Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.1983, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.1983, Blaðsíða 19
DV. FIMMTUDAGUR 28. APRIL1983. 19 á fólki og mjög erfitt aö fá stöðu í Englandi. Nú oröiö er að vísu líka erfitt fyrir útlendinga aö fá stööu í Þýskalandi. En útlendingur i Englandi fær bara enga stöðu. 1 Þýskalandi eru svo ótrúlega margar hljómsveitir. 1 hverri borg er hljómsveit, ein eða tvær og víöa margar. Þess vegna streyma út- lendingar þangað: Bandaríkjamenn, Japanir — fólk úr öllum áttum •yfirleitt. Kennslan mark- vissari í Berlín I London var fólkiö samt mun skemmtilegra, þar sem maöur bjó og svona ..., viökunnanlegra, opnara. En í Berlín var kennslan markvissari; stíf, hörð. Þar var svo sannarlega haröur skóli. Kennarinn ætlaöist til mjög mikils af hver jum nemanda. Þetta var talsvert öðruvísi í London. Englendingamir em afslappaðrí, segja svona: „Þú gerir þetta eins og þér finnst.” Þeir em svo þægilegir og vilja helst aldrei skamma fólk, fara að þvímeðnærgætni. En sá þýski ... ja, maður var næstum því sleginn. Andlega var maður alla vega barinn sundur og saman. Og margir fóra grenjandi út frá honum. Ef maður þótti ekki hafa æft sig nóg, þá sagði hann: „Þú getur bara farið heim til þín. Þú hefur ekkert að gera hér núna. Farðu heim til þín, æfðu þig og komdu svo að því geröu. — Hann ætlaði sko ekki að eyða tima sínum í fólk sem ekki vann baki brotnu. Eftir Berlín byrjaði svo vinnuleitin. 1 um það bil hálft ár var ég íhlaupa- manneskja; spilaði með hinum og þessum hljómsveitum, ef einhver var veikur, og svoleiðis, bæði í Berlín, Vestur-Þýskalandi og Austurríki. Þetta gekk, vegna þess að músík- heimurinn í veröldinni er frekar litill og maöur þekkir svo marga í hljóm- sveitum út um allt. Hljómsveitin greiðir atkvæði Siöan fór ég prafuspil, eins og það er kallað. — Þannig er, aö það er blað sem auglýsir lausar hljómsveitarstöður í Þýskalandi. Maður verður þá að senda inn upplýsingar um nám sitt og feril og allt það. Síðan er kannski tiu til tólf manns boðið að koma og flytja prufu- stykki. Maður stendur svo uppi á sviði og spilar. 1 fyrstu umferð detta svona átta til níu manns út. Og í annarri umferð halda kannski þrir—fjórir áfram. Þá eru spiluð stykki úr hljómsveitarverk- um, sem lögð era fyrir. Öll hljómsveitin, sem er að leita að manneskju, hlustar á og meðlimir hennar greiða svo atkvæöi um hvern skuli velja. Þetta f innst mér vera mjög gott fyrirkomulag. Þarna er ekki bara smánefnd sem velur, heldur ræður öll hljómsveitin. Þegar staðan hefur verið veitt þá skrifar maður undir samning til eins árs, svokallaðan prufusamning. Eftir sex mánuði af þessu ári þá er þó aftur atkvæðagreiðsla um það hvort viðkom- andi hafi staðiö sig nægilega vel eða hvort hann verði rekinn að árinu liðnu. Þetta er sko lýðræöislegt og gengur vel. Þannig var ég ráðin 1. óbóleikari Rínlensku Fílharmóníunnar í Koblenz og nú er ég komin á annað ár og get farið að rífa kjaft ef mér sýnist. — Á meðan prafuárið stendur yfir hefur maðurnefnilega ekki atkvæðisrétt.” „Hvað heflar þúþykktút?" Einhverjar gransemdir hafði blaða- maður um að Sigríður fengist sjálf við að semja en því máli var eytt í snar- hasti: „Nei, það er nú lítið,” var allt og sumt sem hafðist upp úr krafsinu. Og sú var nú aldeilis logandi snögg aö finna nýttumræðuefni: „Minn tími fer aðallega í að æfa mig eöa búa til blöð á óbóið. Obó er spilað með munnstykki sem er meö tveimur bambusblöðum, bundnum saman. Þetta verður maður alltaf að gera; 'hefla þetta út allt saman og tálga með hnífum og ég veit ekki hyað og hvað, ■mæla og svoleiðis. Bróðurpartur heils dags getur hæglega farið bara í það aö finna rétt blað. Hver óbóleikari gerir sin eigin blöð. Þetta fer allt eftir munnstillingu og guð má vita hverju. — Það er líka allt- af sagt um óbóleikara að þeir verði vit- lausir eftir svona tíu—tuttugu ár; verði bara brjálaðir. Það stafar af of- framleiðslu á blöðum. Eg get sagt þér til dæmis að þegar tveir óbóistar hittast þá spyr annar: „Hvað heflar þú þykkt út?” Þá segir hinnkannski: „Fimmkommasjö.”Og þá hlær spyrjandinn sig alveg mátt- lausan. Þetta skilur náttúrlega ekki nokkur maður sem ekki er innvígður. Jæja, en í Koblenz hef ég nóg að fást við. Það er mikið að gera í hljómsveit- inni og svo er ég í kammermúsík. Eg er auk þess í tveimur blásarakvintett- um. Annar