Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.1983, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.1983, Blaðsíða 19
DV. ÞRIÐJUDAGUR16. AGUST1983. 19 fttir íþróttir íþróttir íþróttir íþróttir 3JIURSLITALEIKUR ÍBV Á FJÓRUM ÁRUM — Vest mannaeyingar sigruðu FH 4:1 í gær og leika t il úrslita við Akurnesinga í bikarkeppninni 28. ágúst Frá Friöbirni Ö. Valtýssyni, frétta- manni DV í Vestmannaeyjum. Vestmannaeyingar unnu sanngjam- an sigur á FH 4—1 á Helgafellsgras- vellinum í gær í síðari leik liðanna í undanúrslitum bikarkeppni KSÍ. Það verða því Eyjamenn sem leika til úr- slita við bikarmeistara Akumesinga frá í fyrra á LaugardalsveUinum sunnudaginn 28. ágúst. Það ætti aö geta orðið skemmtilegur úrslitaleikur. Þriðji úrslitaleikur Vestmannaeyinga síðustu f jögur árin en þeir hafa aldrei leikið til úrslita fyrr við Akurnesinga. Það var norðan bál þegar leikur tBV og FH var háöur í Eyjum í gær. Liöin höfðu áður leikið í undanúrslitum í Hafnarfirði. JafntefU þar 2—2 eftir framlengingu og því þurftu þau að reyna með sér á ný. Vindurinn stóð skáhallt á vöUinn og léku FH-ingar frekar undan honum í fyrri hálf- leiknum. Það voru þó Eyjamenn sem byrjuðu með krafti, en erfitt var að hemja knöttinn vegna roksins. A 12. mín. náði Omar Jóhannsson forustu fyrir IBV, fékk góða sendingu frá Hlyni Stefánssyni inn fyrir vörnina og, renndi knettinum framhjá Halldóri markverði HaUdórssyni, sem reyndi að koma í veg fyrir mark með út- hlaupi. FH tókst að jafna á 36. mín. Náði sókn og Pálmi Jónsson fékk knöttinn óvænt inn fyrir vöm Eyjamanna. Var í góðu færi en í stað þess að skjóta lagði hann knöttinn fyrir Olaf Danivalsson. OU skaut föstu skoti beint á Aðalstein Jóhannsson, markvörð IBV, sem ekki virtist í erfiðleikum með að verja. Missti svo knöttinn klaufalega inn fyrir marklínuna. Það fór um áhorfendur. ikoraði rílok- annKA K efstu liða 2. deildar Það var nokkuö lagt í jöfnunarmarkið og sókn Fram varð stööugt þyngri. Hinrik Þórhallsson fór þó iUa aö ráði sínu við Fram-markiö snemma í hálf- leiknum. Guömundur Torfason komst frír aö marki KA en Þorvaldi Jónssyni tókst að verja. Það var aöeins skamm- góður vermir. A næstu mín. skallaöi HaUdór Arason, frá vítateigslínunni, knöttinn í autt mark KA eftir slæmt út- hlaup Þorvalds. 2—2. KA-menn geystust í sókn-og ætluðu heldur betur að ná fomstu á ný. Og litlu munaöi. Mínútu eftir jöfnunar- mark Fram átti Gunnar Gíslason hörkuskaUa í þverslá marks Fram — knötturinn rann fram með marklín- unni en KA-mönnum tókst ekki að binda enda á sóknarlotuna. Fram náði að hreinsa og knötturinn barst aUa leið inn í vítateig KA til Kristins Jónssonar. Hann lék skemmtilega á varnarmann og skoraði með föstu jarðarskoti í blá- horniö. Þremur mín. fyrir leikslok skoraði Halldór fjórða mark Fram. SkaUaði knöttinn efst í markið, alveg