Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.1983, Page 17

Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.1983, Page 17
DV. MÁNUDAGUR 3. JANUAR1983. 21 Leiðbein- ingarrit um f isk- mat og fiskverkun Framleiöslueftirlit sjávarafuröa hefur nýlega dreift síöasta upplýsinga- ritinu í röö leiöbeiningabæklinga um fiskmat, fiskverkun og meöferö sjávarafla. Bæklingamir eru: Skreiðarverkun og skreiðarmat 1 bæklingnum er f jallaö um verkun skreiðar og undirbúning undir upp- hengingu, helstu galla er fram koma viö verkun, skreiöarhjalla, geymslu- hús fyrir skreiö og þurrkun skreiöar í húsum, undirbúning undir mat, nauð- synleg áhöld og aöstööu viðmat, gæða- flokkun og skilgreiningu gæðaflokka á ráskerðingi og bolfiski, merkingu um- búöa, fyrirmæli til lestunarstjóra o.fl. Saltfiskverkun Greint er frá nauösynlegri aöstööu á söltunarstöðvum, hráefni, hausun, flatningu, flökun, þvotti, salti, söltun og verkun, helstu göllum, þurrkun á saltfiski, geymslu á saltfiski o.fl. Saltfiskmat Fariö er yfir helstu atriði er gæta þarf að viö mat, helstu galla á saltfiski, undirbúning undir mat og nauðsyn- lega aöstööu viö mat, gæöaflokkun og skilgreiningu gæöaflokka á blaut- verkuðum og þurrkuöum saltfiski, mat á mismunandi fisktegundum, vigtun á saltfiski og ýmis vandamál þar aö lútandi, söltun í pakka, geymslu á salt- fiski, söltun á flökum og þunnildum, merkingu umbúða, sampökkun, helstu markaöslönd, hlutverk fiskmats- mannao.fl. Meðferð á ferskum fiski Fjallað er um helstu orsakir fisk- skemmda og hvemig helst skuli verjast þeim, áhrif veiðarfæra á fisk, blóögun, slægingu, fiskþvott, kælingu og ísun meö ferskvatns- og sjávaris, sjókælingu, fiskkassa — kosti þeirra og galla, löndun á lausum f iski, einangrun og kælingu lesta, hráefnisgeymslur, hreinlæti viö fiskmeðferð o.fl. Fræðsla og leiðbeiningastarfsemi ummeöferð og verkun sjávarafuröa er einn þátturinn í þeirri viðleitni að auka gæöi þeirra. Leiðbeiningarit hafa veriö gefin út af Framleiðslueftirlitinu og fyrri eftirlitsstofnunum í sjávarútvegi um langt skeið, en upplag þeirra er nú þrotið. Slíkar leiöbeiningar þarf einnig aö endurskoöa annað slagið og breyta til samræmis viö þróun í framleiöslu og sölu afuröanna og breyttar kröfur í markaöslöndunum. Bæklingar þessir era endurbættar og auknar útgáfur fyrri leiðbeininga, en þeirra var orðin þörf. Lausnir á jóla- skákþrautum Fyrir jólin birtust hér í DV fimm skákþrautir eftir Richard Réti og ein aö auki, sem haföi sér þaö til ágætis að hafa reynst torleyst öllum nema Fischer og Kasparov. Þá þraut lagði stórmeistarinn Shamkovich fyrir Fischer árið 1977 og fyrir Kasparov á ólympíuskákmótinu á Möltu 1980. Fischer var 3 mínútur aö finna lausn- ina en Kasparov 2 mínútur, en sög- unni fylgdi aö fyrrum heimsmeistar- ar Botvinnik, Smyslov og Petrosjan heföu gefist upp. Vonandi hefur eng- inn átt andvökunótt um jólin vegna þrautarinnar, en hún mun hafa vakið nokkra athygh. Og ekki gáfust allir upp. Eg haföi spumir af ritstjóra nokkram hér í bæ sem sló metið og leysti gátuna á einni mínútu... En tafllok þessi munu ekki meö öllu óþekkt. Þau birtust t.a.m. í bók- inni Hagnýt endatöfl, eftir skáksnill- inginn Paul Keres, sem komiö hefur út á íslensku. Lausnin viröist einföld um leið og hún er f undin, en snotur er hún og j afnf ramt lærdómsrík. abcdefgh Hvítur leikur og heldur jöfnu. Hér þýöir lítið að grípa í riddarann og reyna aö bööla honum í átt til peðsins því svarti kóngurinn er vel í sveit settur og hindrar hann í að nálgast peöið eftir venjulegum leið- um. Riddarar eiga erfiöast með aö glíma viö kantpeö, en til eru jafntefl- isstööur. Komist peðið til h2 vinnur svartur, en meö peöið á h3 heldur hvítur jafntefli ef riddarinn er á fl (h2, g4). Og þessi staða er lykillinn aðlausndæmisins: l.Rb4 h5 2.Rc6 Ke4 (2.