Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.1982, Síða 6
6
fIKAN er ekki sérrit
heldur fjölbreytt
og víðlesið heimilisblað
býður ódýrasta auglýsingaverð allra íslenskra timarita. —
IMú býður VIKAN nýja þjónustu fyrir auglýsendur: samn-
inga um birtingu heil- eða hálfsiðu i lit eða svarthvítu, — i
hverri VIKU eða annarri hverri VIKU. Hér eru rökin fyrir
birtingu auglýsinga í VIKUNNI.
nær til allra stétta og allra aldursstiga. A uglýsing í
Vikunni nær því til fjöldans en ekki aðeins
takmarkaðra starfs- eða áhugahópa.
hefur komið út í hverri viku í meira en 40 ár og
jafnan tekið breytingum í takt við tímann, bæði
hvað snertir efni og útlit. Þess vegna er VIKAN
svona fjölbreytt og þess vegna er lesendahópurinn
svona stór og fjölbreyttur.
selst jafnt og þétt, bæði í þéttbýli og dreifbýli. Þess
vegna geta auglýsendur treyst því, að auglýsing í
VIKUNNI skilar sér.
er ekki sérrit. Enginn efnisflokkur er henni óvið-
komandi. Þess vegna er VIKAN svo vinsæl og
víðlesin sem raun ber vitni.
veitir auglýsendum góða þjónustu á skynsamlegu
verði og hver auglýsing nær til allra lesenda
VIKUNNAR.
k 'P hefur sína eigin verðskrá yfir auglýsingar.
Upplýsingar um auglýsingaverð VIKUNNAR eiga
við hana eina og þær fást hjá
AUGLÝSINGADEILD VIKUNNAR ísíma
85320 (beinn sími) eða 27022
VINNURÁ
OG
VINNURÁ
OG
VINNUR Á
OG
VINNURÁ
OG
VINNUR A
OG
VINNUR Á
DV. ÞRIÐJUDAGUR 26. OKTOBER1982 ►
Neytendur Neytendur Neytendur
Mikla aðgætni þarf
þegarekið erí myrkrí
ekki horft skýrt á nálæga staöi og um
leið séð rakleitt á þá staði sem eru
fjær.” Þessar setningar er aö finna í
blaðinu Helse, en þar eru einnig
ýmsar ráðlegginrar til ökumanna
sem vert er að hafa í huga þegar ekið
erímyrkri.
Telji ökumaður sig ver óöruggan
þegar hann ekur bifreið í myrkri á
hann skilyrðislaust að fara í augn-
skoðun. Þegar sjónskilyrðin eru
slæm ber aö hægja verulega á ferð.
Þaö er algengt aö gangandi vegfar-
endur beri ekki endurskinsmerki.
Fyrirvaralaust verður því ökumaöur
var við hindranir og hjálpar þá ef
hægt er ekið. Viö birtu frá ökuljósum
annarra ökutækja og endurspeglun
frá blautum og dimmum vegum
versna akstursskilyrðin. En verra er
það fyrir þá sem ekki hafa eðlilega
sjón. Það eina sem unnt er aö gera ef
nauðsynlegt er að aka við slæm skil-
yrði er að aka nógu hægt.
-RR
„Skoðanir manna eru skiptar skerpi sjónina, jafnvel þó hún sé eðli-
hvort nota beri gleraugu við akstur í íeg. En augun verða þreytt á aö
myrkri, þoku og slæmu veðri. Flestir horfa í gegnum sterk gleraugu því að
standa í þeirri meiningu að gleraugu með notkun gleraugna getur maður
Þegar akstursskilyrði eru slcm, ber skilyrðislaust að aka hcgt. Augnskoðun
ökumanns getur komið að géðu gagni, sé hann óöruggur að aka i myrkri.
RADDIR NEYTENDA:
Vantar leiða
bókSVR
— og tímatöflur í biðskýlin
Verðlaunaskýlið viðHringbrautvarhið suyrtilegasta þegar myndin var tekin.
En annars fá biðskýli SVR slæma útreið af völdum skemmdarvarga.
„Fyrir um það bil mánuði ætlaði
ég aö kaupa leiðabók hjá Strætis-
vögnum Reykjavíkur. Þá var mér
sagt að bókin væri ekki til en væntan-
leg. Af og til hef ég síðan spurt um
leiöabókina og hún er enn ekki
komin.” Þetta sagði ungur maður,
sem er heitir Hörður er hann kom að
máli við okkur. Hann sagöi leiðabók-
ina nauðsynlega því að fólk þekkti
Reykjavíkurborg misvel. Sérstak-
lega væri bagalegt fyrir skólafólk
utan af landi, sem væri nýkomið til
Reykjavíkur, aö hafa ekW leiöabók
SVR.
Þvi væri líklega verra að leiðabók-
ina vantaði á þessum árstíma en
öðrum. Hörður hafði einnig orð á því
að tímatöBur í biöskýlum SVR væru
ólæsilegar vegna krots sums staðar
eða þá að búið væri að rífa þær niður.
Vildi hann gjarnan fá að vita hjá for-
ráðamönnum SVR hvort bókin væri
væntanleg og hvort ekki væri hægt að
laga tímatöflurnar í biðskýlunum.
Við höfðum samband við Harald
Þórðarson deildarstjóra tæknideild-
ar SVR. Hann svaraði fyrirspurnum
Harðarmeö eftirfarandi orðum:
„Leiöabókin er prentuð eftir
þörfum. Því miður hefur bókina
vantað um tíma en hún er í prentun.
Vélatruflanir hafa tafið að við
fengjum hana í hendur. Eg held að
best sé aö leggja engum orð í munn
og lofa því aö bókin verði komin
innan einhvers ákveðins tima. En við
vonum að úr rætist fljótlega.
Vandamálið með tímatöflurnar í
biðskýlunum er gamalkunnugt. Við
erum með mann í fullu starfi allt árið
til að hafa umsjón með viðhaldi
biðskýlanna. En satt að segja virðist
þetta starf vera gjörsamlega von-
laust. Stundum virðist sem komið sé
á hæla viögerðarmönnum og rifiö
niður og eyðilagt í skýlunum.Fyrir
þetta líða svoaðrir.”
Leiðabók SVR kostar tvær krónur
og þegar hún er fáanleg er hún seld á
Lækjartorgi, Hlemmi og biöskýlinu
við Grensásveg.
-ÞG
r
Att þú barn
í um-
ferðinni?
Á eftir bolta kemur bam var áletraö
á límmiða sem JC Vík Reykjavík lét
útbúa og dreifði árið 1978. Nú hefur
félagið látið útbúa límmiöa í annað
sinn og á honum stendur Átt þú bam í
umferðhmi? Nýi miðinn er hannaður
af Amdísi K. Sigurbjörnsdóttur sem er
félagií JCVík.
Límmiðanum hefur verið dreift á
Stór-Reykjavíkursvæðinu en prentaðir
vom 10 þúsund miðar. Má þegar sjá að
nokkrir framtakssamir ökumenn hafa
límt miða á afturrúðu bíla sinna. Ekki
er vanþörf á áminningu í umferðinni,
og vonandi að þetta framtak megi
verða meðal annars til aö fækka
slysum í svartasta skammdeginu. -ÞG