undir þverslá eftir langt innkast. Þetta var fyrri leikur Fram og KA í 2. deUd en liðin standa langbest að vígi þar og ættu að vinna sæti í 1. deild á ný. Féllu saman niöur úr 1. deild í fyrra- haust. Þrátt fyrir rokið brá oft fyrir góðum leikköflum í leik liðanna í gær. Marteinn Geirsson lék með Fram á ný. -hsím. Var sagan úr Firðinum aö endurtaka sig? Mikið áfaU og jafnt í hálfleik 1—1. Eyjamenn sóttu stíft í síðari hálf- leiknum en tókst iUa aö skapa sér tæki- færi. Það var farið að fara um áhorfendur. Hvorki gekk né rak þrátt fyrir þunga sókn. Á 72. min. átti Sveinn Sveinsson hörkuskot af löngu færi í þverslá marks FH. Mark lá í loftinu og faUegt var það þegar það kom. Það var á 77. min. Viðar Elíasson bakvörður spyrnti á mark FH af löngu færi og knötturinn lenti efst í bláhom- inu, algjörlega óverjandi. Glæsi- mark. 2—1 fyrir Eyjamenn og þá opnuöust flóðgáttir í vöm FH, þegar Hafnfirðingar reyndu tU að jafna. Omar og Hlynur skoruðu tvö mörk fyrir Eyjamenn undir lokin og sann- gjarn sigur var í höfn. Valþór Sigþórsson, miðvörður Vest- mannaeyinga, var yfirburðamaður í leiknum. Harður af sér og sterkur. Þá átti Viðar einn sinn besta leik í sumar'. Hjá FH vom bræöurnir HaUdór og Viöar Halldórssynir bestir og Sævar Sigurðsson var röggsamur dómari. FOV/hsím. Ríkharður Jónsson skoraði fjögur mörk í sigurleiknum við Svía á Mela- veUinum 1951,4—3. Landsleikir við Svía hafa verið tvísýnir Sjötti landsleikur íslands og Svíþjóðar á Laugardalsvelli Landsleikur íslands og Svíþjóðar n.k. miðvikudag er 6. landsleikur þjóð- anna. Tveir leikjanna hafa farið fram hér á landi, en þrír í Svíþjóð. Svíar hafa haft betur tU þessa því þeir hafa unnið 3 leiki, tapað einum og einum lauk með jafntefli. Markatalan er 9—7, Svíþjóðíhag. Fyrsti landsleikur Islands og Svíþjóð- ar fór fram á gamla MelavelUnum 29. júní 1951 og lauk honum með sigri Is- lands 4—3 en þann sama dag unnu frjálsíþróttamenn okkar sigur á Dön- um og Norðmönnum í landskeppni í frjálsum íþróttum á Bislet í Oslo. 29. júní 1951 er því einn mesti sigurdagur í íþróttasögu okkar. En nánar um fyrsta landsleikinn gegn Svíum sem þótti mjög skemmtilegur og vel leikinn. Sér- staklega átti Ríkharður Jónsson góöan leik, hann skoraöi ÖU mörk Islands. Liö Islands var þannig skipaö í þessum leik: Bergur Bergsson KR (1) KarlGuðmundsson,Framfyrirliði (5) Haukur Bjarnason, Fram (1) Hafsteinn Guðmundsson Val (3) Einar Halldórsson, Val (2) Sæmundur Gíslason, Fram (5) Olaf ur Hannesson, KR (?3) Ríkharður Jónsson, IA (4) Þórður Þórðarson, lA (1) Bjami Guðnason, Víking (1) Gunnar Guömannsson, KR (1) Varamenn komu ekki við sögu í þessum leik, enda fátítt á þessum ár- um að nota varamenn, nema vegna meiðsla, en á varamannabekknum sátu: Helgi Daníelsson, Val, Guðbjöm Jónsson, KR, Guðjón Finnbogason, IA, Halldór