Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.1983, Page 4
4
DV. MANUDAGUR 3. JANUAR1983.
HÚSBRUNI
VIÐ VITASTÍG
ÁNÝÁRSDAG
engin slys urðu á fólki
Eldur kom upp í húsinu Vitastíg 11
í Reykjavík síödegis í gær eða milli
klukkan þr jú og f jögur.
Kona á fyrstu hæð hússins varð vör
við reykjarlykt um svipað leyti og
vegfarandi veitti athygli reyk sem
lagði út úr húsinu. Eldurinn kom upp
í kjallara hússins en barst síöan milli
þilja upp á hæöirnar. Slökkviliðið
kom fljótt á vettvang og gekk greiö-
lega að ráða niðurlögum eldsins.
Nokkrar skemmdir urðu en þó ekki
verulegar. öllum íbúum hússins
tókst aö bjarga út.
Ovíst er um eldsupptök en að sögn
rannsóknarlögreglunnar er annaö
hvort um íkveikju að ræöa eða að
eldurinn hefur kviknað út frá raf-
magni.
Rannsóknarlögreglan vill biöja
vegfaranda þann sem varö eldsins
var að hafa samband við sig sem
fyrst.
-PA.
Aðaleldurínn var i kjallara hússins en barst i skömmum tima upp á
hæðirnar. Rjúfa þurfti gat á þakið. Vitastigur 11 er steinhús en
forskalað að hluta. D V-mynd Loftur.
Róleg áramót um allt land
Fjölmennt var að vanda við brennur i borginni. Þar lætur yngsta kynslóðin jafnan mest að sór kveðs og
lætur loga á blysum og stjörnuljósum igrið og erg. Fullorðna fólkið fylgist samt grannt með og gætir þess
að allt sé ilagi. DV-myndLoftur.
—að undanskildum hörmungar
atburðunum tveimur
Áramótin fóru friösamlega fram um
allt land og urðu hvergi nein slys eöa
óhöpp. Nokkuö bar á ölvun sums
staöar en þó var þaö vart meira en
gengur og gerist um helgar.
I öllum helstu kaupstööum landsins
bar lögreglu saman um að áramótin
hefðu verið með friðsamlegum hætti.
Lögreglan átti þó víöa annríkt vegna
veðurs, einkum var þaö hér sunnan-
lands sem götur uröu illfærar. Veður
var hins vegar mun betra noröanlands
ogaustan.
Lögreglan var þeirrar skoðunar að
veðrið hefði átt sinn þátt í því hve ára-
mótin hefðu verið róleg; fólk hefði
greinilega haldiö sig sem mest heima
við. -PÁ.
Þessi ungi Islendingur lagði sitt af mörkum til að kveðja gamla árið. Alltaf
erjafngaman að horfa i eldinn, sór i lagi efhann logar glatt.
DV-mynd Loftur.
Svo mælir Svarthöfði Svo mælir Svarthöfði Svo mælir Svarthöfði
Ræða um þrjár guðsgjafir týndar
Þá er þessi hátíð liðin og árið 1983
gengið í garð. Margar ræður höfum
við heyrt, margt skaupið, og marga
steikina höfum við borðað. Hátíðin
var einskonar kúfur af mannfagnaði
með sinni öndverðu, skuggahlið, sem
færir okkur enn einu sinni heim sann-
inn um, að ekki er alltaf valinn tím-
inn til illra verka eða slysa. En
mannfagnaðurinn er í fyrirrúmi og
bregður birtu sinni yfir sviðið og það
er fyrir mestu. Miðað við síðustu
fréttir fyrir jólin virðist fólk enn hafa
sæmileg efni til að halda upp á þau.
Gjafir voru bornar í húsin, og engin
krísa stóð yfir, nema ef vera skyldi
fiskverðskrísan, en þessar krísur eru
svo tíðar orðnar, að varla gefst ráð-
herrum og þrýstihópum timi til að
renna niður jólagrautnum fyrir
þeim.
