Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.1983, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.1983, Blaðsíða 10
10 Útlönd Útlönd DV. FÖSTUDAGUR11. NOVEMBER 1983. Utlönd Utlönd — en f ríverslunarreglur EBE reyna að hnika til margra alda ákvæðum um samsetningu þýsks öls Umsjón: Guðmundur Pétursson tuttugu og einnar blaösíöu kver, einskonar leiöarvísir fyrir byrjendur í andófi neðanjaröarhreyfinga. Afar handhægur þeim sem vilja leitast viö aö vera ávallt einum leik á undan öryggislögreglu Póllands. Bæklingur þessi er af ákveðnum ástæðum gef- inn út af nafnlausum aöilum sem þó kenna sig við „Baráttu-Einingu” sem er herskár neöanjaröar-armur hinna útlægu verkalýössamtaka „Einingar”. Nýtur ritiö mikilla vin- sælda meöal þeirra sem þræöa refil- stigu neöanjaröarhreyfingar Pól- lands. Þar er að finna tilsögn í því aö dreifa ólöglegum neöanjarðarfretta- blööum eða koma sér upp leynipóst- kassa. Þar er meöal annars birt „handrit” aö yfirheyrslu, svo að les- andinn geti sem best búiö sig undir aö laganna verðir gangi fast á hann. Það er ekkert vitað hve mikill fjöldi Pólverja tekur virkan þátt í andófinu og neöanjarðarstarfsem- inni. Yfirvöld reyndu aö draga úr f jöldanum með tilboöi um sakarupp- gjafir fyrir þá sem brotið höföu ákvæöi herlaganna. Fresturinn til aö notfæra sér það rann út um síðustu mánaðamót og var sagt aö 535 heföu gefið sig fram. Talsmaður stjóm- arinnar, Jerzy Urban blaöafulltrúi, lét þó eftir sér hafa nýlega aö meðal þessara fimm hundruð væri samt enginn úr haröasta kjarna stjómar- andstööunnar. Flestir fólk sem lifir eölilegu lífi, en gaf sig aö ólöglegri fréttabréfaútgáfu eöa útbreiðslu. Hugsanlegt er aö fresturinn veröi framlengdur til þess að gefa andófs- mönnum færi á aö hugsa sitt ráö betur. „Litli samsærismaðurinn” byrjar á því aö afskrifa alla möguleika á málamiölunum viö kommúníska embættismenn: „Rauöliöar þekkja aðeins eina reglu. Lögmáliö um Utla fingurinn og aUa höndina. Réttu þeim Utla fingurinn og fyrr en þú veist af hafa þeir hirt aUa höndina.” Þeir sem gefa út leiöarvísi þainan eru strangir í tUsögninni. I honum er sagt að 90% af ófamaði andófs- manna í viðskiptum viö öryggislög- regluna eigi rætur aö rekja til „leti og klaufaskapar”, þar sem samsær- ismenn hafi skiUð leyniplögg sín á glámbekk. Lögö er áhersla á að sam- særismennirnir verði að njóta trausts og meðmæla hver annars. Helst velja sér samstarfsmenn sem þeir þekki til hUtar og geti treyst. Málgagn pólska hersins „Zolinerz Wolonsci” hefur fordæmt bækUnginn sem and-pólskan og and-sósíaUskan: „Frá siðferöUegu sjónarmiöi er hann einnig ómanneskjulegur. I sam- félagslegu tiUiti er hann sérstaklega hættulegur.” Það hefur þó ekki tekist að hefta útbreiöslu þessa kennslurits. Út- gefendum hans hefur kannski tekist sjálfum aö fylgja út í hörgul eigin forskriftum. Eins og t.d.: „Hver sem tekur sitt neðanjarðarstarf al- varlega á sér aö minnsta kosti tvo felustaði vísa. En muniö að flækja ekki ráðabrugg ykkar og baktjalda- makk um of og ekki ofmeta hættuna af andófi ykkar. Eitt neðanjaröarrit er ekkert óskaplegt afbrot.” I annan staö er sagt: „Samskipti samsærismanns og lögreglu fara best á því aö hafa sem lengst á mUU þeirra. Löggan er hvorki almáttug, né alls staðar nálæg. En hún er heldur ekki neinn fábjáni. Þetta er ein af elstu stofnunum mannskynsins og má ekki vanmeta getu hennar eða reynslu.” „Ef með þér er fylgst svo að lítiö ber á, eru þar venjulega 10—12 lög- reglumenn að verki í þrem eöa f jór- um bUum, ýmist rétt á undan eða á eftir, ef þú ert sjálfur akandi á eigrn bU eöa í almenningsvagni. Teldu þér ekki trú um aö þú sért því meir eltur sem þú ert athafnasamari í neöan- jarðarhryefingunni. Hitt er samt miklu hættulegra aö ímynda sér aö þeir komi aldrei til með aö gruna þig-” Varðandi húsleitir er mönnum ráðlagt að opna ekki fyrir lögregl- unni þegar hún kveöur dyra. „Á meöan þeir brjóta upp huröina, gefst þér tóm tU þess að eyöUeggja gögn.” Varðandi yfirheyrslur: „Aldrei játa neitt, aldrei ljúga, aldrei þiggja te, kaffi eöa vindUnga.” I bækUngn- um er því haldiö fram aö í Lodz hafi einn Einingarmaöur misst rænu eftir aö hafa þegiö vindlinga sem honum voru boönh- undir yfirheyrslu. Um hræðsluna: „Þeir sem ekki kunna að hræðast eru venjulega hættulegustu félagamir. Lániö