Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.1982, Side 9

Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.1982, Side 9
DV. ÞRIÐJUDAGUR 26. OKTOBER1982. 9 VIUA VÍSA ÍSRAEL AF ALLSHERiAR- Þetta ætlar aö veröa einhver úrkomumesti og blautasti október sem komiö hefur á Bretlandseyjum í áraraðir. Hafa ekki verið nema tveir þurrir dagar í ölliun október, sem af er, og úrkoman mæld yfir 10 sentimetrar. Var þá vika eftir til þess að bæta viö þeim þrem sentimetrum sem þarf til þess aö slá metið frá því í október 1949. Flætt hefur inn á heimili og opinberar byggingar. Vegir og járnbrautarlínur hafa á stöku staö horfiö undir vatn. Lestaráætlanir hafa fariö úr skorðum og stöku sveitavegir hafa orðið ófærir vegna aurbleytu. Raunar hafa rigningarnar einnig gengiö yfir suðurhluta álfunnar og hafa til dæmis orðið flóð í þorpum á Suður-Spáni þar sem sjötíu manns eru taldir af eftir flóðin. Nokkrar vangaveltur hafa veriö sérfræðinga í milli vegna þessarar óvenjulegu úrkomu og einn hefur komið með þá tilgátu að eldgosið úr „E1 Shichon” í Mexíkó í apríl síðasta vor, sem var mikið öskugos, hafi orkað á veður- farið. Nefnilega hafi öll sú aska sem þá fór út í andrúmsloftið skyggt á sólina, dregiö úr sólarhitanum og það breytt veðurfarinu. Ekki leiðast öllum þessar eilífu rigningar. Regnhlífaframleiðendur vinna tvöfaldar vaktir til þess að reyna að anna eftirspurninni. Senda þeir daglega frá sér tiu þúsund regnhlífar en verslanir panta stöðugt meira. Börnin virðast þau einu sem láta sér úrkomuna vel lynda og reyna að gera gaman úr vætunnl — og regnhlífaframleiðendur eru auðvitað sömuleiðis í sjöunda himni. Mæður safnast vikulega saman á Mayotorgi í Buenos Aires til að mótmæla hvarfi sona sinna. Þær segja að í nýju f jöldagröf inni sé aðeins lítið brot af þeim tugþúsundum sem hverfa sporlaust í Argentínu Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd 400 LÍK FUNDIN í ÓMERKTUM FJÖLDA- GRÖFUM KIRKJUGARDS í BUENOS AIRES Greftrunarskýrslur kirkjugarös í Buenos Aires hafa verið lagðar fyrir dómara sem hafið hefur opinbera rannsókn vegna 400 líka sem fundust í ómerktum f jöldagröfum. Þaö voru mannréttindasamtök í Argentínu sem athygli vöktu á þessum fjöldagröfum á föstudaginn. Eru þær í Grand Bourg-kirkjugarðinu, sem er í Sarmiento, en það er svefnbær, eða íbúðarúthverfi Buenos Aires. Mannréttindasamtök vilja ætla að þarna séu sennilegast komnir fram einhverjir þeirra þúsunda manna sem horfið hafa í herferð er stjórnendur hersins gerðu gegn vinstrisinna skæru- liðum á síðari helmingi áttunda ára- tugarins. Vísa þau í vitnisburði starfs- manna kirkjugarðsins og fólks sem býr í nágrenni hans, sem segir að líkin hafi verið færð til kirkjugarðsins í bifreiðum sem tilheyrðu öryggis- sveitum landsins og að þau hafi verið grafin um nætur. Þetta fólk segir að tíðastar hafi þessar næturgreftranir veriö á árunum 1976 til 1979, þegar sókn hersins á hendur vinstrisinnum stóð hvað hæst. Eitthvað um fjögur hundruð lík fundust grafin í pappakössum, sem staflað hafði veriö í áttatíu og átta grafir. Bæjarstjóri Sarmiento skýrði um300 aðstandendum horfinna manna, sem söfnuðust saman við skrifstofur hans eftir fréttina af líkfundinum, frá því að greftrunarskýrslur kirkjugarðsins hefðu verið afhentar Hugo Gradara dómara. Kvaðst hann þvi ekkért geta sagt um af hverjum líkin væru sem fundist hefðu í ómerktu gröfunum. Hét hann fólkinu að líkin mundu ekki fjar- lægð frá kirkjugarðinum. Hafði þaö vakið áhyggjur fólks að skilti haföi fyrir skömmu sést nærri ómerktu gröfunum þar sem sagt var að líkin yrðu innan skamms grafin upp og færð í sameiginlega gröf annars staöar. Mannréttindasamtök í Argentínu fengu því til leiðar komið á föstudaginn að hafin skyldi opinber rannsókn til þess að ganga úr skugga um af sóknar á málinu. Mannréttindasamtök í Argentínu ætla að á milli sex og þrjátíu þúsund manns hafi horfið í atlögu hersins gegn vinstrisinna skæruliðum. Það síðasta sem spurðist til