Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.1983, Blaðsíða 4
4
DV. ÞRIÐJUDAGUR16. AGUST1983.
Enn umsúrefni:
„ÁBURÐARVERKSMIÐJAN
HÖFD FYRIR RANGRISÖK”
— mistök við áfyllingu súrefnis og köfnunaref niskúfa
geta ekki orðið í Áburðarverksmiðjunni, segir
Runólfur Þórðarson verksmiðjustjóri
„I framhaldi af skrifum DV aö
undanfömu um súrefni þaö sem
framleitt er í Áburðarverksmiöjunni
og íslensk loftför eru hætt aö kaupa,
vil ég aö þaö komi fram aö viö seljum
þaö aðeins einum aöila og þaö er
Isaga,” sagði Runólfur Þórðarson,
verksmiöjustjóri í Áburöarverk-
smiðjunni, í samtali viö DV í gær.
„Samkvæmt samningi sem geröur
var áriö 1966 er skylda okkar sú ein
aö selja Isaga súrefni meö hreinleika
á bilinu frá 99,4%—99,7%, en síðan
höfum viö engin áhrif á hver kaupir
þaöaf fyrirtækinu.”
Aö sögn Runólfs hefur starfsmönn-
um Aburöarverksmiöjunnar veriö
kunnugt um aö súrefni frá verk-
smiöjunni var notað á íslenskar flug-
vélar, en ekki vitaö fyrr en nú í vor
hvaöa kröfur voru gerðar um gæði
þess og þá var afhending stöövuð.
„Þaö koma bílar frá Isaga til
okkar tvisvar á dag meö kúta til
áfyllingar sem þeir sjálfir hafa
flokkaö,” sagöi Runólfur ennfremur,
„og þaö er útiiokaö aö viö fyllum vit-
laust á þá, einfaldlega vegna þess aö
stútar súrefniskútauna passa ekki á
köfnunarefnisáfyllinguna og svo
öfugt.”
Aðspurður hvernig á því gæti þá
staðið aö vitlaust efni færi á kútana
sagði Runólfur að eina skýringin
væri sú aö notendur rugluöust á
kútum, en þar væri ekku um aö ræöa
mistök við áfyllingu, þau væru úti-
lokuð, heldur mannleg mistök sem
e.t.v. mætti rekja til slæmra merk-
inga á kútunum.
Um þau mál er ekki til nein reglu-
gerö og þótt hún hafi veriö lengi í
smíðum vantar hana enn.
-EIR.
Beðið eftir flugi. Eins og fram kom í DV í gær fóru 25 blaðburðarbörn á vegum DV og
Vikunnar í ævintýraferð til Kaupmannahafnar á laugardaginn. Myndin er tekin er
þrír blaðburðardrengir styttu sér stundir meðan beðið var í fríhöfninni. Þar var tæki-
færið notað og tölvuspilin dregin upp. Mikið hefur verið um dýrðir í ferðinni, heim-
sókn i Tívolí, dýragarðinn og á Dyrehavsbakken. Hópurinn kemur heim úr ferðinni í
dag.
DV-mynd Helgi.
Eins og sjá má á DV-mynd S. var þaO hin mesta mildi aO dáraskapur
farþegans varO ekki ungmennunum aO fjörtjóni.
Ökuferöin endaöi
inni i garöi
— lá við stórslysi vegna dáraskapar
ungmenna í ökuferð á Laugarásvegi
Telja má hina mestu mildi aö ekki
varð stórslys á laugardagskvöld er bif-
reið rann stjómlaus inn í garö viö
Laugarásveginn.
Málavextir eru þeir að þrjú ung-
menni óku í bifreið suður Laugarás-
veginn í átt að Langholtsvegi. Gáski
ungmennanna gekk fulllangt er far-
þegi í bílnum drap á honum meö þeim
afleiðingum aö stýriö læstist og afl-
hemiar misstu kraft. Skipti engum
togum aö bifreiöin rann stjórnlaus yfir
gangstéttarbrún, í gegnum limgerði og
niður mannhæðar háa, bratta garðs-
hlíð. Trjágróöur, sem bifreiöin rakst á
dró úr hraða hennar. Stöövaðist bif-
reiðin á hliðinni og skall skottlokiö í
húshornið.
,,Er viö vorum að snæða kvöldverð-
inn heyröum viö þungan dynk,” sagöi
Þór Þorsteinsson, íbúi aö Laugarás-
vegi 50. „Litum við út um gluggann og
urðum heldur betur undrandi er bifreið
lá á hliðinni viö húshornið en aö sama
skapi glöð er krakkarnir skriöu út,
lúpulegir en ómeiddir. Guði sé lof ”.
Það þarf vart aö taka fram aö þaö
var guösmildi aö ekki varö stórslys af
þessum dáraskap. Ekki heföi þurft aö
spyrja aö leikslokum ef bifreiðin heföi
ekiö á húsvegginn eöa vegfarendur
heföu verið á gangstéttinni. Skottlok
bifreiðarinnar skall í húshorninu og
var þaö mildi aö afturgluggi lenti ekki
á hominu.
