Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.1983, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.1983, Blaðsíða 14
14 DV. ÞRIÐJUDAGUR16. ÁGUST1983. |H LAUSAR STÖÐUR 'V HJÁ REYK JAVÍKURBORG Menning Menning Menning Reykjavíkurborg vill ráða starfsfólk til eftirtalinna starfa. Starfskjör skv. kjarasamningum. • Staða skrifstofumanns hjá Félagsmálastofnun, Vonarstræti 14, frá 25. ágúst nk. (heilt eða hálft starf). Upplýsingar veitir Guðjón 0. Sigurbjartsson, yfirmaður fjár- mála- og rekstrardeildar Félagsmálastofnunar í síma 25500. • Staða aðstoðarfulltrúa í pöntunardeild Innkaupastofnunar Reykjavíkurborgar. Æskilegt er að viðkomandi hafi Verslunarskólapróf eða aðra sambærilega menntun, þó ekki skilyrði. Góð kunnátta í ensku og t.d. dönsku nauðsynleg svo og í íslensku, Starfið er laust frá næstu mánaðamótum, en æskilegt væri að nýr starfsmaður gæti hafið störf fyrr. MERKILEGT ÆTTFRÆÐIRIT Upplýsingar veitir Sævar Fr. Sveinsson, skrifstofustjóri Inn- kaupastofnunar, í síma 25800. Umsóknir skulu vera skriflegar og greina m.a. frá menntun og starfsreynslu, auk almennra persónulegra upplýsinga. Umsóknum ber að skila til starfsmannahalds, Pósthússtræti 9, 6. hæð, fyrir kl. 16.00, föstudaginn 19. ágúst nk. LAUSAR STÖÐUR HJÁ REYK JAVÍKURBORG Reykjavíkurborg vill ráða starfsfólk til eftirtalinna starfa. Starfskjör skv. kjarasamningum. • Staða forstöðumanns Hlíðaborgar, fóstrumenntun áskilin. • Fóstrur á eftirtalin dagvistarheimili frá 1. september nk. — Efriborg, Hamraborg, Hlíðaborg, — Hólaborg, Laufásborg, ösp, — Múlaborg, Sunnuborg og Staðarborg. Upplýsingar eru veittar á skrifstofu dagvistar í síma 27277 eða hjá forstöðumanni viðkomandi heimilis. • Staða hjúkrunardeildarstjóra v/hjúkrunardeild Droplaug- arstaða. Laus frá 1. september nk. eða eftir nánara sam- komulagi. • Stöður hjúkrunarfræðinga. Hlutastarf eöa fullt starf. Laus- ar strax. • Staða sjúkraþjálfara, 70%. Til greina kæmi að skipta stöð- unni í 2—3 hluta eftir nánara samkomulagi. Laus strax. Upplýsingar veittar á skrifstofu Droplaugarstaða, heimili aldraðra, Snorrabraut 58, í síma 25811 milli kl. 9 og 17. Umsóknum ber að skila til starfsmannahalds Reykjavíkur- borgar, Pósthússtræti 9, 6. hæð, fyrir kl. 16.00 föstudaginn 19. ágúst nk. Auglýsing um aðalskoðun bifreiða í lögsagnarumdæmi Reykjavíkur í ágústmánuði 1983. Mánudagur 15. ágúst R 47201 til R 47700 Þriðjudagur 16. ágúst R 47701 til R 48200 Miðvikudagur 17. ágúst R 48201 til R 48700 Fimmtudagur 18. ágúst R 48701 til R 49200 Föstudagur 19. ágúst R 49201 til R 49700 Mánudagur 22. ágúst R 49701 til R 50200 Þriðjudagur 23. ágúst R 50201 til R 50700 Miðvikudagur 24. ágúst R 50701 til R 51200 Fimmtudagur 25. ágúst R 51201 til R 51700 Föstudagur 26. ágúst R 51701 til R 52200 Mánudagur 29. ágúst R 52201 tu R 52700 Þriðjudagur 30. ágúst R 52701 tu R 53200 Miðvikudagur 31. ágúst R 53201 tu R 53700 Bifreiðaeigendum ber að koma með bifreiðar sínar til Bifreiðaeftirlits ríkisins, Bíldshöfða 8 og veröur skoðun fram- kvæmd þar alla virka daga kl. 08:00 til 16:00. Festivagnar, tengivagnar og farþegabyrgi skulu fylgja bifreiðum til skoðunar. Við skoðun skulu ökumenn bifreiðanna leggja fram fullgild ökuskírteini. Sýna ber skilríki fyrir því að bifreiðaskattur sé greiddur og vátrygging fyrir hverja bifreið sé í gildi. Athygli skal vakin á því að skráningarnúmer skulu vera vel læsileg. Samkvæmt gildandi reglum skal vera gjaldmælir í leigubif- reiðum sem sýnir rétt ökugjald á hverjum tíma. Á leigubif- reiðum til mannflutninga, allt að 8 farþegum, skal vera sér- stakt merki með bókstafnum L. Vanræki einhver að koma bifreið sinni til skoðunar á auglýstum tíma verður hann látinn sæta sektum samkvæmt umferðarlögum og bifreiðin tekin úr umferð hvar sem til hennar næst. Bifreiðaeftirlitið er lokað á laugardögum. í skráningarskírteini skal vera áritun um það að aðalljós bif- reiðar hafi verið stillt eftir 31. júlí 1983. LÖGREGLUSTJÓRINNIREYKJAVÍK. 