Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.1983, Blaðsíða 33
DV. ÞRIÐJUDAGUR16. ÁGtJST 1983.
33
Sviðsljósið
Sviðsljósið
Sviðsljósið
Enganmam,takk
Money heitir tímarit eitt sem
gefið er út í Bandaríkjunum og
gerði þaö á dögunum könnun á
því hver væri staöan á
barneignum hjá ógiftum konum
yfir þritugt. Þessi könnun leiddi
það í ljós að barneignir utan
hjónabands hjá þessu kvenfólki
væri nánast orðin tíska. Sem
dæmi má nefna að áriö 1980
fæddust þeim 57.000 börn sem er
81 prósent hækkun á fæðingum
hjá konum yfir þritugt frá 1970.
I könnuninni kom fram að
fjöldi þessara kvenna er stoltur
yfir því að vera einstæðar mæöur
og settar hafa verið á stofn
stofnanir sem þær geta leitaö til.
Ein slík heitir: Einstæðar mæður
að eigin vali og eru flestar sem
leita til hennar konur í góðum
stöðum. Könnunin leiddi
ennfremur í ljós að fleiri konur
kjósa frekar að vera sæddar í
sæðisbanka til þess að forðast
Fyriilitnmgbenið
Eins og menn sjálfsagt muna
þá voru Charles Bretaprins og
Diana prinsessa á ferð í Nýja Sjá-
landi fyrir nokkru og eftir
fréttum þaðan að dæma var þeim
forkunnarvei tekið hvar sem þau
komu. En eins og gengur og
gerist þá voru ekki allir jafn-
ánægðir með heimsókn þeirra og
einn þeirra óánægöu var maori-
maðurinn Dun Te Ringa Mangu-
Mihaka. Hann Dun lét sér ekki
nægja að sitja heima og nöldra
heldur mætti hann til móttöku
sem haldin var hjónunum til
heiðurs og notaði tækifærið til
þess að sýna kóngafólkinu fyrir-
litningu sína, á þjóðlegan hátt.
Það hefur nefniiega verið til siðs
þar suðurfrá aö séu menn og
konur óánægð meö einhvem og
talið að orð næðu því ekki að
koma fyrirlitningu til skila, þá
hefur það verið talið nægilegt að
bera gumpinn og vingsa honum
framan í þann fyrirlitlega. Þetta
var einmitt það sem hann Dun
gerði og var hann strax
handsamaður og hysjað upp um
hann. Nú fyrir skömmu var ein-
mitt dæmt í þessu sérstæða máli
og eins og gefur að skilja þá fékk
hann Dun sekt upp á nokkur
þúsund krónur.
Leitin að
n*
Brunaliðsmonn eru þeir menn sem eflaust flestir óska aO væru verkefnalausir allt árið og sem betur fer
hafa þeir ekki misst mikinn svefn vegna starfa sinna upp á síOkastiO. Þessi mynd hefur veriO tiiefni nokk-
urra heilabrota og hægt var aO láta sér detta þaO i hug aO þeir brunaliósmenn hafi veriO orOnir leiOir á aO
biOa eftir eldi til að slökkva og hafi farið aö leita hans á óliklegustu stööum. Enn betri uppástunga væri að
ætla að lítill og ófrýnilegur eldpúki hafi i dauðans angist stungið sór undir bílinn á flótta undan væntan-
legum drápsmönnum. Séu menn nú að leka niður úr spennu og eftirvæntingu að fá að vita hvað þeir voru
eiginleg að gera undir bíinum þá upplýsist það að þeir voru að herða skrúfuna sem heldur bílnum saman,
ogþá ættiþað málað vera leyst.
SLS/DV-mynd Loftur.
8*i
Nöfnurnar hittast á þjóðveginum, Vigdis frá Asen og Vigdis frá Islandi.
Kemur högg á dag
skapinu í lag?
Fyrir nokkru birtist klausa á síöum
þessum þar sem leikkonan Charlotte
Rampling sagði þaö sína skoðun aö
flest kvenfólk sem væri tuskaö til af
eiginmönnum sínum ætti það skilið.