Bifreiöin skemmdist töluvert.
Garðurinn aö Laugarásvegi 50
skemmdist mikiö, trjágróöur er illa
farinn og eins og hálfs metra limgerði
fallið á fimm metra kafla. -ás.
Svo mælir Svarthöfði
Svo mælir Svarthöfði
Svo mælir Svarthöfði
Lýðræðissigur í Nígeríu
Framkvæmd kosninganna i
Nígeríu hlýtur aö vera þeim mönn-
um gleðiefni sem trúa því aö lýðræði
geti fest rætur í Afriku. Einhverjar
fregnir hafa borist um kosningasvik
en það er ekki óeðlilegt i landi eins og
Nígeríu. Miklu meira máli skiptir að
kosningarnar fóru fram og menn,
sem andsnúnir eru forsetanum,
fengu að bjóða sig fram og berjast
gegn honum.
Á sama tima berast fregnir frá
Chad þar sem uppreisnarmenn undir
forustu fyrrverandi forseta, en
studdir af einræðisherranum í Líbýu,
reyna að taka landið herskildi.
Bandarikjamenn, Frakkar og Zaire-
menn hafa stutt við bakið á stjórn-
inni í Chad en með óbeinum hætti þó
og virðist stjórnin eiga i mesta basli
með að hrinda sókn uppreisnar-
manna.
Fyrir helgina óskaði Bandaríkja-
stjóm eftir fundi í öryggisráði
Sameinuðu þjóðanna til þess að ræða
um ihlutun Líbýumanna. Útvarpið
sagði frá þessu, en þegar sagt var
frá umræðum í ráðinu brá svo undar-
lega við að aðeins var sagt frá því aö
Líbýumenn hefðu sakað Bandarikja-
menn um ihlutun og að Rússar hefðu
varað heimsvaldasinna við að skipta
sér af málum i Chad. Ekki eitt orð
um ásakanir Bandarikjamanna, rétt
eins og þær kæmu málinu ekkert við
og að þeir væra aðalsökudólgarair.
Svona langt geta menn seilst, þegar
hatrið og fordómarair eru fyrir
hendi. Virðist æ nauðsynlegra að láta
fara fram ítarlega rannsókn á því
hveraig fréttamenn á Ríkisútvarp-
inu starfa einkanlega þeir sem vinna
við erlendar fréttir.
Eins og fyrr segir tókust kosning-
araar í Nígeríu nokkuð vel. Þar i
landi hafa orðið talsverðar framfarir
en landið býr við kapítalíska
stjórnarhætti og forsjársósíalismi er
í Iágmarki. Það er eftirtektarvert að
í þessu landi hafa framfarir orðið
meiri en i mörgum öðrum rikjum
Afríku og má það án efa þakka efna-
hagskerfinu.
Meðal annars hafa samvinnufélög
vaxið þar og dafnað en þeim hafa
vart verið veitt nein forréttindi held-
ur gilda um þau svipaðar reglur og
hér á landi eða á Norðurlöndum.
Annars staðar í Afríku hafa áhuga-
menn um samvinnustefnu komið
samvinnu á með opinberum
þrýstingi og er það helst í Tansaníu
en þar er allt á leið til andskotans
fyrir stórkostlega forsjárstefnu for-
setans sem verið hefur einn helsti
talsmaður Afrikusósialisma og horf-
ir nú á þrotabú hans í riki sinu. Sam-
vinnumenn frá Norðurlöndum hafa
um Iangt skeið unnið að uppbyggingu
samvinnurekstrar i Tansaniu en þar
er ekki sömu sögu að segja og í
Nigeríu. Reksturinn hefur gengið illa
og skriffinnska gifurleg.
Eru samvinnumenn þeirrar
skoðunar eftir reynslu sína í þess-
um rikjum að það sé rangt að reyna
að koma samvinnurekstri á með
valdboði. Best sé að hver maður ráði
því sjálfur hvort og hvemig hann
tekur þátt i samvinnurekstri en sé
ekki beittur þrýstingi frá yfirvöld-
um.
Það er mat manna að forseti
Nigeriu hafi þó nokkra möguleika á
því að sveigja efnahagsstefnu lands-
ins til þeirrar áttar að landið verði
ekki eins háð einhliða útflutningi á
olíu og áður. Oliugróðinn blindaði
menn þar eins og víðar en sú gróða-
lind er þorrin. Forsetinn mun leggja
mikla áherslu á landbúnað en um
langan aldur fluttu Nigeríumenn
matvæli út þótt hin síðari ár hafi orð-
ið að flytja verulegt magn af land-
búnaðarafurðum inn. Ein af ástæð-
um þess að menn trúa því að for-
setanum takist þetta er að efnahags-
kerfi landsins er kapitaliskt og þess
vegna þjálla og skilvirkara.
Um það þegir hins vegar frétta-
stofa útvarpsins enda passar það
ekki í kramið hjá þeim sem þar bera
starfslega ábyrgð.
Svarthöföi.'