Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.1983, Qupperneq 31
DV. ÞRIÐJUDAGUR 28. JUNI1983.
31
Sandkorn Sandkorn Sandkorn
í leit að kaffi-
húsi
Á ferð forseta um VestfirðU
var víða farlð og á fimmtu-
dag lá leiðin til Tálknafjarð-
ar. Þar átti samkvæmt dag-
skrá að vera „oplð hús í
Múlakaffi”. En hvernlg sem
menn leituðu fannst þar ekk-
ert Múlakaffl sem er eðlllegt
því á Tálknafirði er ekkl og
hefur aldrei verið kaffihús
meðþvinafni.
Sú skýring var lögð fram á
þessum mistökum að i hand-
skrifuðu uppkasti að dag-
skránni hafi átt að standa
„molakaffi”, ekkl „Múla-
kaffi”, en þetta hefði siðan
skolast til í vélritun.
Laust hjá BHM
Guðríður Þorsteinsdóttir,
framkvæmdastjóri BHM,
Guðrfður Þorsteinsdóttir
hættir hjó BHM.
mun nú vera að hætta störf-
um þar og munu marglr hafa
sótt um stöðu hennar. Líkleg-
astur eftlrmaður hennar er
talinn muni verða Sigmundur
Stefánsson, hagfræðingur.
BHM.
Heimspeki?
Það gerðist í kaffitima á
góðum vinnustað hér í borg
fyrir nokkru að menn tóku'
eftir að óvenjumikið var af
flugum í vinnuskúrnum. Einn
starfsmaðurinn leit þá hugs-
andi á flugnamergðlna á
gólfinu og sagði helmspeki-
lega: — Já, það er satt, gólfið >
er þakið —.
Flatey og aldin-
garðurinn
Gamall maður sagðl eftir
lestur fréttar í DV í fyrri
viku: „I Eden borðuðu þau
forboðinn ávöxt. t Flatey eru
það friðuð egg.”
í fótspor séra
Bjarna
t viðtali viö séra Ólaf Skúla-
son vígslubiskup sem birtist í
Sóra Ólafur Skúiason minn-
ir ó feril séra Bjarna.
DV i gær sagði hann um
biskupskosningarnar fyrfr
tvelm árum: „Þá rifjaðist
upp fyrir mér að árlð 1938 féll
séra Bjarni með eins atkvæð-
is mun í blskupskjöri fyrir
Sigurgeiri, föður Péturs. Það
er fleira líkt með okkur séra
Bjarna. Ég er dómprófastur
elns og hann var og nú er ég
orðlnn vígslublskup elns og
hann.”
Svo bauð séra Bjarni sig
fram til forseta lika.
Glöggt er gests
augaö
t Morgunblaðlnu á sunnu-
dag birtist viðtal við stúlku
frá Ecuador sem hér hefur
dvallst um sinn. Þar kom að
sjálfsögðu að blaðamaðurinn
spurði þennan útlenda gest
hvað hennl fyndist um land
og þjóð („How do you llke
Iceland”), því tslendlngar
leggja mlkið upp úr því að út-
lendlngar hafi gott állt á land-
inu og þjóðlnnl, þó ekkert geri
þeir til þess að tryggja að svo
verði.
En að þessu sinni voru um-
mæli gestsins á þann veg að
ráðum hans ætti flestum ts-
lendlngum að vera Ijúft að
fylgja, því stúlkan lauk máli
sínu með þvi að segja: „ts-
lendingar ættu alltaf að vera
fullir.”
Umsjón: Ólafur B. Guðna-
son.
Einstök veðurblíða
á Mumeyrarmóti
Veðurfar á hestamótum á Mumeyri
hefur yfirleitt verið til fyrirmyndar og
ekki síst um síöustu helgi er hesta-
mannafélögin Sleipnir og Smári héldu
sameiginlegt mót þar. Sól og blíöa eftir
stórrigningar í júní. Fjölmargir hest-
ar voru skráðir til leiks og keppni enda
hefur Mumeyrarmótið verið hvaö fjöl-
mennast undanfarin ár.