er aö fáir eru slíkir. Þeir sem leggja sig fram í samsærinu eru hmir sem hræðast og leita sér halds og trausts í bræðralagi og einingu.” Þýskir vilja öl sitt klárt og ómengað í Vestur-Þýskalandi bíöa menn þess aö heyra senn einhvem næsta daginn umvöndunartóninn frá Brussel, þar sem aöalstöövar Efna- hagsbandalags Evrópu era. Ástæöa þess eru heUbrigðisákvæði Þjóð- verja varðandi bjór. Þar gUdir aö til framleiðslu á öli megi aðeins nota humal, malt og vatn. öðruvísi sam- settan bjór má ekki bera fyrir þorst- láta bjórþambara í V-Þýskalandi. En hvaö getur EBE haft út á slíka vandfýsi aö setja? Jú, þessir skil- málar hindra innflutning á erlendum bjór til V-Þýskalands. Og þá auövit- aö einnig bjór sem framleiddur er í öörum löndum EBE, ef hann fullnæg- ir ekki þessum skilyröum. En á sameiginlegum markaði EBE ríkja fríverslunarsjónarmiðin og öll viðskiptahöft eru bannsungin. Því hefur veriö klagað undan þessu af bjórframleiöendum í Elsass og á Italíu. Sams konar heUbrigðisákvæði gilda einnig í Grikklandi, fram- leiöendum blandaös öls til gremju. Hinir grísku kóngar, sem vora þýskra ætta, innleiddu þessi ákvæöi þar í landi. Þau eiga annars uppruna sinn í Bæjaralandi allt aftur til ársins 1516, þegar landsdrottnar þar komu þeim á, eftir vonda reynslu af óhlut- vöndum brugguram. Hefur sjálfsagt ekki verið vanþörf á í þann tíö. Þeir sem ekki kunna aðmeta vand- fýsni Þjóðverja vilja leggja þessi heUbrigðisákvæði í dag á allt annan veg. Halda þeir því jafnvel fram að þau séu höfö áfram í gUdi, þótt löngu úrelt séu, tU þess eins aö vernda inn- lendan bruggiðnaö gegn innstreymi á útlendum bjór. Þetta hafa þeir gert í eyru EBE-ráösins, sem samkvæmt 155. grein Rómarsáttmálans er skyldugt í krafti síns embættis aö bregðast viö slíkum kvörtunum. Öll innflutningshöft eru nefnilega óheimil samkvæmt 30. grein þessa sama stofnsáttmála bandalagsins. EBE-ráöiö hefur fariö þess á leit viö Bonn-stjórnina aö hún geri grein fyrirsínu máli. Þaö mun ekki vera ætlun EBE- ráösins aö heUbrigðisákvæðin veröi afnumin. Né heldur aö braggaö skuli hér eftir eitt aUsherjar Evrópu-öl, sem skuli jafnt renna niður um þurr- ar kverkar allra á markaössvæöi EBE til einingar í bandalaginu. Þvert á móti skulu neytendur — eins og raunar skUyrt er í Rómar-sátt- málanum — hafa frjálst val um hvers konar bjór þeir drekki, bland- aöan aukabragöefnum, eöa einfald- Iega samsettan af tæru blávatni humli og malti. Samkvæmt 36. grein Rómarsátt- málans er leyfUegt að setja upp hömlur gegn innflutningi vöru, ef heilbrigöisástæður þykja krefjast þess. Slík innflutningshöft mega þó ekki vera sprottin af mismunun eöa duldum tUburöum tU þess aö draga úr miUiríkjaverslun miUi aöildar- ríkja EBE. Skammt er síðan út braust miUi Italíu og Frakklands „vínstríöið”, sem hlaust af því að franskir vínbændur æröust yfir framboðinu á ódýrari ítölskum létt- vínum á frönskum markaöi. Frakk- ar, sem eru snUlingar í slíkum að- gerðum, settu í snarhasti upp mikiö kerfisbákn sem ítölsku innfluttu vín- in þurftu í gegnum á meöan gengið var úr skugga um hvort þau upp- fylltu allar heUbrigðiskröfur. Þaö tafði afgreiðslu ítölsku vínanna inn í Frakkland um marga mánuði. Auðvitað settu Italir aUt í háaloft á Leiðarvísir fyrir nýliða í andófi og neðanjarðarstarfi Varast skaltu lögguna sem býður Og ef þú þarft aö punkta niöur síma- Þannig hljóöa meöal annars heil- þér te- eöa kaffibolla: Hún gæti númer skaltu hafa minnismiöann ræöiní,,MalyConspirator” —„Litla laumaö í þaö einhverju svæfandi. — nógulítinntUaögleypahann. samsærismanninum” — sem er EBE-heimiUnu og eftir mikið þvarg urðu Frakkar að láta undan. Eöa svo varþaölátið heita. Undir venjulegum kringumstæö- um mundi hollustuhneigð V-Þjóö- verja í kröfum þeirra tU bjórbruggs teljast hin lofsverðasta afstaöa. Ögn skyggir þó á þann geislabaug að bruggverksmiöjum í landinu ieyfast undantekningar frá heilbrigðisregl- unni. Þær leyfast og eru algengar þegar um er aö ræöa bruggun öls til útflutnings. Samsærismenn verða i leynimakki sínu að hafa allan andvara á sér, segir í ieiðarvísi sem neðanjarðar- hreyfing i Póllandi gefur út handa nýliðum iandófi. Þýsk ölframleiðsla, nútímaleg í besta heUbrigðisákvæðum frá því árið 1516. lagi, en stendur þó á gömlum merg og

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.