Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.1983, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.1983, Blaðsíða 28
28 DV. ÞRIÐJUDAGUR16. AGUST1983. Andlát Karl Hjálmarsson stöövarstjóri lést 6. ágúst sl. Hann fæddist í Nesi í Loö- mundarfiröi 28. desember 1912. For- eldrar hans voru Hjálmar Guöjónsson og Kristbjörg Elísabet Baldvinsdóttir. Karl ólst upp á Seyöisfirði til 16 ára aldurs en fór þá í símavinnu á sumrin en Samvinnuskólann vetuma 1930—32. Hóf hann þá starf í pósthúsinu í Reykjavík og vann aö póst- og síma- málum alla starfsævi sína, um 50 ára skeiö. Hinn 1. mars 1958 var Karl skipaður stöðvarstjóri Pósts og síma í Borgar- nesi og gegndi því starfi til ársins 1981. Eftirlifandi eiginkona Karls er Friöbjörg Davíösdóttir. Eignuöust þau fjögur börn. Karl var formaöur Póst- mannafélagsins 1950—52, í stjórn Byggingarsamvinnufélags póstmanna um árabil. Hann var formaöur Nor- ræna félagsins um árabil. Utför hans verður gerö frá Fossvogskirkju í dag kl. 15. Hulda K. Lilliendahl, Birkimel 8a, er lést 7. ágúst sl., veröur jarðsungin frá Neskirkju í dag, þriðjudaginn 16. ágúst,kl. 13.30. Guðmundur Vemharðsson f yrrverandi kennari, Neðstutröö 4, veröur jarö- sunginn frá Kópavogskirkju miöviku- daginn 17. ágústkl. 10.30. Edvard Frímannsson fyrrv. kaup- maður og leiösögumaður, til heimilis að Hringbraut 46 Rvík., lést laugar- daginn 13. ágúst. Páll Kr. Sigurðsson, Sörlaskjóli 13, lést í Landspitalanum 15. ágúst. Haraldur Bjömsson fyrrv. skipherra erlátinn. Þorkeli Bergsson, Miötúni 16 Selfossi, andaðist aö morgni 13. ágúst í Sjúkra- húsi Suöurlands. Matthildur Halldórsdóttir, Austurbrún 2, andaðist aö heimili sínu 15. ágúst. Guðmundur I. Vilhjálmsson, Berg- staðastræti 6C, veröur jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Reykjavík miöviku- daginn 17. ágúst kl. 15. Bjami Þór Magnússon frá Vattarnesi við Reyðarfjörð veröur jarösunginn frá Fossvogskapellu á morgun, miðvikudag 17. ágúst, kl. 13.30. ðóðó hríiMir Ný fyrirtæki S.E.E. Co hf. Innflutningur og umboös- sala svo og verslunarrekstur tengdur þessu. Hlutafé kr. 20.000.00. Stofnað í Reykjavík 6. júní 1983. Stjórn: Eyþór Olafsson, Espigerði 4, formaður, Eö- varö F. Benediktsson, Hólsvegi 16 og Sigurður Bjömsson, Fomhaga 19. Varastjóm: Olafur Olafsson og Anna E. Ragnarsdóttir. Tómstundasalurinn hf. Rekstur tóm- stundasalar, skemmtistarfsemi og skyldur rekstur. Hlutafé kr. 20.000.00. Stofnaö í Hafnarfiröi 1. júní 1983. Stjórn: Olafur Valgeirsson, formaöur, öldugötu 29, Hafnarfirði, Ragna Olafs- dóttir s. st. og Arni Jónsson, Holtsgötu 13, Hafnarfirði, meöstjórnendur. Framkvæmdastjóri meö prókúruum- boö er Olafur Valgeirsson. Húsfélagið Glæslr hf. Rekstur fast- eigna og annar skyldur rekstur. Hluta- fé kr. 2.000.000.00. Stofnaö í Reykjavík 9. júní 1983. Stjórn: Víglundur Þ. Þor- steinsson, formaður, Gígjulundi 7, Garöabæ, Sighvatur Snæbjömsson, varaformaður, Stekkjarseli 4 Reykja- vík og Birgir Guðjónsson, ritari, Álfta- mýri 51, Reykjavík. Meöstjórnendur eru: Jóhann L. Jónasson, Hofteigi 8 Reykjavík og Einar Sindrason, Skjól- braut 18 Kópavogi. Grafan hf. Rekstur vinnuvéla, vinnu- vélaleiga