Blað eitt í Ameríku var forvitið að vita
álit lesenda sinna á þessu og lagði þá
spurningu fyrir lesendur sína hvort
það væri verjandi aö eiginmenn lemdu
konur sínar ef þær heföu „unnið til
þess”. Af þeim 746 konum sem svöruðu
þessu þá voru 24,1 prósent þeirrar
skoðunar að það ætti að kýla konur
væru þær með einhvem kjaft heima
við. Ein kvennanna sagðist þekkja til
kvenna sem hefðu verið lamdar og
„flestar heföu átt það skilið.”
Spumingu þessari svömðu 122 karl-
menn og af þeim töldu 50,8 prósent að
sumar konur ættu skilið að vera
stundum bankaðar. Einn karlinn
svaraði þannig: ,3ko, það em til
kvensur sem barasta vita ekki hvenær
þær eiga aö halda kjafti og það er
alveg á hreinu að einn á lúðurinn fær
þær til þess að hugsa.”
Eins og áður sagði var yfirgnæfandi
meirihluti aðspurðra kvenna, eða 75,9
prósent, andvígur barsmíðum. Ein
þeirra sagðist hafa verið hneyksluð
yfir því sem Rampling sagði. „Hún
heföi gott af því að setja sig i spor konu
sem lamin er daginn út og inn, það
myndi sko koma vitinu fyrir hana.”
MÁLSHÁTTUR DAGSINS
Allar þykjast meyjar þar til krakkinn krimtir.
VonAnhalt
hundskast
AUir þekkja gömlu lygina
,morgunstund gefur gull í
mund”, en gamla stjarnan hún
Zsa Zsa Gabor hefur sitt cigið
spakmæli á morgnana og það er :
„Ekkert er betra á morgnana en
að vakna með nýjan mann við hlið-
ina á sér.” Lesendur rekur ef-
laust minni til þess að hún Zsa
tók fyrr á þessu ári saman við
hinn hundelska Friedrich von
Anhalt sem jafnframt er prins.
Þótti henni mikið til elsku prins-
ins á rökkum þeim sem hún
hefur sankað að sér koma og
festi hún ofurást á honum fyrir
vikið. Málin höfðu þróast þannig
að til stóð að Friðrik yrði eigin-
maður númer níu en skjótt
skipast veöur í lofti. Nú herma
nýjustu fregnir að hinn hundeiski
von Anhalt verði hvorki númer
níu eða neitt annað þvi hann
hefur fengið sparkið illræmda.
Því er útlit fyrir að í nánustu
framtið geti hún Zsa tönnlast á
spakmælinu góða og láti ekkl
sitja viðorðintóm.
Leikferill
íhættu
Uggvænleg tíðindi að utan!
Hún Victoria Principal, sem allir
vita hvað leikur, mun vera
nokkuð langt niðri um þessar
mundir. Ástæða þess mún vera
sú að hún er logandi hrædd um að
fá liðagigt en báðir foreldrar
hcnnar þjást af þessu leiðinda
meini. Victoria er nefnilega
skelkuð vegna þess mögulcika að
hún muni geta erft sjúkdóminn
sem mundi að öilum líkindum
stytta leikferil hennar. Fregnir
herma að fólk fái mein þetta
oftast mUli þritugs og fertugs en
Victoria er um þessar mundir 33
áraaðaldri.
Logi
Amadeus
Amerískl leikarinn Mark
Hamil, sem flestir þekkja sem
Loga geimgengil úr Star Wars
kvikmyndunum, hefur lýst því
yfir að hann sé orðinn nokkuð
þreyttur á því hlutverki og langi
tii þess að spreyta sig á einhverju
aðeins þyngra. Nú hefur honum
borist tilboð um að leika í lcikrit-
inu Amadeus, sem íslendingar
þekkja, og fær hann auðvitað að
spreyta sig á Wolfgang Amadeus
Mozart og ætti það að vera alveg
nógu alvarlegt hlutverk fyrir
hann.