tilheyrir hljómsveitinni. Hinn er með ungu fólki sem égkynntist í Berlín. Þar lærðum við saman og ger- um nú mikiö að því að fást við nútíma- tónlist og svoleiðis. Enn sem komið er höfum við ekkert flutt af verkum eftir íslensk tónskáld. En við höfum einmitt verið að spekúlera í því undanfarið að reyna að finna eitthvað. Eg ætlaöi að athuga núna hvað er til sem gaman væri að koma á framfæri erlendis. Því miður hef ég svo nauman tíma. Eg verð að fara aftur 6. maí. Það var algjör tilviljun sem réði því að ég gat skotist heim núna. Rinlenska Fíl- harmónían er nefnilega einmitt að flytja verk þar sem ég þarf ekki að vera með. Eg hefði annars gjarnan viljaö spila hjá Tónlistarfélaginu. Rauðmaginn alveg æði Annars voru mikil viðbrigði að koma heim í þetta skiptiö. Nú er bókstaflega komið sumar í Koblenz; allt útsprang- ið og fínt. Hér er allt kalt og frosið. En það er gott loftið hérna og vatnið og mikið finnst mér alltaf hressandi að komast heim. Þetta er þó í fyrsta skipti sem ég hef komið heim á þessum árstíma og fékkj rauömaga, sem ég hef ekki komist í í níu ár; nýjan rauðmaga! Hann var al- veg æði. Svo hef ég fengið lifur, hrogn og þetta allt saman. — Ég reyni alltaf að komast heim svona einusinni á ári. Mér finnst líka svo ánægjulegt hve tónlistarlif héma á Islandi hefur aukist síðan ég var heima. Það hefur komið óskaplega mikill kippur í það síðan ég fór út fyrir níu árum. Konsertstarf- semi, bæði með stórum hljómsveitum og kammermúsík, hefur aukist hreint ótrúlega. -FG l.maí Opið hús — Kaffiveitingar Hið nýja húsnæði VR í Húsi verzlunarinnar verður tU sýnis fyrir félagsmenn og fjölskyldur þeirra 1. maí frá kl. 15-18. F élagsmenn eru hvattir til að fjölmenna. Kaffiveitingar. Lúðrasveit leikur frá kl. 15. Veriðvirkí VR. V erzlunarmannaf élag Reykjavíkur SKÓLI ÁSU JÓNSDÓTTUR VÖLVUFELL111 AUGLÝSIR: Innritun fimm og sex ára barna fyrir skólaárid 1983—1984 fer fram í skólanum alla virka daga til 20. maí. Lögd er áhersla á einstaklingskennslu og verkefni við hcefi hvers og eins. Skólinn tekur við börnum úr öllum hverfum. Allar upplýsingar í sima 72477 kl. 8—10 f.h. og 1—3 e.h. SkóJastjóri. Tilkynning frá lífeyriss jóöum í vörslu Tryggingastofnunar ríkisins. Frá og með maímánuði 1983 verða greiðslur til lífeyrisþega í Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins, Lífeyrissjóði sjómanna og Lífeyrissjóði hjúkrunarkvenna lagðar inn á bankareikninga fyrsta virkan dag hvers mánaðar. Reykjavik, 27. apríl 1983. Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins. Lífeyrissjóður sjómanna. Lífeyrissjóður hjúknuiarkvenna. Fjölþætt sálvaxtarnámskeið Breski leiðbeinandinn Helen Davies M.A. heldur hér á landi A. Helgamámskeið (30. apríl—1. maí) þar sem kenndar verða aðferðir sem losa um vöðvaspennu, leiðrétta ranga öndun, bæta tjáningaraðferðir og auka almenna vellíðan. Námskeiðið byggir á aðferðum mannúðarsálarfræði. Wilhelm Reich, C.G. Jung, Stanislav Grof og Gestalt meðferð. B. Fyrirlestur í Norræna húsinu föstudaginn 29. apríl kl. 20.30 sem ber heitið „Bodywork and the transpersonal”. Aðgangseyrir 30 kr. Upplýsingar og skráning á námskeiðið er í Miðgarði, Báru- götull.S. 12980 kl. 13-18. Ath. Takmarkaður þátttakendafjöldi. /VIÐG/IRÐUR Sjálfsbjargarfélagar Sjálfsbjörg, landssamband fatlaðra og M.F.A. (Menningar- og fræðslusamband alþýðu) hafa ákveðið að gangast fyrir tveimur helgamámskeiðum fyrir fatlaða. Fyrra námskeiðið verður haldið á Akureyri, í Bjargi, dagana 7. og 8. maí, en síðara námskeiðið verður í Sjálfs- bjargarhúsinu í Reykjavík dagana 14. og 15. maí. Námskeiðin hefjast kl. 9.00 f .h. Dagskrá þeirra verður: LAUGARDAGUR: 1. Helsturéttindilaunafólks: a) í veikinda- og slysa tilfellum b) í uppsagnartilfellum c) Tilorlofs d) Samkvæmt vinnulöggjöfinni e) TO atvinnuleysistrygginga 2. Hlutverk trúnaðarmanna á vinnustöðum 3. Lög um almannatryggingar SUNNUDAGUR: 1. Lífeyrissjóðir og hlutverk þeirra 2. Lög um málefni fatlaðra Námskeiðunum lýkur fyrir kvöldmat á sunnudagskvöld. Æskilegt er að þátttakendur verði frá sem flestum Sjálfs- bjargarfélögum. Þátttaka vegna helgamámskeiðsins á Akureyri tilkynnist til skrifstofu Sjálfsbjargar félags fatlaðra á Akureyri fyrir 4. maí, en vegna námskeiðsins í Reykjavík til skrifstofu lands- sambandsins fyrir 11. maí. SJÁLFSBJÖRG, LANDSSAMBAND FATLAÐRA.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.