HaUdórsson, Val, Hörður Oskarsson, KR og Gunnlaugur Lárus- son, Víkingi. Þjálfari var ÖU B. Jónsson og leikinn dæmdi Guöjón Einarsson sem var okkar eini milU- rík jadómari á þessum árum. Ekki eru tök á að rekja gang leiks- ins en staðan í hálfieik var 2—0 fyrir Is- landog skoraði Ríkarður á 32. og 38. Frír aðgangur 12 áraogyngri - á landsleikinn við Svfa Börn, 12 ára og yngri, fá ókeypis aðgang á landsleikinn gegn Svíum annað kvöld. Knattspyrnusamband tslands hefur fengið leyfi ÍBR til slíks og er vonast til að börn fjölmenni á leikinn til að hvetja landann. Dómari leiksins verður Englendingurmn Richardson og línuverðir þeir Sævar Sigurðsson og Öli Ölsen. -AA a morgun mín. I síðari hálfleik hresstust Svíar og skoruðu þrjú mörk en Ríkharður s\-araði með tveim mörkum á 48. og 82. mín. og tryggði þar með sigur Islands. IMaumt í Kalmar Næst léku þjóðirnar í Kalmar í Sví- þjóð 24. ágúst 1954 og var aftur um jafnan og skemmtilega leik að ræða. Svíar sigruðu með 3—2 en mörk Is- lands skoruðu þeir Skagamennirnir Ríkharöur Jónsson og Þórður Þórðar- son. Þaö er ekki fyrr en 11. júlí 1973 sem 3. leikur þjóðanna fer fram og nú er leik- ið á Uddevalla leikvanginum í Svíþjóð. Aftur var um jafnan og skemmtilegan leik að ræða. Að þessu sinni voru í íslenska liðinu kappar eins og Guöni Kjartansson, IBK, sem var fyrirliði, Þorsteinn Olafsson stóð í markinu. Þá voru í liðinu Marteinn Geirsson, Einar Gunnarsson, IBK, Gísh Torfason, IBK, Guðgeir Leifsson, Fram, Matthías Hallgrímsson, ÍA, að ógleymdum Ásgeiri Sigurvinssyni sem þá var korn- ungur, svo einhverjir leikmenn séu nefndir. Svíar unnu nauman sigur 1—0 í jöfnum leik. Fjórði leikur þjóðanna fór fram á Laugardalsvelli 20. júlí 1977 aö við- stöddum tæplega 9 þúsund áhorfend- um. Islenska liðið undir stjóm Tony Knapp sýndi góöan leik, en tapaði 0—1. Jafntefli í Halmstad Síðasti Ieikur þjóðanna fór svo fram í Halmstad í Svíþjóð 17. júlí 1980. Þá var íslenska liðið undir stjóm Guðna Kjartanssonar. I Uði Islands í þessum leik vom m.a. Þorsteinn Olafsson í markinu, öm Oskarsson, Marteinn Geirsson, Janus Guðlaugsson, Ásgeir Sigurvinsson. Þessi leikur var mjög skemmtilegur og jafnræði með Uðun- um. I fyrri hálfleik var ekkert skoraö en á 82. mín. skoraði Rutger Backe fyrir Svíþjóð en Guðmundur Þor- björnsson, Val, jafnaöi á 87. mín. UrsUt: 1—1. Leikir Islands og Svíþjóðar hafa jafnan verið mjög jafnir og spennandi og viö vonum að leikur þjóðanna n.k. miðvikudag veröi þar engin undan- teknmg. Enginn atvinnuknattspyrnu- maður er í liði Islands í þeim leik heldur er lið okkar skipaö reyndum leikmönnum ásamt ungum og efnileg- um leikmönnum sem á komandi árum eiga eftir að vekja á sér athygli. Það sáust oft snUldartaktar í leikjum yngri flokkanna í knattspyrnunni í úrslita- keppninni í 4. og 5. flokki, sem hófst á fimmtudag og