Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.1983, Blaðsíða 10
10
DV. ÞRIÐJUDAGUR16. ÁGOST1983.
Útlönd Utlönd Útlönd
Umsjón: Ólafur B. Guðnason
Inúítar:
ÞJÓDÍ
DEIGLUNNI?
Útlönd
Lá við kjamorku-
árás af slysni?
— deilt um blaðagrein
Bandariskri eldflaug, vopnaðri
kjarnaoddi, var nærri því skotið á
loft af slysni árið 1980 að sögn banda-
ríska blaðamannsins Jack Anderson
og skotmark flaugarinnar kann að
hafa verið í Sovétríkjunum. Þetta
kemur fram í grein eftir Anderson
sem birtist í bandaríska tímaritinu
„Parade”. Höfundurinn ber fyrir
sögu sinni tvö vitni úr bandariska
flughernum og segir í greininni að
talsmenn Pentagon, bandaríska
varnarmálaráðuneytisins, hafi
neitað því að þetta atvik hafi átt sér
stað.
I grein sinni segir Anderson einnig
frá því er tilhæfulaus viðvörun um
kjarnorkuvopnaárás var gefin árið
1979 og segir að sumir liðsforingj-
anna sem hafa þá skyldu að stjórna
skotum eldflauganna hafi við það
tækifæri óhlýðnast fyrirskipunum og
hikað við aö skjóta flaugunum.
Anderson segir í greininni í
„Parade” að 19. nóvember 1980 hafi
liðsforingjamir Henry Winsett og.
David Mosley verið að prófa skot-
búnaö eldflaugar þeirrar er þeir
stjómuöu. En þegar þeir höfðu báðir
opnað fyrir búnað flaugarinnar, með
tveim lyklum, gaf búnaöur flaugar-
innar merki um að hún væri að taka
sig á loft. Frásögn af þessum atburði
er höfð eftir Mosley. Til þess aö
koma í veg fyrir flugtak tók Winsett
„tappann úr”, þ.e. hann slökkti á öll-
um kerfum flaugarinnar sem var
eina aðferðin til þess að koma í veg
fyrir aö f lugtakiö hæfist.
Anderson hefur eftir Mosley að
ekki sé hægt að segja meö nákvæmni
hvert flaugin hefði fariö en þetta var
Títan-flaug og flestum þeirra er
miöað á Sovétríkin. Talið er að
kjamorkusprengjur, sem Títan-
flaugamar bera, séu níu megatonn
hveraðstyrkleika. Veriðeraðfækka
Títan-flaugunum og veröa þær end-
anlegateknarúrumferðárið 1987.
I grein sinni sagði Anderson
einnig frá atviki sem áður hefur
verið greint frá í fjölmiðlum þegar
mistök tölvu uröu til þess að við-
búnaður við kjarnorkuárás komst á
lokastig í eldflaugastöðvum. Fyrir
mistök túlkaöi tölvan æfingarforrit
sem raunvemlega árás og sendi út
viövömn. En Anderson heldur því
fram í grein sinni að hermenn sem
áttu að sjá um skot eldflauganna:
hafi neitað að hlýðnast fyrirskipun-
um og tafið undirbúning fyrir
gagnárás.
Anderson segir að liðsforingjar
hafi fengið fyrirskipanir um að gera
skotbúnað flauganna reiðubúinn,
Fyrir rúmlega viku var haldin
ráðstefna eskimóa frá Kanada,
Grænlandi og Alaska, í Frobisher
Bay, sú þriðja sinnar tegundar á sex
árum. Það er kanadíska ríkisstjórn-
in sem borgar kostnaðinn af þessari
ráðstefnu að mestu leyti. Engir
fulltrúar komu frá eskimóum í
Síberíu, þó þeir heföu gjarna viljað
koma, en sovéskir embættismenn
bönnuðu það, á þeirri forsendu að
þessi fundur gæti reynst pólitískur.
