Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.1983, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.1983, Blaðsíða 8
DV. ÞRIÐJUDAGUR16. ÁGUST1983. 8 Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Vann þrjátíu milljónirá brúðkaups- ferðinni Annette Barrios, nýgift kona á brúðkaupsferöalagi í Las Vegas í Bandaríkjunum, vann stærsta vinning sem unnist hefur á spilavél í sögu borgarinnar um helgina. Frú Barrios, sem er ættuð frá Kalifomiu; og er 23 ára gömul, setti sex dollara í spilavél í Caecars Palace spila- vítinu og kippti í handfangið. Ut komu svo 1.065.359 dollarar sem jafngildir um það bil 30 milljónum íslenskra króna. ,,Eg er ekki mikið gefin fyrir fjárhættuspil,” sagöi frú Barrios síðar við blaðamenn. James Stewart með krabba Bandaríski kvikmyndaleikarinn James Stewart, sem er 75 ára gam- all, undirgengst nú geislameðferð vegna húökrabbameins við St. Johns spítalann í Los Angeles. Talsmenn spítalans sögðu að krabbameinið væri vægt og að Ste- wart yrði ekki lagður inn, heldur fengi hann meðferðina sem göngu- sjúklingur. Krabbameinið er á vinstri vanga leikarams en búist er við að meðferðinni ljúki í vikunni. Stewart vann til Öskarsverð- launa fyrir leik sinn í kvikmyndinni ,,The Philadelphia Story”, en með- al annarra vinsælla kvikmynda sem hann lék í má nefna ,,Mr. Smith Goes to Washington”, og „Anatomy og Murder”. Stewart hefur leikið í meira en 80 kvikmyndum. Andropo v boöar rót- tækar breytingar á efnahagslífi Sovét Yuri Andropov, leiðtogi Sovétríkj- anna, sagði á fundi í gær að hann vildi sjá róttækar breytingar á efnahags- kerfi Sovétmanna áður en næsta fimm ára áætlunin tekur gildi í árslok 1985. A fundi með eldri flokksfélögum í Moskvu í gær sagði Andropov að gæti- legar og skipulegar tilraunir væru mikilvægar og forðast bæri að flana að ákvörðunum. Hann gerði það ljóst að hann teldi að sovéskt efnahagslíf hefði ekki fylgst meö breyttum tímum. Sovétleiðtoginn viðraði á fundinum sömu hugmyndimar sem vitað er að hagfræðingar höfðu undirbúið fyrir flokksþing sovéska kommúnistaflokks- ins, en þær láku til vestrænna blaöa- manna fyrir tveim vikum. — Andropov sagði aö of margar hálfkáksaðgerðir hefðu aldrei náð til kjama vandamál- anna. „Nú verðum viö að bæta upp það sem tapast hefur,” sagði Andropov og bætti því við aö víðtækra breytinga væri þörf á skipulagningu og framkvæmdastjóm til þess að menn gætu gengið til nýrrar fimm ára áætl- unar sem best við öllu búnir. Andropov sagöi að félagslegar þarfir alþýðunnar heföu aukist og þyrfti því aö auka afköst til þess að standa straumafþví. Hann fór þó ekki dult með að hann ætlaði sér að halda uppi fullum aga á öllum sviðum .. . frá iðnaði til menn- ingar og uppfræðslu ungviöisins. — „Unga kynslóðin er okkur ekki fram- andi. Hún er einungis öðruvísi,” sagði hann, og þykja þau ummæli benda til þess að hin aldraða forysta Kreml ætli að snúa sér að því aö finna heppilega viðtakendur. James Stewart, leikarinn góð- kunni, gengst nú nndir læknismeð- ferð vegna húðkrabbameins. Indland: Mannskaði á trúarhát íð Meira en fimmtíu hindúar sem voru á pílagrímsför á N-Indlandi létust þegar þeir tróðust undir er þúsundir pílagríma ruddust fram á trúarhátíð umhelgina. Um 7000 pílagrímar héldu upp f jalls- hlíð í indverska fylkinu Himchal Prad- esh til þess að freista þess að sjá andlit styttu af gyðjunni Naina Devi, en slæðum er svipt af andliti hennar einu Sinni á dag þá