Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.1983, Blaðsíða 18
18
DV. ÞRIÐJUDAGUR16. AGOST1983.
íþróttir
íþróttir
íþróttir
íþróttir
íþtr'C
sparis om
4 HAFNARF
mmúm
hafhwj
PARISJOOi (
HAFNARF. |
HAFNARFJ
Mílukappinn
vann í5000 m
fyrsta gulliö til Irlands
„Ég var mjög afslappaöur, ekki
þreyttari þegar fjórir hringir voru
eftir en þegar hlaupið hófst. Ég sagöi
við sjálfan mig: Ég er míluhlaupari og
ég ætla aö hlaupa síðustu fjóra hring-
ina eins og um mílu væri að ræða,”
sagði heimsmethafinn í míluhlaupi
innanhúss, trinn Eamonn Coghlan,
eftir að hann sigraði í 5000 m hlaupinu
á HM í Helsinki. Ekki var beint
reiknað með sigri hans þó svo hann
hefði verið í fremstu röð hlaupara um
langt árabil.
Coghlan var í 4. sæti þegar 800 m
voru eftir. Dmitriev, Sovét, fyrstur
eins og svo oft í hlaupinu. Þá
Evrópumeistarinn Wessinghage, V-
Þýskalandi, og Bulti, Eþíópíu. Þegar
150 m voru eftir fór Coghlan fram úr og
vann öruggan sigur. Schildhauer, A-
Þýskalandi, komst í annað sætiö eftir
geysilegan endasprett og Finninn
Vaino náði þriðja sæti á marklínunni.
Urslit:
1. Eamonn Coghlan, Irlandi, 13:28,53
2. WernerSchildhauer,A-Þýsk. 13:30,20
3. MarttiVaino,Finnl. 13:30,34.
4. Dmitry Dmitriev.Sovét, 13:30,38
5. DougPadilla,USA, 13:32,08
6. Th.Wessinghage, V-Þýsk. 13:32;46
7. Vojado Bulti, Eþíópíu, 13:34„03
8. Dietmar Millonig, Austurr. 13:36,08
Vegna mistaka birtist þessi grein
ekki í íþróttaopnunni, hins vegar fyrir-
sögnin með annarri grein og eru
lesendur beðnir velvirðingar á þvi.
-hsím.
Gylfi bestur í
íslandsmeistarinn í golfi, Gylfi
Kristinsson GS varð sigurvegari í Ping
Open golfmótinu hjá Golfklúbbi Borg-
arnes sem haldið var á laugardaginn.
Gylfi lék þar 18 holurnar á 78 höggum
og var einu höggi betri en bræðurnir
Valur og Páll Ketilssynir GS og Gestur
Már Sigurðsson GB.
I keppninni með forgjöf sigraði
Einar Jónsson GB en hann var á 68
höggum nettó. Annar varð Þórður Sig-
urðsson GB á 69 höggum og þriðji
Gestur Már Sigurðsson GB á 72 högg-
um. Borgnesingar hirtu þar með öll
verðlaunin.
I keppninni á laugardaginn tóku þátt
77 kylfingar og búist er við að annar
eins fjöldi ef ekki meiri veröi þar á
laugardaginn kemur. Þá halda Borg-
nesingar upp á 10 ára afmæli golf-
klúbbs síns og eru allir velunnarar
klúbbsins boönir þá velkomnir á Ham-
arsvöllinn þann dag. -klp-
Kristjana
gerði út um
leikinn
Kristjana Aradóttir var hetja FH-
stúlknanna í handbolta er þær sigruðu
Fram með 21—17 og tryggðu sér ís-
landsmeistaratitilinn í Hafnarfirði í
gærkvöld. Krístjana skoraði 11 mörk í
leiknum og lagði öðrum fremur grunn-
: inn að sigrinum.
Leikurinn var nokkuð vel leikinn af
báöum aðilum. Fram var yfir til að
byrja með en FH jafnaði og komst yfir
9—7 í hálfleik. Tveggja til þriggja
marka munur FH í hag var allan
; seinni hálfleikinn og lokatölur 21—17.
Krístjana skoraði mest fyrir FH eða
11, Oddný Sigsteinsdóttir var atkvæða-
j mést Framstúlknanna með 6 mörk.-AA.
Gunnaraftur
tii Gróttu
Gunnar Lúðviksson landsliðsmaður í
handknattleik hefur nú yfirgefið her-
búðir Valsmanna og er genginn í
Gróttu. Gunnar lék með Gróttu í yngri
: flokkunum áður en leið hans Iá til
Vals. Þar náði hann að vinna sér lands-
liðssæti en leikur með Gróttu í 2. deild-
inniívetur. -AA.
Islandsmeistarar FH i karlaflokki.
DV. mynd E J.
Tvöfalt hjá FH-ingum
FH íslandsmeistari bæði í karla- og kvennaf lokki
FH vann úti Islandsmótið í hand-
knattleik í meistaraflokki karla, sem
reyndar var leikið inni að þessu sinni.
FH-ingar unnu Val með 24—19 í ágætis-
ieik í íþróttahúsinu i Hafnarfirði eftir
að hafa leitt í háifleik með 14—12.
