Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.1983, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.1983, Blaðsíða 7
DV. ÞRIÐJUDAGUR16. AGUST1983. 7 Neytendur Neytendur Neytendur Gallar þessir beita 66°N og eru ágætir í vætutíðinni. Hún myndi vart finna fyrir monsún-rigningunni i Asiu í þessum búningi, stúlkan á myndinni. Hatturinu er eins og all- inn frá Sjóklsðagerðinni og kostar 294,50 kr. Gallinn kostar 1212 kr. og stígvélin 835 kr. Þess má geta i framhjáhlaupi að þrátt fyrir rigningarnar var ekki að merkja að sala á stíg- vélum væri meiri nú en í fyrra í þeim verslunum sem við höfðum samband við. Ekkert jafnast á við regnkápu f vætunni: Þá eru regnslár mikiö keyptar í Utilífi. Kosta þær 140 kr. Úti á Granda er verslunin Ellingsen og þangaö lá leiðin næst. Yfirleitt er mest selt af göllum frá Sjóklæðagerð- inni og eru þeir til í tveimur litum, appelsínugulum og grænum. Þeir kosta 1212 kr. Einnig eru regnúlpurnar frá sama fyrirtæki vinsælar en þær ná niður undir hné á meðalmanni og kosta 893 kr. Ellingsen var eina verslunin sem seldi sjóhatta, að vísu ekki gömlu, góðu, grænu hattana heldur nýja appelsínugula hatta. Heldur er nú sjarminn farinn af þeim en þessir nýju halda þó hárinu alténd þurru. Af- greiðslufólkið tjáði okkur að það væru nær eingöngu sjómenn sem keyptu hattana en þeir kosta 294,50 kr. „Það hefur aldrei verið svona mik- að gera jafnlengi, eða í tvo og hálfan mánuð stanslaust,” sagði afgreiðslu- fólkið í Geysi. Þar skiptist mjög í tvö horn hvers konar regnfatnaöur er keyptur. Islendingar kaupa mest af fatnaði frá Sjóklæðagerðinni en útlend- ingar hlaupa inn i verslunina milli skúra og næla sér í ódýrari flikur. Við sáum tvær þannig, aðra gegnsæja á 195 kr. og hina á 395 kr. Gegnsæja regn- kápan er úr glæru plasti en hin er appelsínugul á litinn. Þá hringdum við í þrjár aðrar verslanir. I Vinnufatabúðinni var svip- aða sögu að segja og í Geysi. Utlend- ingar voru mjög áberandi meðal við- skiptavinanna og keyptu aðallega ódýrar regnkápur sem jafnvel má henda aö sumrinu loknu. Regnslámar kosta 249 kr. þar, en bandarískir gall- ar, buxur og kápa, kosta 985 kr. I Sport voru til sölu japanskir gallar á 937 kr. en þar var okkur sagt að nær allt væri uppselt. Sagöist viðmælandi okkar þar vart muna eftir annarri eins sölu. Loks má nefna að í Sportvali fást Henson gallar á 991 kr. auk hefðbund- inna regnkápa frá Sjóklæðageröinni. 1 öllum verslunum var úrvalið orðið heldur fátæklegt eftir þetta langa rign- ingarsumar og hvergi voru regnhlífar fáanlegar. ,sa Utlendingar kaupa mikið af léttari regnkápum, eins og þessum tveimur, en ts- lendingar vilja ekki sjá þær að sögn afgreiðslufólksins í Geysi. DV-myndlr: Bj.Bj. Þótt rigningin á Suðvesturlandi hafi farið fyrir brjóstið á mörgum eru þaö ekki allir sem kvarta yfir tíðinni. Mikil sala hefur veriö í hvers kyns regnfatn- aði og regnhlífar eru víða uppseldar í verslunum á höfuöborgarsvæðinu. Viö fórum á stúfana fyrir helgi og héldum í nokkrar verslanir sem selja regngalla. 1 Utilífi í Glæsibæ var okkur sagt að roksala hefði verið í hvers kyns regnfatnaði. I þeirri verslun, sem mörgum öðrum, má skipta hiíföarföt- unum í tvennt. Annars vegar „ekta” regngalla, sem þola eld og brennistein, og hins vegar veigaminni fatnað. Gall- inn við síðamefndu flíkurnar er að ef mikið rignir reynast þær stundum ekki vera alveg vatnsheldar. Það þekkir hver sá sem gengið hefur í nokkra klukkutíma í mígandi rigningu uppi á fjöllum. Ennfremur er stundum illa gengið frá saumum og samskeytum á þeim og efniö getur rifnað við minnsta árak. En snúum okkur aftur að göllunum. I Utilífi er mest selt af AJAK regngöll- um sem eru norskir og kosta 1952 kr. og göllum frá Sjóklæðagerð Islands. Þeir kallast 66°N og eru buxurnar seldar á 678 kr. og kápurnar á 901 kr. Að sögn afgreiðslufólksins hefur mikil sala verið í íslensku regnkápunum, enda ættu Islendingar að geta fram- leitt góð hlífðarföt þar eð þeir þekkja þjóöa best hvílíkt veðravíti er hér á landi. STANSLAUS SALA A GÖLL- UM í TVO OG HÁLFAN MÁNUÐ íþróttakennara vantar aö grunnskóla Eyrarsveitar,Grundarfirði. Nánari upplýsingar veitir skólastjóri í síma 93- 8619 og 93-8637. hriiKiir VÉLAR TIL SÖLU Vegna endurnýjunar á vélum fyrirtækisins eru til sölu, á mjög hagstæðum kjörum, neðangreindar vélar: 1. Rúllu-læsingavél f. 18 g stál. 2. Saumlæsivól, vinnulengd 1,4 m. 3. Armpressa d = 75 cm. Gerð: Gösla Person. 4. Vélklippusax, lengd = 2,10 m, með mótor. 5. MAS „automat" rennibekkur með verkfærum. 6. Súluborvél, 0,6 ha. 7. Járn-hefill með mótor. 8. Læsivél 2 ha. Gerð: Edward. 9. Rafsuðuvól AC/DC300 A. 10. Beygjuvél, lengd = 2,10 m, 2,2 kW. Vélar þessar eru til sýnis í verksmiðjunni næstu daga. Upplýsingar veittar af forstjóra í síma 50670 eða 52420. Hf., Raftækjaverksmiðjan. Hafnarfirði.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.