Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1982, Qupperneq 19

Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1982, Qupperneq 19
DV. LAUGARDAGUR 27. NOVEMBER1982. 19 Fri þvi um miðja 19. öld hofur krossfosting Krísts verið loikin á föstudaginn iange i Mexikó City. Fer hún fram á Stjömuhæð, fomum helgistað Azteka. í þetta skiptið varð krossfestingin enn raunhæfari og . drungalegri en ella þar sem mikið myrkur skaii skyndiiega á og síðan fylgdu þrumur og eldingar. Utimarkaðir I Mexíkó eru fjörugar og skemmtíiegar samkomur — on heldur er betra að huga veI að þjófum. Eidhússaðstæður i Puerto Angel: Konur baka maiskökur (tortillas). gegnum þaö og stóö ekkert eftir nema þakið og nokkrar stoðir. Viö komum þangað á Þorláksmessu og hófumst þegar handa viö aö moka aumum út úr húsinu sem því nær þakti gólfið. Við áttum samt ákaflega ánægjuleg jól þama. Viö fómm niöur á strönd, horfð- um á jólastjömuna og borðuðum skjaldbökukjöt. Þaö var hálf óhugnan- legt að matreiöa það. Það var eins og skjaldbakan væri enn lifandi er við fengum hana úr bátnum og kjötið rykktist og kipptist til í höndunum á okkur á meðan við vorum aö koma því ápönnuna. I húsinu var ekkert vatn og auðvitað heldur ekkert salerni. Við þurftum að sækja allt okkar vatn í bæjarlækinn en hann var jafnframt baðstaður bæði þorpsbúa og búpenings. Við suðum því að sjálfsögðu allt drykkjarvatn en það gera Mexikanar hins vegar ekki. Sóða- skapurinn í Mexíkó er meö eindæmum og það undariega er að þeir virðast ekkert tengja hann við lélegt heil- brigöisástand og mikinn ungbarna- dauða. Okkur fannst líka allt í lagi að nota hæðirnar í kringum húsið sem sal- emi nema hvaö þaö kom sér afar illa að hafa ekkert slíkt þegar Lilja fékk orma. Hún keypti sér aðeins einu sinni mat í skólanum og það nægði! I þorpinu voru að vísu salemi á ein- staka veitingahúsi en þau voru svo ógeðsleg að yfirleitt kusum við heldur náttúruna. Þarna virðist nefnilega al- veg jafn eölilegt að gera þarfir sínar í kringum klósettskálina og í hana.” Með kú/ur í skrokknum — Hvemig var afkoma fólks í þorp- inu? „Fátæktin var mikil, en í svona fiski- þorpum líður þó enginn beinan skort þar sem nóg er af ódýrum fiski. Við átum s jálf ekkert nema fisk svo vikum skipti. Aðallega var þetta lítill túnfisk- ur og auðvitað var hann ósköp einhæft fæði. Við vorum búin aö finna upp einar 11 uppskriftir til aö gera hann ofurlítiö girnilegri! ” — Enlífsmátinn. Varhannekkiólík- ur því sem þið eigið að venjast ? „Jú, gjörólíkur. Það hjálpaði okkur mikiö í viðskiptum okkar við bæjarbúa að viö nutum vináttu öflugustu ættar- innar í þorpinu, en af henni var Pepe, maöurinn sem lánaöi okkur húsið. Auk þess var Cuca, bróðir hans, oddviti staðarins. Hafði fyrri oddvita verið steypt af stóli vegna þess að hann þótti hygla grunsamlega mikið kvikmynda- framleiðanda nokkrum sem stóö þarna í landakaupum. Cuca var ævintýraleg- ur persónuleiki, stór og sterkur rumur, alþakinn ömm eftir hnifa og sveðjur. Þar að auki voru víöa göt inn i búkinn á honum eftir byssukúlur. Mexíkanar leysa ne&iilega gjaman úr deilumál- um sínum með vopnum og i algjöm trássi við lög og rétt. Þeir geta þá auðvitað ekki leitað læknis vegna sára sinna, en þama í þorpinu var búsettur Bandaríkja- maður sem hafði tekið þátt í Kóreu- stríðinu sem sjúkraliði. Mönnum fannst hann því upplagður læknir