Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.1983, Blaðsíða 12
12
DV. ÞRIÐJUDAGUR16. AGUST1983.
DAGBLAÐIÐ-VÍSIR
Útgáhifélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjómarformaðurogútgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON.
Framkvæmdastjóriogútgáfustjóri: HÖROUR EINARSSON.
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B.SCHRAM.
Aðstoóarritstjóri: HAUKUR HELGASON.
Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON ogÓSKAR MAGNÚSSON.
Auglýsingastjórer: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P.STEINSSON.
Rrtstjóm: SÍÐUMÚLA12—14. SÍMI8M11. Auglýsingar: SÍÐUMÚLA 33. SÍMI27022.
Afgreiösla, áskriftir, smáauglýsingar, skrifstofa: ÞVERHOLTI11. SÍMI 27022.
Sími ritstjómar: 86611.
Setning, umbrot, mynda-og plötugerO: HILMIR HF., SÍÐUMÚJ-A12. P rentun:
ÁRVAKUR HF„ SKEIFUNNI1».
Áskriftarverð á mánuði 230 kr. Verð í lausasölu 20 kr.
Helgarblað22 kr.
Fjórðungsverð á varma
Við höfum náð meiri árangri í virkjun jarðvarma en
vatnsafls, enda þótt við höfum á því sviði síður notið
reynslu annarra þjóða. Meira að segja er búizt við, að
orkuveriö við Kröflu fari að borga sig um síðir.
Nú þegar framleiðir Kröfluverið 15 megawött og gæti
farið upp í 30, ef markaður væri fyrir rafmagn. Samt
hefur bezta holan ekki enn verið tengd. Þarna má hæg-
lega ná upphaflega ætluðum afköstum, 60 megawöttum.
Krafla er dýrasta dæmið um afar mikilvæga reynslu,
sem við höfum aflað okkur við beizlun jarðhita. Enn far-
sælla dæmi er orkuverið í Svartsengi, þar sem varlegar
og fyrst og fremst hægar var farið í sakirnar.
Aftur á móti hafa vatnsorkuver síðustu áratugi valdið
nokkrum vonbrigðum. Virkjun Þjórsársvæðisins hefur
reynzt erfiðari en við var búizt. Hinn gífurlegi leki úr Sig-
öldulóni er skýrasta dæmið um slík vandamál.
Við horfumst í augu við, að samkeppnisaðstaða Islands
í rafmagnsverði frá vatnsorkuverum verður í bráð ekki
eins góð og áður var vonað, enda þótt verð á olíu hafi
margfaldazt. En þetta ætti þó að fara að lagast.
Hins vegar erum við komin svo langt í jarðvarmanum,
að kostnaður við hitun húsa er víða kominn niður í 20—
25% af olíukostnaði. Hitaveita Reykjavíkur selur sínum
viðskiptamönnum varmann á 21% af verði olíukynding-
ar.
Verð Hitaveitunnar er of lágt. Hún hefur ekki haft bol-
magn til að endurnýja gamla hluta kerfisins, sem eru aö
gefa sig. Og hún hefur í rúm tíu ár ekki haft efni á að bora
í tilraunaskyni við Nesjavelli í Grafningi.
1 haust er ráðgert að hefja þar boranir. Reisa þarf 400
megawatta orkuver á næstu tíu árum til að mæta varma-
þörfinni, sem verður að þeim tíma liðnum. Um þessar
mundir eykst þörfin um 20 megawött á hverju ári.
Samt er gert ráð fyrir að stækka verði olíukyndistöð
Hitaveitunnar til að hindra orkuskort á Reykjavíkur-
svæðinu. Þetta er hláleg afleiðing þess, að stefna vísitölu-
fölsunar hefur lengi haldið niðri verði á heitu vatni.
Eðlilegt væri að hækka útsöluverð Hitaveitunnar upp í
25% af kostnaði við olíukyndingu til að gera henni kleift
að sækja fram á við með eðlilegum hraða. Og í raun og
veru eru 25% sérdeilis ánægjulega lág tala.
