Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.1983, Page 36

Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.1983, Page 36
27022 AUGLÝSÍNGAR SÍOUMÚLA33 SMAAUGLYSINGAR —AFGREIÐSLA SKRIFSTOFUR ÞVERHOLTI11 86611 RITSTJÓRN SÍÐUMÚLA 12—14 ÞRIÐJUDAGUR 16. ÁGÚST1983. Geir býr sig undir að hverfa úr formannsstóli í Sjálfstæðisflokknum: Þrír þingmenn líkleg- ustu formannsefnin Alþingismennirnir Birgir Isleifur Gunnarsson, Friörik Sophusson og Þorsteinn Pálsson eru taldir likleg- ustu formannsefni í Sjálfstæöis- flokknum. Geir Hallgrímsson býr sig nú undir aö láta af formennsku á landsfundi flokksins í byrjun nóvem- ber. Samkvæmt heimildum DV hefur Geir átt viðræður undanfariö viö ýmsa samflokksmenn sína og ásamt fleirum kannaö þá kosti sem vænleg- astir muni þykja til þess aö lands- fundur geti sameinast um nýja for- ystu. Fyrrnefndir þrír þingmenn eru allir sagðir geta uppfyllt þau skil- yrði, sem gera verði til málamiðlun- ar um flokksforystuna. Enginn þeirra er þó sjálfkjörinn og fleiri munu fylgjast meö framvindu til- búnir til þess að gefa kost á sér. Eins og aö líkum lætur telja margir sjálfstæöismenn eölilegt framhald aö Friðrik taki viö af Geir, þar sem hann er nú varaformaður. Þá ekki síst með Þorstein sem varafor- mann og virkan foringja inn á við í flokknum. En þeir tveir hafa lengi átt gott samstarf. Margir álíta hins vegar að hvorug- ur sé nógu langreyndur í pólitíkinni og eru fylgjandi því aö Birgir Isleifur taki aö sér formennskuna, þá ef til vill meö Friðrik áfram sem varafor- mann. Loks er Þorsteinn nefndur til for- mennsku af ýmsum sem vilja alveg nýja ásjónu flokksins. En einhverjar vöflur eru á sunnlenskum sjálf- stæöismönnum. Sumir vilja ólmir styöja Þorstein til formennsku en aörir óttast aö slíkt embætti dragi úr honum í k jördæmisforystunni. Heimildir DV herma aö Davíð Oddsson borgarstjóri og fýlgismenn hans hafi helst hug á aö bíöa um sinn, þótt margir þykist s já formannsefni í Davíð. Er þá tekiö tillit til núverandi hlutverks hans í borgarmálum. Og eins er mjög almennt litiö svo á, að sú skipan sem verður á forystu flokksins meö landsþingi í haust eigi ekki aö standa til langframa. Þaö sjónarmið á greinilega auknu fýlgi aö fagna innan flokksins, aö framvegis veröi tíðari skipti í foryst- unni en löngum hingað til, jafnvel meö reglubundnum hætti eins og geristí Alþýðubandalaginu. -HERB. Þingvalla- strætismálið: Hjónin veröi ekki borin út — úrskurðar fógetaréttur Fógetaréttur á Akureyri úrskurö- aði í gær að dómur Hæstaréttar heföi veriö löglega birtur hjónunum Olafi Rafni Jónssyni og Danielle Sommers Jónsson, en þau búa sem kunnugt er á miðhæö hússins við Þingvalla- stræti 22 á Akureyri. Samkvæmt fyrmefndum hæstaréttardómi var þeim gert að verða á brott úr íbúð sinni þann 9. júlí síöastliðinn en kær- an vegna birtingu dómsins, hefur tafiðmálið. Fógetarétturúrskurð- aði einnig í gær að aöfór er miðar að því aö hjónin skuli borin út úr íbúö sinni, skuli ekki ná fram að ganga. „Þessum úrskuröi verður áfrýjað' til Hæstaréttar,” segir Brynjólfur Kjartansson, lögmaöur Grimu Guðmundsdóttur, en það er hún sem hefur höfðaö mál á hendur Olafi RafniogDanielle. Brynjólfur bætir því við að þaö sé til lítils aö hafa hæstaréttardóm ef ekki er hægt aö framfylgja