Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.1983, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.1983, Blaðsíða 17
DV. FÖSTUDAGUR11. NOVEMBER1983. 17 ' Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur Fjórðungur þjóöarinnar fylgjandi hundahaldi skv. skoðanakönnun D V. Síðustu björg þorsksins mokað á land G.R.A. skrifar: Nú er deilt ósleitilega um þaö hvernig þjóöin geti komist af án þess aö ganga af öllum þeim nytjafiskum dauðum, sem hingaö til hafa verið nýttir af Islendingum. Um það er þó ekki deilt aö sókn í flesta fiskistofna verður aö minnka verulega ef þeir eiga aö vera áfram okkar undirstööuhráefni til útflutnings og þar meö lífsviðurværi. Þaö sem kemur á óvart frá bæjar- dyrum leikmanns er sú staöreynd aö leyfa eigi veiöar á loðnu sem nemur nærri 400 þúsund lestum. Allir vita þó að loðna er ein aðalfæðutegund þorsks- ins! Sú staöreynd að lakari árgangar og minni vaxtarhraöi er í stofnunum nú en áöur leiðir hugann að því hvort hér sé einfaldlega ekki um fæðuskort þorsksins aö ræða. Það segir sig sjálft að það geysilega magn loðnu er mokaö hefur veriö upp úr sjó hér viö land og á eldisstöövum þorsksins hlýtur að koma niður á vexti og viögangi þessarar fisktegundar. Það er svo önnur spuming hvort þorskstofninum sé gerður greiöi með því að takmarka aflann á næsta ári viö 200 þúsund lestir. Er hér ekki um eins konar „ofbeit” aö ræöa, þ.e. of stórir stofnar þorsks aö berjast um of litla fæöu? — A það ekki rétt á sér að veiða fleiri fiska til þess að þeir sem eftir eru hafi nægilegt fæðumagn? En hvernig sem þessum spumingum er snúið má telja liklegt að ofveiði loðnu sé miklu hættulegri en hvort þorskaflinn sé takmarkaður við 200 þúsund tonn eöa 300 þúsund. — En fróðlegt væri aö fá viðbrögð fiskifræö- inga viö spurningunni um ofveiöi á loðnu. „ÞaO má telja líklegt að ofveiði loðnu só miklu hættulegri en þaó nvort þorskaflinn sé takmarkaður við 200 þúsund tonn eða 300 þúsund," segir G.R.A. íbréfi sínu. VAR SVO EINHVER AÐ TALA UM MINNIHLUTAHÓP? Elnn úr Minnihlutahópnum skrifar: Afskaplega var ég ánægöur þegar ég sá niðurstöður skoöanakönnunar um hundahald í þéttbýli sem birtist í DV nú fyrir skömmu. Liðlega fjóröungur þjóöarinnar er því fylgjandi. Var svo einhver aö tala um minnihlutahóp? Það þætti nú einhverjum stjórnmála- foringjanum gott að geta róið upp á 25% fylgi á landsvísu og ekki nóg meö þaö, „fylgið” hefur vaxiö úr 19,6% 1977 í 25,4% 1983 sem er sama og að hafa bætt viö sig manni úr 4 í 5 20 manna „stjóm”. En DV slær þessu nú reyndar öðru- vísi upp og lítur á málið frá hinni hliö- inni, þ.e. mikill meirihluti segir NEI. Við því er e.t.v. ekkert að segja, en slíkar fyrirsagnir eru leiöandi fyrir hlutlausan lesanda, ég tala nú ekki um ef hann les aöeins fyrirsögnina. Þá gladdi mig aö sjá í sama blaði hversu ábyrg og skynsamleg afstaða öddu Báru Sigfúsdóttur borgarfulltrúa er. Hún segir m.a.: „Þess vegna er borg- arstjórn Reykjavíkur aö glíma viö þaö vandamál hvernig veröi hægt aö tak- marka hundahald sem allra mest vegna þess aö sú staðreynd liggur fyrir aö þaö framfylgir enginn hundabanni affyllstuhörku.” Hún er sem sagt ekkert aö flíka sinni eigin afstööu gagnvart hundahaldi heldur vill hún leysa máliö þannig aö sem flestir geti vel viö unað. Til þess eru borgarfulltrúar kjörnir. Aö ætla sér aö leysa þetta mál meö einhliða banni án þess fyrst aö reyna aörar leiöir er aö mínu mati vanvirða við þúsundir Reykvíkinga. Fæsthjá bóksö/um um /andallt ÚTGEFANDI FÖSTUDAGSKVÖLD I Jl! HÚSINUlíJI! HÚSINU OPIÐ í ÖLLUM DEILDUM TIL KL. 10 í KVÖLD Ný verslun Fjatey 2. hæð. • Bækur • Leikföng • Búsáhöld. Til leigu nokkrir litlir sölubásar í JL-húsinu II. hæð í nóvember og des- ember. NYJUNG JL grillið Grillréttir allan daginn Réttur dagsins Opið á verslunartíma Húsgagnaúrval á tveimur hæðum. Munið okkar hagstæðu greiðslu- skilmála OPIÐ LAUGARDAG KL.9-12 Matvörur. Fatnaður. Húsgögn. RAFTÆKI RAFLJÓS REIÐHJÓL Jli A A A A A A Jón Loftsson hf ___ Hringbraut 121 ..1' c: u i it.rjo zc JUUUJjK' □LiumJr U-lTl m na■■ nu aaum uu 11ini Sími 10600

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.