Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.1983, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.1983, Blaðsíða 3
•í«et JÍSÍRMMWM rr HTTO'C.nirp?í>‘it W! DV. FÖSTUDAGUR11. NOVEMBER1983. 3 Steinullarverksmiðjan á Sauðárkróki: Finnar gerast meðeigendur — samningar hafa náðst um kaup á framleiðsluvélum VIKINGASTULKAI ULL OG GÆRUSKINNI — kemur á sjónvarpsskerm hundruð milljóna manna Iklædd fötum úr ull og gæruskinni mun 18 ára Njarövíkurstúlka, Margrét Örlygsdóttir, birtast á sjón- varpsskermum milljóna manna víöa um heim síöar í mánuðinum. Veröur hún kynnt sem víkingastúlka og mun hún lýsa hvernig íslenska ullin hefur haldiö hita á landsmönnum í liölega þúsundár. Þessi uppákoma er liöur í alþjóð- legri keppni tímaritsins Penthouse um stúlku ársins, eins og keppnin er nefnd hérlendis, en í Bandaríkjunum er hún nefnd: One Million Dollar International Pet of the Year. Fer hún framí I andaríkjunum bráölega. Hinn bandaríski titill er nátengdur verölaunaupphæöinni til handa sigurvegaranum, sem er ein milljón dollara. Tímaritiö Samúel sér um val kepp- anda frá Islandi og vekur þaö nokkra athygli aö hvorki Samúel né Pent- | house eru þekkt fyrú- aö gera þær kröfur til fyrirsæta sinna aö þær komi fram í vaðmáli. —GS Margrét hélt til Bandarikjanna i gær og gæti allt eins snúið til baka ein rikasta kona landsins. Nýtt útvarpsráð kosið á Alþingi Undirritaðir hafa veriö samningar um kaup á vélbúnaöi í Steinullarverk- smiöjuna hf. á Sauöárkróki. Sölu- aðilinn er finnskt fyrirtæki, Oy Tartek, sem auk þess aö vera framleiöandi slikra tækja, rekur stein- og glerullar- verksmiöju. I lokaáfanga samninga Oy Tarteks og stjómar Steinullarverk- smiöjunnar hf. gerðist finnska fyrir- tækið eignaraöili aö verksmiðjunni á Sauöárkróki meö því aö leggja fram 2,2 milljónir sænskra króna. Þýöir þetta um 12% hlutafjár verksmiöj- unnar. Samningamir vom undirritaðir fimmtudaginn 3. nóvember á Sauö- árkróki. Þangaö vom komnir fulltrúar finnska fyrirtækisins og fyrir hönd Steinullarverksmiöjunnar skrifuöu þeir Ámi Guömundsson stjómar- formaöur og. Þorsteinn Þorsteinsson framkvæmdastjóri undir samninginn. Að sögn Arna er hér um aö ræöa kaup á „framleiöslulínu” verksmiöj- unnar sem þýöir í raun vélbúnaö aö ööru leyti en ofninn. Hann sagöi einnig aö samningar stæðu yfir um kaup á ofninum og yrði aö líkindum gengiö frá þeim viö norska fyrirtækiö Elkem — Spiegerverket um miðjan desember. Ekki vildi hann segja á þessu stigi máls um hversu mikla peninga væri aö ræöa í þessari samningagerö. Þó mætti segja aö menn væru mjög ánægöir meö samninginn viö finnska fyrirtækið. Þeir heföu lækkað sig verulega frá upphaflegu tilboöi og Elkem byöi einnig mjög hagstætt verö á ofni. Árni Guðmundsson sagöi einnig aö Oy Tartek