Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.1983, Síða 6
DV. MANUDAGUR 24. OKTOBER1983.
Neytendur
Neytendur
Neytendur
Neytendur
SVONA HAFA ÞEIR
ÞAÐ í AMERÍKU
r
síitia- og raf-
magnsreíkning-
ar neyfenda í
Bandaríkj-
unum
skoðaðir
Okkur hafa borist í hendur tvenns-
konar reikningar frá Bandaríkjun-
um. Þetta eru símareikningur og raf-
magnsreikningur eins og þeir berast
í hendur neytenda þar í landi og eru
þeir í mörgu frábrugönir því sem viö
eigum að venjast hér á landi.
Símareikningurinn
Þaö sem fyrst ber fyrir augu á
símareikningnum er nákvæmt yfirlit
yfir gjaldliðina. Einnig er gerö
grein fyrir því hvort viðskiptavinur-
inn hafi greitt síðasta reikning og ef
svo er er honum þakkað fyrir það.
Þessi hluti reikningsins er reyndar
ekkimjög frábrugðinn því sem viö
eigumaðvenjast.
En nú kemur að þeim hluta sem
gerir þennan reikning sérstakan í
okkar augum. Með honum fylgir
nákvæmt yfirlit yfir öll utanbæjar-
símtöl og símtöl til útlanda. Yfirlitið
en mjög nákvæmt. Fyrst er greint
frá því hvenær og klukkan hvað var
hringt, hvert var hringt, hvaða núm-
er var valið, hversu lengi var talað
að ’.okum hversu mikið símtalið
kostaöi.
Við þekkjum reyndar til svipaðra
yfirlita, en þau er einungis hægt að fá
þegar símtölin eru pöntuð sérstak-
lega gegnum símstöð. En símnot-
endur í Bandaríkjunum þurfa ekki
að panta símtölin sérstaklega til að
fá þessi yfirlit.
Hvers vegna ekki
hér á iandi?
Okkur lék forvitni á að vita hvem-
ig þessum málum væri háttað hér á
landi.
Þorvarður Jónsson, verkfræðingur
hjá Pósti og sima, sagöi að til að fá
slíkar útskriftir þyrfti sérstakan út-
búnað. Þetta hefði komið til tals, en
þessi útbúnaður væri afar dýr og
hefði fram að þessu ekki veriö taliö
ráölegt að fara út í þetta.
Hérlendis væri teljarakerfi tengt
sjálfvirka símanum sem skráir niður
alla notkun á simanum. I Banda-
ríkjunum væri símakerfið nokkuö
frábrugðið því sem það er hér. Þar
væri t.d. ekki teljarakerfi og væri því
engin skrefatalning innan hverrar
símstöðvar sem þýddi aö allir
símnotendur greiddu sama gjald,
óháð notkun, innan símstöðvarinnar.
En til aö skrá niður utanbæjarsímtöl
og símtöl til útlanda nota þeir kerfi
sem ekki er hérlendis. Þetta er
ákveðinn útbúnaður sem gerir það
kleift að „skoða” svokallaðan A-not-
anda eða þahn sem hringir og sem
síðan skráir nákvæmlega niður sím-
talið. Og hver notandi fær síöan fyrr-
nefnt yfirlit.
Það aö Bandaríkjamenn hafa ekki
teljarakerfi gerir þeim erfitt fyrir að
hringja utanbæjar í símklefa. Þá
verður að panta símtaliö gegnum
símstöð.
Hér á landi væru þó til tæki sem
hægt væri að tengja viö símanúmer
og fá upplýsingar um símnotkunina.
Þessi tæki væru aðallega notuð til að
kanna notkunina hjá símnotendum
sem væru í vafa um hvort símareikn-
ingurinn væri réttur. Þessa þjónustu
veitir Póstur og sími ókeypis til
almennra notenda. Einnig gætu
fyrirtæki leigt afnot af þessum
tækjum til aö fá yfiriit yfir sima-
notkunina.
MikiH verðmunur
Ef við lítum nánar á yfirlitið frá
Bandaríkjunum getum við séð hvað
það kostar að hringja til íslands
þaðan.
Verðið virðist vera nokkuö mis-
munandi, en er frá 23 kr. til um 29 kr.
á mínútu. Þetta er allmiklu ódýrara
en hérlendis, miöað viö að hringt sé
frá Islandi til Bandaríkjanna. Ef
hringt er með sjálfvirka símanum
kostar mínútan 65 kr. og ef símtalið
er pantað gegnum símstöð kostar
mínútan 75,50 kr. og lágmark að
borgað sé f yrir þrj ár mínútur.