Það má svo sem segja að sovésku
embættismennirnir hafi haft rétt
fyrir sér. Þó svo fulltrúarnir ítrek-
uðu tryggö sína við Kanada, Dan-
mörku og Bandaríkin og undir-
strikuðu aö þaö væri ekki ætlun
þeirra að stofna til heimskautsríkis
og þrátt fyrir aö engar áskoranir
kæmu fram um að eskimóar segðu
sig úr lögum viö þessi þrjú ríki var
helsta umræðuefni á ráðstefnunni
aukið sjálfræði og margsinnis var
talað um heimskautssvæðið sem
heimaland eskimóa, eða inúíta, eins
ogþeirkallasig.
Það var deginum ljósara á ráð-
stefnunni að inúítar hafa æ meiri til-
hneigingu til þess að líta á sig sem
sérstaka þjóö, án tillits til þeirra
landamæra sem dregin hafa veriö af
hvítum mönnum, án tillits til frum-
byggjanna. Á ráöstefnunni ræddu
fulltrúarnir m.a. um þaö aö setja á
fót háskóla inúíta, fyrir námsmenn
af öllu heimskautssvæðinu. Þá er
enn unniö að samræmdu stafrófi
fyrir hinar mismunandi mállýskur
inúíta. Og allan þann tíma sem
með því aö opna fyrir með lyklum
sínum. Tvo lykla þarf fyrir hverja
flaug og bera þá tveir menn. Ef lykl-
unum er snúið með minna en fimm
sekúndna millibili fara flaugamar í
loftið.
En Anderson segir að í McDonnell
flugstöðinni hafi aðeins fjórar
áhafnir af sautján farið eftir fyrir-
mælum og í Grand Forks-flug-
stööinni notuðu tvær áhafnir flaug-
anna ekki lykla sína fyrr en eftir að
þær höfðu rætt um það nokkra stund.
Anderson segir aö þessi óhlýðni sé
alvarlegasta hliöin á þessu máli, en
yfirvöld í Pentagon segja að aldrei
hefði getað orðið kjarnorkustríð úr
þessum mistökum vegna annarra
öryggisráöstafana.
I grein Anderson segir að her-
menn sem starfi við eldflaugamar
séu óhamingjusamir og ekki sé haft
með þeim nægilegt eftirlit sál-
fræðilega. Og Anderson ber einnig
hermenn fyrir því að komið hafi til
bæöi vín- og eiturlyfjaneyslu í stjórn-
herbergjum eldflauganna.
Yfirmenn bandaríska hersins
hafa tekið ásakanir Anderson svo
alvarlega að yfirmaður eldflauga-
sveitanna, Bemie Davis, gerði sér
sérlega ferð til Washington til þess
að neita þeim. Davis sagði aö ah’ikið
ráðstefnan stóð sátu öldungar og
bám saman bækur sínar og skiptust
á þjóðsögum og fornum lögum.
Það sem mestu ræður um aukna
samheldni inúíta, sem eru um 100
þúsund talsins, eru þær breytingar
sem orðið hafa á síöustu árum, eftir
því sem tæknivæðingin heldur inn-
reið sína í umhverfi þeirra.
Hans-Pavia Rosing, tölvu-
fræöingur menntaöur í Danmörku,
bendir á að á aðeins þrjátíu árum
hafa inúítar gengið í gegnum félags-
legar breytingar sem tóku hundruð
ára í Evrópu. Og þó það hafi að
mörgu leyti gengið vel hefur það
einnig reynst erfitt. Rosing, sem var
endurkjörinn forseti ráðstefnunnar
til þriggja ára, bendir einnig á aö
inúítar í Grænlandi, Alaska, Kanada
og Síberíu hafi aldrei veriö sigraðir.
Hvítir menn tóku þá nánast að
óvörum.
