag- stæður tími miðað við þróun á byggingamarkaönum. Núna Vfrðist byggingaiönaöurinn vera að sigla inn í lægð, en ég hef trú á að hann verði kominn út úr þeirri -kreppu 1985.” — Er þörf fýrir verksmiðjuna at- vinnulega séð? ,,Já, tvimælalaust. Það er talið að 70 manns bætist við á vinnu- markaðinum á Skagafjarðarsvæðinu árlega næstu 10 árin. Til aö halda i fólkið veröur að skapa ný atvinnu- tækifæri. Annars fer þetta fólk burtu, sennilega suöur. Eg reikna með að um 50 manns fái atvinnu við verksmiðjuna, sem síðan hefur margfeldisáhrif úti í samfélaginu. Eg ætla aö tilkoma verksmiðjunnar hafi 300—400 manna f jölgun í för með sér beint og óbeint.” 200% dýrari Athuganir hafa leitt í ljós að einangrun hér á landi er um 200% dýrari en á hinum Norðurlöndunum. Skapast það aðallega af flutnings- kostnaði. Af sömu ástæðu er erfitt fýrir íslenska steinullarverksmiðju að vinna markaði erlendis. Þess vegna völdu Sauðkrækingar þann kostinn að miða stærð verksmiðjunn- ar við innlendan markað. Reiknað er með að fyrirhuguð verksmiðja geti boðið framleiðslu sína á 15—40% lægra verði en eriendir keppinautar. Búist er við að markaður verði fyrir 3000—4000 tonn af steinull hérlendis árlega, en þá er miðaö viö að fram- ieiðslan innaniands komi að mestu í staðinn fyrir innflutta einangrun. I verksmiðjunni fyrirhuguöu á Sauöárkróki er áætlað að framleiða í meginatriðum tvær gerðir einangrunarefna; léttuU fyrir loft og þök, og steinuU í plötum, til einangrunar í veggjum, gólfum og fiötum þökum og tU hljóðeinangr- unar. Einangrun úr sandi Hvernig verður steinuiUn tU, spyr eflausteinhver. Hráefni til framleiðslu steinuUar er basaltsandur, sem er blandaður skeljasandi til að fá hentuga bráðar- eiginleika tU trefjagerðar. Rannsóknir siðustu ára hafa sýnt að Borgarsandur, í nágrenni Sauðár- króks, er mjög góður til steinullar- framleiðslu, sé hann blandaður með skeljasandi. TaUð er að hráefnis- kostnaöur hér á landi verði 10—15% af hráefniskostnaði í Evrópulöndum. Sandurinn er bræddur og bráðinni þeytt í örfína þræði. I uUina er síöan sett lím og framleiöslan mótuð eftir þörfum. Sannaö þykir, að hentugt sé að nota rafmagn tU að bræða sandinn. Þannig er til að mynda ekki tekin áhætta tengd hugsanlegum verð- sveiflum á erlendum orkugjöfum eins og ohu. Sandurinn er bræddur við 1500° C hita og er aflþörf verksmiöjunnar 3 M W. Eins og áður sagði hefur hlutafé SteinuUarfélagsins hf. verið ákveðið 30 m. kr., en áætlað er að stofn- kostnaður verksmiðjunnar verði 100 m. kr. Lántökur eru því fyrirhugaðar upp á 70 m. kr. I samvinnu við sér- fróöa aöUa innaniands og utan hefur verið gerð rekstraráætlun fyrir steinullarverksmiðju 15 ár fram í tímann. Þrátt fýrir áætlanir um verölækkun á einangrunarmarkaðn- um er reiknað með að um arösamt fyrirtæki verði að ræða. Er reiknað með að auk fuUrar verðtryggingar á hiutafjárframlögum verði um 10— 12% vexti að ræða af hlutafénu. Þær upplýsingar er hér hafa komið f ram eru fengnar úr upplýsingabækl- ingi Steinullarfélagsins nema annað sétUgreint. Ógnar ekki plastverksmiöjunum Þorsteinn var næst spurður um samkeppnina við einangrunarplast- ið, hvort steinullarverksmiðja komi ekki tU með að taka verkefni af plast- verksmiðjunum? „Einangrunarplastverksmiðjurn- ar koma tU með að finna fyrir sam- keppninni, en í okkar markaðs- áætiunum er ekki gert ráð fyrir að vinna nema lítinn hluta af þeirra markaði”, sagði Þorsteinn. Þorsteinn Þorsteinsson er Hofsós- ingur að ætt og uppruna. Hann starfaði í 3 ár i Kaupmannahöfn aö loknu námi og siðan önnur 3 ár viö verslunarráðgjöf hjá Hagvangi í Reykjavík. Síðan tók Þorsteinn við starfi bæjarstjóra á Sauöárkróki og gegndi því í eitt kjörtímabU, þar til um síðustu kosníngar. Þá gaf hann ekki kost á sér áfram, en tók við framkvæmdastjórn Steinullarfélags- inshf. „Eg sé ekki eftir því, enda er starf bæjarstjóra hér á landi ótryggt, þar sem ráðningarsamningurinn er endumýjaður á 4ra ára fresti. Þetta hefur verið spennandi og reynslu- ríkur tími hjá SteinuUarfélaginu og það er virkilega ánægjulegt að vera þátttakandi í atvinnuuppbyggingu í sinni heimabyggð”, sagði Þorsteinn Þorsteinsson í lok samtalsins. -GS/Akureyri Á þessu korti má sjá hvar steinullarverksmiðju er ætlaður staður á Sauðár- króki. Einnig má sjá, að námumar eru aðeins steinsnar frá. Lengdarsogun \ Hersluofn \ Aliming Þversögun • • JíL Vörugoym; A þessari skýringarmynd má glöggt sjá framieiðslurás steinuliarverksmiðju. Eigendaskipti á Naustinu Hjónin Ómar Hallsson og Rut Ragnarsdóttir hafa frá og með 1. september sl. tekið við rekstri veitinga- staðarins Naustsins. Fram að þeim tíma eða frá árinu 1979 veitti Guðni Jónsson Naustinu forstöðu. Það var árið 1954, sem Naustið tók til starfa, en hlutafélag um veitinga- húsið var stofnað 1954. Húsakynnin þekkja allir — hin sögufrægu hús Geirs Zoega að Vesturgötu 6—8. Sveinn Kjarval innanhúss- arkitekt teiknaði innrétt- ingarnar og skreytti húsiö. -EG.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.