11. ágúst 1983. AriGfslason. Æviskrár Akumesinga 2. bindi II. Prentverk Akraness hf. 1983. Hér er á ferðinni annaö bindið af Æviskrám Akurnesinga og nær það frá stöfunum G til 1. Nákvæm nafna- skrá yfir myndir bókarinnar er prentuö aftast og er aö henni mikill fengur. Bókin er vel prentuö og myndunum komið fyrir á smekkleg- an og hagkvæman hátt. Hér er bók á ferðinni, er inniheldur æviskráningu heils kaupstaðar og er það alger nýjung í bóka- og útgáfustarfsemi. Hér er ráðizt í mikið stórvirki, og er þaö með eindæmum að koma þessu verki jafnhratt áfram og hér er gert. Ari Gíslason ættfræðingur sýnir með því dugnaö sinn og hina miklu kunn- áttu og þekkingu sem hann hefur á ættfræði og persónusögu. Bókin er hin ítarlegasta um per- sónusögu íbúa Akraness. Hún er vel skipulögð og æviþættirnir hnitmið- aðir og í föstu formi. Þetta er mikið atriði þegar um er að ræða bók um jafnsundurlaust efni og æviatriði og æviferill fólks er. Æviskrár Akurnes- inga er merkilegt uppsláttarrit og munu margir nota það á komandi tímum. Upplýsingar um alþýðufólk liggja yfirleitt ekki á lausu nema i ættfræðibókum og er mikils virði fyrir fræöimenn og allan almenning aö fá rit eins og þetta útgefið — og ekki sízt — þegar það er gert af jafn- mikilli kunnáttu og vandvirkni og hér er gert. Mörg atriöi sem Ari Gíslason greinir frá í Æviskrám Akurnesinga eru mjög þýðingar- —'ii' ' ' ' " ~ ' " Bókmenntir Jón Gíslason mikil fyrir ættfræði almennt, en það er þýðingarmest að hann segir alltaf frá því ef fólk er í einhverju öðru prentuðu riti eða niðjatali, jafnframt starfsmannatölum svo sem Kenn- aratali eða Hjúkrunarkvennatali o.s.frv. Þetta gefur lesanda eða not- anda bókarinnar mikla innsýn í al- menna ættfræði landsins og sparar honummiklaleit. Ari er mjög nákvæmur í skilgrein- ingu starfa aðila í æviskránum, jafn- hliða menntun og námsbraut. Hann getur einnig um félagsleg störf fólksins og er þaö mikiö atriði. Fróðleikur bókarinnar er margvis- legur og er hann til sannrar fyrir- myndar í æviskrárritun almennt. Mér þykir það næstum því með ólík- indum, hve miklum fróðleik Ara hefur tekizt að afla um fólkið. Það er eins og hann finni atriði sem margir komast aldrei í færi við. Frétta- þráöur hans um hús, götur og bæi á Skipaskaga er sannarlega i lagi. Hann finnur alltaf lausn við spum- ingum um uppruna fólksins, æviferil þess og störf. Æviskráning heils kaupstaðar erþrekvirki Æviskráning jafnmargra manna og hér er birt í þessu riti er þrek- virki. Hér er safnaö saman ótrú- legum fróðleik um fólk sem erfitt er að afla og verður ennþá erfiðara þegar stundir líða. Æviskrár Akur- nesinga er því mikiö heimildarrit fýrir komandi tíma, komandi kyn- slóðir. Bókin verður því meira virði sem stundir líða. Hún verður ómet- anleg fyrir óborna og leiðir þá til for- tíöarinnar á slóð áa og formæðra. Myndir bókarinnar eru líka mikils virði — ekki aðeins fyrir líðandi stund heldur langtum fremur fyrir óboma. Safn af myndum af jafn- mörgu fólki og hér er fyrir hendi era MEÐAN ÞÚ ERT EKKIMENNSKUR Oriana Fallaci. Letter to a Child never bom. (Bróf til barns sem aldrei fœddist.) Skáldsaga. I. útg. 1975. Hamlyn 1932. 