Leikurinn var jafii allan fyrri hálf-
leiklnn, Valsmenn náðu tveggja marka
forystu um miöjan hálfleik, 10—8. FH
náði þá góðum kafla og komst í 12—10
og leiddi svo 14—12 í hálfleik. Tveggja
marka munur hélst lengi vel í seinni
hálfleiknum og var Kristján Arason
Valsmönnum erfiður. Síðustu 10 mín-
útur leiksins náðu FH-ingar svo að
tryggja sér titilinn. Það var reyndar
fyrir mikinn klaufaskap Valsmanna að
þeim tókst ekki að jafna eða að halda í
við FH-ingana, því þeir misnotuöu
hvert vítakastið á fætur öðru og áður
en yfir lauk höfðu þeir glataö hvorki
meira né minna en sjö vítaköstum. FH-
ingar eða öllu heldur Kristján Arason
lét slík tækifæri ekki fara forgörðum
og skoraði úr öllum sínum tilraunum
af miklu öryggi. 24—19 urðu lokatölur
• Sigurvegaramir með og án forgjafar í Olis-BP golfmótinu, Ivar Hauksson og Sigurður Pétursson, á miðri mynd.
Til vinstri við Ivar er Svan Friðgeirsson frá Olís og hægra megin við Sigurð er Karl Jóhannsson f ormaður GR.
OLÍS-BP golfmótið hjá GR:
DV-mynd S
SIGURÐUR SIGRAÐI
EFTIR ..BRÁÐABANA”
Sigurður Pétursson Golfklúbbi
Reykjavikur varð sigurvegari í Olís-
BP opna golfmótinu sem haldið var á
Grafarholtsveilinum um helgina. Háði
hann hörku keppni þar við þá Ragnar
Ólafsson GR og Ivar Hauksson GR, en
þeir léku allir 36 holurnar á 149 högg-
um.
Urðu þeir allir að fara út í auka-
keppnl, „bráðabana”, og sigraði Sig-
uröur í þeirri keppni á 2. braut. Lék
hann bæði 1. og 2. brautina á einu höggi
undir pari. Ragnar varð í öðru sæti og
Ivar hreppti 3. sætið.
Næstir á eftir þeim í keppninni komu
þeir Sigurður Hafsteinsson GR á 152
höggum, Frans P. Sigurðsson GR og
Þorbjörn Kjærbo GS á 153 höggum og
Björgvin Þorsteinsson GA á 154 högg-
um.
Ivar Hauksson varð sigurvegari í
keppninni með forgjöf, Frans varð
annar og Þorbjöm í þriðja sæti.
Nokkur stórmót verða í golfinu um
næstu helgi. Þar ber einna hæst ís-
lenska stigameistaramótið hjá GR, en
það er keppni sem flestir bestu golf-
leikarar landsins taka þátt í. Er það
holukeppni og hefst hún á föstudaginn.
Þá verður Coca Cola-keppnin hjá
Golfklúbbi Ness en það er 36 holu
keppni. Ingimundarmótið verður á
Jaðarsvellinum á Akureyri á laugar-
dag og sunnudag og þá fer jafnframt
fram Ragnarsmótið sem er opin
kvennakeppni. Fannarsbikarinn, sem
einnig er kvennakeppni, veröur hjá GR
á laugardag og sunnudag. Hjá GK
verður stúlkna- og drengjamót á sunnu-
dag, og hjá GS verður opiö öldungamót
á sunnudeginum. Þá verður 10 ára af-
mælismót Golfklúbbs Borgarness á
laugardaginn og Hitatchi opna golf-
mótið verður hjá Golfklúbb Selfoss á
sama tíma. Sem sé 9 opin golfmót fyrir
utan innanfélagsmót og annað og því
nóg að gerá hjá kylfingum allt land um
næstu helgi. -klp-
og FH-ingar fögnuðu innilega.
Sigur FH í þessum leik var sann-
gjarn, liðið var heilsteyptara en Vals-
liðið og hafði yfir betri einstaklingum
að búa. Kristján, Sverrir markvörður,
Þorgils Ottar og Atli Hilmarsson voru
bestu menn FH, en Stefán Halldórsson
og Steindór skáru sig úr hjá Val.
Kristján skoraöi flest mörk FH eða
10, Atli og Þorgils Ottar voru með 4
{hvor. Stefán skoraði 8 mörk fyrir Val
ogSteindór3.
-AA.
Frams
þrisva
m og v
(
Fram-sigur4:2 íleil
„Ég vona að við séum að ná okkur á
strik. Þetta var mjög þýðingarmikill
sigur á KA og við höldum stefnunni
áfram — eins og gert hefur verið í allt
sumar — á sæti í 1. deildinni. Það
kemur ekkert annað til greina,” sagði
Jón Pétursson, fyrirliði Fram, eftir að
Fram hafði sigrað í toppbaráttunni í 2.
deild. Sigraði efsta liðið í deildinni, KA,
4—2 á Laugardalsvelli í gær. Þrjú
mörk síðasta stundarfjórðunginn
tryggðu Fram sigur í leiknum.
Það var hávaðanorðanrok þegar
leikurinn hófst og hann skiptist alveg í
tvö horn. Liðin höfðu umtalsverða yfir-
burði þegar þau léku undan vindinum.
KA hafði vindinn með sér í fyrri hálf-
leiknum og skoraöi þá tvívegis og hefði
hæglega getað skoraö fleiri mörk.
Fram átti þá aöeins eitt færi. Fimm af
sex mörkum leiksins voru skoruð með
skalla.
Fyrsta mark leiksins var skorað á
25. mín. og var Ásbjöm Bjömsson þar
að verki. Skallaði í mark. Gunnar
Gíslason skoraði annað mark KA á 41.
mín., einnig með skalla og fleiri mörk
hefði KA átt að skora. Guðmundur
Baldursson var allt annað en öruggur í
marki Fram.
I síöari hálfleiknum tók Fram
við aö skora. Eftir hornspyrnu
á 55. mín. skoraði Guðmundur Torfa-
son fyrsta mark Fram — með skalla.