Þetta er vissulega mikill verð-
munur. Þorvaröur taldi liklegt að
þessi verðmunur gæti stafað af því
að símakostnaðurinn væri niður-
greiddur eða notast væri við eitt-
hvert útjöfnunarverð.
Látið ekki
peningana
renna burt
Vatn er ekki ókeypis. I Reykjavík
kostar t.d. eitt tonn af heitu vatni 12
kr. og kalda vatnið 1.90.
Venjulegur krani, sem lekur, eða
við ættum kannski kalla það dropa-
lekur, getur lekið allt að 20.000 lítrum
á ári. Ef um heitt vatn er að ræða
verður það 240kr.á ári og 38 kr. Þessi
upphæð verður mun hærri hjá þeim
sem þurfa að hita upp vatnið með
olíu eða rafmagni. Og algengt er að
fleiri en einn krani sé lekur á einu
heimili. Þetta eru kannski smámunir
en eins og máltækið segir: Komið
fyllir mælinn.
Yfirleitt er auðvelt að gera við
þennan leka og er þaö á flestra færi.
Um 20.000 lítrar geta lekið úr
venjulegum krarta á eirtu ári.
XTHANK YOU FOR YOUR PAYMENT
PREVIOUS BALANCE
PAYMENT JUL 27
BUDG BILL CR IX OF
1A5.85
BALANCE AS OF AUG 1
CURRENT BILLING FOR 30 DAYS USE
, TO JUL 28 ACTUAL METER READING
ACTUAL METER READING
FROM JUH 28
90223
88785
RESIDENTIAL SERVICE RATE RS FOR 1A38 KHH
SURCHARGE FOR PA TAXES AT 6.81 X
ENERGY CHARGE $.006602 PER KNH
CHARGES THIS PERIOD
REVIEN ADJUSTMENT
BUDGET PLAN BILLING TO DATE $797.00
ELECTRIC SERVICE BILLING TO DATE $670.76
BILLING DIFFERENCE TO DATE $126.26
CURRENT BILL DUE DATE AUG 22 83
A REVIEH ADJUSTMENT HAS CHANGED YOUR BUDGET AMOUNT.
83 .88 ^
-83 .88
-1 .66 1
-1 .66 1
70, . 68 1
6, .80«
ESTIMATED GROSS
RECEIPTS TAX (%)
INCLUDED IN
YOUR BILL
M .5
HE
5.751
-7jZ/
THIS IS YOUR ELECTRIC USE PROFILE - NETER NUMBER 2032804?
BILLING
PERIOD
AVG KWH
PER DAY
AVG DAILY
TEMPERATURE
JUL 1983 48 75 F
JUL 1982 90 75 F
SET AIR CONDITIONER THERMOSTATS AT THE HIGHEST POSSIBLE
COMFORT LEVEL BUT NOT BELOW 78 F.
NDJFMAMJJ
MONTHS 83
Pennsylvania Power & Light Comþany
TWO NORTH NINTH STREEL ALLENTOWN. PA. 18101 _
Mjög náKvmmt yfirtit fyigir símareikningnum yfir utanbæjarsímtöl og símtöi tii útlanda hjá símnotendum
i Bandaríkjunum.
(4^ tíell ot Pennsyivama
717 737- 9560 751. R21 SEP 1, 1983 PAGE 2
, DETAIL OF ITEMIZED CALLS
NO. DATE TIME PLACE AREA-NUMB ER X MIN AMOUNT
1. AUG 1 222PM T0 YORK PA 717 848-2000 D 1 .31
2. AUG 1 851PM T 0 MT P0C0N0 P A 717 839-6944 E 57 10.47
3 . AUG 2 713PM TO ICELAND 354154606 Y 17 14.22
6. AUG 4 124PM T 0 Y0RK PA 717 854-5553 D 2 . 48
5. AUG 4 620PM TO QUEENS NYC NY 212 529-0158 E 10 2.45
6 . AUG 4 747PM T 0 ICELAND 354143371 Y 10 8.62
7 . AUG 5 1020PM T 0 ICELAND 354117271 Y 16 13.42
8. AUG 6 620PM T 0 GL0UCESTER MA 617 283-1749 N 5 .90
9. AUG 8 833PM TO LANCASTER P A 717 394-5144 E 10 1.39
10 . AUG 10 358PM TO ICELAND 354151696 T 21 21.78
11 . AUG 12 717PM T 0 NEW YORK NY 212 688-1433 E 25 5.96
12. AUG 12 805PM T 0 MT P0C0N0 P A 717 839-6944 E 4 .82
13. AUG 13 1105AM TO GL0UCESTER MA 617 281-1852 N 1 .23
16. AUG 14 1137AM TO MOSCOW PA 717 842-2000 N 1 . 17
15. AUG 14 459PM T0 QUEENS NYC NY 212 656-2600 NM 2 .46
16 . AUG 14 524PM T 0 GLENBURNIE MD 301 859-7111 E 1 . 34
17 . AUG 14 612PM TO MT P0C0N0 PA 717 839-6944 E 9 1.73
18. AUG 14 I057PM TO ICELAND 354151696 Y 6 5.42
CONTINUED|
Hór má sjá hvernig rafmagnsreikningurinn iitur út. Myndrænt yfirlit yfir rafmagnsnotkun hvers mánaðar
síðastliðins árs og orkusparnaðar ráðleggingar. j þessu tilfelli fylgja ráðleggingar um það hvernig berí
aö meðhöndla loftkælitækin.