lauk á sunnudag. Hér er stór- skemmtUeg mynd úr leik Kópavogsfélaganna Breiðabliks og iK í 5. flokki. ÍK sigraði 1—0. DV-mynd EJ. Feyenoord vann United HoUenska liðið Feyenoord sigraði Man. Utd. 2—1 á 4-liða mótinu í Rotter- dam um helgina. Þá sigraði ítalska meistaraliðið Roma hollenska liðið Ajax3—1. Ben Wijnstekers náði forustu fyrir Feyenoord á 6. mín. Frank Stapleton jafnaði í lok fyrri hálfleiks en Andrej JeUazkov skoraði sigurmarkið á 76. mín. eftir frábæra aukaspyrnu Johan Bruijff. Þeir Cerezo, nýi leikmaðurinn frá Brasilíu, Angelotti og Graziani skoruðu fyrir Roma áður en Jan Mölby skoraði eina mark Ajax. -hsím. Knapp hress að vanda... — jafntefli Fredrikstad og Ipswich Fredrikstad, liðið sem Tony Knapp þjálfar í Noregi, lék nýlega við enska 1. deildarliðið Ipswich í Fredrikstad. jafntefli varð 1—1. Vidar Hansen náði forustu fyrir norska liðiö en enski landsliðsmaöurinn Russel Osman jafn- aði fyrir Ipswich. Tony Knapp, fyrrum landsliðsþjálf- ari Islands, hefur verið mjög í fréttum í norskum blöðum eftir að fram kom að hann hættir hjá Fredrikstad í haust. Tony, hress að vanda, segir að hann hafi úr nógu að velja. Vidar, sem leikur i 2. deild, hefur rætt við kappann og hann hefur látið þau orð falla að þó hann vilji helst starfa áfram i Noregi komi vel tU greina að hann taki við is- lenska landsliðinu á ný. Framundan hjá þvi sé riðlakeppni fyrir heims- meistarakeppnina 1986 og íslendingar hafi áhuga á að standa sig þar vel. -hsím. Staðaní 2. deild Staðan i 2. deild eftir sigur Fram á KA í gærkvöld: KA 14 8 4 2 24-14 20 Fram 13 7 4 2 22-14 18 Njarðvík 14 7 2 5 17-12 16 FH 13 5 5 3 22-16 15 Víðir 14 5 5 4 11-10 15 Völsungur 14 6 2 6 15-14 14 Einherji 14 4 6 4 11-13 14 KS 14 2 7 5 12-16 11 Fylkir 14 2 4 8 12-21 8 Reynir 14 1 5 8 8-24 7 Markahæstu leikmenn: Gunnar Gislason, KA, 8 Hinrik Þórhallsson, KA, 8 Pálmi Jónsson, FH, 8 -hsím. SigurProstað komast í höf n Alian Prost, Frakklandi, er nú að verða öruggur með sigur í grand prix kappakstrinum. Hann sigraði á sunnudag í Zeltweg í Austurríki og hefur nú hlotið 51 stig samanlagt. Nelson Piquet, Brasilíu, er annar með 37 stig og Rene Amoux, Frakklandi, þriðji með 34 stig. Þeir urðu í öðru og þriðja sæti í Zeltweg. Arnoux annar. -hsim. Bautamótið — í kvennaknattspyrnu Hið árlega Bautamót i kvennaknatt- spyrau verður háö dagana 9., 10. og 11. september. Þátttökutilkynningar ósk- ast sendar skrifstofu KSÍ fyrir 1. september. Vinsældir þessa móts hafa aukist ! með hverju ári og var þátttaka í fyrra með mesta móti. Verðlaun til mótsins gefur Bautinn, ' Hafnarstræti 92 Akureyri. En þar að | auki hefur Bautinn staðið fyrir frium j veitingum fyrir alla þátttakendur og aðstandendur liða í lok mótsins, segir í fréttatilkynningu frá KSÍ. ^ 7,-." ’C!*

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.