Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.1983, Side 10
10
DV. ÞRIÐJUDAGUR 28. JUNI1983.
Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd
V
Þaö var áberandi við páfaheim-
sóknina hvað fólki óx kjarkur til
þess að láta i ljósi fylgi sitt og
stuðning við hina óháðu verka-
lýðshreyfingu og „Einingu” sem
verkföllin í skipasmíðastöðinni i
Gdansk ólu af sér um árið.
Páfinn kom og páfinn
fór
og hvað svo?
Jaruzelski hershöfðingi og vald-
hafarnlr annars vegar en Jóhannes
Páll páfi og leiðtogar kirkjunnar hins
vegar. Ágreinlngur spratt upp um
hversu mikið hinir síðarnefndu
mœttu blanda sér í pólitikina eða
hvort mannréttindi kæmu kirkjunni
nokkuð við.
öryggissveitir og iögregla voru víða
mætt grá fyrir járnum og með
mikinn viðbúnað en höfðu lítil af-
,,Hann færði okkur átta bjarta
daga og nokkra til viðbótar til þess
að njóta minninganna. En hvað
svo?” — Þannig spurði miðaldra
pólsk kona sem horfði á Jóhannes
Pál páfa ljúka annarri pílagrímsför
sinni til fööurlandsins.
Heimsóknin var páfanum sjálfum
til mikils álitsauka. Opinskáar ræður
hans og djarfmæltar vitna um þor
hans og dug. En hitt er svo flestra
hald aö í bráð muni ekki hljótast af
henni neinar meiri háttar breytingar
á pólska þjóðfélaginu þegar yfirvöld
hafa að undanförnu verið að smá-
herða tök sín á stjómmálalífinu og
hugmyndafræðilegum skoðanaskipt-
um.
Þrátt fyrir fjölmennar mótmæla-
aögerðir fylgismanna hinnar óháðu
verkalýðshreyfingar, „Einingar”,
sem er bönnuð, og þrátt fyrir einka-
fund leiðtoga „Einingar”, Lech
Walesa, með páfanum á síðasta degi
heimsóknarinnar sýnist Varsjár-
stjómin afar ólíkleg til að slaka á
afstöðu sinni og leyfa endurreisn
hinna óháðu verkalýðsfélaga.
Embættismenn sögðu meðan á
heimsókninni stóð að ákvaröanir um
hvort aflétta skuli herlögunum eða
sleppa lausum öllum þeim sem
dæmdir voru eftir ákvæðum þeirra
mundu alveg undir því komnar
hvemig heimsóknin færi fram eða
hvaða dilk hún drægi á eftir sér.
Einn nánasti ráðgjafi Jaruzelskis
hershöfðingja, æðstráðanda í Pól-
landi, lét hafa eftir sér, aö heim-
sóknin kynni að flýta fyrir afnámi
herlaganna og nefhdi jafnvel þjóð-
hátíðardag Póllands (22. júli) næst-
komandi sem hugsanlegan i því sam-
bandi. Þaö er þó óráðiö í biii. Pólska
stjórnin er ekki líkleg til þess að
flana aö neinu í því máli.
Ovænt rúsína í pylsuendanum var
seinni fundur Jaruzelskis hers-
höfðingja með páfanum á næstsíð-
asta degi heimsóknarinnar. Það
hafði alls ekki verið gert ráð fyrir
þeim fundi í stundaskrá heimsóknar-
innar. Hvor um sig gaf út sína yfir-
lýsingu um þær viðræður og stönguð-
ust þær á. Þær sögðu þó fátt um hvað
þeim hafði farið á milli, Jaruzelski
og páfanum, og vöktu því þeim mun
meiri vangaveltur um að þar kynnu
að hafa verið notuð hin stóru orðin;
kannski um hlutverk kirkjunnar í leit
aö lausn á vanda Póllands; kannski
um það hversu opinskár páfi var í
ræðum sínum sem kom jafnvel hans
nánustu fylgismönnum á óvart.
Milljónir Pólverja þyrptust til úti-
guðsþjónustu þar sem páfinn hafði
viðkomu í Póllandi og röðuöu sér
meðfram leið hans á milli þeirra átta
staða sem hann heimsótti. Stærstu
dómkirkjur troðfylltust og mann-
hafið, sem hlýddi á utandyra, var
feikimikið. Mest fjölmenni á einum
stað var í Krakow og er talið að þar
hafi hartnær tvær milljónir manna
verið viðstaddar messugjörðina, auk
svo allra hinna sem hlýddu á út-
varpsúísendingar. Þetta fólk kom
eða hlýddi á til þess aö leita sér
upplyftingar i tæpitungulausum
boðskap fyrrum erkibiskups síns.
Allt ætlaði um koll aö keyra af
fagnaðarlátum þegar páfinn í ræðum
sínum hvatti til þess að mannréttindi
væru virt og borgaraleg réttindi
þegar hann lýsti því yfir að verka-
lýðurinn hefði heilagan óskoraðan
rétt til þess að stofna verkalýðsfélög
að eigin geöþótta og án þess að leita
leyfis yfirvalda og hvatti fólk til þess
aö halda sig á sannleikans vegum.
