Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.1983, Qupperneq 13
DV. ÞRIÐJUDAGUR 28. JUNI1983.
13
Kjallarinn
LÖCMÁL
VINNUMARKAÐARINS
Lágmarkstekjur fyrir fulla dag-
vinnu hækkuöu um 10% hinn 1. júní
sl. meöan laun hækkuöu almennt um
8%. Enginn launþegi á núna að hafa
minna en 10539 krónur á mánuði í
dagvinnulaun. Samkvæmt þeim
upplýsingum sem gleggstar eru um
vinnumarkaöinn hefur tiltölulega
fátt fólk þetta lág laun.
Fyrirtæki sem reyna að ráöa fólk
til vinnu á slíku kaupi reka sig ein-
faldlega á, aö framboöiö á þessum
hluta vinnumarkaðarins er ekki
mikið. Reyndar er fjárhagslega hag-
kvæmara fyrir fólk að ganga at-
vinnulaust heldur en aö vinna fyrir
lágmarkstekjunum. Atvinnuleysis-
bætur fyrir einstakling eru sem
samsvarar 10419 krónum á mánuöi
og hækka um 417 krónur fyrir hvert
barn á framfæri.
Verðmætasköpunin
ræður laununum
Ýmsar tilraunir hafa á undan-
fömum ámm verið gerðar til þess aö
hækka lægstu launin tiltölulega
meira en þau hærri. Leiðir eins og
skertar verðbætur á hærri laun og
lágláunabætur frá ríkinu hafa verið
reyndar. Mikil vonbrigöi hafa oröiö
meö þessar tilraunir. Þær hafa
aldrei skilaö tilætluöum árangri,
heldur frekar orðið til þess að efla ill-
deilur og öfund á meðal fólks.
Engum þarf í raun að koma á óvart
aö svigrúmið til launajöfnunar skuli
vera svo takmarkað sem raun ber
vitni. Laun fólks og launahlutföll
hljóta alltaf aö verða að vera í
samræmi við verðmætasköpunina í
hinum ólíku störfum. Allir samn-
ingar milli aðila vinnumarkaðarins
um. kaup og kjör verða marklaus
plögg sé þess ekki gætt að verðmæta-
sköpun í störfunum sé í samræmi við
afrakstur starfsfólksins. Það er lög-
mál vinnumarkaöarins að verð-
mætasköpunin ráöi laununum.
Veruleg hækkun lágmarkstekna
t.d. í 12000 kr. 1. júní hefði verið í
ósamræmi við þetta lögmál vinnu-
markaðarins. Launahlutföllin hefðu
innan nokkurra mánaða orðið þau
sömu og þau voru fyrir 1. júní. Allir
heföu þá fengið 25% hækkun í stað
8% og verðbólgan hefði leitt af sér
atvinnubrest ekki síst hjá þeim sem
áttu að njóta hækkunarinnar.
Lögmál vinnumarkaðarins virkar
á einfaldan hátt. Ef lágmarkstekj-
umar hefðu hækkað í 12000 kr. 1. júní
hefði mikið af því fólki sem vinnur
eftir afkastahvetjandi launakerfum
verið í þeirri aðstöðu að aukin afköst
skiluöu ekki nema sáralitlu í hærri
launum. Afköstin hefðu því dregist
saman hjá þessu fólki og þar með
verðmætasköpunin í störfunum. Til
þess að auka afköstin hefðu fyrir-
tækin orðið að hækka laun þessa
fólks þannig að afkastahvetjandi
kerfin skiluðu sömu hlutfallslegu
launahækkun og áður. Þessi fyrir-
tæki hefðu líka orðið að fá hærra verð
fyrir framleiðsluna til þess að geta
staðið undir hærri launagreiðslum.
Fólk sem vinnur almenn af-
greiðslu- eða skrifstofustörf hefði við
þessa hækkun lágmarkstekna tekið
eftir því að sendlarnir hefðu verið
komnir með sama kaup. Og ef fólk
fær sama kaup fyrir að vélrita og að
sendast um bæinn þá vilja miklu
fleiri sendast heldur en vélrita. Þvi
hefði fljótlega orðiö að hækka kaupið
við vélritarana. Fyrirtæki sem ráða
vélritaro heíðu líkatekiðeftir því að
launahlutfallið á milli reyndra vél-
ritara og byrjenda hefði minnkað.
En hlutfallið milli afkastanna hefði
ekki breyst. Við slíkar aðstæður
um þinglýsingar vegna skuldabréfa
hafa áhrif. Það er nefnilega ótrúlega
mikið um að fólk þurfi að hlaupa úr
vinnu til þess að gegna alls konar
erindum. Aukið frjálsræði í opnunar-
tíma verslana myndi líklega hafa
umtalsverða þýðingu í að auka verð-
mætasköpun fólks.