Árum saman lifðu inúítar undir
lögsögu ríkjanna fjögurra. En í raun
voru þeir látnir að mestu leyti í friði,
herrar í sínu harðneskjulega
umhverfi. En í seinni heimsstyrjöld
komu ríkin sér upp herstöövum og
veðurathugunarstöövum. Og
inúítarnir hættu sínu fyrra líferni og
tóku sér fasta bólfestu nærri stöðvun-
um. Síðan fannst olía undir sjávar-
botninum og skyndilega voru haf-
svæði sem inúítar höfðu aöeins metið
sem veiðisvæði fyrir hval, sel og
önnur dýr orðin eftirsóknarverð fyrir
stórfyrirtæki.
Bemadette Limmaroitik, kana-
dískur inúíti, segir þróun mála
síðustu þrjátíu árin hafa svipaö til
1980 hefði aldrei getað leitt til þess
að flauginni hefði verið skotið á
Sovétríkin, heldur var aðeins
verið að prófa tæknibúnaö
flaugarinnar og sprengjunni ekki
verið komið fyrir í henni. Davis sagði
liðsforingjana hafa misskilið það
sem var á seyði og einn þeirra hefði
seinna verið kallaöur fyrir herrétt
fyrir aö falsa skýrslu um atvikiö.
Hinum liðsforingjanum hefði síðar
verið refsað en fyrir óskylt mál.
Davis sagöi einnig, varðandi frá-
sögn Anderson af atburðunum 1979,
aö hann vissi ekki betur en aö allir
liðsforingjar hefðu sinnt skyldum
sínum og opnaö fyrir skotbúnað
flauganna. Davis sagöi að ekki væri
sérlega fylgst með liðsforingjum
meðan á prófunum stæði, hvort þeir
notuöu lykla sína eða ekki, en benti
hins vegar á, aö liösforingjamir
fylgdust hvor með öðmm og vissu
því f ullvel hvort skipunum væri hlýtt
eða ekki.
Þá neitaði Davis því að slæmur
starfsandi einkenndi starfslið við
eldflaugarnar og sagði aö þar væru
eingöngu sjálfboöaliðar.
m------------------------------►
Titaneldflaug elns og sú sem Ander-
son segir að hafi legið við að yrði
skotið á Sovétríkin.
nýlendukúgunar. I fyrstu hafi enginn
tekið eftir inúitunum en síðan hafi
þeir nærri veriö kaffærðir.
En hvert hin nývaknaða þjóðar-t
vitund inúíta mun leiöa er ekki gott
að segja. Hvernig eiga 100 þúsund
manns, sem búa svo strjált, að koma
sér upp pólitískum stofnunum.
öllum kemur þeim saman um að
eitthvað þurfi að gera vegna
tæknibreytinganna en ekkert sam-
komulag er um það til hvaða aðgerða
á að grípa. Þaö er heldur ekki ljóst
hvaða árangur mun nást hvað
varðar náttúruvernd á heimskauts-
svæðinu.
Mun fjölgun barneigna og
hækkandi meðalaldur leiða til ójafn-
vægis milli íbúafjölda, og matvæla-
framleiðslu? Ef ekki er hægt aö lifa á
veiöum, hvaða efnahagskerfi getur
þá dugað í svo fjarlægu og ófr jósömu
landi? Hvað veröur um hefðbundið
þjóðfélag inúíta ef veiðar leggjast
af? Og hver verða pólitísk afdrif
frumstæðrar þjóðar sem stendur á
milli tveggja risavelda?
Ráðstefnan í Frobisher Bay tók
fyrstu skrefin til þess að takast á við
þessi vandamál. Samstaða tókst um
afstööu varðandi hval- og selveiðar
en inúítar vilja að öllum takmörkun-
um veröi aflétt í þeim málum. Og
menningarsamskiptum verður
haldið áfram.
Rosing túlkaöi sameiginlega af-
stöðu inúíta til sameiginlegra vanda-
mála svo að það væri „sjálft
upphafið að þeirri þróun að gera íbúa
heimskautssvæðisins að sjálfstæðri
þjóð.”