Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.1983, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.1983, Blaðsíða 1
„Þatta eiga að vera samræmdar dag," sagði einn þriggja fulltrúa 45 islenskra eðlisfreaðinga sem gengu 6 fund forsætisráðherra í morgun og kröfðust „tafarlausar stöðvunar á útbreiðslu og þróun kjarnavopna." „Eðlisfræðingar telja sig bera nokkra þessari þróun og því eiga þessar samræmdu aðgerðir sér stað," sagði Hans Guðmundsson, einn fulltrúanna þriggja. Hinir á myndinni eru Þórður Jónsson og Þorbjörn Sigurgeirsson. DV-mynd E.Ó. Vertíðarlok á Eskifirði: Minna saltað en fyrri ár Frá Emil Thorarensen, fréttaritara DV á Eskifirði. Síldarsöltun lýkur á Eskifirði í dag og það er ljóst að hún er mun minni en síðustu ár. Saltaö er í fimm stöövum, Auðbjörgu, Eljunni, Frið- þjófi, Sæbergi og Þór, og gert er ráð fyrir að heildarmagnið verði um 24 þúsund tunnur, á móti 39 þúsund tunnumífyrra. Þorsteinn Kristjánsson,einn eigenda Auðbjargar, sagði í sam- tali við DV að vertíðin hefði verið lé- leg, þar sem þeir næöu ekki helmingi af síldarsöltun sinni í fyrra. Kristinn Aðalsteinsson, verkstjóri og eigandi, sagði hins vegar aö söltunin hefði gengið mjög vel, enda hefðu þeir verið einstaklega heppnir með starfsfólk, bæði heimafólk og aðkomufólk. -GB Gengið frá síldartunnum á Eski- firði. Söltun lýkur þar í dag. DV-mynd Emil Thorarenson DAGBLAÐIЗVISIR 259. TBL. — 73. og 9. ÁRG. — FÖSTUDAGUR 11. NÓVEMBER 1983. Leiðangur bandaríska flotans? „Þaö er gífurlega mikilvægt aö ná flakinu upp sem minnst skemmdu. Að því stefnum við,” sagði Haukur Hauksson vara- flugmálastjóri í morgun. Flak þyrlu Landhelgisgæsl- unnar, TF-RÁN, fannst skömmu fyrir hádegi í gær á 85 metra dýpi um 1,2 sjómílum undan Kvíar- fjalli í Jökulfjöröum. Sónartæki Varnarliðsins námu hljóðmerki neyðarsendis þyrlunnar. Síðdegis í gær sást flakið á neðansjávarmyndavél, þrátt fyr- ir að dimmt væri niöri á hafsbotn- inum, aðeins um 70 sentimetra skyggni. Flakið er á það miklu dýpi að óvíst er hvort kafarar hérlendis komist að því. Talið er útilokað að íslenskir kafarar, með þeim útbúnaði sem til er í landinu, geti unnið á þessu dýpi. Þeir gætu hugsanlega rétt kafað niður. Líklegt er að fenginn verði sér- stakur leiðangur bandaríska flot- ans til að ná flakinu upp. Banda- ríkjamenn hafa boðið fram að- stoð sína. Til verksins þarf af- þrýstiklefa og hugsanlega köfunarkúlu með griptöngum. -KMU. Víkingastúlka íullog gæruskinni — sjá bls. 3 Þyrian ótryggð - sjá bls. 2 Viðbrögð í Færeyjum við endurskoðun á veiðiheimildum þeirra hér: Almenningur vill gefa kvótann eftir — en st jórnmálamenn tregari til Frá Eðvarð T. Jónssyni fréttaritara DVíFæreyjum: Færeyskur almenningur, jafnt landfólk sem sjómenn, virðist sýna mikinn skilning á vanda okkar vegna aflasamdráttar og telja eðlilegt að við afnemum liðlega 20 þúsund tonna veiðikvóta Færeyinga í íslenskri lög- sötu við þessar aðstæður að því er fréttaritari DV í Færeyjum fær best heyrt af viðtölum við fólk. Þá birtir færeyska blaðið 14. september, forystugrein í fyrradag þarsemsegir: „Islendingar eru ekki hver sem er. I heila öld höfum við veitt hjá þeim án þess að þeir hafi farið f ram á neitt í staðinn. ” Þorskveiðikvóti við Færeyjar var ákveðinn 25 þús. tonn í ár en veiðin slagar hátt í 40 þús. tonn og er fullyrt að ein orsök þessara miklu veiða sé þorskur af Islandsmiðum. Stjómmálamenn í Færeyjum hafa ekki rætt formlega um hugsanlega uppsögn veiðisamningsins við okkur. Þeir virðast þó á öðru máli en almenningur því Páll Vang lands- stjórnarmaður sagöi í viötali við DV að þótt Færeyingar skyldu vanda Is- lendinga vel kæmi það sér illa fyrir Færeyinga. Pauli Ellefsen, lögmaður Færey- inga, sagöist í viðtali við DV vera sannfærður um að Islendingar myndu ekki taka af þeim veiðikvót- ann: ,,Ég trúi því ekki,” sagði hann. Sagði hann að það myndi þýða mjög alvarlegt ástand fyrir færeyskan sjávarútveg og þjóöarbúið allt sem ætti í erfiðleikum fyrir. Báðir stjóm- málamennirnir lýstu sig reiðubúna til viöræðna við okkur hvenær sem væri.Veiðar Færeyinga hér nema ársafla svo sem fjögurra til fimm íslenskra togara. -GS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.