Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.1983, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.1983, Blaðsíða 9
DV. ÞRIÐJUDAGUR16. AGUST1983. 9 Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Gleraugnaskortur í Sovétríkjunum Sovéska dagblaðið Izvestia hefur og gagnrýndi blaðið yfirmenn þeirra greint frá því að milljónarfjórðungur fyrirtækja sem sjá um þessi mál fyrir Moskvubúa hafi nú beðið mánuðum að hafa ekki hugleitt hversu alvarleg saman eftir því að fá gleraugu vegna áhrif þetta hefði á líf fólks sem þyrfti þess að gler vantar. Blaðið sagði að gleraugu. ástandið væri svipað um öll Sovétríkin, Blaðið vitnaði í dæmi af fyrrum her- manni, Khanko að nafni, sem hefði reynt í tíu ár að fá sérstök gler í gler- augu sín. Hann hefði farið víða um Sovétríkin en aldrei fengið það sem hann leitaði að. Sovétmenn verja Leningrad fyrír sjávarföllunum Joshua Nkomo, leiðtogi stjórnarand- stöðunnar í Zimbabwe, var væntan- legur heim til sín í dag eftir fimm mán- aða sjálfskipaða útlegð í Bretlandi. Framundan bíður hans barátta fyrir pólitískri framtíð hans. Hinn 66 ára gamli Nkomo flúði heimaland sitt 8. mars og sagði erlendum blaðamönnum að Robert Mugabe forsætisráðherra hefði skipaö s\’o fyrir að hann skyldi drepinn. Mugabe, fyrrum bandamaður Nkomo í skæruhemaði blökkumanna gegn yfirráöum hvítra í Ródesíu, bar á móti því að hann vildi Nkomo feigan og sagði hann óhultan þótt hann sneri heim. Á morgun mun Nkomo koma fyrir þingið til að verjast því að verða svipt- ur þinghelgi og vísað af þingi. Meðan hann dvaldi í Bretlandi missti hann af 21 þingfundi og samk\-æmt þingreglum á hann að missa þingsæti sitt. Stjórn- inni hefur þó ekki tekist á síðustu dögum aðskrapa saman því 51 atk\-æði sem þurfti til þess að samþykkja brott- vísun Nkomos. — Fresturinn til þess aö Nkomo skilaði sér á þingfund rann út2.ágúst. Sagt er að ýmsir úr stjómarliðinu séu tregir til að svipta Nkomo þingsæt- inu, minnugir fyrra samstarfs í skæru- hernaðinum. Eins hefur heyrst að þeir sem ákafastir vilja koma á eins flokks stjórnkerfi í Zimbabwe leggi mjög fast aðMugabe að brjóta Nkomo endanlega á bak aftur. Nkomo snýr heim þótt hann hafi sagt að æðsti maður landsins hafi viljað hann feigan. SALVADOR DALI HÆTTURAÐMÁLA Spænski málarinn Salvador Dali spænskra blaða um að Dali væri hefur ekki hreyft pensil í meir en tvo hættulega veikur, og hefði horast svo mánuði, að sögn náins vinar hans illilega aö hann vægi nú aðeins 38 Antonio Pitxot. Dali hefur átt við kíló. mikið þunglyndi að stríða á þessum tíma. Pitxot sagði við blaðamenn að ,,Það er vitleysa. Það eina sem að Dali lifði að öðru leyti eðlilegu lífi í er, er það að hann hefur ekkert Pubol-kastala, sem er heimili hans, málað í tvo mánuði vegna þunglynd- og að ekkert væri hæft í frásögnum is,” sagði Pitxot. Spænski málarinn Salvador Dali hefur nú ekki málað í tvo mánuði en aðeins legið í þunglyndi. Nkomo snýr heim úrútlegðinni Hafist hefur verið handa við bygg- ingu 25 kílómetra langra flóðvamar- garða yfir Finnlandsflóa til þess að verja Leningrad fyrir flóðum, að sögn sovéska dagblaðsins Sovietskaya Rossiya. Flóðvamargarðamir, sem liggja munu frá Kronstadt-eyju til strandar, beggja vegna flóans, munu veröa búnir flóögáttum og skipgengum hliöum sem lokað verður þegar sjór stendur mjög hátt í Eystrasalti. Flóð hafa orðiö í Leningrad meir en 250 sinnum frá því borgin var byggð sem hin nýja höfuðborg rússneska heimsveldisins á fyrri hluta 18. aldar. Síöasta stórflóðið varð 1955 þegar vatnsborð árinnar Nevu reis um 2,8 metra. En borgarstræti sem liggja næst ánni fara undir vatn nærri hvert vor og haust og það urðu talsverð flóð í borginni f yrr á þessu ári. Muhammad Ali kvart- ar undan ágangi Cl A Muhammad Ali, fyrrum heims- meistari í hnefaleikum í þungavigt, hélt heimleiöis frá Bretlandi um helg- ina, og kvartaöi þá yfir því að starfs- menn frá CIA hefðu fylgt honum eftir allan tímann, sem á ferðinni stóð. „All- an tímann sem ég var í Bretlandi var síminn minn hleraöur. Forsetinn hefur fyrirskipað að haft væri eftirlit með mér og ríkisstjórnin segir að ég sé und- irróðursmaður,” sagði Ali við frétta- menn. „Þeir hafa elt mig um alltEngland. Þeir vita að ég er leiðtogi milljarðs svertingja. Þeir eru menn forsetans og þeir hafa skýrslu um mig í Pentagon sem er sex fet á þykkt,” sagði Ali einn- ig. Þegar hann var að borða máltíð í flugstöðinni á Heathrowflug\’elli í London, sagði hann skyndilega: „Þarna fer annar þeirra, hann ætlar að verða á undan mér í flugvélina.” Muhammad Ali, hnefaleikarinn frægi, segir CIA nú ofsækja slg. Deilan um sovéska drenginní sjálfheldu Deilan um son sovéska diplómatsins í Washington, sem sagt var að vildi verða eftir og setjast aö í Bandaríkjun- um, mun ekkert hafa mjakast í átt til lausnar þrátt fyrir margra daga þóf. Bandarískir embættismenn hafa óskað þess að fá að ræða við pilt, sem er 16 ára sonur fyrsta ritara sendiráðs- ins, Valendtin Berezhkov. Sovéskir sendiráðsmenn hafa meinað þeim það. A meðan þeir fá ekki að ganga úr skugga um eða heyra af vörum piltsins sjálfs hver vilji hans er verður foreldrum hans ekki leyft að yfirgefa Bandaríkin með Andrei sinn. Drengurinn hafði sent New York Times lesendabréf, þar sem hann sagöist hata land sitt og allar reglur þess og vilja vera um kyrrt í Bandaríkjunum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.