svo og öli almenn verktaka- starfsemi. Hlutafé kr. 540.000.00. Stofn- aö í Reykjavík 2. janúar 1983. Stjórn: Vilhjálmur Þorkeisson, formaöur, Skálabergi viö Hafnarfjörð. Með- stjórnendur: Sveinn Ámason, Akur- holti 13 Mosfellssveit og Sigurbjörg Guöjónsdóttir s.st. Framkvæmdastjóri meö prókúruumboð er Sveinn Áma- son. Einnig hefur Vilhjálmur Þorkels- son prókúruumboö. Ökuferðin endaði á staur — við hús aðstoðar- yfirlögregluþjónsins Bifreiö af Lada-gerö var stolið í Lundahverfinu á Akureyri í gærkvöldi. Vom þar ölvuð ungmenni á ferð og var auðvelt fyrir þau aö stela bílnum því lyklarnir höföu verið skildir eftir í hon- um. ökuferöin á stolna bílnum stóö ekki lengi yfir. ökumanninum fipaöist aksturinn þegar hann var kominn á dá- góöa siglingu á veginum rétt viö flug- völlinn. Hafnaöi bíllinn þar á heíjar- miklum staur — rétt viö hús aðstoðar- yfirlögregluþjónsins á Akureyri og endaöi ökuferöin þar. Ungmennin voru handtekin þegar þau ætluöu aö forða sér af staönum á tveim jafnfljótum. Var einn farþeginn fluttur á sjúkrahús til rannsóknar en á endanum hafnaöi þó allt liöiö á lög- reglustööinni. -klp- Tilkynníngar Reykjavíkurvika ídag Reykjavíkurvika í dag Þriðjudagur 16. ágúst. Klukkan 10.00—18.00 Fiskmarkaöur á Lækjartorgi á vegumBOR. 13.30—18.00 Sýning í Árbæjarsafni á gömlum Reykjavíkurkortum. 14.00—16.00 Aösetur Vatnsveitu Reykjavíkur að Breiðhöfða 13 opið fyrir borgarbúa. 14.00—22.00 Sýningar á Kjarvalsstöðum: Kjarval á Þingvöllum og ný lista- verk í eigu Reykjavíkurborgar. í gærkvöldi______ í gærkvöldi „Lífið er skrípaleikur” „Lífiö er skrípaleikur,” sagði Gísli Halldórsson í sjónvarpsleikritinu Skrípaleikur eftir nafna sinn J. Ástþórsson í gærkvöld. Sama máli gegnir um leyfisveit- ingu dómsmálaráðuneytis til alþjóölegrar rallkeppni hér. Hún er hálfgerður skrípaleikur. Frétt ríkis- fjölmiölanna þessa efnis í gærkvöld kom heldur á óvart, en nú hafa sumsé um 30 ökutæki fengið leyfi til að spólera um óbyggöir landsins þvert ofan í mótmæli Náttúru- verndarráös. Enn eitt talandi dæmiö um undirlægjuhátt gagnvart flestu því sem útlenskt er. Þeir félagar Tómas og Jens brugðust ekki frekar en fyrri daginn á skjánum í gær. Vart trúi ég ööru en aö þessar tilþrifamiklu fígúrur geri blessuð börnin ögn hugmyndaríkari og ítækari en þau heföu ella oröið. I þaö minnsta minna uppátæki vin- anna tveggja mig alltaf á ágætar frænkur mínar sem raunar eru tvíburar. Einhverju sinni, er þær voru upp á sitt besta á Tomma- og Jennaskeiö- inu, sagði önnur hinni aö príla upp í glugga. Síöan batt hún nælonspotta upp i systurina og hinn endann festi hún rækilega í ljósakrónu. Svo sagöi hún: „Hoppaðu nú, annars eignast ég allt sem þú átt.” Systirin hoppaöi, — og var flutt á slysavaröstofuna, vita tannlaus í efri góm. Við sem heima sátum á sunnudag fengum góöa uppbót í íþróttafréttum sjónvarps í gær. Þar fengum viö nefnilega aö sjá kántrý-stjörnuna Hallbjörn ríöa hvítum færleik eftir Laugardalsvellinum og syngja dill- andi lög sín við hófaspilið. Flestum mun í minni þáttur sjónvarpsins meö Hallbirni, folaldinu og kaktusnum 17. júní sl. Væri óskandi aö sjónvarpið snaraði sér í gerö annars þáttar með þessurn eina kántrý-söngvara Islands. Skrípaleikur Gísla J. Ástþórssonar var stórágætur gamanleikur meö alvarlegri undiröldu. Semsagt gott innlegg sjónvarpsins á annars leiöin- legummánudegi. Jóhanna S. Sigþórsdóttir. 