heföi boöiö pökkunarvélar, en stjórnin heföi ekki veriö nógu ánægö meö þær. Væri sænskur ráðgjafi Stein- ullarverksmiðjunnar sammála því að þær y rðu f engnar f rá Þýskalandi. Gert er ráö fyrir aö búnaöurinn, sem nú var samið um, veröi afhentur síöari hluta næsta sumars, en þá er áætlað að verksmiöjuhúsiö verði tilbúið. Árni sagöi að þessa dagana væri veriö aö ákveða hvernig hús yröi reist, stein- steypt, stálgrind eöa úr límtré. Húsið hafi ekki verið hægt aö hanna fyrr en ákvöröun lægi fyrir um tegund vélbúnaöar. Verið er aö vinna í lóðinni og sér Króksverk sf. um þaö. Þaö fyrir- tæki var meö lægsta tilboð af sjö sem bárust. Stefnt er aö því aö Steinullarverk- smiðjan hf. hefji rekstur á miðju ári 1985. Markaður fyrir framleiösluna er eingöngu innanlands og sagði Árni að vonast væri til aö á næstu þremur árum yröi hann kominn í um þrjú þúsund tonn. Þaö er sama magn og ráögert er aö framleiða á Sauöárkróki. Hægt yrði meö meiri mannafla, en sama tækjakosti, aö auka framleiösl- una. Rúmlega 40 manns munu vinna viö verksmiðjuna miöaö viö innan- landsmarkaöinn en ef markaöir opnuð- ust erlendis gæti fjöldinn farið í 60—65 manns. Orkuþörf Steinullarverksmiðj- unnar veröur 2—2,5 megavött. —JBH/Akureyri. Nýtt útvarpsráö var kosið á Alþingi í gær til setu fram yfir næstu þingkosn- ingar. Utvarpsráö er nú þannig skipaö: fulltrúar Sjálfstæðisflokksins eru Markús Öm Antonsson, Inga Jóna Þórðardóttir og Jón Þórarinsson, full- trúi Framsóknarflokksins er Markús Á. Einarsson, fulltrúi Alþýöu- bandalagsins er Ámi Björnsson, full- trúi Alþýöuflokksins er Eiður Guöna- son og fulltrúi Kvennalistans er Elín- borg Stefánsdóttir. Varafulltrúar flokkanna í útvarps- ráöi era Magnús Erlendsson, Haraldur Blöndal og Gísli Baldvinsson fyrir Sjálfstæðisflokk, Haukur Ingibergsson fyrir Framsóknarflokk, Tryggvi Þór Aðalsteinsson fyrir Alþýöubandalag, Guðni Guðmundsson fyrir Alþýðuflokk og Ingibjörg Hafstað fyrir Kvenna- lista. ÓEF FIATUNO '84 Á KR. 219.000,-1! F/A T ER NÚ AFTUR ORÐ/NN MEST SELD/ BÍLL í EVRÓPU. ÞESS VEGNA BJÓÐA F/AT VERK- SMIÐJURNAR SÉRSTAKT VERÐ Á ÞESSARI UNO SEND/NGU OG VIÐ BÆTUM UM BETUR OG BJÓÐUM UNO Á FRÁBÆRUM F/A T-KJÖRUM. NÚ ER AUÐVELT AÐ VELJA FIA T ER MEST SELDI BÍLL íEVRÓPU FRÁBÆR F/A T-KJÖR 1. Þú semur um útborgun, a//t niður í 50.000 kr. á þessari einu sendingu. 2. Við tökum gamla bí/inn sem greiðs/u uppí þann nýja. Það er sjálfsögð þjónusta, því bílasa/a er okkar fag. 3. Við lánum þér eftirstöðvarnar og reynum að sveigja greiðslutímann að getu þinni. SÝNiNGARBi'LAR Á STADNUM OPIÐ TIL KL. 19 í KVÖLD OP/Ð UM HELG/NA LAUGARDAG 10-17 SUNNUDAG 14-17. EGILL VILHJÁLMSSON HF. 1 u z1a ’JAi 'Ti Smiðjuvegi 4, Kópavogi. Símar 77200 - 77202

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.