95 bls. Sölust. B. Snœbjarnar Jónssonar. Fallaci ritar framan við bréfið: Til þeirra sem hrœðast ekki efann Til þeirra sem velta fyrir sér hvers vegna óþrotlega og við svo búið þjást og deyja — Til þeirra sem ráðast í þá þverstœðu að gefa líf eða hafna því — Bókina tileinkar kona öllum konum. Það er nú svo. Kvennabókmenntir, býst ég við. Samt held ég að af þeim bókum, sem ég á undanförnum mánuöum hef gluggað í um meðgöngu og fæöingu hafi þessi fært mér mest sem verðandi föður; öllu heldur sagt mér eitthvað, hinar ekkert. Og er þó bókin yfirlýst skáld- saga á kápu hennar. Stutt. Einkar kvenleg. Samt. Læt ég eftir mér að skrifa. Onafngreind kona tekur að rita fóstri sínu bréf strax og hún er viss orðin um þungun sína, ákveðin í að meðganga og fæöing skuli vera viljabundinn ásetningur hennar og jafnvel fóstursins en ekki bara líffræðileg framvinda sem bæði séu ofurseld. Skrifar bréfið á nokkrum vikum. Málfarið er lát- laust, barnalegt og stundum barns- legt. Einkum þegar kona þessi segir afkvæmi sínu ævintýri og er þá að út- skýra sig sjálfa fyrir því undir rós. Stíltöfrum Fallaci er við brugðið, persónulegra gæti viðfangsefnið. varla verið en þessarar bókar og hið. undarlega vægi sem er milli ástríðu- fulls og tilfinningaríks málfars þessarar kunnu blaðakonu og röksemdafærslna kemur berlega fram í „Bréfinu” og nýtur sín vel. Fallaci er kunn fyrir að koma hertum stjórnmálamönnum úr jafnvægi í viðtölum, karlmönnum sem ekki fyrr en um seinan skynja ERLENDAR BÆKUR rökvisi hennar gegnum ástríðuofs- ann og tilfinningahitann. Svo fór fyrir Kissinger, Kadaffi og Komeini. Mótun og eðlisfar okkar karla gefur okkur sjaldnast möguleika á að koma okkur upp svo blendnu hugar- fari sem konum er frjálst að hafa og yfirvega má af stillingu við lestur þessarar bókar. Sagan er mikiö og ákaflega dramatískt uppgjör við hugmyndir. Áleitið, miskunnarlaust, hispurs- laust. Fallaci byggir á eigin reynslu, greinir frá henni í miklu stærri bók, skáldsögunni Manni, sú byggist á sams konar óaðlaðandi málflutningi. Metsölubókin Maður er um hinn strákslega Panagoulis sem enginn gat sveigt, sem fremur minnir á óþekktaranga en byltingarmann þótt hann hafi haldiö sig slíkan og sem með duttlungum sínum olli því að Fallaci missti fóstur. Atburðarás „Bréfsins” er önnur; konurnarlikar. Bréfritari er metoröagjörn kona sem á starfsferil sinn undir að geta lagt undirbúningslitið upp í löng og ströng ferðalög, óheft af föruneyti. Löngun hennar til að fæða bamið, virða tilverurétt þess og yfirleitt gera hið rétta í málinu, togast á við vissu hennar um að það muni íþyngja henni. Þess vegna framan af maka- laus lestur yfir afkvæminu um vonsku veraldar: ofbeldi er alrátt í heimi hér. Við, hin fæddu, erum ofur- seld innrætingu hvert annars eða vargar hvert í annars véum. I móður- kviði lifir barnið við allsnægtir, viö búum við skort aö öllum jafnaði, ef ekki vegna annars þá vegna óviðráðanlegs óhemjuskapar sjálfra okkar. Eitt og ótruflað stefnir barnið á lífið, stefna okkar er á dauðann. Barniö er best sett þar sem það er. Réttarhöld í draumi „Ein gleðistund réttlætir heila mannsævi,” svaraði Niels heitinn Dungal, sá yfirlýsti guðleysingi, menntaskólanema á málfundi einu sinni svo að ég heyrði. Sá hafði spurt: „Hvers vegna að fæðast ef enginn guð er til?” Svarið er gott; fullgilt. Og bréfritara er þetta ljóst, skrifar gegn betri vitund. Eins og séð verður af bókartitlin- um fæðist barnið ekki, nær varla að fá á sig mannsmynd og útlit fyrir að hugarástand móðurinnar, svartsýni, Þorsteinn Antonsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.