Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.1983, Qupperneq 17
DV. ÞRIÐJUDAGUR 28. JUNl 1983.
17
Lesendur Lesendur Lesendur
Fóstrurnar halda fyrir nefið
er þær drekka kaffi
Guöríður Loftsdóttir skrifar:
Opið bréf til Borgarstjórnar Reykja-
víkur.
Ég ætla að benda á hvað störf fóstra
á barnaheimilum eru ábyrgðarmikil
og nauðsynleg. Það viðurkenna
margir. Það er erfitt að passa mörg
böm og skiptir miklu að hafa kaffið
gott sem gripið er til í kaffitímanum
svo að fóstrurnar lifi af og séu betur
imdir sitt starf búnar.
En nú er það þannig, á t.d. barna-
heimilinu sem mitt barn dvelur á, að
fóstrumar fá einungis sent til sín kaffi
sem er ódrekkandi (nefni engin nöfn)
en N.B. er það ódýrasta á markaðnum,
þær hafa áður haft orð á því við ráða-
menn hve ömurlegt þetta kaffi er, en
nei, þetta skulu þær gera sér að góöu
því ekki hefur verið bætt úr þessu enn.
Metið þið ráðamenn fóstrur svo lítils
sem raun ber vitni að þið verðið ekki
við þeirri beiöni þeirra að fá að láta
svo lítið að drekka almennilegt kaffi?
Þetta er kannski spurning um örlitla
aukningu á f járútlátum en varia svo að
hægt sé að líða núverandi ástand í
kaffimálum fóstra á Reykjavíkur-
svæðinu.
Já, ég má ekki gleyma að nefna það
að allar fóstmmar á bamaheimilinu
sem barn mitt er á em á því, að kaffið
sé ódrykkjarhæft og mér er tjáð aö öll
barnaheimili í Reykjavík séu undir
sama hattinn sett í þessu efni.
Spumingin er: verður þess langt að
bíða að fóstmmar þurfi ekki lengur að
halda um nefið í kaffinu?
r Golfarar:
Sendum Ulfar á Doug Saunders
0639-1915 skrifar:
Mig langar að leggja fram spurn-
ingar til forráðamanna Golfsam-
bands Islands. Hvemig stendur á þvi
að Guðmundur Arason verður
sendur á Doug Sanders en ekki Ulfar
Jónsson?
Olfar hefur sýnt mjög góðan
árangur, ef ekki þann besta sem
sýndur hefur verið af jafnungum
strá'k og hann er í sumar.
Hann setti vallarmet á Hvaleyrar-
velli er hann lék 18 holur á 66 höggum
og einnig varð hann unglinga-
meistari síðastliðið sumar. Er ekki
tekiö tillit til þessa árangurs ?
Er þetta mót ekki tilvaliö tækifæri
fyrir 14 ára ungling til að sýna hvað í
honum býr? Hugsum líka um það að
þó svo aö Guðmundur hafi sýnt
ágætan árangur í sumar þá fór hann
á þetta sama mót í fyrrasumar.
Því spyr ég, hefur Ulfar ekki unnið
til þess með góöum árangrí að vera
keppandi fyrir Islands hönd á þessu
móti í sumar? Það eru án efa fleiri en
ég á þessarí skoðun.
ÞAR SEM ÞJÓNUSTAN ER
BEST- ERSALANMEST
BMW323ÍÁRG. 1981
RANGE ROVER ÁRG. 1982
TRANSAMÁRG. 1978
BÍLASALAN SKEIFAN
Skeifunni 11 Símar: 84848 — 35035.
<*
mm
Dreifingu er nú iokið til aiira
útsö/ustaða og umboðsmanna
FYRSTU TÖLUR BIRTAST/
PH MÁNUDA GINN 4. JÚLÍ
STYRKIÐ MÁLEFNIFATLAÐRA
ÍÞRÓ TTA SA MBA ND
FATLAÐRA