og hafði hann nóg að gera viö að plokka kúlurúr skrokkum og gera að sárum. Þama þarf fólk heldur ekki aö gefa neinar skýringar á dularfullum dauðs- föllum. Dánarvottorðs er ekki krafist og er fjölskyldunni s jálfri gert að koma þeim ættingjum í jörðina sem upp af hrökkva. Verður það að gerast innan sólarhrings. Dýrðlegtað deyja í Mexíkó Jarðarfarir em því ákaflega einfald- ar. Fyrst taka nokkrir menn að sér að grafa gröfina, venjulega með meskal (mexíkanskt áfengi) við höndina og spaugsyrði á vör. Síðan er komið með líkið undir miklum grátstunum og harmakveinum. En þegar búið er að hola líkinu niður i jörðina hefst mikil og glaðvær veisla því að Mexíkanar em vissir um að þannig vildi hinn látni einmitt hafa það! Mexíkanar hafa miklu eðlilegra viðhorf til dauðans en viö. Þeim finnst hann bara sjálfsagður hlutur og raunar mikil blessun fyrir fólk aö komast til paradísar í stað þess aö standa í öllu þvi basli sem lífinu fylgir. Við vildum gjaman enda daga okkar í Mexíkó og fá þar dýrindis kveðjuveislu. Konur i Mexikó eru mjög kúgaðar svo konurnar í fjölskyldu okkar þóttu heldur betur frjálslegar í hegðun. Það þótti t.d. hámark ósiðlætis er Jóna brá sér á ball án eiginmannsins. Cuca fór með henni til að gæta velsæmisins og ætlaði a.m.k. að sjá til þess að enginn delinn fengi færi á að bjóða henni upp. Hann var alveg miður sin er Jóna sagðist geta passað sig sjálf í þessum efnum og réði því hvem hún dansaði við. Þetta velsæmi Mexíkana ristir þó ekki dýpra en svo að fyrir karlmann eri það hinn mesti álitsauki að eiga seml flestar ástkonur og helst böm með þeim öllum. T.d. á Cuca, sem vildi gæta velsæmis Jónu á ballinu, 21 bam. Þar af á hann aöeins þrjú með eigin- konunni!” vhhiv er ekki sérrit heldur fjölbreytt og víðlesið heimilisblað býflur ódýrasta auglýsingaverð allra íslenskra tímarita. — Nú býður VIKAIM nýja þjónustu fyrir auglýsendur: samn- inga um birtingu heil- efla hálfsíðu í lit eða svarthvítu, — í hverri VIKU eða annarri hverri VIKU. Hér eru rökin fyrir birtingu auglýsinga í VIKUNNI. i m nær til allra stétta og allra aldursstiga. Aug/ýsing í i WÁ Vikunni nœr því til fjöldans en ekki aðeins U&Z takmarkaöra starfs- eða áhugahópa. { W hefur komið út í hverri viku í meira en 40 ár og jafnan tekið breytingum í takt við tímann, bæði hvað snertir efni og útlit. Þess vegna er VIKAN svona fjölbreytt og þess vegna er lesendahópurinn svona stór og fjölbreyttur. HMit HKA.V selstjafnt og þétt, bæði í þéttbýli og dreifbýli. Þess vegna geta auglýsendur treyst því, að auglýsing í VIKUNNI skilar sér. er ekki sérrit. Enginn efnisflokkur er henni óvið- komandi. Þess vegna er VIKAN svo vinsœl og víðlesin sem raun ber vitni. veitir auglýsendum góða þjónustu á skynsamlegu verði og hver auglýsing nær til allra lesenda VIKUNNAR. {11 hefur sína eigin verðskrá yfir auglýsingar. Upplýsingar um auglýsingaverð VIKUNNAR eiga við hana eina og þær fást hjá AUGLÝSINGADEILD VIKUNNAR í síma 85320 (beinn sími) eða 27022 ÚTSÖLUST AÐIR Á VESTURLANDI • Kaupf. Hólmavík • Einar Kristján ísafirði • E. Guðfinnsson Bolungarvík • Suðurver Súgandafirði • J.S. Bjamason Bildudal • Kaúpf. Búðardal • Hólmskjör Stykkishólmi • Þóra Ólafsvík • ísbjörninn Borgarnesi • ÓskAkranesi SÆNSKISLENSKA SUNDABORG 9 REYKJAVÍK Sölumcnn: 83599 — 83889 abecita^)

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.