Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.1983, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.1983, Blaðsíða 2
2 DV. ÞRIÐJUDAGUR16. AGUST1983. Orsök óhappsinsá Litla-Hrauni erstóll vaktmanns sprakk: Gaslyftibúnadur sem var ætiaður í stóla með fastri setu — segir Vinnueftirlit ríkisins „Orsök óhappsins aö Litla Hrauni er að mati Vinnueftirlitsins sú að við framleiðslu stólsins var notaður gas- lyftibúnaður sem aöeins er ætlaður fyrir stóla með fastri setu sem ekki er hægt að velta þegar setið er í stóln- um.” Svo segir m.a. í frétt Vinnueftirlits ríkisins vegna atburðarins á Litla- Hrauni nýlega þegar stóll vaktmanns þar brotnaði með þeim afleiöingum aö stimpill úr hólki gaslyftibúnaðar i stólnum skaust upp í loft með verulegu afli. Vinnueftirlitið hefur rannsakaö Eins og sjá má var krafturinn mikill er hólkurinn þeyttist upp í loftið á Litla- Hrauni. atburð þennan og eru niðurstöður eftir- farandi: „Stóllinn sem brotnaöi var með setu sem leikur á veltiási. Þannig má velta setunni og bakinu aftur á bak þegar setið er í stólnum. Seta stólsins hvílir á gaslyftibúnaöi þannig að hægt er að hækka og lækka setuna með til þess gerðri stjómstöng. Gaslyftibúnaðurinn er þannig gerð- ur að inn í stálhólk gengur stimpill sem hægt er að hækka og lækka með gas- þrýstingi. Stólar þeir með gaslyftibúnaði sem framleiddir eru hér á landi eru flestir með gashólka sem keyptir eru frá þýska fyrirtækinu Suspa. Fyrirtækið framleiðir tvenns konar hólka. Annars vegar gashólka með gati á hliðinni fyrir stjórnstöngina. Sá búnaður er ekki ætlaður fyrir stóla með veltan- legri setu eins og umræddur stóll haföi. Hins vegar framleiðir fyrirtækið gashólka með sérstökum þrýstihnappi efst á enda hólksins og er þá ekkert gat á hliðinni sem veikir hólkinn. Er þessi búnaður mun traustari en sá fyrr- nefndi og ætlaður fyrir stóla með veltanlegrisetu.” Segir síðan að orsök óhappsins á Litla-Hrauni hefði verið sú að stóllinn hefði verið búinn gaslyftu af fyrr- nefndu gerðinni sem sé einungis fyrir stóla með fastri setu. ” Vinnueftirlitið hefur því lagt bann viö notkun gashólka af fyrrnefndu gerðinni í stóla meö veltanlegri setu. Jafnframt gerir Vinnueftirlitið þá kröfu til viðkomandi framleiðanda að hann innkalli og geri breytingar á þeim stólum sem seldir hafa verið með fyrrgreindum búnaði þannig að ekki stafi lengur af þeim sly sahætta. -JSS. Til vinstri má sjá gashólk af sams konar gerð og var f stólnum sem brotnaði. Til hægri er svo hólkur sem ekki er með gati á hliðinni og er því traustari. Vinnueftir- litið hefur nú lagt bann við notkun fyrrgreindu hólkanna í skrifstof ustóla með velt- anlegri setu. Stóllinn sem brotnaði. Undir setu hans sést gashólkurinn sem brotnaði og stjórn- stöngin sem stjórnar hækkun og lækkun stólsins. Fólk hringdi látlaust í Pennann vegna sprengistólanna: Vildi fi skríflega yfiríýsingu — um að stólarnir væru í lagi „Fólk hringdi hingað látlaust fyrir helgina vegna þessara sprengistóla. Það kom meira að segja fyrir aö fólk vildi ekki taka við stólunum nema það fengi skriflega yfirlýsingu frá fyrir- tækinu um að þeir værú í lagi. ” Þetta sagði Hannes Guðmundsson, framkvæmdastjóri