14.00—22.00 Bókasafn á vegum Borgarbóka- safnsins á Kjarvalsstöðum. 14.00-22.00 Bamadeild á vegum Borgar- bókasafnsins í Gerðubergi. 16.00—22.00 Sýning í Gerðubergi: Listaverk frá Listasafni ASI. 17.00—19.00 Siglingar í Nauthólsvík fyrir alla fjölskylduna. 15.00 Sögustund fyrir böm í Gerðu- bergi. 17.00 Sögustund fyrir böm á Kjarvals- stöðum. 17.30—18.30 Kynning á Borgarbókasafni Reykjavíkur í Þingholtsstræti 29 A, Sólheimum 27 og í Bústaða- kirkju. Starfsmenn sýna söfhin og gera grein fyrir starfseminni. 20.30 Kvikmyndasýning í Iðnó. Sýnd verður kvikmyndin „Reykja- víkurævintýri Bakkabræðra” eftir Oskar Gislason. 20.30 Umræðufundur í Gerðubergi um umferðarmál. Fundarstjóri: Þórunn Gestsdóttir blaðamaður. Framsögumenn: Brynjólfur Mogensen læknir: Mótorhjóla- slysin. Baldvin Ottósson lög- regluvarðstjóri: Borgarakstur. Gestur Olafsson skipulagsfræð- ingur: Skipulag umferðar á höfuðborgarsvæðinu. Ragnheið- ur Davíðsdóttir lögregluþjónn: Notkun bilbelta í þéttbýli. Al- mennar umræður. 20.00—23.00 Opið hús í félagsmiðstöðvum Æskulýðsráð Reykjavíkur, Fellahelli, Bústöðum, Þróttheim- um, Árseli og Tónabæ. Hljómsveit Ingimars Eydal skemmtir í M.S. Eddu Hljómsveit Ingimars Eydal, sem i sumar hefur skemmt gestum Sjallans á Akureyri, mun vikuna 31. ágúst til 7. september vera um borð i ms. Eddu og halda þar uppi hinni þjóð- kunnu Sjallastemmningu. Hljómsveitina skipa auk Ingimars, sem leikur á hljómborð, Þorleifur Jóhannsson trommuleikari, Grímur Sigurösson bassaieikari, Brynleifur Hallsson gítarleikari og Inga Eydal söngkona, en hún , er sú eina af þessum liðsmönnum sem ekki vari „gömlu” hljómsveit I. Eydal. Málverkagjöf til Ásgríms- safns Vestur-islensk kona, Sylvia BildfeU Hough, búsett í Toronto í Kanada, hefur afhent Ás- grimssafni að gjöf oliumálverk af Herðubreið eftir Asgrím Jónsson. Málverkið er gefið til minningar um móður Sylvíu, Soffíu Þor- steinsdóttur BUdfell, sem keypti myndina ár- ið 1912. Gjöfin er frá afkomendum Soffíu og fjölskyldumþeirra. Soffía Þorsteinsdóttir BUdfeU fæddist að Möðrudal á HólsfjöUum árið 1876 og var dóttir hjónanna Þorsteins Einarssonar frá Brú á Jökuidal og Jakobínu Sigurðardóttur frá Möðrudal. Soffía var systir Vernharðs Þor- steinssonar fyrrum menntaskólakennara á Akureyri. Soffía fluttist vestur um haf árið 1897 og settist að í Winnipeg. Hún stundaði kennslu- störf um skeið og starfaði mikið í kvenfélagi Fyrstu lúthersku kirkjunnar í Winnipeg. Arið 1903 giftist hún Jóni Jónssyni BUdfeU f. að BUdsfeUi í Grafningi og eignuðust þau þrjú böm: Hrefnu Þjóðbjörgu, Jón Aðalstein og Sylvíu Jakobinu. enda Fimmtudaginn 4. ágúst sl„ hélt Félag íslenskra bifreiðaeigenda ferðakynningu í Kristalssal Hótel Loftleiða. FIB kynnti þar ferðir FlB-félaga, sem skipulagðar hafa verið með EDDU frá Reykjavík 17. og 24. ágúst. I tilefni þessara ferða hefur verið gefið út fréttabréf FlB þar sem ferðirnar eru kynntar. Það hefur