viku sem trúarhátíð, hennar stendur. En sölubúð í hlíðinni hrundi og þegar ótti greip um sig meðal pílagrímanna brast flótti á hópinn svo að rúmlega fimmtíu tróðust undir og að minnsta kosti þrjátíu meiddust. Víða um Indland er að finna altari gyðjunnar Naina Devi og sagt er að ræningjar, dakóítar, eins og þeir eru kallaðir á Indlandi, biðjist fyrir við þau, fyrir og eftir ránsferöir sínar. Frægasti kvenræningi Indlands, Phoolan Devi, sagöi lögregluþjónum að hún heföi ætíð beðist fyrir við altari Naina Devi. 2000 ára af- mæli heilagr- arguðsmóöur Andropov óskar róttækra breytinga á efnahagskerfi Sovétmanna. Jóhannes Páll páfi lauk pílagrímsför sinni til helgistaða í Lourdes í Frakk- landi með því að leggja til að þetta heil- aga ár í almanaki kaþólskra verði al- mennt viðurkennt sem 2000 ára afmæli Maríu mey. Hin heilaga guðsmóðir er páfanum, sem flestum Pólverjum, uppáhalds- dýrlingur og kvaðst hann mjög ánægður með að hafa loks getað bætt Lourdes í hóp þeirra Maríu-helgireita sem hann hefur heimsótt til þess að biðjast þar fyrir með kristnum bræör- um ogsystrum. Biskupar Frakklands vænta mikils af heimsókn páfa og vonast til þess aö hún verði til þess að stööva hnignun kaþólskunnar í Frakklandi. Páfi flutti 11 opinberar ræður í heim- sókninni þótt hún stæði aðeins tvo daga. Lagði hann sem jafnan áherslu á skyldurækni og hlýðni, en í einni ræðu sinni fordæmdi hann trúarbragðaof- sóknir sem kaþólska kirkjan hefur mátt þola — eins og fleiri kirkjudeildir — austan tjalds. Mannræningjar sleppa afkomanda Machiavellis Mannræningjar á Italíu hafa sleppt úr haldi ljósmyndafyrirsætu sem rekur ættir sínar til ítalska stjómmálaheimspekingsins Nic-. coló Machiavelli sem uppi var á 15. öld. Faöir stúlkunnar, Niccoló Machiavelli greifi, sagði blaða- mönnum að hann hefði greitt lausnargjald en vildi ekki tilgreinai upphæöina. Þó sagöi hann að f jöl-j skyldan hefði orðið að taka stór lán| fyrir gjaldinu og aðl mannræningjamir hefðu ekki valið sér fórnarlambið í samræmi við fjárhagsgetu f jölskyldunnar. Stúlkunni, sem heitir Ludovica Rangoni Machiavelli, var rænt utan við kastala fjölskyldunnar snemma í maí og segist hún hafa1 verið höfð í haldi í tjaldi. ARGENTÍNA BÍÐ- UR EFTIR PERON Isabela Perón, fyrrum forseti Argentínu, hefur nú fariö í felur á Spáni svo blaðamenn láti hana í friði en orðrómur hefur verið á sveimi um aö hún hyggist snúa aftur til Argen- tínu seinna í þessum mánuði. Ekki er talið að hún sé lögð af staö til S-Amer- iku. Isabela Perón er óumdeildur leið- togi perónista, flokksins sem eigin- maður hennar heitinn stofnaöi á sínum tíma. Búist er við að hún muni lýsa y fir stuðningi við einhvern frambjóðanda flokksins til forsetakosninga sem fram eiga að fara í Argentínu 30. október. Hún tók við forsetaembætti af manni sínum 1974 og var rekin frá völdum 1976 og höfð í stofufángelsi í fimm ár en síðan send i útlegð til Spánar. Helsti ráðgjafi hennar er Francisco Jose Flores, spænskur læknir sem' þykir hægri sinnaður. Þá eru nefndir stuðningsmenn hennar Carlos Amart, argentínskur kaupsýslumaður, og Milo Vogetic, fyrrum meðlimur Ustachi- skæruliöahreyfingarinnar í Júgóslavíu sem baröist með nasistum gegn skæru- liðum kommúnista. Vogetic er persónulegur vinur Alfredo Stroessn- er, einræðisherra í Paraguay. Isabela Perón, fyrrum forseti Argentínu, undirbýr nú að snúa heim úr útlegö.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.