-h4 3.Re5 og heldur auöveldlega jafntefli) 3.Ra5!! h4 4. Rc4 h3 5. Rd2+ K- 6. Rfl og staöan er jafntefli eins og lesendur geta sannfært sig um. Skákþættinum barst ein rétt lausn á þessu dæmi frá Hjálmari Steini Pálssyni, Hjaltabakka 8 Reykjavík. Hjálmar kvaöst hafa verið 3 stundir aö leysa dæmiö og er þaö vel af sér vikið. Og þá er komið aö tafllokum skák- meistarans Rétís, sem öll eru afar Skák Jón L Árnason stílhrein og lærdómsrík. Eflaust kannast allir viö fyrstu stööuna sem finna má í öllum kennslubókum um skák. En aldrei er góö vísa of oft kveðin. Richard Réti 1921 abcdefgh Hvítur leikur og heldur jöfnu. I fyrstu virðist ótrúlegt aö hvíti kóngurinn geti stöðvaö svarta h-peð- ið því aö oft vill gleymast aö kóngar hlaupa jafn hratt eftir skálínum sem reitaröðum. í þessu tilviki vinnur kóngurinn tvö verk í senn: Nálgast h- peöiö og kemur c-peöi sínu til hjálp- ar. l.Kg7 h4 2.Kf6 Kb6 (2.-h3 3.Ke6 h2 4x7 og heldur jöfnu) 3.Ke5 h3 4.Kd6 h2 5x7 og jafntefli, því aö báðir vekja upp drottningu. Richard Réti 1929 abcdefgh Hvítur leikur og heldur jöfnu. Þetta er síöasta skákþrautin sem Réti samdi, samin í apríl 1929, tveim- ur mánuöum fyrir dauöa hans. Hvít- ur beitir d-peöinu til þess aö fá svarta kónginn á óheppilegan reit og eftir þaö er jafntefliö tryggt. I.d6 Ke6 2.d7! Kxd7 3.Ka7 Bc2 4.Kb8 Ba6 5.Ka7 Bc8 6.Kb8 o.s.frv. meö jafntefli því svartur á ekkert betra en aðþráleika. Richard Réti 1927 Hvítur leikur og vinnur. Hér þýöir ekki aö ganga beint til verks og leika l.Kd6 (hótar 2.Ke7) Hh8 2x6 bxc6 3.Ke6, vegna 3.-Kc5! og hvítur er í leikþröng. 4.Kf6 er svaraö meö 4.-Kd6 5.Kg7 Ke7 6.Kxh8 Kxf7 og hvítur er í pattstöðu. Hvítur þarf aö fá upp stöðuna eftir 3. leik hér aö framan, þannig aö svartur eigi leik og þaö gerir hann á eftirfarandihátt: l.Kd7! Hh8 2.Kd6 Kc4 3x6 bxc6 4. Ke5! Kc5 5.Ke6! og nú er svartur í leikþröng. Ef kóngurinn víkur sér undan kemur 6.Kf6 og síöan 7.Kg7; engu breytir 5.-a6 6.a3 a5 7.a4, og eftir 5.-Hb8 vinnur hvítur með 6.Ke7 Hb7+ 7.Kf8 Hb8+ 8.Kg7 o.s.frv. Richard Réti 1927 abcdef gh Hvítur leikur og heldur jöfnu. Hvítur fórnar öllum peðum sínum og lendir í pattstöðu. I.d6+ Kxd6 2.f7 Rd7 3.Kg7 Bc3+ ■4.Kg8 Ke7 5.f8 =D+ Rxf8 6.f6+ og hvítur er patt eftir 6.-Bxf6. eöa 6.-Ke8 7.f7+ Ke7. I staö 4.-Ke7 gat svartur reynt 4.-Rf6+, en þá heföi framhald- iö orðið 5.Kg7 Rg4+ 6.f6 Bxf6+ 7.Kg6 Be7 8.Kg7 Bf6+ 9.Kg6 Ke7 10.f8=D+ Kxf8 11.KÍ5 og vinnur riddarann eöa biskupinn. Richard Réti 1928 abcdefgh Hvítur leikur og vinnur. Hvítur á drottningu gegn hróki og biskupi, en svartur hótar 1.-Be5 og síöan -Hh8 mát. Vandann leysir hvít- ur á laglegan hátt. l.Kh6! Be5 2.Kg7! Ef nú 2.-Bxf6,3.gxf6 og svartur er í leikþröng og tapar hróknum og lend- ir í vonlausu peösendatafli. 2.-Bh2 3x4 bxc4 (3.-b4 4x5 og vinnur) 4.e5! Bxe5 5.bxc4 Bxf6 (eöa 5.-Bh2 6x5! Be5 7.cxd6) 6.gxf6 Hh8 7.Kxh8 Kd7 8.Kg8! Ke6 9. Kg7 og vinnur f-peöiö og þar meö skákina. Sigurðar Hákonai*sonar láttu nú loksins verða af því skelltu þér í dans með nýju ári kennum alla almenna dansa óþvingað og hressilegt andrúmsloft innritun og allar nánari upplýsingar daglega frá kl. 10-19

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.