Frelsið og réttlætið mundi þá ríkja.
I kveðjuræðu, sem Henryk Ja-
blonski ríkisleiðtogi flutti páfanum,
sagði hann aö margt hefði komið
fram í ræðum páfans sem færi
saman við grundvallarstefnu
kommúnistastjómarinnar, þar á
meðal krafa hans um félagslegan
frið og umburðarlyndi.
En þaö kvað við annan tón hjá
þeim þúsundum Pólverja sem raðað
höfðu sér á nærliggjandi hóla og
hlýddu á Jablonski. Þeir tóku að
hrópa: „Lech Walesa. .. . Lech
Walesa!” — Það var táknrænt fyrir
það hvemig veifur og slagorð
„Einingar” voru sí og æ hafðar á
lofti í páfaheimsókninni eða eins og
þama nafn leiötoga verkalýðs-
hreyfingarinnar.
Auðvitað haföi allan tímann legið i
loftinu þessi hætta á að heimsókn
páfans kynni að snúast þannig gegn
yfirvöldum. Og ýmis teikn sáust þess
að ráðamönnum varð hreint ekki
um sel þegar f/lgismenn, Jíiningar”
tóku aö láta á sér kræla í sívaxandi
mæli, eða hvernig ræður páfans
framkölluðu dirfsku hjá fólki til þess
að sýna stuöning sinn viö óháðu
verkalýðshreyfinguna. Þar kastaði
tólfunum þegar páfinn hafði lokið
síðasta embættisverki sínu í heim-
sókninni.
Eftir að páfinn hafði vígt nýja
kirkju í stáliðjuútborginni Nowa
Huta gengu þúsundir fylgismanna
„Einingar” fylktu liði um strætin
með veifur og merki „Einingar” á
lofti og hrópuöu: „Páfinn stendur
með okkur! ” — Aðrir hópar söngluðu
í kór: „Engar barsmíðar í kvöld!”
en þar var skírskotað til þess að
lögreglan hélt óvenjuvel aftur af sér
og haföist lítið að þótt hún væri mætt
fjölmenn á staöinn. Raunar átti það
við allan tímann sem heimsókn páfa
stóð yfir að lögreglunni var sparlega
beitt gegn mótmælenda- og kröfu-
hópum þótt hún sæist alls staöarmeö
mikinnviðbúnað.
Það mun reyna fljótt á það hvort
þetta umburðarlyndi yfirvaldsins
á eftir að endast eitthvað eftir
brottför páfans. Raunar verður þaö
strax í dag því að þá munu verka-
menn í Poznan að venju minnast
þeirra sem létu lífið þegar lögreglan
hóf skothríð á mótmælendur árið
1956. — Þegar páfinn heimsótti
Poznan á þriðjudaginn í síðustu viku
kvaðst hann knékrjúpa til þess að
heiðra minningu þessara fórnar-
lamba mótmælanna 1956. Þann dag
girti lögreglan af minnisvaröann um
hina föllnu, handtók einn sem gekk
um í sumarbol merktum ,^Soli-
darinocs” og lagði hald á rauð-hvíta
veifu „Einingar” semannar bar.
Kaþólikkar segja að páfinn hafi
komið fram sem talsmaður sinnar
þjóðar. Sem Pólverji, sem æðsti
maður Páfagarðs og trúarleiðtogi
hins yfirgnæfandi meirihluta
kaþólskra í Póllandi hafi hann verið
eini maðurinn í aöstöðu til þess aö
gera það af slíkum krafti.
„Hann kom og flutti okkur sann-
leikann. Eftir alla ringlulreiöina var
fólk farið að ruglast af öllum áróðrin-
um hérna. Hann leiðrétti gildismat
fólksins og kenndi því að skilja aftur
rétt frá röngu. Áhrif hans voru
feiknarleg,” sagði einn af pólsku
blaðamönnunum við vestrænan
starfsbróðursinn.
Lokaboðskapur páfans til þjóðar
sinnar var sá að fólkið þyrfti að
vinna hörðum höndum landi sínu
gagn á þann hátt sem það vildi en
yfirvöldin yrðu að skapa því skilyrði
til þess.
Pólverjum, sem berjast í bökkum í
hörðum kjörum efnahagskreppu
landsins, við skert frelsi og fótum-
troðin mannréttindi, sem fært hefur
marga þeirra fram á brún
örvæntingarinnar, flutti páfinn aftur
trúna á þá sjálfa. Víða á ferðum hans
um landiö var tekið á móti honum
með hrópum eins og: „Vertu kyrr
hjá okkur! ” Það var fólk sem omaði
sér í sannfæringarkraftinum, trúar-
vissunni og bjartsýninnisem geislaði
af páfanum.
Þegar páfi steig upp í flugvélina,
sem flutti hann aftur til Rómar og
Páfagarðs, fól hann land sitt í hendur
heilagri Maríu, þjóöardýrlingi Pól-
verja, svo að „Drottinn megi sigra
hið illa á þessari pólsku jörð.”