Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.1983, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.1983, Blaðsíða 16
16 DV. ÞRIÐJUDAGUR16. AGUST1983. Spurningin' Þarft þú langan svefn (spurtá Akureyri). Guömundur Sigurður rútubílstjóri. Það hefur verið lítið undanfarið, svona sextímar. Hjálmar Sigurðsson lögregluþjónn. Atta tímar er mjög gott. Þórunn Sigurðardóttir, móðlr og vinn- ur í fiskvinnslu. Ekki svo voðalega, ég kemst af með 5—6 klukkustundir. Magnús Jónatansson trésmlður. Það er gott að fá svona 6—7 tíma. Nanna Ingvadóttir snyrtisér- frsðingur. Eg þarf 8—9 tima, þá er ég góð. Magnús Þorvaldsson nemi. Nei, það: þarf ég ekki og hef aldrei þurft. Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur Fæ aldrei nema góð egg á útsöluverði Slæmt að eggin eru ekki dagsett 9022-1434 hrlngdi: Eg er orðin leiö á þvi að kaupa fúlegg á niöursettu verði. Það kemur fyrir hvað eftir annaö, þegar maður kaupir tíu , eggja pakka á vægu veröi og telur sig l hafa gert góð kaup, að 2—3 egg eru fúl. Það er að minu mati forkastanlegt aö ekki séu upplýsingar utan á eggja- bökkunum um hvenær eggjunum er verpt eöa þeim pakkaö. Maöur veit í rauninni ekki hvort þetta eru ný egg, tveggja daga eða tveggja ára gömul. Einnig væri ákjósanlegt að geta keypt ák\-eðnar stærðir af eggjum. Ég vil heldur greiöa örlitiö hærra verö fyrir eggin og fá þá sjálfsögöu þjónustu í staðinn að vita hvað þau eru gömul þegar ég kaupi þau. 9022—1431 kvmrtar yfírþv/mð ffafm- bmkkmr séu mkki dmgsmttir. Hörður Öskarsson mótmslirlesendabréfi um slæm egg sem birtist í DV11. ágústsl. Hörður Öskarsson, Hvassaieiti 44, hringdi: Eg hef keypt mikiö af eggjum á útsöluverði í ýmsum verslunum undanfarið og þau hafa undantekn- ingariaust veriö ágæt. Þess vegna vil ég mótmæla lesendabréfi í DV, 11. ágúst, þar sem kvartað er yfir að það séu tvö þrjú fúlegg í hverjum eggjabakka. Að vissu leyti get ég tekið undir ósk bréfritara um að bakkarnir séu dagstimplaðir en að mínu viti er hætt við aö þaö auki kostnaöinn. Þaö er ekki hægt aö gera sömu kröfur til þjónustu í sambandi við vöru á út- söluveröi og vöru sem seld er hæsta veri. Svo er ég á móti því að fólk sem lætur birta frá sér aðfinnslur vegna vöru eða þjónustu skuli ekki gera þaö undir fullu nafni. Mér datt aöeins í hug að kvörtunarbréfið gæti verið frá einhverjum aðila sem ætti hags- muna að gæta í eggjabransanum og vildi koma á einokun í eggjasölunni. Eg vil hvetja alla neytendur til haröra aðgerða til aö hindra að slíkt gerist. Renni- lás eða hnappar — þaðerekki sama hvemig jakkinner 5911—4468, Flateyri, segir: Við vorum fimm saman utan af landi að skemmta okkur í höfuðborginni síðastliðinn laug- ardag. Kvöldið byrjuðum við á Esju með því aö borða góðan mat, kíktum síðan upp á Skála- fell á efstu hæðinni og svo lá leið- in í Broadway. Það er ábyggi- lega einn flottasti og snyrtileg- asti skemmtistaður á landinu. Þar vorum við boðin velkoinin um leið og viö gengum inn og heilluðumst af staðnum. Þegar líða tók á kvöldið lang- aði okkur að kíkja niður á Þórs- kaffi þar sem við þekktum okkur best og bjuggumst við aö hitta vini og kunningja. Við komum þangað upp úr tólf og stóðum í