Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.1983, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.1983, Blaðsíða 6
6 DV. ÞRIÐJUDAGUR16. ÁGUST1983. Neytendur Neytendur Neytendur Neytendur Neytendur Senn líður að rifsberjatímanum: _ BERIN HENTA VEL MEBIS, SEM ÁBÆHR EBA MED KJÖTl Rifsber hafa yfirleitt verið tind af trjám á fsiandi en nú er einnig hægt að kaupa þau í búð. Þessi eru frá Hollandi og kostar 500 g askja yfirleitt 60—70 kr.,enverðgetur veriðmismunandimilliverslana. DV-mynd: Bj.Bj. Það lítur illa út meö rifsberjarunn- ana í görðum á Reykjavíkursvæðinu og víöar og sennilega verður mun minna sultað af rifsberjum í ár en venja er. Rifsber hafa hins vegar sést í verslunum aö undanfömu og eru þau flutt inn frá Hollandi. Aö sögn Halidórs Hestnes, hjá fyrirtækinu Bananar hf., sem flytur berin inn, mun þetta vera í fyrsta sinn sem rifsber eru flutt til Islands. Mun áframhaldandi innflutningur ráöast af sölu næstu vikumar. V enj ulega hef ur mátt byr ja að tína rifsber af runnum í lok ágúst og aðalvertíöin hefur svo staöið í fyrri hluta septembermánaðar. Vonandi batnar veörið þannig að hægt verði að tína nokkur ber og í þeirri trú að svo verði birtum viö nú nokkrar hugmyndir um notkun rifsberja. Eru þær sóttar í matreiðslubanka Sigrúnar Davíðsdóttur. Tiivalið er að tína berin af stilkunum og nota þau þannig í ávaxtasalöt, t.d. með eplum, bönun- um og perum. Þau sóma sér einnig vel ofan á r jómtertur og innan í þær. Rifsberjasulta Flestir kannast viö rifsberjasultu og hlaup. En í stað þess að sulta berin er hægt að hræra sykri saman viö þau, láta þau standa nokkrar klukkustundir, eða yfir nótt, og sjúga í sig sykurinn. Þá höfum við sultu sem er frísklegri á bragðið en soðin sulta og ekkert af C-vítamíninu hverfur. Þessi sulta er góð á pönnukökur, klatta og vöfflur en einnig með kjöti. Sykurmagnið fer eftir smekk hvers og eins. Það er einnig gott að láta nokkra negulnagla í svona sultu, einnig annaö krydd, t.d. engifer, kanil, allrahanda og vanillusykur. Norðmenn hafa þann háttinn gjaman á við ber að blanda þeim í þykkt pönnukökudeig, eða öllu heldur klattadeig, og baka þannig ber í pönnukökurnar sem þeir strá síðan sykri á, stafla upp og skera í gegnum staflann eins og köku. Þeyttur rjómi sómir sér vel með. Rifsber með ís Rifsber með ís er góð samsetning. Bæði er hægt að setja rifsber í ísinn þegar hann er búinn tii eöa bera. berin fram sykmð með ísnum. Þaö er e.t.v. óvenjulegra, og jafnvel enn betra, að hita berin og bera þau fram heit meö ísnum. Þá em berin sett í pott ásamt svolitlu af sykri eftir smekk og síðan hituð undir loki viö vægan hita þar til þau em orðin heit í gegn en ekki farin að springa mikiö. Ef við viljum hafa meiri vökva þá er hægt að sjóða berin í svolitlu af appelsínusafa, eða e.t.v. með smá- vínskvettu í. Pæbotnar Rifsber henta vel í pæbotna Þá er pæbotn útbúinn og bakaöur tómur svo hann taki á sig lit. Síðan eru berin sett í botninn ásamt sykri og bakaö þar til allt