margra þeirra var að þeir hefðu verið stöðvaðir og fjar- lægðir af vopnuðum mönnum sem — Talingrafin að næturþeli á árunum 1976-79aföryggissveitum hersins. —Sett i samband við hvörf6—30 þúsunda í Argentínu á síðasta áratug hverjum þessi lík væru og hvort þau hefðu veriö greftruð með löglegum hætti. örlög þeirra þúsunda manna, og kvenna sem hurfu á síðasta áratug hafa verið mjög ofarlega á baugi í argentínskri stjómmálaumræðu en herforingjastjórnin og stjómmálaleið- togar hafa varast að láta nokkuð eftir sér hafa um fund þessara fjöldagrafa. Nema Arturo Frondizi, fyrmm forseti, sem krafist hefur opinberrar rann- sögðust tilheyra öryggissveitum lands- ins. Mæðurnar á Mayo-torgi, sem þar koma reglulega saman til þess að andmæla hvörfum sona sinna, undir- strikuðu í gær að líkin sem nú hefðu fundist væm aöeins brot af heildar- fjölda þess fólks sem horfiö hefur. Um helgina hefur fjöldi ættmenna horfins fólks heimsótt kirkjugarðinn til þess að biðja fyrir hinum látnu og leggja blóm á fjöldagrafirnar. Tillaga frá Iran kom mjög flatt upp á menn hjá Sameinuöu þjóöunum í gær- kvöldi, en hún miðaði að því að vísa fulltrúum Israels burt af allsherjar- þinginu. Var hún lögð fram sem breytingar- tillaga við skýrslu kjörbréfanefndar, sem að undanförnu hefur fjallað um kjörbréf f ulltrúanna er taka eiga sæti á þessu nýbyrjaða allsherjarþingi. Að flestra áliti verður tillaga Irans felld, en afgreiðslu hennar var þó frestað um sólarhring. Líklegt þykir að einhver fulltrúi Norðurlanda beri upp frávísunartillögu, sem sennilegast verði samþykkt af þorra ríkja meðan hugsanlega múhammeðstrúarríki sitji hjá. En felld var í gærkvöldi meö meiri mun en búist hafði verið við tillaga um að sendinefnd Kambódíu, skipuð af Norodom Siö hanúk prins, forseta útlagastjórnarinnar, sem berst gegn leppstjóm Víetnama í Phnon Pehn, yrði látin víkja. Það voru ekki nema 29 ríki sem greiddu því atkvæöi, níutíu atkvæði felldu hana (23 fleiri á móti núna en í fyrra) og 26 sátu hjá. — Prinsinn og Sonn Sann, forsætisráð- herra hans, sátu á pöllum og fylgdust með atkvæðagreiöslunni. Sáust þeir brosa breitt þegar úrslitin lágu fyrir. Stútur við stýri Reagan Bandaríkjaforseti hefur undirritað ný lög sem eiga að hjálpa fylkjunum til að draga úr ölvun við akstur, en ölvaðir ökumenn eru taldir valda 26.000 dauöaslysum á ári í Bandaríkjunum. Á að verja 375 millj- ónum dala til þessa málefnis. Fylkin verða að ganga að ýmsum skilyröum til að fá styrktarfé eins og t.d. taka ökuleyfið af mönnum sem gripnir eru ölvaðir við akstur og fangelsa þá sem gerast brotlegir eða dæma þá til vinnu í þágu fylkisins. Þjóðvegaeftirlitið telur aö í viðbót við dánartöluna slasist 125.000 svo al- varlega á ári að þeir verði örkumla, 650.000 slasast alvarlega en ná sér aftur. Drukknir ökumenn valda þannig samtals 801.000 slysum á bandarískum þjóðvegum á ári með mismunandi af- leiðingum. IJtorðá Irlandi Irski lýðveldisherinn (IRA) hefur nú tilkynnt að mótmælandi sá er þær rændu og lögðu hald á hafi verið tekinn af lífi. Ekki lýsa þeir þó aftöku hans sem neinni hefndaraðgerð vegna morða á tveimur kaþólskum á N- Irlandiígær. 1 tilkynningunni sagði IRA að aðal- stöðvarnar hefðu skipaö að láta mót- mælandann, Thomas Cochrane, (54 ára) lausan, en skipunin hefði komið of seint vegna mikils álags á öryggis- verði á S-Armagh svæðinu. Cochrane, sem æft haföi með varnarher Ulster, var rænt sl. föstudag er hann var á leið til vinnu sinnar. Mótmælendur gripu þá Joe Donegan, annan kaþólikkann, sama dag og hótuöu að myrða hann ef Cochrane yrði ekki látinn laus ámiðnættiá sunnudag.Donegan, sem var 48 ára gamall og 7 bama faðir, fannst svo á götu í Belfast í gær. Hafði hann verið barinn svo mjög í höfuðið að notast varð við gullúr á handlegg hans til að þekkja hann. Hinn kaþólski maðurinn, Peter Corrigan, var skotinn í bíl í Armagh. Corrigan vann fyrir stjómmálaflokk IRA,SinnFein. ÞINGI S.Þ.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.