Rafmagnsreikningurinn
Lítum nú nánar á rafmagnsreikn-
inginn eins og hann birtist neyt-
endum í Bandarík junum.
Það fyrsta sem vekur athygli er að
það virðist fara fram aflestur á raf-
magninu mánaðarlega.
Einnig þakkar tölvan neytandan-
um fyrir síðustu mánaðargreiðslu ef
hún hefur farið fram.
Ennfremur er gerð grein fyrir
heildarrafmagnsnotkun notandans,
miðað við upphaflega áætlun.
Línurit yfir
notkunina
Nú komum viö að þeim hluta reikn-
ingsins sem gerir hann nokkuð
spennandi. öllum reikningum fylgir
súlurit sem sýnir notkunina yfir
síðastliðið ár. Súluritið sýnir hvernig
eyðslan deilist niður á hvem einstak-
an mánuð, frá greiðslumánuðinum
aftur að sama greiðslumánuði
siöasta árs. Einnig eru upplýsingar
um meöaleyöslu á dag sl. mánuð,
miðað við sama mánuö seinasta árs
og þar að auki er gefinn upp
meðalhiti þessara tveggja mánuða.
Með þessu getur notandinn gert sér
nokkuð glögga grein fyrir rafmagns-
eyðslunni.
Hverjum reikningi fylgja ráðlegg-
ingar um orkusparnað. Notandanum
er bent á ýmsar leiðir til að minnka
rafmagnseyðsluna.
Sérstaða íslands
Við höfðum samband við Aðalstein
Guðjohnsen rafmagnsstjóra og
spurðum hann hvernig þessum
málum væri háttað hér á landi og
hvort við ættum von á að fá reikn-
inginn eins og þeir í Ameríku. Hann ;
sagði aö rafmagnsnotkun á Islandi
væri allfrábrugðin því sem hún er
fyrir vestan haf. Þar sem hitaveita
væri v£Hi ekki um miklar sveiflur að
ræða yfir árið í rafmagnsnotkuninni,
en í Bandarikjunum, þar sem hitun
fer fram með rafmagni, væri um
töluverðar sveiflur aö ræöa yfir áriö.
Hér fer aflestur rafmagns fram einu
sinni á ári og kvaö hann það ómögu-
legt að láta slíkan aflestur fara fram
mánaöarlega. Það væri mjög
kostnaðarsamt og myndi fljótt bitna
á rafmagnsveröinu. Rafmagnsveit-
an sér reyndar einnig um aflestur
hitaveitunnar og sem fer fram á
sama tíma og aflestur rafmagnsins.
Vegna þess að aflesturinn fer fram
bara einu sinni á ári er ekki hægt að
gefa notandanum vitneskju um
mánaðarnotkunina.
Nú á næstunni væri ráðgert aö
breyta bæði rafmagns- og hitaveitu-
reikningunum. Yrðu þeir nú mun
auðlesnari og fylgdu nákvæmar
upplýsingar um hvem gjaldlið.
Einnig yrði gerð grein fyrir
áætluðum kostnaði yfir áriö, miöað
við notkun síðasta árs. Notendur
gætu gert athugasemdir viö þessa
áætlun og fengið henni breytt ef þess
væri óskað. Þetta ætti t.d. við þá sem
skipta um húsnæði og teldu að
kostnaðurinn breyttist við það.
Einnig geta notendur farið fram á að
fá endurgreitt við uppgjör ef þeir
hafa greitt of mikið. Þess verður að
geta sérstaklega því annars fer um-
framgreiðslan sjálfkrafa upp í næstu
afborgun.