er vel heitt í gegn. Þetta er einfaldasta útgáfan og með þessu er gjaman borinn fram þeyttur rjómi. Vel fer einnig á að nota t.d. epli og/eða pemr í pæ meö berjunum. Einnig er hægt að stíf- þeyta 2—3 eggjahvítur, bæta þurrum berjunum þar í ásamt Sykri og baka blönduna þar til berjablandan hefur fengiðásig lit. Það er einkar vel til fundið að setja rifsber í kökur, t.d. í jólakökudeig í stað rúsína. Jólakakan er síöan bökuð rétt eins og venjulega. Rifs- berjajólakaka er góð volg en hún geymist einnig. Skyrkrem Rifsber í mjólkurmat þekkja margir, ekki síst í skyri. Skyrkrem er búið til úr 50—100 g af skyri, pela af þeyttum rjóma og hunangi eða sykri, og er það gott með rifsberjum. Einnig er hægt að blanda berjunum beint í skyrkremið. Þá er kremiö látiö standa í kæli í nokkrar klukku- stundir því þá stífnar þaö. Þetta er þó ekki nauösynlegt. Svona krem er einnig hægt að setja í bakaöa, kælda pæskel eða í pönnukökur. Ný rifsber er hægt að frysta og geyma þar til þeirra er þörf Þá er best aö þvo berin þegar þau hafa veriö tínd af stilkunum og láta þau þorna. Berin eru þá sett í plast- poka og svo í frysti. Oþarfi er að frysta þau með sykri þótt svo sumir kjósi það. Gott er að hrista berin nokkru eftir að þau hafa verið fryst. Þá losnar um þau og auðveldara er að taka þau úr pokanum síðar. Mauk Auk þess að boröa berin heil, eins og þau koma fyrir, er hægt að setja þau í kvörn og hakka þau. Þá er rétt aö bæta sykri í. Slíkt mauk má síðan nota í hvers kyns krem, eitt sér á kökur, t.d. rjómatertur eöa pönnu- kökur, kalt eöa heitt með ís og borða þannig eins og ávaxtaís. Þá þarf að hræra í því, meðan það frýs, nokkr- um sinnum, svo það verði ekki að ís- klumpi. I svona rifsberjaísfroðu er vel til fundið að nota appelsínusafa. Síðast en ekki síst er tilvalið að nota rifsber í sósu með kjöti. Ef kjötið er steikt á pönnu er hægt að bæta nokkrum rifsberjum á pönnuna undirlokin. Loks eru rifsber góð í salat úr venjulegu blaðsalati, kínakáli eða jöklasalati. -sa PRÚTTAÐ Á íslenskum skreiðarmarkaði Ég hef alltaf haldið að það sem vísustu menn kalla skreið sé ekkert annað en óbarinn eða óbitaöur harðfiskur. Sem sagt hertur fiskur beint af trönunum. En í þessu kann mér að skjátlast. Þetta skiptir mig þó ekki öllu og ég lifi sæll í minni trú. Ég versla á harðfisk- og bitafiskmarkaðnum og skreiðin er mér ekki annað en útflutningsafurö, sem að vísu hefur oft glatt þjóðarhag. Á síðustu misserum hefur skreiðin þó mest orðið aö illseljanlegum bunkum i birgðaskemmum. Og við eigum víst heil ósköp af skreið sem enginn veit hvort veröa að peningum áður en skreiðin verðuraðþúst. I mínum huga er það eitt af undrum veraldar hvernig þessi torselda skreiö getur breyst með ótrúlega einföldum tilfæringum í lúxusvöru hér á sjálfu skerinu. Gersamlega skýringalaust. Ég hef alltaf metið haröfisk sem góðmeti samkvæmt kúnstarinnar reglum. Og rann á bitafiskinn um leið og hann bauöst. En nú er þetta orðinn afar misjafn matur upp úr