Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.1983, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.1983, Blaðsíða 32
32 DV. ÞRIÐJUDAGUR16. AGOST1983. Sviðsljósið Sviðsljósið Sviðsljósið Litlarfréttir Fréttastofum blaöa berast i vlku hverri aragrúi telexskeyta með fréttum víðs vegar að úr heiminum. Eins og gefur aö skilja er efni þessara frétta- skeyta misjafnt að innihaidi og lítilvægar fréttir enda oft í rusla- körfunni. Þessar litlu fréttir segja oft frá harmleikjum einstakiinga eða hafa að geyma hugljúfar frásagnir, oftast jákvæðar en stundum neikvæðar. Eitt slikt skeyti hafði að geyma nokkuð neikvæða frásögn af konu nokkurri sem býr í bænum Kempen í Vestur-Þýskalandi. Kona þessi heitir Maria Velten og er hún 67 ára gömul og sex barna móöir. Maria var handtekin i síð- ustu viku grunuð um að hafa vægast sagt óhreint mjöl í poka- horninu og játaði hún við yfir- heyrsiu lögreglunnar, að hafa myrt 77 ára gamlan föður sinn 1963 með þvi að blanda arfaeyði i matinn hans vegna þess, eins og hún sagði, að hann hafði verið harðhentur við hana. Einnig játaði hún að hafa eitrað fyrir hálflamaða frænku sína vegna þess að hún kærði sig ekki um farlama sjúkling á heimillnu. En ekki lauk játningunni með þessu. María játaði ennfremur að hafa eitrað fyrir þriðja eigin- mann sinn í fyrra einungis til þess að erfa sparifé hans sem var vist á sjöunda hundrað þúsund krónur. Ennfremur játaði hún að hafa eitrað fyrir annan eigin- mann sinn 1976 og eiskhuga sinn 1980. Ástæðu þess að hún eitraði fyrir þá sagði hún vera þá að hún hefði bara viljað losna við þá eftir þreytandi rifrildi. Segið þið svo að það gerist aldrei neitt. ÖrlögHemy Smedley- fírth Eldingar eru fáséð fyrirbæri hér á tslandi, sem betur fer vegna þess að í útlandinu eru fleiri drepnir af völdum eldinga en étnir eru af hákörlum á ári hverju. Tll er enskt máltæki sem segir að elding ljósti aldrei sama staðinn tvisvar en hér á eftir fer frásögn um undantekninguna semsannar regluna. Maður er nefndur Henry Smedley-Firth og var hann í bióma lífsins við uppbaf fyrri heimsstyrjaldarinnar og eins og milljón ungra manna á þeim tima þá gekk hann í breska herinn og var sendur til Frakk- lands. Dag einn er hann óð druliuna á vígveiiinum við Verdun gerði heilidembu meö tilheyrandi þrumum og eldingum. Henry, sem ekki haföi fengið svo mikið sem kvef á vigveilinum, var lostinn eldingu og slasaðist hann það illa að senda varð hann á spítala í Eng- landi. Dvaldi hann við endurhæf- ingu á spítalanum í eina þrjá mánuði og var honum þá loksins -faleypt út undir bert ioft í hjóla- stól og í fylgd hjúkrunarkonu. Allt í einu gerði hellidembu með tilheyrandi þrumura og eldingum og er hjúkrunarkonan hljóp inn til þess að ná í yfirhöfn handa Henry vita menn ekki fyrr en ZAPP og Henry stiknaði í stólnum. Þó raunum Henry væri lokið í þessu lífi þá er sögu hans ekkilokið. Henry fékk hermannaútför og settu ættingjar hans griðarstóran legstein á gröf hans, fóru síðan allir heim. En dag einn skömmu seinna gerði hellidembu með tilheyrandi þrumum og eldingum og einu stóru ZAPPI. Seinna klofnaði legsteinn í kirkjugarðin- um í nákvæmlega fernt. Þurfi menn að geta oftar en einu sinni hvers stelnninn var þá ættu þeir að ieggja frá sér kaffibollann og byrja á greininni upp á nýtt. -SLS Svona leit herbergið út sem hljómsveitarmefllimir gistu, allt hreint og fint. Á stserri myndinni er var tekin þrem dögum seinna, leit þafl svona út, barasta nokkufl skikkanlegt unglingaherbergi. Það hefur lengi verið talið heilbrigt og skemmtilegt tómstundagaman hjá rokkhljómsveitum úti i heimi að legg ja hótelherbergi í rúst. Hefur iðja þessi helst átt sér stað þegar sveitimar hafa verið á hljómleikaferöalagi því