Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.1983, Page 30
30
DV. MANUD'AGUR 24. OKTOBER1983.
Sjátfsþjónusta
Tökum að okkur að þrífa og
bóna bíla.
Eða þú getur komið og gert
við og þrifið þinn bíl sjólfur.
Seljum kveikjuhluti og viftu-
reimar i flesta japanska bila.
Seljum oliusíur og loftsíur i
flesta bila.
Opið: Mánudaga til föstudaga
kl.9-22.
laugaidaga og sunnudaga kl.
9-18.
BÍLKÓ-
bflaþjónusta,
Smiðjuvegl 66 Kópavogi. —
Siml 79110.
Hreinsar tennur
V6 virkar sótthreinsandi á
tennur, tannhold og munn
V6 er sykurlaust og án
litarefna
V6 veitir tannholdinu
nauðsynlegt nudd
og styrkir það
V6 fæst aðeins í apótekum
Tándhygiejnisk
tyggegummi
Afrefum, kam'num,
lömbum og slitlagi
Frá Inglbjörgu Magnúsdóttur, frétta-
ritara DV á Húsavík.
Dagur Jóhannesson oddviti, Haga í
' Aöaldal, var spurður f rétta úr sveitinni
nýlega. Hann sagöi atvinnuástand
sæmilegt meðan tíðarfar væri svona
gott. Stór hópur fólks ynni í sláturhús-
inu á Húsavík, sérstaklega konur
núorðið.
Atvinnuhorfur fyrir veturinn eru
slæmar, atvinnulíf einhæft, ekki hefði
verið unnið á saumastofunni ur.dan-
farin tvö ár. Byggingarvinna liggur
niðriá veturna.
Hafralækjarskóli tók til starfa 22.
sept. og þar hafði veriö lokað fyrir raf-
magnið í tæpa viku vegna ógoldinna
rafmagnsreikninga, en fjárhagsvand-
ræði skólans stöfuðu af töfum á endur-
greiðslu framlaga frá ríkissjóði.
Fremur iítið er um byggingafram-
kvæmdir hjá bændum.
Unnið er að gerð íþróttavallar við
félagsheimilið Ýdali og áætlað að
verkinu ljúki næsta sumar.
Þrjú refabú hafa hafið starfrækslu,
líklega bætast tvö við í vetur.
Á einum bæ er hafin rækt angóra-
kanína.
Þyngd lamba er í tæpu meöallagi,
heimtur eru nokkuð góðar.
Heyfengur er vel í meðallagi, mun
betri en útlit var fyrir snemma í sumar
enda sprettutíð meö eindæmum góð.
Kartöfluuppskera var fremur léleg.
Þrátt fyrir aö ekki sé um þéttbýlis-
kjama í Aöaldal að ræða er aðeins um
helmingur fólksins sem hefur atvinnu
af hefðbundnum búgreinum.
Bundið slitlag á veginn til Húsavíkur
,hefur styrkt byggöina í sveitinni, aukið
möguleika til að nálgast atvinnu enda
fara jarðir ekki í eyði þótt búskap sé
hætt.
-JGH
m-----------------------►
Dagur Jóhannesson oddviti, Haga i ,
Aðaldal, hefur frá mörgu að segja
úr sveitinni.
D V-mynd Ingibjörg Magnúsdóttir .
DV-mynd Haiidór Kristjánsson
„G eggjaðir jassarar”
gáfu stuð á Hvoli
— jassinn undir „breiðhyltskum” áhrifum
Frá Halldóri Kristjánssyni, fréttarit-
ara DV á Hvolsvelli:
Tónlistarskóli Rangárvallasýslu
stóð fyrir komu góðra tónlistarmanna
til Hvolsvallar nýlega.
Hér var á ferðinni tríó Guðmundar
Ingólfssonar og léku þeir Guðmundur
og félagar í félagsheimilinu Hvoli.
Tónleikamir voru ágætlega sóttir og
stóðu á annan tíma.
