Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.1982, Side 36

Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.1982, Side 36
36 DV. ÞRIÐJUDAGUR 26. OKTÖBER1982. DÆGRADVÖL DÆGRADVÖL DÆGRADVÖL RAULAÐIREGNINU —fjöruf erð f Hvalf irði Hrákaldur austanhraglandinn steyptist niöur af hrímguöu hálendinu, ruddist vonskulega út meö bröttum fjallshlíöum Hvalfjaröar og lamdi úöanum framan í okkur. „Þetta eru nú endimörkin á land- námi Helga' bjólu,” kallaði Einar Egilsson upp í rokurnar, reyröi aö sér regnhettuna og reyndi aö bera sig sem best hann kunni. , Jlann Ingólfur gaf honum þetta land, allt frá Mógilsá í Kollafirði, enda voru þeirfrændur....” „Selur! æpti Rafn litli og lét sig frændrækni landsnámsmanna litlu varöa en benti hróöugur út yfir fjörö- inn þar sem forvitinn gaur var aö lóna og góndi á okkur. „Þarna er annar,” kallaöi Finnur, yngri bróöir Rafns, og þegar Svanhild- ur haföi líka uppgötvaö sinn sel voru þeir orönir þrír og þeir svömluðu út meö ströndinni og höföu ekki af okkur augun. Viö vorum í fjörugöngu meö Útivist, tíu talsúis, börn og fullorðnir. Við hófum gönguna viö Osmel, þar sem Kiöafellsá rennur út í sjó og markar Iandnám Helga bjólu, og röltum í „Hér sjáiö þið nú grænhimnu,” kallaði Einar fararstjóri Egilsson, og dró upp fagurgræna, næstum lýsandi blöðku úr sandinum, „þetta borða þeir á Irlandi og Skotlandi með bestu lyst.” Blaökan sveiflaðist eins og þjóöfáni í hraglandanum og rann af henni niður í sandinn sem var blautur fyrir. Einar var ekkert nema viljinn til aö miðla okkur af þeim skemmtilega náttúru- fróðleik sem hann hefur viöað aö sér, en hann haföi veöráttuna á móti sér. Rigningarsuddinn framan í okkur og vindstrókurinn í ermum og hálsmáli uröu fróðleiksfýsninni yfirsterkari. En þetta var ekki dapurleg ganga, ööru nær. Þeir sem kunna „Singing in the rain”, sem kannski mætti útleggjast Raulaö í regninu, vita aö rigningingin býr yfir töfrum sem heiðríkjan skilur ekki, og þaö var í aöra röndina nota- legt aö reika um fjöruna vel gallaður og hlýða á hljómkviður vinds og sjávar. Þaö er örugglega alveg rétt sem hjónin Hilmar Einarsson og Kristín Finnsdóttir sögöu viö mig yfir kaffibrúsanum — fólk mætti gera meira af því aö fara í svona ferðalög meö börnum sínum, og þá eru fjöruferöirnar mjög hentugar því aö ekki er á brattann að sæk ja. Veisla undir grjótvegg rólegheitum í vestur undan veörinu aö Saurbæ á Kjalarnesi. Þetta er 7 kíló- metra spotti og ljúfur undir fæti þegar veöur er fallegt, en þennan sunnudags eftirmiödag höföu lægöirnar eitt og annaö viö áform okkar aö athuga. „Þetta var ofsalega spennandi ferðalag” „Þaö er kominn kaffitími,” kallaöi Einar og viö skriöum á eftir honum inn undir slútandi hamravegginn þar sem brimaldan hafi búiö okkur veglegt skjólshús. Karlmennirnir drógu af sér vettlingana og tóku upp rjúkandi kaffið. Konurnar kveiktu sér í síga- rettu og störöu annars hugar út yfir fjörðinn. Þaö var furðulega kyrrt í sjónum þennan dag. Selimir vokuðu fyrir utan og horföu á okkur snæöa en sögöu fátt. „Já, þú vilt heldur fara í svona hóp- feröir en á lúxuskagganum,” sagöi ég viö Hilmar. „Ja, ég hef nú ekki bílpróf svo ég er kominn upp á konuna meö þaö,” sagöi Hilmar. „Ekki svo aö skilja aö þaö sé einhver fyrirstaða að fara á bílnum þótt