Pennans, sem' verslar með ýmiss konar gerðir af skrifstofustólum. Sagði Hannes að fréttir um spreng- ingu stólsins á Litla-Hrauni hefðu vald- ið miklum óróa hjá fólki sem heföi ótt- ast að það hefði sh'ka stóla í híbýlum sinum eða væri að festa kaup á þeim. ,Eólk virtist alls ekki vita hvaða stólar væru í lagi og hverjir ekki,” sagði Hannes. „Margir stóðu til dæmis í þeirri trú að allir veltistólar væru stórhættulegir, en svo er ekki. Fyrir um það bil tveim mánuðum kom sérfræðingur frá Þýskalandi til okkar til að skoða stólana sem við selj- um. Hann kom að gefnu tilefni þar sem það hafði gerst skömmu áður úti í Þýskalandi, að stálkólfur gekk í gegn- um setuna á stól og í höfuð manns. Sá missti augaö. Þessi umræddi sérfræð- ingur skoöaði Stáliðjustólana, að visu ekki veltistólana, og fann ekkert at- hugavert. Nú hefur Stáliöjan gert sínar ráð- stafanir varðandi breytingar á dælun- um i stólunum þannig að stólarnir sem hún framleiðir eiga að vera fullkom- lega öruggir. Við höfum einnig hringt í stærstu viðskiptavini okkar til að láta þá vita að umræddir stólar séu í lagi og við munum halda áfram að selja þessa tegund,” sagði Hannes Guömundsson. íslandsrallið hefst líklega í næstu viku ætluðu um 150 erlendir keppendur að taka þátt í rallinu. 1 för með hinum erlendu rallköppum veröur Frakkinn Jean-Claude Bertrand, en hann hefur séð um kynn- ingu á rallinu erlendis. Hann mun hafa með sér þyrlu og önnur farartæki sem notuð verða til eftirlits i keppninni. Það eina sem enn vantar upp á til að hægt sé að slá því föstu að rallið fari fram er formlegt leyfi dómsmálaráð- herra. Telja verður liklegt aö hann muni veita leyfið enda jákvæðar um- sagnir sýslumanna og hreppstjóra fyrir hendi. SÞS. — ýmsar breytingar hafa verið gerðar á akstursleiðum Islandsralliö margumrædda, sem hvað mest lætin urðu útaf í vor, mun að öllum líkindum hefjast í næstu viku. Ekki mun ralliö þó verða eins og í upp- hafi var áætlað því ýmsar breytingar hafa verið gerðar á akstursleiðum. Það sem hefur gerst í málinu frá því í vor, er þáverandi dómsmálaráðherra ákvað aö veita ekki leyfi fyrir rallinu að svo komnu máli, er að leitað hefur verið til sýslumanna og hreppstjóra þeirra sýslna og hreppa sem aka átti um og þeir beðnir um álit sitt á því aö viðkomandi leiðir yrðu eknar í rallinu. Allir þessir aöilar hafa nú sent Landssambandi akstursíþróttafélaga greinargerð og að sögn formanns sam- bandsins, ör\'ars Sigurðssonar, hefur leyfi fengist hjá öllum nema einum, sýslumanninum í Norður-Múlasýslu. Flestir hinna hafa komið með ein- hverjar athugasemdir og hafa verið gerðar breytingar á rallinu í samræmi við þær. Helstu breytingamar era þær að fyrsta sérleiðin fellur alveg út en hún var á milli Egilsstaða og Möðru- dals. Einnig fellur út leiöin umdeilda um Amarvatnsheiði. Aðrar breytingar eru smávægilegri og líklegast að sumar þeirra verði að gera á meöan á keppninni stendur ef aurbleyta verður jafnmikil og útlit er fyrir. Fjöldi keppenda er enn ekki ákveð- inn en að sögn örvars munu nú vera á leiðinni hingað til lands milli 25 og 30 erlendir keppendur, en upphaflega

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.