hjá mörgum hefur svall dfe ólifnaöur þótt nauösynlegur fylgifiskur góðs ferða- lags. Ein slík gleðisveit heitir Van Halen og var hún á ferð í Detroit í Ameríku fyrir nokkru og gistu þeir í þrjá daga á sama hótelinu. Hljómsveitarmeðlimir þeirrar sveitar hafa einmitt lýst því yfir að áðurnefnt athæfi væri þeirra uppáhaldsskemmt- an. Þeir sögöust ganga það rösklega til verks að með í hverri för hefðu þeir sérstakan útbúnað sem þeir köUuðu eyðileggingargræjurnar sínar og væru þær til þess að spenna upp glugga og taka hurðir af hjörum. Furöulegt nokk þá taka ÖU hótel þeim opnum örmum því þeir teljast víst borgunarmenn fyrir því tjóni sem þeir valda. Til enn frekari afsökunar sagði einn meðlimur sveitarinnar: „Viö kveikjum í þaö minnsta enga elda.” GÓÐIR GESTIR f V GRÁNIÁ FÆRIBANDI Philip Bames heitir maður einn og er hann bóndi í March í Englandi. Barnes þessum, sem þykir með hugmyndaríkari mönnum, hafði lengi blöskrað hátt verð á bensíni og ákvaö hann dag einn að reyna að nýta þann orkugjafa sem hann getur nálgast í ómældu magni, þ.e. heyið. Því rölti hann dag einn út í bílskúr og árangurinn sést á myndinni. Gráni gamli röltir eftir færibandinu og Bames trónir fyrir ofan og stýrir. Nú dettur sjálfsagt einhverjum í hug sá ódýri brandari að farar- tæki þetta sé knúið aðeins einu hestafli og er það einn brandari sem Bames er orðinn þreyttur á. Hann heldur því nefnilega fram að þegar Gráni gamli tölti með 6 mílna hraöa á klukkustund þá skríði vagninn áfram á 9 mílna hraða. Það er vegna þess að færibandið flytur hestaflið í gíra sem stjóma hraða hjólanna. Þegar tímar líða vonast Bames til að ná hlutföllunum 2:1 sem þýðir aö þegar Gráni rennur skeiðið eftir færibandinu á 35 mílna hraða þá komi tryllitækið til með að geysast áfram á 70 mílna hraða. Sem sagt, gjald- gengur í spyrnuna. Pennavinir hittast NÖFNUR FRÁ NOREGIOG ÍSLANDI HúnVigdislitlaAamseth.fráAsen eftirminnilegan atburð. Það var í Verdal í Noregi, upplifði nýlega. þegar hún hitti nöfnu sína, Vigdísi Vigdis Aarnsath, 10 ára gömul og pennavinur þjóflhöfflingja. Finnbogadóttur, forseta Islands, á allsérstakan hátt í Noregi. Vigdis frá Asen er pennavinur þjóðhöföingjanna á Norðurlöndum, og hefur skrifast á við Margréti Danadrottningu, Olaf Noregskon- ung, Karl Gústaf Svíakonung og síðast en ekki síst Vigdísi Finnboga- dóttur forseta. Frá henni fékk Vigdis Aamseth handskrifað bréf. Hún geymdi það vandlega og þar kom að bréfið kom í góöar þarfir. Þegar Vigdis komst að því aö for- seti Islands myndi eiga leið um heimabyggð hennar, sem er rétt hjá Þrándheimi, nú fyrir skömmu, tók hún sig til og tíndi blóm í fínan vönd. Hún tók sér síðan stöðu með móður sinni á E-6 þjóðveginum og þegar bílalestin ók hjá gaf Vigdís forseti merki um að stansa. „Eg varð alveg steinhissa, það var alveg eins og þau ætluðu að keyra framhjá okkur. En mér fannst það frábært þegar hún skrúfaöi niður rúðuna og vildi tala við mig,” sagði Vigdis litla. Og um hvað töluöuð þið? „Fyrst sýndi ég henni bréfin mín og svo þakkaöi hún mér fyrir blómin. Ég man ekki eftir fleiru.” En hvað skrifaðirðu forsetanum? „Það sama og kóngunum og drottningunni. Ég sagði frá bænum heima á Asen, hvað margar kýr og önnur dýr væru hér. I svarbréfinu sínu þakkaöi hún fyrir bréfið og óskaði mér góðrar framtíðar.” Langar þig kannski til Islands núna? „Það væri ábyggilega gaman og kannski fer ég einhvem tíma. Mér fannst hún mjög indæl,” sagði Vigdis Aarnseth. Seinna um daginn notaði sú litla tækifærið til að fylgjast með for- setanum á Stiklastöðum. Forsetinn stansaði raunar aftur á ferð sinni. Það var við Nesvatnet á Ronglan þar sem tvær stúlkur stóðu og færðu henni blómvendi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.