Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.1983, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.1983, Blaðsíða 16
DV. FÖSTUDAGUR11. NÖVEMBÉR1983' 16’ Spurningin Hefurðu fylgst með Lútersvikunni? Ingibjörg Bjömsdóttir húsmóðir: Ég hef ekki fylgst nógu vel með henni. En ég er nú frekar kirkjurækin. Magnús V. Pétursson verslunar-, maður: Nei, ég er nýkominn frá París. Eg fer ákaflega lítið í kirkju, kannski á jólum. Gunnlaugur Þorláksson leigubílstjóri: Svolitið. Eg hef hlustað á þætti í útvarpinu. Nei, ég hef ekki fariö í kirkju. Jóhann Sigurðsson bílstjóri: Ég net ekki gert það. Hún hefur alveg farið framhjá mér. Ásta Guðjónsdóttlr húsmóðir: Nei, ég hef haft annað að gera. Það| væri synd að segja að ég færi mikið í kirkju. Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur FRIÐUM FJALAKOTTINN Friðunarsinni hringdi: Enn heyrast raddir um að rifa eigi Fjalaköttinn, elsta kvikmyndahús landsins. Niðurrifsmenn hafa hingað til ekki náð sinu fram og vonandi verður svo áfram. Þaö er út af fyrir sig skiljanlegt að eigandi hússins vilji láta fjarlægja það þar sem það er honum einungis fjár- hagslegur baggi. Stjórnvöld eiga hins vegar að koma til móts við hann og greiða sanngjarnt verð fyrir bygg- inguna sem hefur mikið menningar- sögulegt gildi. Á tyllidögum og hátíöarfundum af öllum gerðum er mikið talað um aö varðveita eigi menningararf okkar Is- lendinga. En þegar kemur aö fram- kvæmdum er komið annað hljóð í strokkinn. Þegar litið er yfir rauna- sögu Fjalakattarins læðist óhjákvæmi- lega að manni sá grunur að svokall- aður menningararfur okkar byrji og endi meö Islendingasögunum. Kvikmyndalistin er að sönnu ekki ís- lensk uppfinning (því miður). Hún er engu að síður stór hluti menningar 20. aldarinnar, hvort sem mönnum líkar það betur eðaverr. Það yrði ótrúleg skammsýni hjá borgarráði að samþykkja niðurrif Fjalakattarins. Ég vona að borgaryfir- völd sjái sóma sinn í því aö fara aö til- lögum umhverfismálaráðs og beiti sér fyrir því að húsið verði friðað. Fjalakötturinn má ekki hverfa. Fjalakötturinn er elsta kvikmyndahús landsins og hefur því mikið menningarsögulegt gildi. Fáum við aö njóta þess áfram? Uka skaðlegt að blandast ólitaðrí þjóð Guðrún Jacobsen rithöfundur skrifar: I tilefni le andabréfs, Allir menn eru jafnir, sem H.G.S. skrifar þann 4. 11. ’83, vil ég segja eftirfarandi: H.G.S. fullyrðir að það sé ekki skaö- legt Islendingum að blandast litaðri þjóð því allir menn séu jafnir. Ég held aö það sé ekki aðeins skaðlegt lítilli þjóð að blandast litaöri þjóð heldur líka ólitaðri. Stríðin í heiminum eru út af öllum þessum þjóðarbrotum sem verið er að reyna að steypa saman, mannfólki meö mismunandi litarhátt, tungu og trú. Við Islendingar höfum verið blessun- arlega lausir við að leita okkur áð þrælum, samanber Ameríku sem nú situr uppi meö ævarandi kynþátta- vandamál. Og hvernig er komiö í Ir- landi, að ég minnist ekki á England, þetta fyrrverandi nýlendu- og heims- veldi bresku krúnunnar. Það situr uppi með endalausan innflutning á lituöu fólki. Hvað er svo hvíti maöurinn að gera í Afríku? Þessi hvíti þjófur í paradís frumbyggjanna, svarta mannsins. Jafnvel nokkrir uppflosnaðir skuldar- ar héðan aö heiman hafa sest aö í Ródesíu til aö krækja sér í ódýrt þjón- ustulið. Og hvaö er að ske í Austurlöndum þar sem þjóöarbrotin eru að berjast við að halda sinum einkennum, aö ég minnist ekki á að á sínum tima var maður í stórum vafa um hvort heldur var verið að lesta olíu í Afganistan eða Rússlandi þegar maður sigldi um Svarta hafið. Vitaskuld verður alltaf einhver inn- vortis úrkynjun meðal þjóðarinnar, þótt íslenskt blóð komi ekki til, því sumir eru fæddir miðlungar, eru miðl- ungar og verða alltaf miðlungar, meöan aðrir eru komnir af íslenskum aðli aftur úr grárri fomeskju eins og glöggt má sjá, skyggnist maður á fólk- iðíkringumsig. A móti svertingjum? 6594—9229 skrifar: Ég var gáttuð á lesandabréfi sem birtist í DV fyrir skömmu, og jafnvel var vísað til á forsíðu, um spurninguna hvort of margir svertingjar væru á „Vellinum”. Islendingum gengur illa aö losna alveg við kynþáttafordóma. Líklega er lesandabréfiö dæmi um það. 1 því virðist felast að hörundsdökkir menn þurfi að vera eitthvað verri enl hvítir menn. Þessihugsunarhátturerhættulegur. I Hættuleg hola á Grensásvegi Kona í Fossvogi skrifar: Nú hefur dögum saman verið hætíu- legur skurður á Grensásvegi. Leið mín liggur þar um þegar ég fer í vinnuámorgnana. Skurðurinn tekur yfir aðra akreinina þegar beygt er til hægri frá Bústaða- vegi. Sleipt hefur verið og snjór. Ekki þarf mörg orð um aö litlu munar að bílar renni til ofan í skuröinn. Það fall gæti oröið mannsbani. Hjólreiöamenn eru hvattir til að láta Ijós sitt skína er þeir ferðast um á kvöldin. Aiiir hjólreiöamenn láti Ijós sitt skína — margir virðast nef nilega ekki vita hvað Ijósoglukt er Bílstjóri skrifar: Eg má til með að f jargviðrast örlítið út í hjólreiðamenn nú í skammdeginu. Margir þeirra virðast nefnilega ekki vilja láta ljós sitt skína, og svo er að sjá sem þeir viti ekki hvað ljós og lukt er. Við bílstjórarnir erum ávallt vakt- aðir og þaö er séð til þess að ljósabún- aður bíla okkar séu í lagi. Alls kyns mælingar gerðar hér og þar og þarf lítiö til að númerin fái að fjúka. Og þetta finnst mér sjálfsagt hjá yfirvöldunum að gera. En hvers vegna ekki að taka hjólreiðamennina einnig í gegn. Ég hef hvað eftir annaö, á undan- förnum kvöldum, mætt hjólreiða- mönnum þeysa um á stálfákum sinum ljóslausum. Hvílíkt kæruleysi. Það er eins og þeir biðji um að ekið sé á þá. Eða er hægt að skilja þetta ljós- og luktarleysi þeirra á annan hátt. Megi allir hjólreiðamenn láta ljós sitt skína í skammdeginu. Eg segi, ALLIR.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.