Samhjálpargildrur
Oft er reynt að sneiða f ram hjá lög-
máli vinnumarkaðarins og bæta kjör
fólks án þess að auka verðmæta-
sköpunina í störfum þess. Þá er
eyðslugetan aukin og slíkar aðgerðir
sem oft eru gerðar undir nefni
„tekjujöfnunar” ættu miklu frekar
að kallast „eyðslujöfnun”. Hið opin-
bera stendur oftast undir kostnað-
inum af þessum aðgerðum.
Hér á landi eru það e.t.v. verka-
mannabústaðimir, hækkun atvinnu-
leysisbóta og byggðastefnan sem
standa upp úr í þessu sambandi. Víða
erlendis hefur eyðslujöfnunin leitt af
sér svokallaðar „samhjálpar-
gildrur” þar sem fólk er sett í þá
aöstöðu aö geta ekki bætt kjör sín
nema fyrir tilverknaö hins opinbera,
og þurfa stundum að koma sjálfu sér
íneyðtilþessama.
Af fyrstu vísunum af samhjálpar-
gildrum á Islandi þá felst „húsnæöis-
gildran” í því að það borgar sig fyrir
hóp af fólki að minnka vinnu og
tekjuöflun til þess að komast undir
tekjuhámarkið sem þarf til þess að
£á íbúð í verkamannabústöðum.
Atvinnuleysisgildran er að myndast í
nokmm mæli þar sem hluti af lægst
launaða verkafólkinu ber meira frá
boröi atvinnulaust en í ' vinnu.
Byggðagildran er einna mótuðust af
samhjálpargildrunum. Hún felst í
því að tekjumöguleikum lands-
byggðarinnar og verðmætasköpun
fólksins þar er haldið niðri með
rangri gengisskráningu. I staðinn er
eyðslugetan aukin að nokkru leyti
með alls konar tilfærslum eins og
jöfnun húshitunarkostnaðar, fram-
lagi vegna jöfnunar námskostnaðar
(farseðill í burtu fyrir unga fólkiö),
ölmusum úr byggðasjóði svo
eitthvaðsénefnt.
Með samhjálpargildrum er veriö
að grafa sér gröf. Þær hafa í för með
sér minni verðmætasköpun og þar
með rýrari skattstofna en um leið
verða útgjöld hins opinbera meiri.
Velferðarþjóðfélagið
byggist á aukinni
verðmætasköpun
Það er lítið eftirsóknarvert að lifa
af lágmarkstekjum eða launum í
lægri enda launastigans. Þár sem eru
á slíku kaupi reyna undantekninga-
lítiö að finna betri vinnu þar sem
verðmætasköpunin er meiri eða aö
auka verðmætasköpunina í störfum
sínum með einhverjum ráðum t.d.
afkastahvetjandi launakerfum.
Þessi stöðuga sókn til betri kjara er
mjög mikilvæg fyrir þjóðarbúið
vegna þess að einungis með aukinni
verðmætasköpun verður hér haldið
uppi nútíma velferðarþjóðfélagi.
Allar aðgerðir til þess að bæta kjör
fólks ættu því að miðast við aukna
verðmætasköpun.
Samhjálpargildrur ber að upp-
ræta. Þjóðfélag sem byggir lífskjör
sín og velferð á því að fullfrístk fólk
hafi efni á því að vera fátækt og
vinna ekki og afla ekki tekna mun
dragastaftur úr.
Dr. Vilhjálmur Egilsson
hagfræðingur.
hefðu því myndast góð tækifæri fyrir
vana vélritara sem vildu skipta um
vinnu að finna fyrirtæki sem hefðu
getað boðið hærra kaup einmitt í
samræmi við afkastahlutföllin milli
byrjenda og vanra vélritara. Þannig
má ganga á vinnumarkaðinn. Ef
lágmarkstekjurnar hefðu hækkað
verulega umfram laun almennt í
trássi við lögmál vinnumarkaðarins
hefðu launahlutföllin verið orðin þau
sömu og fyrr ótrúlega fljótt.
Lögmál vinnumarkaðarins leyfú-
ekki neina óskhyggju um launakjör
eða launahlutföli. Eina raunhæfa
leiðin til þess að hækka laun fólks er
að auka verðmætasköpunina í
störfum þess. Þetta gildir jafnt fyrir
þá hærra launuðu sem hina lægra
launuöu. Verðmætasköpun fólks
getur aukist með margvíslegum
hætti. Meiri framleiðni með bættum
vinnubrögöum og vélakosti, hærra
verð fyrir framleiðsluna og meiri
s jávarafli eru atriði sem má nefna.
Jafnvel breytingar eins og verða
þegar bankar og sparisjóðir taka að
sér að afla veðbókarvottorða œ siá
Og ef fólk fær sama kaup fyrír að vélrita og að sendast um bæinn þá vUja mUdu fleiri sendast heldur en
vélrita....”
• „Reyndar er fjárhagslega hagkvæmara
fyrir fólk að ganga atvinnulaust heldur en
að vinna fyrir lágmarkstekjunum. Atvinuu-
leysisbætur fyrir einstakling eru sem
samsvarar 10.419 krónum á mánuði.”
Dr. Vilhjálmur Egilsson