Gæðingakeppni
Vegna mikils f jölda gæðinga var tek-
ið það ráð aö dæma frá báðum félögun-
um í einu. Á meðan A-flokks hestar
Smára vom dæmdir voru einnig
dæmdir B-flokks hestar Sleipnis og svo
öfugt. I A-flokki Sleipnis stóð efst
merin Perla 4505 sem Hafsteinn Stein-
dórsson á og sat. Fékk Peria einkunn-
ina 8,12 og Sleipnisskjöldinn. Hlýja,
þeirra feöga Skúla og Steins Skúlason-
ar, varð í öðm sæti með 8,03 og sat
Steinn 13 ára Hlýju. Steinn skaut föður
sínum aftur fyrir sig því Skúli var með
Framtíð í þriöja sæti með einkunnina
8,00. Hjá Smára varð Fríða 5111 efst
með einkunnina 7,88 og hlaut þar með
Smárasvipuna. Valgerður Auðunsdótt-
ir er eigandi en Jón Vigfússon sýndi.
Hrafnhetta, sem Sigfús Guðmundsson
á og sýndi, varð í öðm sæti með eink-
unnina 7,73 og Blossi, sem Sigfús á
einnig og sýndi, varð í þriðja sæti með
7,72 í einkunn.
B-flokks hestar hafa oft verið góðir á
Suðurlandi og að þessu sinni sigraði í
B-flokki hjá Sleipni Fleygur með dnk-
unnina 8,33. Olil Amble sat Fleyg en
eigandi er Davíð Guðmundsson. Kjar-
val, sem Skúli Steinsson sat og á, fékk
einkunnina 8,23, varð í öðru sæti en
Steinunn, sem Skúli á einnig, varð í
þriðja sæti með einkunnina 8,20. Af B-
flokks hestum Smára varð efstur Há-
feti, sem Þorvaldur Krístinsson á og
sat, og fékk einkunnina 7,99. Krummi,
Agústs Sigurðssonar varð í öðm sæti.
Knapi, Bjöm Jónsson. Faxi, varð í
þriðja sæti með einkunnina 7,58. Knapi
og eigandi Þorvaldur Kristinsson.
Unglingakeppni
I eldri flokki unglinga sigraði hjá
Sleipni Valgerður Gunnarsdóttir með
einkunnina 8,60. Hún sat Fleym. Hlin
Pétursóttir varð í öðm sæti á Kyndli
með einkunnina 8,48 og Hrafnkell
Guðnason þriðji á Hrímni með 8,45 í
einkunn. Hjá Smára sigraði Annie B.
Sigfúsdóttir með 8,59 en hún sat
Hálegg. Steinþór Kári Kárason varð
annar á Gjóstu og hlaut 8,15 í einkunn.
Lilja Loftsdóttir varð í þriðja sæti ó
Reyr og hlaut 7,90 í einkunn.
t -mnri flnlrlri hiá Sleinni siííraði
Steinn Skúlason á Hlýju með ágætis-
einkunn, 8,70. Ragna Gunnarsdóttir
varð í öðru sæti á Hrafntinnu með 8,30 í
einkunn og Steindór Guðmundsson í
þriðja sæti á Spólu með 8,20 í einkunn.
Kristrún Þorkelsdóttir sigraði hjá
Smára í yngri flokki og sat hestinn
Mósa, hlaut 8,20 í einkunn. Elín Osk
Þórisdóttir varð í öðru sæti á ör, fékk
einkunnina 7,80 og Jón M. Helgason
varð í þriðja sæti á Rosta og fékk 7,70 í
einkunn.
Kappreiðar
Undanrásir í kappreiðum fóru fram
á laugardeginum en allir skeiðsþrett-
irnir og úrslit á sunnudeginum. Margir
Efstu hestar i B-flokki hjá Smára.
þekktir hestar mættu til keppni. Helstu
úrslit urðu þau að í 250 metra stökki
sigraði Léttir Guðbjargar Þorvalds-
dóttur á 18,6 sek. Knapi, Sigurlaug
Anna Auðunsdóttir. öm Harðar G. Al-
bertssonar náði sama tíma en var
dæmdur í annað sætið. Knapi, Hörður
Þ. Harðarson. I þriðja sæti varð Rudolf
Kristjáns Benjamínssonar sem Hinrik
Bragason sat á 19,0 sek. I 350 metra
stökkinu sigraði Spóla eins og vant er á
24,9 sek. Knapi og eigandi Hörður Þ.
v*
Pi
nminray ,á .a-S-
Torfi og Sigurbjörn Bárðarson renna skeiöiO á 15, 7 sek. /150 metre skeiOinu.
Harðarson. Tvistur Harðar G. Alberts-
sonar varð í öðru sæti á 25,2 sek.