honum. -SþS. Hægir á veribólgunni: Ernúíll7% envarí!29% í maíbyrjun Samkvæmt útreikningum kaup- lagsnefndar var vísitala framfærslu- kostnaöar 362,5 stig í ágústbyrjun eöa 21,45% hærri en í byrjun maí. Séu þessir útreikningar lagðir til grundvallar verðbólguspá fyrir tólf mánuði er veröbólgan nú í 117%. Eins reiknað var verðbólgan í maí- byrjun í 129% og því hefur hægt aðeinsáhenni. Þjóðhagsstofnun gerir ráð fyrir að verðbólgan fari fyrst að hjaöna verulega á næstu tveim mánuðum eftir efnahagsráðstafanimar frá í vor. -HERB. Allharður árekstur varð á mótum Stekkjarbakka og Álfabakka í Breiðholti f gœr. Þar rákust á pólskur Fiat og amerískur fólksbíll. Kona í Fiatbílnum slasaðist nokkuð og var flutt á slysadeild. DV-mynd S. LOKI Það ætti að gjósa sæmi- lega á iðnsýningunni. Framtíð Eddu ræðst í vikunni: Pólverjar erfiðirí samningum „Máiefni Eddu ættu aö skýrast nú í vikunni,” sagði Jón Hákon Magnússon hjá Farskip í samtali við DV í gær. „Samningamir við Pólverjana eru ekki enn í höfn, þeir em erfiðir í samn- ingum og vilja hærra gjald en við höfum sett bremsurnar á. Farskip hefur fullan hug á að halda siglingun- um áfram næsta sumar og ef Pólverj- amir gefa sig ekki þá munum við aö öllum likindum reyna aö finna annaö skip.” Að sögn Jóns Hákons em þaö ekki aðeins Islendingar sem áhuga hafa á áframhaldandi siglingum skipsins, heldur einnig Þjóðver jar. -EIR. — yf irgangur segir Sanitas, lögbrot segir Vífilfell „Pepsikeppnin s\-onefnda, þar sem i fólki er gefinn kostur á aö bragöa bæöi á pepsi og kók og dæma síðan eftir j bragöi er aðeins einn þáttur gosstríðs- ins”, sagöi Ragnar Birgisson hjá Sanitas í samtali viö DV í morgun. ,,Sanitas geröi samning viö veitinga- aöila á væntanlegri iönsýningu í Laugardalshöll en á síðustu stundu treður Vífilfell, framleiöandi kóks, sér inn í höllina, setur Félagi íslenskra iðnrekenda stólinn fyrir dymar og heimtar hluta af sölunni,” sagöi Ragnar ennfremur. Hann benti jafn- framt á aö pepsikeppnin heföi fariö vemlega fyrir brjóstiö á kók-mönnum og nefndi sem dæmi að í síðustu gos- keppni sem fram fór á Selfossi fyrir skömmu heföu 72 valið pepsi en 62 kók. Aftur á móti kaupir fólk ekki pepsi í sama mæli. Pétur Bjömsson, framkvæmdastjóri Vífilfells, segir að pepsikeppnin sé lög- brot, brotin séu lög á vörumerki og þeim sem viiji vita sé vel kunnugt um að pepsikeppnin sé þegar oröin alþjóö- legt hneyksli. 5 forstjórar fyrirtækis- ins hafi þegar orðið aö segja af sér vegna keppninnar, málaferli séu í gangi og um allt þetta megi reyndar lesa í Wall Street Joumal frá 1. ágúst sl. Um ásakanir Sanitasmanna um yf ir- gang Vífilfells á væntanlegri iðnsýningu sagöi Pétur Björnsson að allt það tal væri úr lausu lofti gripiö. „Við höfum orö forráðamanna Félags íslenskra iðnekenda fyrir því að á slíkum sýningum eigi allir að sitja viö sama borð. Annað sé lögbrot. ” -EIR. „SUNNLENSKT SUMARVEÐUR” Á LEIÐINNI Gosstríð geisar í Laugardalshöll: PEPSIEBA KOK „Rigningin er á leiðinni og þaö er von á henni síöar í dag,” sögöu veður- fræðingar á Veöurstofunni í morgun. Spáð er rigningu um sunnan og vestan- vert landiö næstu daga og slíkt „sunn- lenskt sumarveður” verður þá einnig í ýmsum öðrum landshlutum. -klp-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.