plastpokum. Merkingar framleiðenda eru ótrúlega fátæklegar og oft jafnvel hreinlega blekkjandi. Vörulýsingar engar, svo mark sé á takandi. Og verðið hefur fariö hástökk í algerri mótsögn við markaös- stöðuna. Á föstudaginn var keypti ég af rælni pínupoka af bitafiski hjá KB í Borgar- nesi, á 39,75 krónur. Framleiðanda,, Sjávarfisks sf. í Hafnarfirði, var' skilmerkilega getið. Einskis annars. Innihaldið reyndist rétt rúm 50 grömm, ekki fullþurr og meyr fiskur (hvaða fiskur?), en án roðs. Kílóverðið er 795 krónur. Ég fékk hiksta. Herbert Guðmundsson. Brauö- MIKILL VERÐMUNUR Á SELFOSSI Gífurlegur munur virðist vera á verði brauða í bakaríunum þrem á Sel- fossi. Þetta kemur í ljós í verðkönnun sem gerð var í júlilok þar í bæ. Að verðkönnuninni stóð blaðið Dagskrá og er hún birt í síðasta tölublaöi þess. I ljós kemur að mestur er munurinn á hamborgarabrauðum. Þau kosta 7,50 í Brauðgerð KÁ en aðeins 5,20 í Guðna- bakaríi. Munurinn er 44%. Nærri eins mikill munur er á butterdeigsbotnum. Þá er það hins vegar bakarí Guðna sem er með hæsta verðið, 65,80. Lægsta verðið er hins vegar í Hverabakaríi, 46,50. Munurinn er42%. En til þess að gera hagstæð innkaup í brauðum virðast Selfyssingar þurfa að fara á milli bakaría. Eitt er ódýrast í einu af bakaríunum og annaö dýrast þar. Þegar þaö sem fæst í þeim öllum þrem er reiknað saman kemur í ljós að sáralítill verðmunur er fyrir hendi. Mesta úrvalið virðist vera í Hvera- bakaríi en svipað í hinum tveim. Þar, eru það aðaUega sætu kökumar sem vantar, þær fást í Hverabakaríinu undirýmsumnöfnum. DS Verðköimun á brauðvörum Gerð 26. júli 1983. 1 1 Guðna- Hvera- K. Á. bakarí bakarí Franskbrauð 14,15 14,15 14,15 Formbrauð 15.25 15,25 15,25 Kornbrauð 17/10 19,60 16,75 Rúgbrauð 15,85 15,85 16,20 Normalbrauð 12,35 12,85 Samlokubrauð 35,00 30,00 34,70 Heilhveitibrauð 14,00 14,00 Vínarbrauð bitar 8,70 8,40 8,50 Vínarbrauð lengjur ... 34,00 37,60 40,10 Vínarbrauð hringir ... 37,60 40,10 Vínarbrauð sérbökuð . 10,00 10,00 9,40 Kanellengjur 39,00 37,60 40,10 Snúðar 9,20 11,20 11,15 Rúnstykki 5,70 5,15 5,40 Kúmenhorn 7,50 7,00 5,70 Kúmcnkringlur 5,15 5,70 Tvíbökur 250 gr 40,00 31,00 29,90 Brauðbotnar 37,00 30,00 Butterdeigsbotnar .... 52,00 65,80 46,50 Butterdeigsvínarbrauð 12,00 10,50 Pylsubrauð 3,70 4,00 Hamborgarabrauð .... 7,50 5,20 5,60 Jólakökur 54,00 48,50 50,00 Brúnkökur 57,50 51,40 53,70 Vínartertur 52,00 50,00 51,00 Brúntertur 53,00 51,40 51,65 Rúllutertur 55,00 51,40 59,00 Draumatertur 62,70 59,00 Massarinkökur 64,00 69,00 59,00 Möndlukökur 48,50 50,00 Eplakökur 51,40 53,70 Hunangskökur 65,00 51,40 53.70 Marmarakökur 65,00 54,00 53,70 Ávaxtakökur * 86,00 59,00 Sítrónkökur 50,00 48,50 50,00 Hjónabandssæla .... 60,00 50,00 Kókoskökur 50,00 Roxykökur 62,00 Sandkökur 70,00 54,00 50,00 Glassúrkökur 50,00 Sveskjutertur , 53,70 Svampbotnar 79,00 68,60 Plúmkökur 59,00 Smjörkremkökur .... 53,70 Tebollur 10.00 12,00 10,20 Skurður 6,00 6,00

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.