Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.1983, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.1983, Blaðsíða 30
30 DV. ÞRIÐJUDAGUR16. ÁGOST1983. Stómgningar á stórmóti Þaö var fjölmenni á stórmóti hestamanna á Hellu helgina 13,—14. ágúst síöastliöinn. Rigning var þó nokkur þannig að bændur gátu ekki sinnt heyskap og komu því á hesta- mót í staöinn. Geysilegur f jöldi hesta var skráöur til leiks og komu til dæmis rúmiega níutíu hryssur í kynbótadóma. Þaö voru hesta- mannafélög austan Hellisheiöar sem stóðu fyrir þessu móti. Kynbótahross Einn stóðhestur kom meö afkvæmi til dóma: Bylur 892 frá Kolkuósi. Eigandi hans er Sæmundur Holgeirs- son. Bylur 892 fékk einkunnina 7.67 fyrir afkvæmi og 2. verölaun. Dómur byggist á byggingu og hæfileikum sex bestu afkvæma Byls, en þau eru flest klárgeng, stór og gróf og vantar fríöleik. Fætur eru góöir. Engin forskoöun var í flokki kyn- bótahryssa þannig aö tæplega eitt hundraö hryssur voru dæmdar. Þor- kell Bjamason og hans menn voru frá því á fimmtudeginum áöur aö dæma hryssurnar og var því verki ekki lokið fyrr en á laugardaginn. Engin hryssa náði 1. verölaunum en til þess þarf einkunnina 8.00. Meiri- hluti hryssanna náöi þó ættbók en þar er miöað viö einkunnina 7.50. Af hryssum 4—5 vetra stóö efst Harpa frá Kúskerpi sem Þormar Andrésson á og hlaut hún einkunnina 7.92. Hera frá Gerðum var í ööru sæti með einkunnina 7.87 en eigandi hennar er Benedikt Karlsson. Molda frá Kletti var í þriöja sæti með einkunnina 7.84 og er eigandi hennar Bjöm V. Sæmundsson. Sú meri sem stóö efst í flokki hryssa 6 vetra og eldri hlaut sömu einkunn og Harpa haföi hlotið í flokki 4—5 vetra hryssa. Terna hlaut 7.92 í einkunn og verölaunagrip sem sú hryssa hlýtur sem fær hæstu einkunn yfir línuna. Þó aö Harpa og Terna hafi fengiö sömu einkunn þá fundust í gögnum upplýsingar um aö einhverjum kommum munaöi á einkunninni, Temu í hag. Hula frá Langholtskoti var í öðm sæti meö 7.89 í einkunn, en eigandi hennar er Unnsteinn Hermannsson. Perla frá Kjartansstööum var í þriöja sæti með 7.86 í einkunn, eigandi hennar er Lára Agústsdóttir. Gæðingakeppni 1 A flokki í gæðingakeppninni kom Hafsteinn Steindórsson með merina súia Perlu og sigraöi. Perla hlaut 8.19 í einkunn, en hún keppti fyrir hestamannafélagiö Sleipni. Næst Perlu kom Kolbrá (Loga) sem Kristín Þorsteinsdóttir á. Kolbrá hlaut 8.13 í einkunn, en Páll B. Páls- son sat hana. Röðull, (Háfeta) sem Bjami E. Sigurðsson á og sat, var í þriöja sæti meö einkunnina 8.01. I B-flokki stóö efstur Snjall sem Guöni Kristinsson á en Olil Amble sýndi. Snjall keppti fyrir Geysi og hlaut 8.62 í einkunn. Olil var með þrjá af fjórum efstu hestum í B flokki á þessu móti og er að skipa sér í fremstu röö knapa hér á landi. I öðru sæti var Skjóni (Geysi), sem Gunnar Karlsson á en Trausti Þ. Guömundsson sat, og fékk hann einkunnina 8.46. Blesi (Ljúf), sem Halldór Guömundsson á en Olil Amble sýndi, var í þriöja sæti meö einkunnina 8.33 og Fleygur Davíðs Guömundssonar í fjóröa sæti en Olil sathann einnig. Unglingakeppni Jóhannes Þ. Hauksson (Háfeta) sigraöi í flokki unglinga, 13—15 ára, á hestinum Glæsi. Jóhannes hlaut 8.30 í einkunn en þær Annie B. Sigfús- dóttir (Smára) á Hálegg og Valgeröur Gunnarsdóttir (Sleipni) á Flaum vom í öðm og þriöja sæti meö einkunnina 8.10. I keppni ungl., 12 ára og