Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.1982, Page 35
DV. ÞRIÐJUDAGUR 26. OKTOBER1982
35
Sviðsljósið
Sviðsljósið
Sviðsljósið
Skátar lóku frumsamin œvintýri.
I síðustu viku var haldin heljarmikil
a&nælisveisla í Glerárskóla á Akur-
eyri. Afmælisbamið var skólinn
sjálfur, það er að segja elsti hluti
núverandi skólabyggingar, sem er 10
ára. Afmælisbarniö hefur dafnað vel
og stækkað á þessum 10 árum, en þó
ekki nægilega hratt til að hafa við örri
fólksfjölgun í Glerárhverfi á undan-
förnumárum.
Það var foreldrafélag nemenda í
Glerárskóla, sem stóð fyrir veisluhöld-
unum. Fór vel á því, þar sem það voru
samtök foreldra, sem komu upp fyrsta
skólahúsinu í Glerárhverfi á eigin
kostnað, án þess að leita eftir stuðningi
hreppsins. Var húsið byggt árið 1908
Sandgerðisbót, úr steini, og mun það
hafa verið með fyrstu steinhúsum á
Akureyri.
En hér er ekki meiningin að rekja
sögu skólahalds í Glerárhverfi. 10 ára
afmælishátið núverandi skólahúss fór
vel fram. Það var dansað, spilað
bingó, sýndar kvikmyndir og leikin
ævintýri, svo eitthvað sé nefnt. En
látum myndirnar tala sínu máli.
-GS/Akureyri.
: : :
Dömumar voru dugiegri i dansinum
en herramir.
K
Fer ekki bróðum að koma að mór. í
pyisubiðröðinni.
DV-myndir: GS/Ak.
hægri....
Þetta er toppurinn; pylsa, kók og
kennarastóllinn.
MEZZOFORTE FIMM ÁRA
Síðastliöið fimmtudagskvöld hélt
hljómsveitin Mezzoforte upp á fimm
ára afmæli sitt með hljómleikum í
Broadway. Var þar mikið um dýrðir
og salurinn þéttsetinn, enda er þama
um að ræða eina allrabestu hljóm-
sveit sem Islendingar hafa átt og lék
hún við hvern sinn fingur og flutti ný
sem gömul lög við mikla hrifningu
áheyrenda.
Þorgeir Ástvaldsson byrjaði
hátíðina með því að rifja upp sögu
Mezzoforte og kom þar fram að
fyrstu sporin í átt til þeirrar viður-
kenningar sem þeir njóta í dag voru
meö Ljósunum í bænum, en í fimm
ár hafa þeir nú að mestu haldiö
hópinn. Þeir sem upprunalega voru í
Mezzoforte eru þar enn, en þeir eru
Eyþór Gunnarsson, Friðrik Karls-
son, Gunnlaugur Briem og Jóhann
Ásmundsson. Fljótt bættist í hópinn
Bjöm Thorarensen, en hann hefur nú
hætt í hljómsveitinni og er saxófón-
leikarinn Kristinn Svavarsson
kominn í hans stað, en hann er
enginn nýliði með strákunum í
Mezzoforte, hefur verið óformlegur
meðlimur hennar alllengi.
Það er enginn vafi eftir að hafa
heyrt þá félaga í jVlezzoforte á
fimmtudagskvöldið að þeir hafa
aldrei verið betri en nú og standa
þeir vel undir þeim titli sem þeir
fengu í vinsældavali DV fyrir 1981, en
þar voru þeir kosnir bes^.a hljóm-
sveitin.
Nú í vikunni er væntanleg fjórða
plata þeirra félaga og nefnist hún
einfaldlega 4 og hafa þeir sagt að hún
sé ögn léttari en fyrri plötur, án þess
þó að fara út fyrir þá línu sem þeir
settu sér í upphafi. Á aö setja hana á
markað í Englandi og ef gæði ráða
einhverju um vinsældir er ég viss um
að þar bíður þeirra björt framtíð.
Þessi mynd var tekin á konsert Mezzoforte á fimmtudagskvöld, taiið frá vinstri sjáum við Eyþór Gunnarsson, Hjört Hovser, sem spilaði sem
gestur með þeim, Gunnlaug Ásmundsson, Kristin Svavarsson, Gunnlaug Briem og Friðrík Karlsson. Ljósm. GVA.