Knapi, Hörður Þ. Harðarson. Don varð
í þriðja sæti á 25,6 sek. en Hallgrímur
Jóhannesson er eigandi hans og knapi
Helgi Eiríksson. I 800 metra stökkinu
kepptu einungis fjórir hestar og fór
einungis eitt hlaup fram. Brjánn
Styrmis Snorrasonar sigraði með
knapa sinn Hinrik Bragason á 64,9 sek.
Þristur Harðar G. Albertssonar varð í
öðru sæti á 65,2 en Hörður Þ. Harðar-
son sat Þrist. I þriöja sæti varð'Léttfeti
sem Ellen Rut Ingimundardóttir á og
sat á 68,4 sek. Fjölmargir hestar
mættu í skeiðið. I 150 metra skeiðinu
sigraði Ása-Þór Fríðu Steinarsdóttur
sem Aðalsteinn Aðalsteinsson sat á
15,3 sek. Torfi Harðar G. Albertssonar
sem Sigurbjöm Bárðarson sat varð í
öðm sæti á 15,7 sek. en Hvinur Gísla
Guömundssonar sem sat hann sjálfur
varð í þriöja sæti á 18,4 sek. 1250 metra
skeiðinu sigraði Villingur Harðar G.
Albertssonar sem Aðalsteinn Aðals-
teinsson sat á 22,4 sek. Hildingur sem
Hörður ó einnig en Sigurbjörn Bárðar-
son sat varð í öðm sæti á 24,2 sek. en
Hjörtur Margrétar Helgadóttur í
þriðja sæti á 24,3 sek. Þórður Jónsson
sat Hjört. 1300 metra brokkinu sigraði
Moldi sem Orri Snorrason á og sat á
41,5 sek. Kolskeggur Rosmarie
Þorleifsdóttur varð í öðru sæti á 43,3
sek. en Guömundur Sigfússon sat
Kolskegg. Kjarval sem Skúli Steinsson
á og sat varð í þriðja sæti á 43,4 sek.
Afhent vora knapaverðlaun og hlaut
Birgir Guðmundsson riddarabikar
Sleipnis en Þorleifur Sigfússon sveins-
merkiSmára. .e.j.
EIÐASKÓLIHUNDRAÐ ÁRA
— sextán hljómsveitir spiluðu á af mælisdansleiknum
Frá Guðna Walderhaug.
Það var margt um manninn þegar
haldið var upp á hundrað ára afmæli
Eiðaskóla 11. júní síöastliöinn. Sannar-
lega stór stund í sögu skólans og bámst
honum margar góðar g jafir.
Myndarleg ljósmyndasýning var í
einni kennslustofunni þar sem nem-
endur sýndu myndir. Þá var sýning
um sögu skólans í annarri stofu.
Veislukaffið bragðaðist vel enda var
reyndar ekki við öðm að búast.
Ungmennafélag Eiðaskóla hélt síðan
um kvöldið mikinn dansleik í Vala-
skjálf á Egilsstöðum og þar léku
hvorki fleiri né færri en sextón hljóm-
svéitir fyrir dansi. Og allar áttu þær
það sameiginlegt að hafa einhvem
tímann verið á Eiðum.
Sýslunefndir beggja Múlasýslna
sto&iuðu skólann 1883 og var hann í
upphafi búnaðarskóli, með þrjá nem-
endur, í einni deild.
Fyrsti skólastjórinn var Guttormur
Vigfússon en sá sem hefur lengst gegnt
því embætti við Eiðaskóla er Þórarinn
Þórarinsson. Hann var skólastjóri fró
1938 til 1965, eða í alls 27 ár. Núverandi
skólastjóri er Kristinn Kristjánsson.
Nemendur í skólanum eru víðs vegar
af landinu, langflestir þó af Austur-
landi. Félagslif er blómlegt og aðstaða
öll til náms góð. Þess mó geta að fimm
hljómsveitir vom í skólanum i vetur.
Á sumrin er starfrækt Edduhótel á
Eiðum og var það opnað 16. júní. -JGH.
Á hundrað ára afmœlinu. Þórarlnn Þórarinsson til vinstri og Kristinn
Kristjónsson, núverandi skólastjóri. Þórarinn var skólastjóri Eiðaskóla frá
1938 til 1965, eða í alls 27 ár. DV-mynd Guðni W.