yngri, sigraði Steinn Skúlason á Hlýju og hlaut 8.30 í einkunn. Steinn keppti fyrir félagiö Sleipni en þess má geta aö hann var einnig meö merina í A flokki gæöinga og hlaut þar fjóröa sætið. Hermann Jónsson (Háfeta) var í ööru sæti á Seið meö einkunnina 8.24 og Ragna Gunnars- dóttir í þriöja sæti á Hrafntinnu meö einkunnina 8.20. Ragna keppti fyrir Sleipni. Kappreiðar Geysileg þátttaka var í kappreiðunum. Átta riölar í skeiöi, tíu í hlaupum og fjórir í brokki. Aö venju var áhugi áhorfenda mestur á skeiðhestunum og sáust margir góöir sprettir þar. I 150 metra skeiöinu rann Leistur Harðar G. Villingur hefur verið svo til ósigrandi í sumar og bætti einni skrautfjööur í hattinn sinn á þessu móti. Hildingur var í ööra sæti á 23.4 sek. en eigandi hans og knapi er Sigurbjöm Bárö- ars. Fannar Harðar G. Albertssonar er enn að og náöi þriöja sætinu á 23.7 sek. Knapi Aðalsteinn Aðalsteinsson. Aðalsteinn náöi í fjögur verðlaun af sex í skeiðinu. Engin óvænt úrslit uröu í hlaupun- um. 1 250 metra stökki sigraði Hylling og er þetta sennilega síðasta hlaup hennar. Knapi Jón 01. Jóhannesson en eigandi Jóhannes Þ. Jónsson. Timi 18.4. Ui, sem Siguröur sonar var í ööm sæti á 62.4 sek. en knapi var Höröur Þ. Harðarson. Snarfari, sem Jón Ol. Jóhannesson á og sat, var í þriöja sæti á 62.6 sek. I 300 metra brokkinu kom fram ný stjama, Sörli, sem þeir bræöur Magnús og Guöjón Halldórssynir eiga en Magnús sat. Sörli brokkaöi á 37.1 sek. Trítill Jóhannesar Þ. Jóns- sonar var í ööm sæti á 38.3 sek. en knapi var Jón 01. Jóhannesson. Fylkir Magnúsar Geirssonar, sem Finnbogi Geirsson sat, var í þriöja sætiá40.6sek. 1 heild voru tímar í kappreiöum góöir, þrátt fyrir að völlurinn heföi Perla og HafsteinnSteindórsson. (LjésmyndE.J.). Albertssonar vegalengdina á 14.2 sek., sem er alveg ljómandi góður tími. Knapi Aöalsteinn Aðalsteinsson. Kolbrá Kristínar Þorsteinsdóttur, sem Páll B. Pálsson sat, var í ööru sæti á 15.4 sek. en Ásaþór Fríðu Steinarsdóttur varö í þriöja sæti á 15.5 sek. Knapi þar var Aöalsteinn Aðalsteinsson. Aöalsteinn sat einnig fyrsta hest í 250 metra skeiðinu, Villing Haröar G. Albertssonar, sem skeiðaöi vegalengdina á 22.9 sek. Gunnarsson á og sat, var í öðru sæti á 18.8 sek. en öm Harðár G. Alberts- sonar var í þriðja sæti á 18.9 sek. Hörður Þ. Harðarson var knapi. Spóla, sem Hörður Þ. Harðarson á og sat sigraði í 350 metra stökkinu á 25.2 sek. Loftur Jóhannesar Þ. Jónssonar var í öðru sæti á 25.4 sek. Knapi Jón Ol. Jóhannesson. Blakkur, sem Róbert Jónsson á og sat, var í þriðja sæti á 25.4 sek. örvar, sem Róbert Jónsson á og sat, var fyrstur í 800 metra stökkinu og hljóp í pollunum á 61.2 sek. Tvistur Haröar G. Alberts- blotnað mjög að undanfömu. Skipu- lag var gott og tímasetning stóðst nokkum veginn. Áhorfendur voru fjölmargir eins og áöur er getið og má rekja þaö til aðstæöna á staðnum, en Hestamannafélagið Geysir hefur byggt stórt og rúm- mikið veitingahús í áhorfendabrekk- unni. Einnig er góö aðstaöa fyrir bíla í brekkunni þannig aö þó aö rigni þá getur fólk setið í bílunum og séð yfir s\'æðið. E.J. Unglingar 12 ára og yngri, sem fengu verölaun. Leistur frá Keldudal og Aöalsteinn Aðalsteinsson, en Leistur sigraöi í 150 metra skeiði. Tema og Þorvaldur Sveinsson. c <................-m. Slabb í 800' metra stökkinu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.