Listamennimir léku jass frá ýmsum
tímum og stöðum hérlendis sem
erlendis, ívöfðum „breiðhyltskum”
áhrifum.
Af viðbrögðum áheyrenda mátti
ráða að „jassgeggjarar” finnast víða.
-JGH
Nýiega tók til starfa veitingastaðurinn Borgarinn i Nýbýiavegi 22 i Kópavogi. Aðaláhersla er lögð i
hamborgara og kjúklinga. Hróefnið i hamborgarana er fengið frá tilraunabúinu i Austurkoti en kjúkling-
arnir koma sórstaklega skornir fró Holtabúinu. Veitingastaðurinn er opinn frá kl. 11—23.30daglega. Big-
andiBorgarans er Jón Helgi Jóhannesson. DV-myndEinar Ólason ’•
-Oddvitinní
Aðaldal,
Dagur
lóhannesson,
spurðurfrétta
Menntun í
upplýsinga-
samfélagi
Haldinn var sameiginlegur fundur
skólasafnafulltrúa og skólasafna-
nefndar fræðsluráðs Reykjavíkur
þann 12. þ.m. í Hagaskólasafni með
skólasafnvörðum í grunnskólum borg-
arinnar.
Sigrún Klara Hannesdóttir, lektor í
bókasafnsfræðum við Háskóla Islands,
flutti þar erindi er hún nefndi Menntun
í upþlýsingasamfélagi: þáttur skóla-
safna. Kom hún m.a. inn á vanda
skólanna í tæknivæddu þjóöfélagi og
nauðsyn þess að þeir fylgdust með þró-
uninni. Skólasöfnin hafa mikla
þekkingu að geyma og hlutverk þeirra
er aö miðla henni til kennara og
nemenda skólanna. Skólasöfnin eiga
að vera skipulögö í samræmi við önnur
söfn í samfélaginu, þau eru partur af
bókasafnskerfi hvers lands. Benti hún
einnig á aö þegar skólamir yrðu
tölvuvæddir væri tölva skólans best
staðsett á safninu, þar eiga allir
greiðan aðgang. Skólasafnvörðum ber
að annast upplýsingaaflun til kennara
og nemenda í samræmi við námsmark-
miðin. Einnig var lögð áhersla á
hvemig skólasafniö getur nýst við að
laga menntunina að þörfum ein-
staklinganna, t.d. er skólasafnið kjörið
hjálpartæki til aö koma til móts við
nemendur sem skara fram úr en sá
hópur hefur einkum orðiö útundan i
skólakerfinu.
Sigrún Klara er formaður IFLA
alþjóöa starfshóps sem vinnur að
stöölum um menntun safnvarða. Hún
greindi einnig frá að starfshópurinn
hefði einróma komist að þeirri niður-
stööu aö lykilatriöin í starfi skóla-
safnvarða væra: kennslu- og leið-
beinendahlutverk, hlutverk sér-
fræðings og stjórnunarhlutverk og með
því undirstrikast hve menntun skóla-
safnvarðarins er mikilvægur þáttur i
upplýsingasamfélaginu.
Erindi þetta vakti mikla athygli og
kom af stað gagnlegum umræðum
meðal f undarmanna.
Bókaf ulltrúi rikisins var á f undinum
og svaraði fyrirspurnum er til hans
var beint.
Umræöurá Alþingi:
Hátt raforku-
verð kannað
A fundi sameinaös þings á
fimmtudag voru tvö mál til umræðu:
Annars vegar mælti Eiður Guðnason
(A) fyrir tillögu, sem hann og aörir
þingmenn Alþýðuflokksins leggja
fram um könnun á orsökum hins háa
raforkuverðs til almennings á Islandi.
Uröu nokkrar umræður um það mál.
Hins vegar mælti Guðmundur
Einarsson (BJ) fyrir þingályktunar-
tillögu, sem hann og aðrir þingmenn
Bandalags jafnáðarmanna leggja j
framumsölu ríkisbanka.
-SþS.