Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.1982, Síða 14
14
DV. ÞRIÐJUDAGUR 26. OKTOBER1982.
Nemendaleikhúsið fær lofsamlegan dóm hjó Ólafi Jónssyni fyrir sýningu á finnska leikritinu Prestsfólkið. Á myndinni sjást frá vinstri: Maria Sigurðardóttir, Vilborg Halldórsdóttir og Heigi
Bjömsson.
LETTIN AD SJÁLFUM SÉR
Af einhvem ástæðu er eiginlega
alltaf gaman í Nemendaleikhúsinu.
Liggur viö að sé sama hverjir leika
hvað eða hvemig. Þar eru líka allir
leikendur nýir á hverju leikári. Og
hver ný sviðsetning, leiksýning
manndómsraun hinna nýju leikenda.
Vísast nýtur hver og ein sýning
Nemendaleikhússins þessara
kringumstæðna: það starfar í
andrúmslofti eftirvæntingar sem
áhorfendur njóta með leikendum á
sviðinu. Þar eru leikendur að neyta
nýfenginna kraftanna, enn að leita
fyrir sér um það sem þeir hafa fram
að færa, miðla með sér í leik, en
áhorfandi veit aldrei fyrir að hverju
hann gengur. Á meðal annars þess
vegna eru sýningar Nemendaleik-
hússins miklu gjöfulli en almennt
gerist á leiksýningum, alveg burtséö
frá efnivið sýningar, leikhópnum
hverju sinni.
Það er svo annað mál hvemig
þetta veganesti, umfram sjálfa þá
kunnáttu, tækni og handverk leik-
listar sem numið er í skóla, endist
nemendunum þegar til starfa er
komið. Varla er eftirvæntingin úti,
leitinni að sjálfum sér lokið í og meö
burtfararprófi úr skóla? En ekki hef
ég merkt að sýningar Alþýðuleik-
hússins, þar sem flestir leikendur
eru ungir og lítt ráðnir, nytu neins
hins sama gerðarþokka og svo
auðnuminn er á sýningum Nemenda-
leikhússins. 1 nýju sýningunni í Iðnó
eru fimm af tíu leikendum ungt fólk,
flestallt úr Leiklistarskólanum, tvö
þeirra ný úr skóla. En þótt sýningin
hlutverkum. Þessi þáttur var eftir Jónas1 Guðmundsson og lýsti tiistandinu þegar frægur sonur þorpsins lót sjá sig á heimaslóðum.