lengi veriö draumur stjómar FlB að geta boðiö félagsmönnum sinum hag- stæðar ferðir til útlanda þar sem bUlinn er tekinn með. Um 100 manns sóttu kynningarfund FlB og þar var lýst þeim ferðaleiðum sem skipu- lagðar hafa verið auk þess sem farþegum var leiðbeint um akstur erlendis. Sveinn Torfi Sveinsson lýsti akstursleiðum um Þýskaland og Þorkell Sigurlaugsson lýsti akstursleið um Bretland með ferju yfir til HoUands og akstri um Holland og Þýskaland. I öUum tilvikum er fariö út og komiö heim með ms. EDDU og bUlinn tekinn með. Sýndar voru litskyggnur og myndband sem tekið var um borð í ms. EDDU og erlendis. Talsverður áhugi er á þessum ferðum og er að verða uppselt í ferðina 24. ágúst. Aftur á móti er enn rými í feröina 17. ágúst. Til greina kemur að fara í aðra ferð 31. ágúst vegna mikUlarþátttöku. -FtB. Tapað -fundið Tollvarningur tekinn í misgripum Ung kona sem kom frá Amsterdam sl. fóstudagskvöld tók í misgripum poka með toUvamingi frá Amsterdam. Eigandi pokans er vinsamlegast beðinn að hringja i síma 36718. Ferðafólag fslands Miðvikudaginn 17. ágúst. Þórsmörk kl. 08. Notfærið ykkur góða gistiað- stöðu i Skagfjörðsskála og njótið hvUdar i faUegu umhverfi í Þórsmörk. Miðvikudag kl. 20 er kvöldganga í heUana í VífilsstaðahUð. Helgarferðir 19.—21. ágúst: 1. KerlingarfjöU - IUahraun - Gljúfurleit. Gist í tjöldum. 2. Þórsmörk — Gist í Skagfjörðsskála í Langadal. 3. Landmannalaugar — Eldgjá. Gist í sæluhúsi i Laugum. 4. HveraveUir - UPPSELT. 5. Alftavatn — HattfeU (909 m). Gist í sæluhúsi við Álftavatn. AUar upplýsingar um ferðirnar er að fá á skrifstofu Fl, öldugötu 3. Sumarleyfisferðlr Ferðafélagsins: 1.18,—21. ágúst (4 dagar): Núpsstaðaskógur — Grænalón. Gengið að Grænalóni og á Súlu- tinda. Gist í tjöldum. 2.27.—30. ágúst (4dagar): Norðurfyrir Hofs- jökul. Gist í húsum. 3.2.-4. sept. (3 dagar): Berjaferð. Farmiðasala og aUar upplýsingar á skrifstof- unni, öldugötu 3. Happdrætti Útdregnir vinningar í bílbeltahappdrætti Umferðarráðs 10. ágúst 1983: Númer: 37416 Tveir „Atlas” hjólbarðar/Véladeild SIS 6.900. 37417 „KUppan” bamabUstóU/Veltir hf. 2.370. 23060 Dvöl á EdduhóteU (sjálfvalið) 1.530. 4828 BUbelti í aftursæti/BUanaust hf. 1.114. 21418, 26175, 28301, 38406, 12673 „BUapakki til umferðaröryggis/bifreiðatr.f. 1.163. 12673,34535,21040, 36776 „Gloria" slökkvitæki og skyndihjálparpúði R.K.I./olíufélögin 811. Verðmæti samtals kr. 19.810. Fjöldi vinninga 12. Afmæli 90 ára er í dag, 16. ágúst, Sæmundur Eiríksson, fyrrum bóndi frá Berhyl í Hrunamannahreppi, Hraunteigi 19 hér í borg. Nokkru eftir síðari heipisstyrj- öldina flutti Sæmundur til Reykja- vikur. Um árabil starfaði hann á Hótel Borg. Hann er að heiman i dag. 80 ára er í dag, 16. ágúst, Sigurður Bjamason, fyrrum sjómaður og síðar bifreiðastjóri á BSR. Hann fæddist aö Borg í ögurhreppi og ólst upp á Isa- firði, en fluttist ungur til Reykjavíkur. Sigurður var kvæntur Ágústu V. Guðmundsdóttur sem lést árið 1967. Síðustu árin hefur Sigurður búið að Hrafnistu í Reykjavík. Afmælisbamið tekur á móti gestum frá kl. 20.30 í kvöld að Bjarkarási, Stjömugróf 9 R.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.