biðröð í svo sem fimmtán mínútur. Okkur fannst í lagi að leggja það á okkur en þegar við vorum komin að dyrunum varð ég steini lostin því dyravörður stöövaði okkur og neitaði unnusta mínum um inngöngu á þeirri for- sendu að hann væri ekki nögu snyrtilega klæddur. Hann var í svörtum terylene buxum, hvítri skyrtu, splunkunýju leðurvesti meö leðurbindi um háisinn, nýj- um skóm og nýjum ljósum sumarjakka. Jakkinn var ekki með herrafatasniöi, heldur rennilás, og það fannst dyraverð- inum ófært. Á meðan við þrösuðum við dyravörðinn gekk kvenmaður óhindrað inn f víðri prjónapeysu og síðbuxum. Dyravörðurinn sagöi okkur að um klæðnað kvenna giltu engar reglur. Þá spyrég: Hvarernú jafnréttið? Að lokum vil ég senda þessum ágætu dyravörðum k\-eðju og þakka þeim fyrir að hafa látið undan frekju minni, því inn kom- umst viðá endanum. En ég vfl taka fram að fyrr um dagínn höföum við lesið auglýsingu frá Þórskaffi í Morgunblaðinu og þar var ekk- ert tekið fram um klæðnað gesta, ekki einu sinni að hann þyrfti að vera snyrtilegur. Sérfræðingur að taka fingraf ör. Er lögreglan skyldug að leyfa mönnum að sjá afrit af fíngraförum? Árni Þorkelsson, 0543—7636, sendi blaðinu eftirf arandi bréf: Mig langar til að skrifa ykkur nokkrar línur. Þannig er mál með vexti að ég varð fyrir því óláni nú í síöustu viku að stolið var af mér vegabréfi og nafn- skirteini. Kærði ég þennan þjófnað hjá Rannsóknarlögreglu ríkisins sem tók málinu fálega og gerði enga tilraun til að hafa uppi á þessum hlutum. Til þess að fá nýtt nafnskírteini þarf að hafa með sér mann sem þekkir viðkomandi og verður sá hinn sami að sýna skil- ríki með mynd. Þar sem ég hafði ekki mann við höndina sem gæti aðstoðað mig og komið með mér á Hagstofuna, þá leitaði ég til Rannsóknarlögreglu ríkisins því að ég vissi að frá gamalli tíð áttu að vera til af mér bæði myndir og fingraför ásamt ritsýnum og taldi ég að þetta ætti aö nægja til að sanna hver ég væri. Fór ég því til þeirra í annaö sinn og bað þá um að aöstoöa mig í þessu máli og vildi ég einnig f á að sjá fingraförin og myndimar sem ég vissi að teknar voru árið 1976 og áttu því að vera fyrir hendi því að þessir- hlutir eiga að geymast svo lengi sem maður lifir. Brá þá þannig við að mér var meinaður aðgangur að mínum eig- in fingraförum en komið var meö myndir niður sem þeir sögðu að væru af mér teknar í lit, en myndir þær sem af mér voru teknar á sínum tíma voru í svarthvítu. Itrekaði ég því að fá að sjá fingraförin en var sagt aö ég hefði ekkert með það að gera. Þeir sögöu jafnframt að ég gæti fengið mér lög- mann og neituðu að koma með mér á Hagstofuna til sanna að ég væri ég. Nú spyr ég, er ekki leyfilegt samkvæmt lögum að fá að sjá sín eigin fingraför, og er ekki lögreglan skyldug að að- stoða fólk í svona málum? Með fyrir- fram þökk fyrir birtingu og vonandi greinargóð svör. DV hafði samband við dómsmála- ráðuneytið og fékk eftirfarandi svar: Engin lög eru til um aögang almenn- ins að opinberum skjölum, þannig aö lögregla verður í slikum atvikum að meta hverju sinni hvort ástæða sé til að verða viö beiðnum eins og þeirri sem hér er um að ræða.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.