Tafla um hitunarkostnað, sem birtist nýlega hér í
blaðinu, sýndi, að margar hitaveitur í landinu selja ork-
una á 20—25% af olíukostnaði. Aðrar, sem yngri eru og
fjármagnsfrekari, selja orkuna á 45—55% af olíukostnaði.
Þegar kúfur afborgana og vaxta er að baki, ættu nýlegu
hitaveiturnar einnig að geta látið viðskiptavini sína njóta
fjórðungsverðs eins og grónu hitaveiturnar gera nú
þegar. Þá mun þorri þjóðarinnar njóta auðlindarinnar til
fulls.
Þessi árangur minnir á, að þjóðhagslega er hagkvæmt,
að islendingar búi sem flestir í eða við þéttbýli, sem hag-
nýtir sér eða getur hagnýtt sér ódýra hitaveitu frá orku-
verum jarðvarmans. Það sparar stórfé.
Hann minnir líka á, að við þurfum að sinna betur mögu-
leikum okkar í ylrækt, fiskirækt og margvíslegum iðnaði,
sem öðlast hagkvæmni af ódýrum varma. Þar eigum við
að hafa forskot, sem gerir íslenzka framleiðslu sam-
keppnishæfa.
Jónas Kristjánsson.
Hreyfingin
hreyfist —
(Labour moves)
Gáfumaður spurði á dögunum einn
af kunnari verkalýðsforingjum
landsins, hvort ekki væri orðið tíma-
bært að skipta um nafn á verkalýðs-
hreyfingunni.
, Jfvers vegna þá?”, spurði
verkalýðsforinginn.
„Er ekki verkalýðshreyfingin
löngu hætt að hreyfa sig?”, var
svarið.
Syndahafrar
öllu gamni fylgir nokkur alvara.
Því er ekki aö neita, að verkalýðs-
hreyfingin hefur á undanförnum
árum verið sérlega umburðarlynd.
Þegar þing ASI kemur næst saman
má heita, að frá þinginu áöur hafi
kaupmætti félagsmanna hrakaö
jafnt og þétt frá ári til árs.
Kaupmáttarstig sólstööusamning-
anna frá 1977 er komið í slíka óra-
fjarlægð, að menn geta varla lengur
nema látið sig um það dreyma.
Seigir voru Björn og Snorri.
Fólk í vanda leitar gjarna að
syndahafri. Hætt er við, að á næsta
þingi ASI hafi menn forystuna að
syndahafri. Utan þingsalarins, með-
al almennra félagsmanna ASI á
vinnustöðum, kveða menn líklega
ennfastaraðorði.
Kjallarinn
Sighvatur Björgvinsson
Herinn eða
herforingjarnir?
Það er ekki alltaf, að sagt er, sem
fólk í vanda gætir fýllstu sanngirni.
Engin keðja er sögð sterkari en
veikustu hlekkirnir. Veikustu hlekk-
irnir í vamarkeðju verkalýðsins
segir forystan að hafi verið vilji
fólksins. Þrátt fyrir óánægjuna hafi
fólk aldrei verið tilbúið til aðgerða.
Menn hafi gjarna viljað verja kjörin
en engu viljað til þess kosta. Jafnvel
nú, þegar steininn taki úr, vilji
enginn gera neitt, nema nöldra.
Enginn herforingi ver land, nema
herinn vilji berjast.
Gengið á lagið
Agreiningur af þessu tagi breikkar
bilið milli ASI-forystunnar og fólks-
ins. Undanhald síðustu ára kennir
fólkiö forystunni en forystan fólkinu.
Menn vita um þetta missætti. Sú vit-
neskja veikir verkalýðshreyfinguna.
Á það lag gengur ríkisstjórnin.
Hún ræðst nú á lífskjörin í landinu í
trausti þess, aö enginn hafi stöðu til
þess að andæfa. Ríkisstjórnin lætur
sér í léttu rúmi liggja hvort það
stafar af því, að fólkið vilji ekki
verjast eða að forystan hafi með
umburðarlyndi síðustu ára slegið
vopnin úr höndum fólksins. Ríkis-
stjórnin kærir sig kollótta hvort
heldur. Hún nýtir sér bara stööuna.
Með orðum Moggans: Eftir að
hafa þagaö við fjórtán kjara-
skerðingum fyrrverandi ríkis-
stjómar hvernig getur
verkalýðshreyfingin æst sig viö
fyrstu kjaraskerðingu þessarar?