hún keyri en mér finnst þetta bara miklu skemmtilegri feröamáti. Þetta er svo afslappandi, engin streita og svo er þaö félagsskapurinn.” — Og pollamir, þaö er engan bilbug áþeimaðfinna. „Blessaöur vertu, þetta er nú ekki neitt. Ég treysti þessum strákum í hvaöema sem fullorðnir fara. Viö höfum til dæmis gengið með þá tvisvar úin aö Háafossi í Þjórsárdal, bæöi skiptúi í þvílíku slagviðri aö þetta er nú bara logn og blíöviöri boriö saman við þauósköp.” „Þaö em svo margir sem halda aö svona gönguferðir séu of erfiöar bömum,” sagöi Kristín, ”en svo þegar fólk er búið aö prófa þetta einu súini, þá sér þaö aö þetta er ekkert mál.” „Og þegar viö förum meö þá í virki- lega strembnar göngur þá hleypur í þá metnaður og þeir vilja sýna aö þeir klári sig af þessu. Þannig var þaö þegar viö gengum á Snæfellsjökul.... >> „Svona Hilmar, þetta er nú í öllum krökkum,” sagöi Kristín, ”þeú- vilja spjara sig þegar þeir em í hóp og gera þaö sem þeir geta. Þeú- eru líkamlega sterkir strákamir, en þaö má náttúr- lega ekki ofgera þeim.” „Tveimur dögum eftir aö viö fórum á Snæfellsjökul gengum viö frá Blá- feldarhrauni og yfir í Grundarfjörð. Þaö var hrikalegt maður, vitlaust veöur og varla stætt. Viö urðum að ganga eftir hæöarmæli og áttavita alla leiöina, og ég verö nú aö segja eins og er, aö þá fékk ég fiðring í magann.” , J'jölskyldurnar eiga tvímælalaust að gera meira að því aö fara svona saman í ferðalög. Þaö sameinar fjöl- skylduna í staö þess aö sundra henni, eins og vill veröa ef bara maöurinn stundar þetta,” sagöiKristín. Hjónin Hilmar Einarsson, forvörður á Þjóðskjalasafni, og kona hans, Kristin Finnsdóttir kennari, tygja slg til gönguferðar ásamt göngugörpunum tveimur, Rafni, 9 ára, og Finni, 8 ára. Þetta er samhent fjölskylda og þó að ferðinni sé heitið yfir fjöll og firnindi er enginn skilinn eftir heima. „Einu sinni gengu þeir meö okkur á Tindfjallajökul strákamir,” sagöi Hilmar og fékk sér ábót í bollann og leit með föðurlegu stolti á litlu garpana sína og lái honum hver sem vill. Viö fómm fyrst úin í Fljótshlíð og gistum í farfugla#kálanum þar í aftakaveöri. Eldsnemma á laugardagsmorguninn gengum viö svo upp í Tindfjalla- skálann í glómlausu veöri. Við urðum að ganga eftir áttavita og..” „En um kvöldið var orðin stjörnubjart,” skaut Kristrn inn í og kveikti sér í sígarettu. „Manstu ekki að við lágum úti í snjónum og vorum að horfa á norðurljósin og stjömuamar..” Göngugarparnir ungu, Rafn og Finnur, skoða laglegan stuðla- bergsvegg. .........en á sunnudaginn gengum við á Tindfjallajökul í svoleiðis glampandi sólskini,” sagði Hilmar og hló við, „þaö var hörkugaddur og ég hefði nú aldrei lagt út í þetta nema af því við vorum meö þrælvönum monn- um. Einn þeirra var með álsleða á bakinu og það kom sér vel, því að á niðurleiðinni brotnaði skíði annars stráksins svo að hann fékk að sitja á rassinum í sleðanum alla leiðina niður. Þetta var ofsalega spennandi ferða- lag.” Við stóðum upp og öxluðum byrö- arnar, rjóð í kinnum eftú- kaffiö, stirö í lendum eftú- setuna. Það fór að .styttast í Saurbæ. Krökkunum hljóp kapp í kúin og þeú hömuöust yfú skuröi og móa til að verða á undan hinum. Rafn kom fyrstur í mark. Rútan renndi í hlað og ferðin var á enda.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.