Forsetinn flutti ræðu sína á nýárs-
dag og vildi fá ár æskunnar á eftir ári
trésins, eða ári gamalmenna, eða
hvað þau nú hafa heitið þessi ár, sem
yfir okkur hafa dunið. Forsetinn
haföi nýlega sagt í útvarpsviðtali að
hann filaði forsetaembættið í botn.
Svarthöfði fílaði hann ekki á nýárs-
dag, og sést á því hvaö Svarthöföi er
menningarsnauður. Æskan er nefni-
lega alveg nógu fyrirferðarmikil,
þótt hún fái ekki heilt ár undir
poppið.
Forsætisráðherra hélt sina ræðu á
gamlárskvöld og talaði skynsam-
lega. Engir biöu þess að hann flytti
þeim boðskap um nýjar lausnir,
vegna þess að nú er stjórnarskeið á
enda runniö, og ekki við því að búast
að forsætisráðherra fari að lesa
okkur endurreisnartillögur handa
öðrum. En ræöa hans var merk um
margt, og þó fyrst og fremst vegna
þess, að þar fór menningarmaður af
fyrstu gráðu, sem af alúð og kurteisi
gat atriða, sem kannski verða okkar
helsta heilsubót, þegar kreppan er
skollin á. Að visu minntist forsætis-
ráðherra á þorsk og loðnu. Hvort-
tveggja er dvinandi. Þorskurinn
minni en gert hefur verið ráð fyrir,
en loðnan horfin og þjóðartekjur
hafa hrapað niður úr öllu valdi. Á
þeirri stundu þarf eitthvað fleira til
úrlausnar en viljann.
Útvarpsskaupið var eitthvert það
ömurlegasta skaup, sem flutt hefur
verið í gufuradíóinu siðan Svarthöfði
fór að hlusta. Það var tvítekið á
þeirri forsendu að það skyldi i
helvítin. Hvernig stendur á þvi að
snauðir menn eru látnir semja svona
skaup? Eigum við ekkl betra skilið?
Áftur á móti var skaupið í sjón-
varpinu ágætt. En það var ekki
endurtekið frekar en aðrir góðir
hlutir. Þegar blöð halda árshátíðir
eru gefin út gamanmál handa
starfsfólkinu, sem oft og tiðum eru
bráðfyndin. Blöðin fyrir jólin voru
leiðinleg. í stað þess að birta alls
konar spár og vitleysu ættu þau að
hafa sitt áramótaskaup, birta alvöru
lausan texta, af því það er sýnilega
alveg banvænt fyrir þjóðina að láta
gufuradióið eitt um þetta. Blöðin
gætu dregið dám af privatblöðum
árshátiða sinna.
Margt verður rikisstjórnin sökuð
um nú að ieiðarlokum, og fátt verður
henni fyrirgefið. Eitt hefur hún þó
sér til ágætis, og það er forsætisráð-
herra, sem kann að koma fyrir sig
orði. í ræðu sinni á gamlárskvöld
minntist hann þjóðarbókhlöðunnar,
sem byrjað var að leggja til á árinu
1974. Hann minntist hennar með
hugarfari menningarmannsins, sem
veit að þrátt fyrir allt skrifar
þorskurinn ekki bækur. Þegar hann
hafði fjallaö nokkuð um þjóðarbók-
hlöðuna og þýðingu bókmennta fyrir
mannlífiö, harmaði hann að innan
þeirra væri um afturför að ræða. Það
væri eins og þjóðin hefði týnt brag-
eyranu. Það þarf kjark á okkar rim-
lausu tímum tU að segja svona, með
smáskáidin í öllum gáttum. En dr.
Gunnar er ekki kominn af Jóni Thor-
oddsen fyrir ekki neitt, manni, sem
hóf skáldsöguna tU vegs á íslandi.
Frá stjómmálum séð getum viö
sagt sem svo, að dr. Gunnar hafi fært
okkur heim sanninn um þrjár týndar
guðsgjafir með ræðu sinni. Við
höfum týnt þorskinum, loðnunni og
brageyranu, og mátti það ekki
minna vera. -Svarthöfði