Þetta er svo einföld spuming, að
tíu vitringar fá sig fullsadda af að
leita að svarinu. Þótt þeir væru
tuttugu.
r Skrifað eftir helgina
Á hverju lifir allt
þetta fólk?
Við vorum víst tiitölulega heppin í
sumarleyfinu fyrir norðan, fengum
ekki snjókomu nema í einn dag, og
þegar hann rofaði til, vom fjöllin á
Reykjaströndinni snjóhvít, eins og
Vetrar-Alparnir hefðu veriö færðir
þangað um nóttina. Tindastóll
gnæfði eins og Matterhorn, hulinn
óveðursskýjum og blautri kápu. Ein-
mitt svona hafði veðurlag verið á
lslandi, þegar vesturfaramir tóku
sig upp og héldu til Bandaríkjanna
og Kanada. Þetta nefndu menn hall-
æri þá og skipin sigldu á brott með
fólkið og nöfn hurfu af markaskrám.
Nokkrum árum síðar féllu bæimir
einn af öðrum, nema þá þeir, er
fengu nýja ábúendur, nýja fátækt.
Á tjaldsvæðinu var líklega margt
er kallaöi fram þessa örðugu tíð, og
um hádegi á sunnudag, minnti
svæðið meira á flóttamannabúðir, en
áningarstaö skemmtiferðamanna.
Svona var íslensk veðrátta.
Svisslendingurinn skalf af kulda og
virti fyrir sér skagfirsku Alpana.
— Það er allt í lagi með snjó, sagöi
hann, en ég vil láta snjóa að vetrar-
lagi, en hafa sól á sumrin. Auðvitað
var þetta rétt hjá honum, og ég leit
yfir svæðið, þar sem blaut tjöldin
blöktu fyrir storminum eins og votar
húðir. Niðurrigndur draumur um
yndislega sumarferð blasti alstaðar
viö.
En nóg um það. Um helgina þá,
Kjallarinn
Jónas Guðmundsson !
var mest rætt um búsetuskilyrði á Is-
landi og um kaupmenn dauðans.
Undir búðarveggnum á torginu sátu
gömlu mennirnir allan daginn og
færðu sig með kveðskapinn, þjáning-
una og gamansemina, eftir vindátt-
um. Sátu á bekk kaupfélagsins i
austanáttum, þegar vindurinn blés
úr Hjaltadal, en létu hinsvegar
Búnaðarbankann skýla sér í norðan-
áttinni. En í raun og veru vissi ég
aldrei um hvað þeir voru aö tala, því
þeir þögnuðu alltaf, þegar ég átti leið
framhjá, og þögn þeirra var hávær.
Ekki þessi niðurdrepandi þögn, sem
situr á biöstofum lækna, eöa banka-
stjóra, þar sem menn bíða eftir
dánarvottorðum, eða bréfi upp á
lífiö. Nei þetta var þögn, sem tyllti
sér á hálft atkvæði oröa, og brotnaði
svo, þegar þú varst genginn hjá.
Vísan fékk botn og ný orð flögruðu
eins og reiðir fuglar út á torgið, þar
sem dauður hestur úr kopar stendur
uppi á steinstalli.
— Eftir hvern er hann, spurði ég
manninn í bensininu, en hann vissi
þaðekki!
— Hann fauk í fyrra og þá
brotnuðu af honum eyrun, sagði
maðurinn, og þá settu þeir á hann ný.
Eg held að hann sé betri núna, og ég
virti fyrir mér þennan koparhest,
sem var andstæðan við vísu bóndans
ummerina:
Er á spretti ekki treg,
enda léttáfæti.
Glettin nett og glæsileg,
gengur sett um stræti.
Hann var stórvaxinn þessi bóndi
og minnti í útliti á Alexander Haig,
hershöfðingja, sem var utanríkisráö-
herra Reagans, en sagði sf sér. Nú
var hann hættur hemaði, og bóndinn
hafði h'ka sagt skilið viö sinn hernaö,
sitt nautabú, og var byrjaður á öðru í
bænum, þar sem norðanvindurinn