Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.1983, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.1983, Blaðsíða 13
DV. ÞRIÐJUDAGUR16. AGUST1983. 13 Ástandið aldrei verra Hér er mikill vandi á höndum. Oft hafa menn kvartað yfir þvi, að engum árangri sé hægt aö ná i efna- hagsmálum vegna óbilgimi verkalýðshreyfingar og heimsku- legra kjarasamninga. Nú hefur verkalýðshreyfingin sýnt dæmafátt umburðarlyndi árum saman. Kjara- samningar hafa veriö afnumdir með lögum jafnóðum og þeir hafa verið gerðir og engin hreyfing hefur komist á hreyfinguna. Samt er nú allt í kalda koli. Astandið segja menn að hafi aldrei verið verra. Arangurinn er sem sé í öfugu hlut- falli viö umburðarlyndið. Samt bráðvantar að auka umburðarlyndið. Svo segir ríkis- stjórnin. Eftir fjórtán kjara- skerðingar á fjórum árum er ástandið í efnahagsmálunum oröið óskaplegt. Nú duga víst ekki minna en fimmtán kjaraskerðingar til þess að kippa því í lag. Helst fleiri. Eða stærri. Jafnvel hvort tveggja. Svona var ástandið alveg óskap- legt. Hreyfing á hreyfingunni — (Labour moves) Og menn bíða í ofvæni. Meðan Guðmundur joð eins og Grettir sterki „heldur í feldinn, horfir í eldinn og hrærist ei. Menn bíða lengi. Mjög lengi. Ástandið er skelfilegt. Alveg óskaplega voðalegt. Fimmtudagur 11. ágúst 1983, og feldi er lyft. Bjargið bærist. Hreyfingin hreyfist. Labour moves). Svo er nú það og það er nú svo: Engin lán né laun í skattinn. Lifum á vorum persónulega efnahag. Sláum borg um Berta! Annan boðskap fann ég ekki. Annar boðskapur var ekki. Þvílíkt umburðarlyndi! Ja.hérna! Ekki slítur slíkur hæglætismaður í sundur lögin. Né friðinn. Né væröina. Né feldinn. Þá hvað? Þá ekkert. Sighvatur Björgvinsson. Vor persónulegi efnahagur Þetta getur ekki endað nema á einn veg: Eins og hjá honum Albert. Menn hætti alveg að fá bæði laun og lán en fari að lifa á sínum persónu- lega efnahag. Fyrir þvi berst a.m.k. Guðmundur joð sl. fimmtudag á ritvelli Þjóðvilj- ans þar sem hann segir að aldrei séu veitt verðlaun fyrir drengilegan leik. Samt er Guðmundur joð alltaf í Þjóðviljaliðinu. Og leikur aldrei á útivelli. Dæmafátt umburöarlyndi — enda frammámaður í hreyfingunni. Það er nú líkast til, lagsmaður Gróa. Vitringarnir svara Kannski er þetta svrar hinna tíu vitringa við spurningu Moggans? Eða voru þeir tuttugu? Kannski tuttugu og þrír eins og þingmenn stjórnarandstöðunnar? Þess vegna hafa þeir verið svona þegjandalegir í sumar. Náttúrlega verið að hugsa svarið. Hvaða svar? Þetta um vorn per- sónulega efnahag. Hætta barasta með laun og lán en fara að lifa á honum. Kominn tími til, að fólk fari loksins að láta sér líða vel. Guðmundur goði Ekki minnist ég þess að hafa í sumar heyrt eða séð aukatekið orð talað eða skrifað frá Guömundi joð, formanni Verkamannasambands Islands. Ekki þar til hann skrifaði greinina í Þjóðviljanum þann 11. þ.m. til vamar vorum persónulega efnahag. Eins og Þorgeir Ljósvetningagoði hefur hann legiö undir feldi. Hugsað um skelfilegan vanda fólksins. Hið óskaplega ástand. Hvernig forðast megi, að landsmenn segi sig úr lögum hverjir viö aðra (les: efni til ólöglegs útflutningsbanns) og þing- heimur berjist (les: átök verði á vinnumarkaði). Guðmundur lá miklu lengur undir feldi en Þorgeir. Guðmundur hefur þurft miklu stærri feld en Þorgeir. bjó í Suðurgötunni, og flögraði um is- kaldur frá Villa Nova, inn byggðina, og snjófjúkiö fylgdi honum eins og maurildi. Hann hljóðaði af sársauka í kuldanum, eins og við hin, og hann var óskiljanlegur eins og við. I sundlauginni var mikið talað um hagfræði. Menn hafa áhyggjur á tslandi í dag. Dimmar áhyggjur, því verðbólgan er hætt að borga reikningana okkar og ekki er unnt að troða meiri ríkisskuldum ofan í bamavagnana eða selja erlenda víxla í barnaskólanum, eins og leikið hefur verið í marga áratugi. Eða með öðrum orðum aö taka að sér að eyða peningum, sem erfingjar landsins veröa svo að borga, þegar við höfum geispað golunni. Og menn voru sammála um aö þetta væri allt vondri hagfræði að kenna og undir volgri sturtunni, fengum við að heyra það. Þeir sögðu að hagfræðin hefði orðið til með einni spurningu, þaö er aö segja sem fræðigrein, eða svo sagði gjaldkerinn og gerði sig hagfræðileg- an á svipinn: Læröur maöur var staddur á útifundi, eða þar sem fólk safnaðist saman og hann leit yfir mannf jöldann og spurði sig: — Ahverjulifiralltþettafólk? Það varð nokkur þögn, og einhver spurði: Hvaða maður? Gjaldkerinn þagði um stund, dálítið móðgaður, en sagði síöan: — Skiptirþaömáli? Nei, auðvitað skipti það engu máli. Og þó. Islendingum er ekki sama hver segir setningar, allra síst í bókmenntum, efnahagsmálum og í öðrum skáldskap. Og þeir byrjuöu að ræða um hag- fræöina, sem skilgreinir auðinn. Hvernig hann verður til og hvernig honum er skipt. Og menn voru sam- mála um að auöur gæti verið af margri gerð. Nýkrónur, gjaldeyrir, fasteignir, þar meö talið land og hús, gull og gersemar. Og fyrir þetta geta menn keypt vöru og þjónustu. Og þessa eyðslu og framleiðslu, reynir hagfræðin að skilgreina, og á stórum stundum, kemur dr. Jóhannes Nor- dal, í sjónvarpið, eða einhver með mikla hagfræöilega æru, og alvaran hríslast niður bakið á okkur — eyösluseggjunum. Við héldum áfram að ræða hag- fræði, eins og böm, og þaö verður að segjast eins og er að þaö er með ólíkindum, hvað peningalaust fólk á tslandi, getur talað af mikilli þekk- ingu um hagfræði. Gjaldkerinn rakti sögu hagfræðinnar, sem var eitthvað á þá leiö, að í frumstæöum þjóðfélög- um, heföu efnahagsmálin hvílt á fjöl- skyldunni, eða flokknum (ekki stjórnmálaflokkum), þar sem menn lifðu af veiðum og skiptu með sér afla, ellegar þá búvörum og smíðis- gripum. Og í hugann kemur þjóðveldið með sín vaðmál og naut- gripi. Og þeir voru sammála um, að öllu væri stjórnaö fyrir sunnan. Þar er fjármagnið sögðu þeir, lífskjörin, hitaveitan og lága rafmagnsverðiö, og ég fyrirvarð mig fyrir að búa á slíkum stað. En framhjá einu verður þó ekki gengið. Það hefur sína kosti, peningalega, að búa úti á landi. Það sést, ef lífshættir eru kannaðir. Stór einbýlishús úti á landi kosta t.d. ekki nema eins og hálf tveggja herbergja íbúð í Reykjavík. Maður sem ég þekki keypti 140 fermetra, nýlegt einbýlishús í bæ á Suðurlandi fyrir 700 þúsund. Samt fylgdi því tvö- faldur steyptur og fullgerður bílskúr. Fyrir þetta fé, fengi hann ekkert í Reykjavík, því útborgunin var aöeins 350 þúsund. Fasteignamatið er líka lægra úti á landi, er aðeins um 25% af fasteigna- mati í Reykjavík. Maður sem borgar 10 þúsund krónur af íbúð í Reykja- vík, þarf ekki að borga nema um 2500 krónur úti á landi. Þar fær hann dálítið upp í kyndingarkostnað. Þó munar mest um fjármagnskostnað- inn hjá unga fólkinu, því þegar búið er að fá öll möguleg lán, lífeyris- sjóðslán, húsnæðislán og vaxtaauka- lánin, þá hættir unga fólkið að hitta bankastjórana, og hittir prestinn og fógetann í staðinn, því eins og kunnur bankamaður sagði mér um daginn, þá er það ein af breytingum verðbólguþjóðfélagsins, að nú frétta bankastjórarnir um skilnaðina á undan prestunum. Þetta ættu menn að athuga vel, þegar unnið er að jöfnum lífskjörum um landið. Spyrja sig, sumsé á hverju lifir allt þetta fólk? Reykvíkingar eyða nú, samkvæmt afturgálgafréttum, um 5000 kr. í bensín á mánuði, en greiða þar á ofan um milljóna tap á strætisvögn- um. Þetta eru líka peningar, sem vinna verður fyrir hörðum höndum, eins og reikningunum frá Okurbúi Vestf jarða. Þar duga engar lausavís- ursvoég viti. Dagurinn er kominn með skugga undir augun. Það er að koma haust. Haust á erfiðum tímum. t sundlaug- inni er sannleikurinn nakinn, og ef til vill ættu efnahagsmálin að ræðast þar, þar sem óhreinindin fara í niðurfallið en sannleikurinn hríslast til og frá, tær og ómengaður. Þar eru allir jafnir. Ef aö er gáð, hefur sú skoðun þó komist undir húðina á flestum Islendingum, úti á landi aö allir heimsins peningar séu í Reykjavík og í Reykjavík er þetta öfugt. Þar eiga sveitamenn fyrst og fremst pen- inga. Og við lítum yfir fjöldann og spyrjum: Á hverju lifir allt þetta fólk? Væri ekki ráð að bera saman lífskjörin af einhverju viti og taka allt með, ljós, hita, samgöngur, fjár- magnskostnað íbúða, opinber gjöld, en með þessu síðasta á ég við hrepps- félög, þar sem prófasturinn greiðir fimmtung opinberra gjalda, þótt miklar laxveiðiár streymi hjá þeim, sem ekki virðast hafa til hnífs og skeiðar á skattseðlum. Vinna að raunverulegum búsetujöfnuði. Og ég leit yfir snævi þakin fjöllin og slökkti ljósin, því mitt eigið rafmagn var líka hér; hingað gefið af landsfeðrunum, er verða þó að þrífast í veiöihólfinu sínu, eða kjör- dæminu. Jónas Guðmundsson, rithöfundur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.